Tindferð 149
laugardaginn 4. nóvember 2017
Löðmundur Landmannaafrétti
Fjöllin að fjallabaki III
Löðmundur
Vð
tókum
skyndiákvörðun
í
byrjun
nóvember
og
skelltum
okkur
inn
á
Friðland
að
Fjallabaki...
Veðurspáin
var
góð...
spáð
talsverðum
vindi
og
frosi
en
sólríku
veðri
frá
og
með
hádegi
og
einhverjum
skýjum
að
morgninum...
Hekla
veifaði
þegar
við
ókum
framhjá...
hnarreist
og
falleg...
Akstursleiðin inn Dómadal var hreinir töfrar í þessu fallega veðri með snjófölina yfir öllu...
Flest okkar að keyra þarna inn eftir í fyrsta sinn í vetrarbúningnum...
Hvílík fegurð... við nutum hverrar sekúndu og því varð löng akstursleið að hreinu ævintýri...
Allir vel bílaðir og vel gekk að þvera ána við Landmannahelli... Sjá Rauðufossafjöll og Rauðufossa hér í baksýn...
Friðlandið var óskaplega fallegt í þessu veðri...
Við
Landmannahelli
stöðvaði
för
okkar
starfsmaður
Umhverfisstofnunar
og
kastaði
á
okkur
kveðju.
Brátt blasti Löðmundur við og við bara störðum...
...
og
tókum
nokkrar
myndir
af
honum
strax
þarna...
Öll
að
fara
í
fyrsta
sinn
á
Löðmund
og
þar
á
meðal
þjálfarar...
sem
höfðu
mænt
á
þetta
fjall
árum
saman...
Fínn staður til upphafs göngunnar því ekki var þetta löng ganga framundan hvort eð er...
Gott
veður
við
bílana
en
okkur
grunaði
að
vindurinn
væri
ofar
og
því
klæddum
við
okkur
í
samræmi
við
það
Suðurhlíðar
Löðmundar
eru
brattar
niður
að
vatninu
en
þó
er
vel
hægt
að
velja
góða
leið
upp
í
suðvesturhlutanum
að
okkur
fannst
Kyngimagnað að vera í friðlandinu á þessum árstíma... við trúðum varla okkar eigin augum...
Við
hækkuðum
okkur
smám
saman
upp
þegar
vel
hallaði
til
vesturs
hlíðunum
og
landslag
friðlandsins
kom
brátt
í
ljós...
Brattinn jókst þegar ofar dró...
... og það var brátt komið keðjubroddafæri...
En sumir voru fljótir þarna upp og þurftu ekkert á broddunum að halda að þeirra mati...
Ágætis
tak
í
grasinu
undir
snjónum
en
þar
sem
brattast
var,
var
gott
að
hafa
gripið
af
broddunum...
Löðmundarvatn
og
Mógilshöfðar...
við
verðum
að
ganga
á þá
einn
daginn...
Ofar
leituðum
við
að
góðum
nestisstað
þar
sem
menn
voru
orðnir
svangir
eftir
langan
akstur
Þjálfari er nú þegar búin að semja nokkrar gönguferðir um Friðlandið að Fjallabaki...
Herbjarnarfell
og
Herbjarnarfellsvatn...
Eftir
matinn
héldum
við
áfram
upp...
Svo við drifum okkur niður í gilið og aftur upp hér... sjá öxlina sem við fórum upp á í tómri vitleysu :-)
Ekki
var
þessi
uppleið
löng
né
strembin...
Mjög skemmtileg leið og landslagið þannig að mann langar að skoða þessa leið aftur í sumarbúningnum...
Heilmikið landslag og margir tindar og bungur og afleiður...
Sjá Heklu fjærst... Rauðufossafjöll... Krakatind... ekki leiðinlegt að rifja upp göngurnar að baki síðustu mánuði....
Tindarnir
á
Löðmundi...
við
vorum
búin
að
ákveða
að
við
myndum
ganga
á
þann
hæsta
í
austurendanum...
Svo við stefndum bara á þennan í miðjunni...
Dásamlegt
að
fara
í
svona
tiltölulega
stutta
og
létta
dagsgöngu
Við fórum vestan megin við tindinn...
... og komum upp á hann norðan megin...
Hæsti tindur Löðmunds sést hér fjær á myndinni ofan við göngumennina hægra megin...
Mergjað veður og skýjafarið eins og best var á kosið...
Við
vorum
himinlifandi
því
við
vorum
búin
að
sætta
okkur
við
að
fá
ekki
sól
þennan
dag
Tindarnir á Löðmundi hafa engin nöfn og eftir á var þessi ekki sá sem er mest áberandi úr fjarska í miðjunni heldur einn af þeim sem fellur í skuggann af þeim formfegurrri en engu að síður mjög skemmtilegt að ganga á hann...
Allt helfrosið... og þá komu keðjubroddarnir sér sérlega vel þar sem leiðin var ekki varasöm eða hættuleg...
Flott mæting í þessa göngu þó þjálfarar hefði viljað sjá fleiri nýta sér svona stutta og notalega dagsgöngu...
Hópmynd með hæsta tind Löðmundar í baksýn... við áttum eftir að ganga á báða þessa í fjarska...
Áfram var haldið að þeim hæsta... þetta var lygilega létt og löðurmannlegt þó vindurinn væri þéttur og ískaldur...
Hæsti tindurinn framundan...
Sjá færið... mjög gott þennan dag...
Æji, þetta var svo fallegt og maður tímir ekki að velja úr myndunum... við vorum ekki lengi að skjótast þarna yfir...
Þræddum okkur sunnan megin í hlíðinni...
Örn var ekki lengi að finna góða leið upp austan megin í brattanum sem varð talsverður þegar ofar dró...
... og við komum í humátt á eftir...
Hey, vinkiði ! Jóhanna Fríða komin upp með Erni :-)
Já, við komum...
Austan megin blasti Friðlandið allt við... vá hvað þetta var fallegt !
Bratt og þétt upp...
...
en
færið
var
gott
þar
sem
þetta
var
fyrsti
snjórinn
á
fjallinu
Smalahundurinn gætti þess að allir skiluðu sér upp á tindinn...
Hálendið allt til norðurs... við sáum inn með Sprengisandi og að Hágöngum (út af mynd hér vinstra megin)... Eskihlíðarvatn hér neðar... væri gaman að þræða sig meðfram því einn daginn...
... og inn að Torfajökli og veröld hans allri við Landmannalaugar og lengra í austur...
... og til suðurs og suðvesturs að Heklu og Tindfjallajökli og Eyjafjallajökli...
Löðmundarvatn og Friðlandið nær sunnan megin...
Það var ekki mikið pláss uppi.....
... og tindurinn sló skugga á landslagið til norðurs... Sprengisandur hér framundan...
Hópmynd á tindinum ekki möguleg nema svona... ljósmyndarinn á tindi sem rúmaði einn í einu og hinir fyrir neðan hann...
Guðmundur
Jón,
Súsanna,
Guðmundur
Víðir,
Björn
Matt.,
Kolbrún
Ýr,
Þóranna,
Gunnar
Már,
Heiða,
Herdís,
Jóhanna
Fríða,
Sigþrúður
Önnur með landslaginu með... :-)
Þetta landslag... hvílíkt útsýni í allar áttir !
Við pössuðum okkur að fara varlega niður... það hefði enginn stoppað sig ef hann hefði farið hér rúllandi af stað...
Við
spáðum
mikið
í
aðra
leið
niður...
þó
ekki
væri
nema
í
síðar
ferð
hér
um
að
sumri
til...
Litið yfir Löðmund á tindana alla... þeir hljóta að vera vel yfir tíu talsins...
Niðri
var
vindurinn
ekki
jafn
mikill
og
við
sem
ætluðum
bara
að
fara
að
snúa
við...
Sigþrúður
missti
símann
sinn
meðan
við
stóðum
þarna
og
Örn
og
Batman
hlupu
niður
og
náðu
honum
Hópmynd
líka
hér
þar
sem
landslagið
er
svo
lygilegt
og
þjálfari
vissi
að
hópmyndin
af
tindinum
var
ekki
alveg
nógu
góð...
Jú,
er
það
ekki...
klukkan
er
ekkert...
förum
yfir
á
þennan
síðast
áður
en
við
snúum
við...
Og við vorum ekki lengi að koma okkur yfir...
Litið til baka á þann hæsta hægra megin... sjá hversu brattur hann er og erfitt að vera mörg þar uppi...
Uppi á þeim austasta blasti smátt og smátt landslag Friðlandsins að Fjallabaki við...
Hvílíkt útsýni...
Hæsti
tindurinn
og
skugginn
af
austasta
tindinum
við
hliðina...
þessi
ferð
gaf
margar
töfrandi
myndir...
Útsýnið
ofan
af
tindinum
til
norðurs...
aðeins
öðruvísi
en
af
þeim
hæsta...
Útsýnið til norðsausturs... Eskihlíðarvatnið..
Útsýnið til austsuðausturs... Lifrarfjallavatn hér...
Hvasst og kalt en útsýnið þvílíkt að við bara urðum að standa og njóta...
Enn ein hópmyndin að ósk þjálfara... :-)
Allir
að
njóta
og
spjalla
og
spá
og
spekúlera...
En... þetta var að koma... :-)
Jebb... það var þess virði... ógleymanlegur staður til að vera á þann 4. nóvember 2017... :-)
Löðmundarvatn hér neðar... við spáðum í að fara niður hérna megin og ganga meðfram vatninu til baka en þjálfari hélt að sú leið væri ófær sökum brattra hlíða Löðmundar niður í vatnið... en svo sáum við í lok dagsins að það var slóði meðfram vatninu og gps-slóðar staðfestu það... við verðum bara að hlaupa þessa leið næsta sumar... þjálfari er nefnilega alvarlega að spá í að hlaupa Hellismannaleið sumarið 2018... og þá geta þeir sem vilja gengið hann að hluta eða á tveimur eða þremur dögum ef þeir vilja...
Hæsti tindur Löðmundar... 1.091 m mæld hæð hjá okkur... er sagður vera 1.079 m...
Nú var snúið við og gengið eftir öllu fjallinu til vesturs til baka...
... í sæluvímu eins og svo oft áður með flotta tinda í farteskinu...
Litið til baka með austasta tindinn vinstra megin...
Við vorum rösk til baka...
...
og
spjallið
sem
gefst
á
þessum
hluta
göngunnar
er
ómetanlegt
með
öllu...
...
og
sáum
eftir
því
að
hafa
ekki
gengið
á
þennan
hér
lengst
til
vinstri...
Takk tindar Löðmundar fyrir sérlega gjöfult útsýni yfir Friðlandið að Fjallabaki í vetrarham...
Hundurinn
Batman
fann
vel
fyrir
kuldanum
þennan
dag...
ískaldur
vindurinn
úr
norðri...
Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir í íslenskum stjórnmálum og Vinstri græn ræða við vinstri væng frá miðju um mögulega ríkisstjórn... sumir vilja meina að æskilegast væri að Vinstri græn myndu semja við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk... en aðrir telja það fásinnu... okkur fannst þegar við röðuðum okkur upp í þessari göngu að þessi litasamsetning hefði forspárgildi um hvernig þessar umræður enduðu... og það varð úr... ríkisstjórn var mynduð 1. desember 2017 með Vinstri grænum vinstra megin... og Sjálfstæðisflokki hægra megin... og Framsókn í miðjunni... þetta var ótrúlega skondið :-)
Allt helfrosið... sjá stráin hér nær...
Fyrsti snjór vetrar er oft besta færið sem gefst...
Komin í vesturhluta fjallsins og nú ákváðum við að reyna að sjá hvort slóði væri greinanlegur niður þar...
Hann er vel greinanlegur á köflum...
... og leiðin mjög skemmtileg hérna megin upp úr gilinu...
Sjá slóðirnar mótaðar í landslaginu... kindagötur og mannastígar...
En við náðum að slóða okkur eftir réttri leið niður á vesturhlíðarnar...
Það þykknaði upp nánast um leið og við snerum við á Löðmundi og blái himininn hörfaði undan til norðvesturs...
Bratt en vel fært niður hér í mosanum og grasinu undir snjónum...
Eflaust mjög skemmtileg leið að sumri til líka...
Sjá skýjafarið... sólin var farin...
Við
ætluðum
alltaf
að
fá
okkur
aftur
nesti...
en
það
var
aldrei
skjól...
og
loksins
þegar
það
gafst
í
neðsta
gilinu...
Svo við stunsuðum í mat...
Og fengum okkur einn kaldan með matnum og fórum yfir daginn og nutum þess að vera komin niður vel fyrir myrkur...
...og hafa nægan tíma til að spá og vera til uppi á hálendinu eftir flotta göngu á fjall sem lengi hafði kallað á okkur...
Jóhanna
Fríða
keypti
sér
alvöru
jeppa
daginn
fyrir
þessa
ferð...
Hún
sýndi
okkur
einnig
þessi
ullarinnlegg...
og
við
vildum
öll
fá
okkur
svona...
Keyrandi
heim
urðum
við
bara
að
taka
eina
mynd
á
leiðinni...
þarna
fórum
við
upp
og
nutum
lífsins
í
byrjun
nóvember...
Sigþrúður,
Heiða,
Súsanna,
Guðmundur
Jón,
Herdís,
Gunnar
Már,
Þóranna,
Örn,
Kolbrún
Ýr,
Guðmundur
Víðir,
Jóhanna
Fríða
og
Björn
Matt
Aksturinn
til
baka
gekk
vel...
orðið
skýjað
og
þungbúnara
og
töfrarnir
sem
við
upplifðum
á
fjallinu
strax
orðnir
óraunverulegir
En sólin skein enn í vestri og þangað vorum við að fara á leið heim...
Mun bjartara og ekki eins harðneskjulegt neðar og vestar...
... og sólarlagið skreytti heimferðina alla leið í bæinn...
Við
ætlum
svo
sannarlega
að
gera
þetta
oftar...
Alls 8,1 km á 4:04 klst. upp í 1.091 m mælda hæð með alls hækkun upp á 883 m miðað við 613 m upphafshæð.
...
upp
og
niður
fjóra
tinda
en
hefðum
vel
getað
bætt
öðrum
fjórum
við
|
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |