Tindur nr. 14 - Laugavegurinn helgina 8. - 10. ágúst 2008
Nautsterkir fjallgöngumenn í toppformi...
|
![]()
Mögnuð ganga
um eina fallegustu gönguleið Íslands... |
![]() Fjölmennt var í Landmannalaugum, veðrið gott, lygnt, hlýtt og hálfskýjað. |
![]() Hér litið til baka til Landmannalauga af stígnum eftir fimm mínútna göngu. |
![]() Hrafntinnusvartklæddir Toppfarar að falla algjörlega í kram Laugahrauns... |
![]() Fjöldi manns á ferðinni um svæðið og skv. lista ferðafélagsins í skálanum voru 47 manns þegar lagðir af stað upp í Hrafntinnusker þennan dag í 1-2ja manna hópnum og einum 11 manna hópi auk annarra óskráðra. |
![]() |
![]()
Fagrar
fjallakonur umkringdar fögrum fjöllum...
|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Stórihver rjúkandi hægra megin framundan og Söðull við Hrafntinnusker framundan. |
![]() |
![]() |
![]() Við björtum fjöllum tók svartur sandur, grjót og hraun við Hrafntinnuskeri og glitraði hrafntinnan í fjarska eins og silfur eða gimsteinar. |
![]() |
![]() Hvílíkt veðravíti þetta er í hörðu vetrarveðri... en það væri gaman að fara þarna um á snjósleða einhvern tíma í sólríku veðri með allt á kafi í snjó... |
![]() Sólin skein og engin þoka svo staðurinn var bara hinn notalegasti. Skerið sjálft er 1.128 m hátt |
![]() Mikil uppbygging á Laugavegsgöngusvæðinu hefur farið fram hjá Ferðafélaginu síðustu ár og mátti t. d. sjá þessa viðbyggingu við skálann í Hrafntinnuskeri sem örugglega breytir miklu fyrir staðinn. |
![]() |
![]() |
![]() Háskerðingur vinstra megin á mynd en ganga þarf um fellin norðvestan hans og yfir jökulinn til þess að komast upp á hann en það gerðu Halldóra Ásgeirs og Roar fyrr í sumar í fallegu veðri. Sagt er að tilfinningin uppi á Háskerðingi í góðu veðri sé eins og að standa á þaki heimsins... með fjöllin öll, óbyggðirnar og svo strendurnar lengst í burtu fyrir fótum sér... |
![]() Þegar sólin skein snarhitnaði í svörtum sandinum en annars var svalur vindur ofan af jöklinum.
Erfitt að velja hvaða myndir fái að vera stórar á vefnum (þær taka mun meira pláss) ... þær eru svo margar fallegar úr þessari ferð... |
![]() |
![]() |
![]() Einn flottasti nestisstaður í sögu klúbbsins... |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Álftavatn með félögunum sínum fjöllunum... keilulaga í ýmsum útgáfum og ágætis verkefni að átta sig á meðan maður gekk. Torfatindur (785 m) hægra megin við vatnið (vestan), Brattháls (751 m) vinstra megin, Stóra Grænafjall (881 m)sunnan við vatnið (við Torfatind) og fjær lægra fjall; Illasúla, lengra til austurs við Brattháls rís svo Stóra Súla tignarlega og enn lengra til suðurs frá Bratthálsi að Mýrdalsjökli rís Hattafellið líklegast. Mýrdalsjökull - Eyjafjallajökull - Tindfjallajökull í skýjunum. |
![]() |
![]()
Sjá Toppfarana í hlíðinni ofarlega vinsta megin... |
![]() Skórnir voru vel leiraðir engu að síður eftir þennan dag þar sem farið var úr leir og niður gil yfir læki til skiptis. |
![]() Álftavatn, Jöklar, fjöll og Toppfarar að dáleiðast niður jökultungurar. |
![]() Hvílíkt form eru þeir komnir í...
Álftavatn er 1,2 ferkílómetrar að stærð og dýpst 22 m (Íslandshandbókin). |
Eftirfarar-þjálfara tókst að grípa í skottið
á Hraðförunum með
miklum köllum til að sameina hjörðina
landslaginu í einni mynd þegar Jóni Inga
varð það á orði að það væri nú ekki ónýtt að
mynda hópinn í þessu úsýni, en bakgrunnurinn reyndist
yfirlýstur þar sem við vorum komin of
neðarlega, en engu að síður flott mynd af
flottu fólki í flottu landslagi...
Björgvin, Gylfi Þór, Alexander, Rannveig, Örn, Guðmundur Ólafur, Guðjón Pétur, Jón Ingi, Ragna, Íris Ósk, Guðbrandur, Stefán Alferðs, Stefán Jóns., Hjörleifur, Roar, Halldóra Ásgeirs og Bára bak við myndavélina. |
![]() |
![]()
Grashagakvísl í botninum sem gaf hópnum nýtt verkefni... að stikla fimlega yfir ef maður var langleggjaður eins og Örn og Guðjón Pétur eða bara vaða. |
![]()
Þegar Örn var kominn yfir reyndi hann að hagræða grjóti fyrir hina til að stikla yfir en féll við og blotnaði án þess að vilja gera meira úr því. |
![]()
Guðjóni Pétri kippti þeim yfir sem fóru með honum af miklum dug en flestir vöðuðu við mikla gleði og var afskaplega gott að viðra fæturna í svölu vatninu í sólinni eftir langa göngu. |
![]() Vaðmennirnir aðstoðuðu svo breska fjölskyldu sem tvísteig á árbakkanum með enga vaðskó og komst ekki yfir. Þau fengu lánaða vaðskóna okkar og voru afskaplega þakklát. |
![]() |
![]()
Hvað jafnast á við litadýrð íslenska mosann þegar líður á sumarið... barasta blóm hálendisins og urðarinnar á Íslandi! |
![]() Tjaldstæði Álftavatns er óumdeilt eitt það fallegasta á hálendi Íslands.
|
![]() |
![]() Rannveig að plástra tær og hæla með aðstoð Alexanders en helmingur hópsins var kominn á plástra þessa helgina og fékk aldeilis góða æfingu í þeim málum við aðstæður þar sem vaða þurfti fjórar ár og ganga langar leiðir dag eftir dag. |
![]() |
|
![]() |
![]() Ofar eru svo Kaldaklofsfjöll, Torfajökull og Háskerðingur þó ekki sjáist þau á mynd. |
![]() Stóra Súla (918 m) til suðurs sem er ágætis kennileiti við Hvanngil en um leið voru fjöllin á svæðinu svo keimlík að maður ruglaðist nokkrum sinnum með stæl en festi bara landslagið betur í minni fyrir vikið. |
![]() Veðrið var síst í Hvanngili þennan dag og áberandi kuldalegra en í Álftavatni en er fallegur staður í góðu veðri.
|
![]() ...best var samt súkkulaðakakan hennar Halldóru með jarðarberjum og gervirjóma sem smakkaðist dásamlega eftir dásamlegan dag, hvílík snilld við útilegu aðstæður. Hjartans þakkir Halldóra ! |
![]() |
![]() Veðrið heldur hráslagalegt og lítið í stíl gærdagsins eða veðurspárinnar sem spáði enn meiri sól þennan dag, þungskýjað, gola og rigningarlegt. Við skyldum bara ganga úr þessu og inn í sólina... sem reyndist réttur ásetningur en heldur var hann lengur að rætast en leit út fyrir því alltaf var léttskýjaði himininn lengra í burtu þarna sem við áttum eftir að ganga sandana í súldinni. |
![]() |
![]() Dagurinn hópst á göngu yfir Hvanngilshraun sem talið er koma undan eldstöð í Mýrdalsjökli. |
![]() |
![]() Kaldaklofskvísl fljótlega á vegi vor með göngubrú og víðsjárverðu vaði fyrir bíla en brúin var reist 1985. Bláfjallakvísl tók svo við eftir það en hún var köld og breið en vel fær. Innri Emstruá varð svo fyrir okkur eftir um 4 km en rætt var m. a. um örnefni þessara beggja Emstruáa sem einnig hafa verið nefndar syðri og nyrðri / fremri og aftari / neðri og efri, sjálfsagt til að skerpa á staðsetningu en heimamenn halda sig við Ytri og Innri. Gamli jökulhlaupfarvegurinn sem á vegi okkar varð er talinn vera eftir 2.500 ára gamal jökulhlaup úr Entujökli sem hafi hlaupið mili Stórkonufells og Smáfjalla, klofnað í tvennt og myndað Hattfellsgil og Fauskheiðargil og brotist fram í Markarfljótsgljúfur (Íslandshandbókin). |
![]() Áð var svo við Útigönguhöfða með Hattafell (924 m) í fangið en heldur fór þjálfari villur vegar þegar honum fannst þetta vera Stóra Grænafjall... ...Það var ekkert skrítið að maður las kortið vitlaust á þessum gönguhraða því Guð hjálpi manni ef maður stoppaði til að skoða kort... þá týndi maður hópnum...;) Hópurinn komst að því að Örn átti afmæli þennan dag þó hafi það átt að vera leyndarmál og Guðbrandur og Rannveig áttu brúðkaupsafmæli. Er hálendið ekki góður staður til að halda upp á svoleiðis? |
![]() Gengið um Tuddahraun sunnan Hattafells sem talið er elsta hraunið á svæðinu ug upprunnið úr gígröðinni ofan Botnum sem hylja skálann í Emstrum þar til komið er fram á skálann. Sandarnir áfram að Emstrum með Hattafellið á hægri hönd og svo í bakið, Stórkonufell (950 m) á vinstri hönd fjær (ekki á mynd) og Tudda og Tvíböku nær (á mynd).Það var að létta til og blámi himins að lýsa upp sandana með stöku sólargeislum
|
![]() Eftir á að hyggja hefði verið gaman að fara að Markarfljótsgljúfri þar sem hópurinn hafði gengið það rösklega en það hafði aldrei hvarflað að þjálfurum að þessi dagur biði upp á nokkuð annað en hefðbundna leið og því var of seint að snúa þangað þegar flestir voru komnir í skálann töluvert neðar. Roar bendir hér í áttina að þeirri leið sem þá hefði verið farin.
|
![]() Blöðrurnar farnar að spilla svo fyrir að Rannveig ákvað að fá far með rútunni síðasta legginn enda gengið þetta áður. Alexander fór sömu leið en hinir héldu áfram með nýja plástra á fótum og magann fullan af orku fyrir síðustu 13 km... |
![]() |
![]() Brúin var vígð 30. september 1978 og þann dag er fyrsta ferðin á Laugaveginum á vegum Ferðafélags Íslands skráð,en fyrsta Laugavegsgangan á vegum félagsins var svo farin 13. - 18. júlí 1979 (Laugavegurinn - FÍ 2008). Keðjukaflinn var lítið mál fyrir hrausta menn og útsýnið magnað. |
![]() Við tóku Almenningar, afréttur Vestur-Eyfellinga með skriðjökul Mýrdalsjökuls næstan okkur er kallast Entujökull og gefur af sér Ytri Emstruá. Einn af mörgum göngutúrum mögulegum á þessu svæði er að upptökum árinnar við jökulsporðinn þar sem allavega einn foss gefst á leiðinni eftir minni þjálfara. Eftirfarar-þjálfarinn reyndi að halda hópnum saman svona til að njóta þess betur að ganga og kallaði á eftir liðinu þegar gengið var niður að ánni og sýndist sitt hverjum með þessa gjörð en þessir tilburðir entust stutt á orkumikinn hóp í toppformi...
|
![]() Þar nær gljúfrið 160-180 m dýpt og er í sinni hrikalegustu mynd en um er að ræða um 1 km gönguleið frá Emstruskálanum og góð kvöld- eða morgunganga frá skálanum fyrir þá sem þar gista. |
![]() Þar fóru Þorbergur og kári Steinn, eðalhlauparar sem sögðust stefna á 6 tíma niður í Þórsmörk og miðað við kraftinn og ástand þeirra var ekki hægt að efast um þessa áætlun. Þá urðu einnig á vegi okkar önnur en nú íslensk fjögurra manna fjölskylda með grunnskólabörn og hvítan hund sem kom gangandi frá Emstrum og stefndi í Langadal. Ekki voru þau að heyra ísbjarnarbrandarann í fyrsta skipti en við stóðumst ekki mátið... hundurinn líktist ísbirni í fyrstu úr fjarlægð... í alvöru... |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Mýrdalsjökull að bjóða Toppfarar velkomna í birkigrónar fjallsrætur sínar. |
![]() Hér var komin aðeins gola svo ekki fækkuðum við mikið fötum þó vel hefði það mátt... við vildum bara klára þetta og komast í pottinn og ískaldan öl... |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Hæðin mældist 351 m frá 255 m hæð við Ljósá eða 104 m hækkun þar. |
![]() |
![]() Rjúpnafell (824 m)m Mýrdalsjökull (1.493 m), Tindfjöll (557 m)... Hálldóra, Jón Ingi, Gylfi Þór, Guðjón Pétur og Bára en Örn tók mynd. |
![]() Náði vatnið upp á mið læri og var mikið ævintýri að fara þarna yfir, fín æfing í að vaða straumþunga á í grýttum jarðvegi þar sem mann sundlaði strax ef maður gleymdi að horfa á fastan punkt á árbakkanum hinum megin... og maður mátti ekki missa taktinn við félagann til þess að detta ekki... ...en þegar skvetturnar fóru upp í klof á háfættum þjálfurunum tóku einhverjir þá ákvörðun að fara á eftir Guðjóni Pétri sem finnur alltaf vað að eigin smekk og hefur mjög gott nef fyrir því. Sjá má snúninginn hans hér frá vaðinu sem hinir höfðu valið áleiðis að grynnra vaði ofar í ánni... ekki lengi að þefa uppi betri stað... enda tilnefndi þjálfari hann "vaðmeistara hópsins" síðasta vetur... |
![]() Sjá glitta í Rögnu framar með ána upp á mið læri... |
![]() Séu menn fjórir skulu efstu menn vera sterkir og stöndugir enda skellur straumurinn á þeim en á móti kemur að þeir þurfa stuðninginn frá þeim sem neðar standa til að vera stöðugir og þannig halda menn góður róli yfir mjög djúp og breið vötn. |
![]() Rómuð er veðursæld Þórsmerkur og talið að jöklarnir þrír sem umkringja hana dragi í sig úrkomu þegar rakir vindar blása sunnar enda er nánast undantekningarlaust sól og blíða í Þórsmörk þegar þjálfarar eru þar... |
![]() 29,8 km að baki á 9:04 klst. með 364 m lækkun frá 571 m í Hvanngili upp í 600 m hæð og niður í 206 m hæð.
Í heild var því gangan frá Landmannalaugum í Húsadal í Þórsmörk á tveimur dögum 56,7 km á 17:44 klst. upp i 1.073 m hæð með hækkun upp á 475 m og lækkun upp á 392 m en þó í heildina mikið meira til samans hækkanir og lækkanir eða kringum 1.800 m (2.700 m?) hækkun og 2.100 m (3.093 m?) lækkun - hvað segja önnur gps? Hitt gps þjálfara mældi þetta á 53,3 km, Roar mældi þetta á 54,4 LOG- 53,3 km vistuð leið... |
![]() Guðmundur Ólafur var kominn í pottinn þegar síðustu menn skiluðu sér í mörkina en tæpur hálftími skildi á milli fyrstu og síðustu manna þennan dag. |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() Bílstjórinn Páll og sonur hans, Friðrik borðuðu með okkur og hláturinn glumdi um Húsadal ásamt ærslum hestamanna og annarra göngumanna í góða veðrinu þetta kvöld. Heldur varð svalara með kvöldinu og það leit út fyrir heiðskírt veður daginn eftir með næturkulinu. |
![]() Glaumurinn færðist smám saman inn í hús þegar rökkvaði og var góður fram yfir miðnætti þegar menn gáfu eftir og hentust í rúmið. |
![]() Engum hugnaðist að ganga á Valahnúk daginn eftir þó veðrið gæfi tilefni til þess með heiðskíru, logni og hita strax um átta leytið á sunnudagsmorgun, en í staðinn vildu menn fara snemma í bæinn enda búnir að vera frá fjölskyldu og börnum í tæpa þrjá daga og voru þjálfarar sammála þessu. Við heimferðina varð þó óvænt en frábær viðbót er Stefán Alfreðs (24 tinda fari árið 2007) leiddi okkur um blautan slóða í Nauthúsagili að glæsilegum fossum þess en þarna var hann á kunnugum slóðum enda smalar hann fé um mörkina ár hvert með frændfólki sínu... |
![]() |
![]() |
![]() Kaðall á slóðanum utan í veggnum hinum megin og við veltum því fyrir okkur hvort fara skyldi alla leið þegar Alexander tók af skarið og skellti sér af stað og íris Ósk á eftir og svo hinir... auðvitað skoðum við þetta... Við sáum ekki eftir því.. þetta var auðveldara en það sýndist og ekkert mál þó flestir væru á sandölum eða léttum skóm en ekki lúnum gönguskónum sem ekki voru girnilegir á þessum sunnudagsmorgni í hitanum. |
![]() Einstakur staður sem gerði mann hljóðan. Að hugsa sér að hverja einustu sekúndu allt árið um kring rennur þarna vatn í fossandi þolinmæði og staðfestu... nema það fari í ís yfir veturinn... en... töfrandi staður. |
![]()
|
![]() Hér fikrar Stefán Alfreðs sig til baka eftir reipinu sem gerði okkur kleift að komast að fossunum... Við vorum honum mjög þakklát fyrir þessa viðbót við ferðina og fengum að heyra fleiri sögur af spennandi stöðum á svæðinu, m. a. flaki breskrar herflugvélar á skriðjöklinum sem hann hefur heimsótt tvisvar en sá göngutúr tekur heilan dag með ísexi og brodda... |
![]()
Hann er fulltrúi þess Reyni-hríslu-uppvaxtar sem kona okkur á heiðurinn af (vantar nafn) en uppruni Reynihrísla á Íslandi er allur frá henni kominn utan þær hríslur sem koma erlendis frá. |
![]() Kominn í bæinn kl. 13:00 og sólin í algleymi í bænum líka og allir glaðir að vera komnir heim snemma og geta átt daginn með börnum, fjölskyldu eða bara sjálfum sér í hvíld og frágangi áður en vinnuvikan hæfist. Þjálfarar óska Laugavegsförum til hamingju með frábæra frammistöðu.. Þetta var virkilega vel af
sér vikið!
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|