| 
																			 
																			
																			Hekla 
																			sigruð
																			 
																			
																			 
																			
																			Þrettán 
																			Toppfarar 
																			og 
																			þrír 
																			gestir 
																			ætluðu 
																			í 
																			notalega 
																			Heklugöngu 
																			 
																			
																			Að 
																			ganga 
																			í 
																			slíku 
																			veðri 
																			var 
																			alls 
																			ekki 
																			ætlun 
																			þjálfara 
																			né 
																			þeirra 
																			sem 
																			mættu...
																			 
																			
																			 
																			
																			Morguninn 
																			eftir 
																			var 
																			þetta 
																			fjallasýnin... 
																			nákvæmlega 
																			engin... 
																			rigningarsuddi 
																			og 
																			kuldalegt...
																			 
																			
																			 
																			
																			En 
																			þegar 
																			ekið 
																			var 
																			inn 
																			að 
																			Heklu 
																			tók 
																			veðrið 
																			að 
																			batna... 
																			sjá 
																			Búrfellið 
																			skýjað 
																			eingöngu 
																			niður 
																			hálfar 
																			hlíðar... 
																			
																			 
																			
																			Það 
																			leit 
																			allavega 
																			þannig 
																			út 
																			við 
																			afleggjarann 
																			að 
																			Dómadal 
																			þar 
																			sem 
																			menn 
																			mættu 
																			úr 
																			ýmsum 
																			áttum
																			 
																			
																			 Dómadalurinn var flottur... alltaf ævintýri að keyra hann sama hversu oft maður fer hann... 
																			
																			 Viðvörunarskilti um eldgosahættuna á Heklu er mjög gott og kom fyrir örfáum árum... 
																			
																			 
																			
																			Við 
																			ætluðum 
																			að 
																			keyra 
																			eins 
																			langt 
																			upp 
																			eftir 
																			og 
																			vegurinn 
																			nær...
																			 
																			
																			 
																			
																			Ofar 
																			var 
																			þokukennt... 
																			og 
																			erlendir 
																			ferðamenn 
																			á 
																			ferð...
																			 
																			
																			 Það var fé á stjánum í 920 m hæð... smölun var í Jökulgilinu þessa helgi og svo eru eftirleitir... 
																			
																			 
																			
																			Við 
																			keyrðum 
																			upp 
																			í 
																			956 
																			m 
																			hæð...
																			 
																			
																			 Slóði frá bílastæðinu og myljandi fín leið... 
																			
																			 
																			
																			... 
																			en 
																			það 
																			var 
																			þoka... 
																			rigning... 
																			vindur... 
																			þetta 
																			var 
																			ekki 
																			það 
																			sem 
																			við 
																			ætluðum...
																			 
																			
																			 
																			
																			En 
																			allir 
																			glaðir 
																			og 
																			ákveðnir 
																			í að 
																			sigra 
																			tindinn 
																			þrátt 
																			fyrir 
																			suddann... 
																			þrír 
																			gestir 
																			með 
																			í 
																			för 
																			og 
																			nokkrir 
																			nýliðar... 
																			
																			 ... og stór hluti af hópnum að ganga á Heklu í fyrsta sinn.. 
																			
																			 Æj, þau áttu ekki skilið að fá svona veður... eins og Hekla er mikið ævintýri í fallegu veðri... 
																			
																			 Við gíginn þar sem snjórinn sést vel undir öllum vikrinum... 
																			
																			 ... var tilvalið að taka hópmynd... 
																			
																			 
																			
																			Guðmundur 
																			Jón, 
																			Njáll. 
																			Aðalheiður, 
																			Arna, 
																			Sigga 
																			Sig., 
																			Steinunn 
																			Sn., 
																			Helga 
																			gestur, 
																			Agnar, 
																			Gunnar 
																			Már, 
																			Birgir 
																			gestur, 
																			
																			 Dulúðin sem fylgir því að ganga á Heklu í þoku er töfrandi... 
																			
																			 
																			
																			... 
																			og 
																			vikurinn... 
																			hraunið... 
																			þessi 
																			glænýju 
																			jarðefni 
																			sem 
																			komið 
																			hafa 
																			úr 
																			iðrum 
																			hennar...
																			 
																			
																			 Kaflinn yfir nýja hraunið er einfaldlega engum líkur... 
																			
																			 Mjög úfið hraun og illfært... 
																			
																			 Auðvelt að misstíga sig, detta niður um gjótu... rífa gat á fötin... 
																			
																			 Þessi kafli er einstakur bæði í sumarfæri og vetrarfæri... 
																			
																			 Fyrir hundana er þetta martraðarkenndur kafli... 
																			
																			 
																			
																			Þarna 
																			fyrir 
																			ofan 
																			hópinn 
																			heldur 
																			stígurinn 
																			áfram 
																			en 
																			var 
																			svo 
																			óljós 
																			að 
																			Örn 
																			tók 
																			hægri 
																			beygju 
																			
																			 Þetta þýddi að við tókum smá krók niður og kringum nýja hraunið... 
																			
																			 ... yfir nokkra skafla... 
																			
																			 
																			
																			Sjá 
																			snjóinn 
																			undir 
																			nýja 
																			hrauninu...
																			 
																			
																			 Skaflarnir voru nokkuð harðir og á mörkunum að maður vildi hafa keðjubroddana með... 
																			
																			 En þetta voru stuttir kaflar og hraunið var alltaf mögulegt ef manni leist ekki á hálkuna... 
																			
																			 Ofan frá er þessi hraunkafli einstakur að sjá í landslagi Heklu... 
																			
																			 Við verðum að koma hérna aftur í betra veðri sem fyrst ! 
																			
																			 
																			
																			Aðalheiði 
																			leið 
																			ekki 
																			vel 
																			þennan 
																			dag 
																			og 
																			ákváð 
																			á 
																			endanum 
																			að 
																			snúa 
																			við 
																			þegar 
																			við 
																			vorum 
																			hálfnuð 
																			upp 
																			eða 
																			svo...
																			 
																			
																			 
																			
																			Hinir 
																			13 
																			örkuðu 
																			áfram 
																			í 
																			versnandi 
																			vindi 
																			og 
																			rigningu 
																			sem 
																			varð 
																			svo 
																			slæmt 
																			að 
																			þjálfari 
																			kallaði 
																			á 
																			fund 
																			á 
																			miðri 
																			leið 
																			til 
																			að 
																			meta
																			 
																			
																			 
																			
																			Niðurleiðin 
																			var 
																			rösklega 
																			farin 
																			og 
																			aftari 
																			þjálfarinn 
																			leyfði 
																			engum 
																			að 
																			dragast 
																			aftur 
																			úr...
																			 
																			 
																			
																			Þjálfari 
																			fann 
																			þetta 
																			hjarta 
																			handa 
																			Katrínu 
																			Kjartans 
																			sem 
																			situr 
																			heima 
																			með 
																			laskað 
																			hné 
																			eftir 
																			liðþófaaðgerð 
																			
																			 Hundarnir þoldu leiðina um nýjasta hraunið mjög illa og Bónó fór í fangið á eigendum sínum síðari hlutann niður... 
																			
																			 
																			
																			Batman 
																			dróst 
																			aftur 
																			úr 
																			og 
																			hélt 
																			ekki 
																			í 
																			við 
																			hópinn 
																			á 
																			kafla... 
																			eitthvað 
																			sem 
																			við 
																			höfum 
																			aldrei 
																			séð 
																			áður... 
																			svo 
																			sáum 
																			við 
																			blæðinguna 
																			úr 
																			loppunum...
																			 
																			
																			 
																			
																			Eftir 
																			hraunið 
																			þustum 
																			við 
																			nánast 
																			niður 
																			stíginn 
																			að 
																			bílunum...
																			 
																			
																			 Veðrið versnaði ef eitthvað var... og skyggni var ekkert.... 
																			
																			 
																			
																			Litirnir 
																			í 
																			hrauninu 
																			voru 
																			mjög 
																			fallegir... 
																			myndavélin 
																			nær 
																			ekki 
																			litadýrðinni 
																			á 
																			þessu 
																			grjóti...
																			 
																			
																			 
																			
																			Komin 
																			niður 
																			eftir 
																			8 km 
																			á 3 
																			klukkustundum... 
																			stysta 
																			tindferðin 
																			í 
																			sögunni 
																			hvað 
																			tímalengd 
																			varðar... 
																			en 
																			þó 
																			ekki 
																			vegalengd... 
																			
																			 
																			
																			Akstursleiðin 
																			ævintýri 
																			líkast 
																			niður 
																			af 
																			Heklu 
																			aftur... 
																			
																			 
																			
																			Formfegurð... 
																			áferðir... 
																			litir... 
																			samsetning...
																			 
																			
																			 Alls 8,0 km á 3:02 - 3:04 klst. upp í 1.493 m með alls hækkun upp á x m miðað við 956 m upphafshæð. 
																			
																			 Gula slóðin gangan okkar og rauða hefðbundin ganga á Heklu frá Skjólkvíum... 
																			
																			 
																			
																			Sjá 
																			nær 
																			krókinn 
																			sem 
																			við 
																			tókum 
																			um 
																			neðri 
																			slóðann 
																			sem 
																			sniðgengur 
																			nýja 
																			hraunið 
																			
																			 
																			
																			Gangan 
																			okkar 
																			sú 
																			gula 
																			í 
																			samhengi 
																			við 
																			fyrri 
																			Heklugöngur
																			 
																			
																			Sést 
																			vel 
																			hvílík 
																			afreksganga 
																			Næfurholtsgangan 
																			var 
																			og 
																			hversu 
																			stutt 
																			og 
																			tilvalin 
																			Heklugangan 
																			er
																			 
																			
																			NB það 
																			voru 
																			teknir 
																			færri 
																			myndir 
																			í 
																			þessari 
																			tindferð 
																			en á 
																			þriðjudagsæfingu 
																			vikuna 
																			á 
																			undan 
																			um 
																			Laufskörð 
																			og 
																			Móskarðshnúka... 
																			  | 
																		
| 
     
 Við erum á toppnum... hvar ert þú?  |