Tindferð 144
Mont Blanc Tindurinn
vikuna 19. - 26. júní 2017
10 ára afmælisferð

Ferðahluti 1 af 3
Brottför til Chamonix og ganga á Gran Paradiso Ítalíu
19. - 22. júní 2017

Sjá ferðahluta 2 af 3; Aiguille du Midi 23. júní hér.
Sjá ferðahluta 3 af 3; Monte Rosa og heimför 24. - 26. júní hér.

Ferðahluti 1
Brottför til Chamonix
og ganga á Gran Paradiso
hæsta frístandandi fjall Ítalíu

mán 19. júní til mið 22. júní 2017

Mont Blanc ferðin sem endaði ekki á hæsta tindi var gjörsamlega ólýsanlega flott ferð
sem fór fram úr öllum okkar væntingum og skákar öllum okkar fyrri fjallgöngum til þessa...
en þó ekki fjallgönguferðum þar sem Perú og Nepal eru þarna rétt fyrir ofan... en samt ekki... !
Hvílík vika í Ölpunum !
Geggjuð ferð í alla staði og félagsskapurinn einfaldlega sá besti í heimi !

--------------------------------

Aðdragandinn...


Húfurnar sem þjálfari  prjónaði fyrir fjóra leiðsögumenn Tindfara og Oliver leiðsögumann Hringleiðarinnar
og voru afhentar þeim í ferðinni.

Þjálfarar tóku ákvörðun um að ganga á hæsta tind Vestur Evrópu, Mont Blanc sumarið 2017 í tilefni af 10 ára afmæli Toppfara. Þegar þeir höfðu samband við leiðsögumannafyrirtækið sem þeim leist best á á veraldarvefnum www.montblancguides.com kom í ljós að þeir hleypa hámark 8 manns í einu í slíka ferð og skilyrðin um líkamlegt form voru gífurlega ströng. Í kjölfarið ræddu þjálfarar við hópinn og ákváðu að bjóða upp á tvær aðrar útgáfur af gönguferðum upp á, við og kringum Mont Blanc. Viðbrögðin enduðu á að 8 manns voru fljótlega búnir að tryggja sér laus sæti á tindinn og 14 manns fóru hringinn þar sem pláss var fyrir 15 manns.

Enginn lýsti áhuga á að fara í aðrar göngur á Mont Blanc svæðinu sjálfu, þ.e. krefjandi jöklaferð með búnaði á fjöll yfir 4.000 m há... en eftir á að hyggja er slík ferð eitt það flottasta sem hægt er að gera í Evrópu og skákar jafnvel göngu á Mont Blanc sjálfan... á þetta reyndi þar sem Tindfararnir komust ekki á tindinn sökum hitabylgju sem reið yfir Alpana í nákvæmlega sömu viku og við vorum þarna... og því fengum við göngur sem annars eru í boði á þessu svæði... og hvílíkar göngur !

Aldrei þessu vant langaði okkur strax aftur út og fá meira... Hringfararnir lentu í sömu hitabylgju og Tindfararnir og voru mun neðar í fjöllunum svo þau gengu í bongóblíðu allan tímann, frábæru útsýni og skyggni nánast alveg... vonandi skrifar einhver Hringfari góða ferðasögu þar sem margt bar á góma hjá þeim sem er mikils virði að skrásetja því það glatast ótrúlega miklar dýrmætar upplýsingar nema menn skrifi ferðasögu !

Mont Blanc 2017 !

Toppfarar ætla á tindinn og hringinn kringum Mont Blanc árið 2017
og enda ævintýralega gönguviku á afmælisveislu í Chamonix í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins :-)

Mont Blanc - Hringurinn:

Þeir sem kæra sig ekki um háfjallaloftið, jöklagönguna á broddum og brattann og vilja bara njóta einnar fegurstu gönguleiðar í heimi mun fara hringinn fræga kringum Mont Blanc í lúxus útgáfu með Oliver og Elaine í heimilislega fjallagistiheimilinu Chalet Savoy, sem fóru með Toppfara í sögulegu fyrstu utanlandsferðina sem líður okkur aldrei úr minni enda eru þau Oliver og Elaine í guðatölu í klúbbnum... og "búmmið" hans Olivers enn við lýði í hverri eingustu göngu Toppfara :-)
http://www.snowsafari.net/montblanchighlightseasier.html
heimilisleg vefsíða - frábært fyrirtæki :-)


Fjallahringur Mont Blanc í  Toppfaraferð 2008 - fyrsta utanlandsferð klúbbsins þar sem við hétum okkur því að sigra tind Mont Blanc síðar á lvinni :-)


Nokkrir íslenskir hópar farið til þeirra eftir að við fórum með þeim. Hámark 15 manns.
Hálfgerð lúxus-útgáfa af Mont Blanc fjallahringnum þar sem gist er allan tímann á sama stað í Chamonix og keyrt á hverjum degi að upphafs- og endastað þar sem teknir eru valdir kaflar á gönguleiðinni kringum Mont Blanc í Frakklandi, Ítalíu og Sviss. Mjög skemmtileg ferð en NB krefst þess líka að menn séu í góðu gönguformi fyrir ágætlega krefjandi göngur í sex (fimm) daga - en þó alltaf á stígum og ekki varasama leið, svo hún hentar öllum sem eru í góðu fjallgönguformi en vilja ekki brattann, broddana og þunna háfjallaloftið.

 
Sjá ferðasögu Toppfara 2008 af þessari ferð hér:
http://www.fjallgongur.is/tindur15_alparnir_140908.htm
- hún var algert æði :-)


Þriggatindaleiðin vinstra megin og okkar leið hægra megin

Mont Blanc - Tindurinn:

Einn eða tveir 8 manna hópar ganga á hæsta tind Mont Blanc 4.808 m í mjög krefjandi göngu sem krefst mikils undirbúnings og stífrar þjálfunar mánuðum saman og 3ja daga æfingadögum upp á hæsta tjall Ítalíu, Mont Paradisio í 4.061 m hæð. Farið verður með
www.montblancguides.com - allar upplýsingar á frábærri vefsíðu þeirra. Ástæðan fyrir því að við völdum þetta fyrirtæki eru nokkur atriði: vefsíðan, frábærar upplýsingar þar, mikill metnaður, áralöng reynsla, mjög góð ummæli, útpældar lausnir, miklar kröfur og ekki síst vegna þess að þeir bjóða upp á allan pakkann, þ.e. gistingu í skálunum og í Chamonix alla ferðina (þar sem við höldum herbergjunum þær nætur sem við erum í fjallaskálunum), morgun- og kvöldmat og boðið upp á akstur til og frá flugvellinum í Genf sem er í klst-fjarlægð frá Chamonix – gegn greiðslu (35 evrur ca).

Þeir taka eingöngu 8 manns hámark á Mont Blanc í einu og ekki hægt að hækka þá tölu því miður vegna mikillar ásóknar í gistipláss í skálunum. Þetta á almennt við um leiðsögufyrirtækin að þau geta ekki tekið stóra hópa í skálana.

Eingöngu þeir sem eru í mjög góðu formi geta gengið á Mont Blanc – hann lagði mikla áherslu á þetta og sagði þessi skilyrði því miður útiloka ansi marga, svo þeir sem eru harðákveðnir í að fara í þessa ferð verða að skoða vel vefsíðuna og meta eigið form m.t.t. þess og vera tilbúnir til að leggja mikið á sig til að koma sér í og viðhalda formi næstu mánuðina: http://www.montblancguides.com/fitness-for-climbing-mont-blanc-cp10.aspx - spáum í þetta saman næstu daga !

 Að hans sögn er þetta fjall mun erfiðara en Grunnbúðir Everest, Kilimanjaro, Elbrus o.fl og almennt erfiðara en fjallgöngur sem flestir eru að fara. Ég er samt búin að útlista vel fyrir honum hvað við erum alltaf að gera eins og árlegu jöklaferðirnar (2.000 m hækkun), löngu tindferðirnar að vetri til á broddum, allt klöngrið í klettum o.s.frv. og er afskaplega stolt af Toppförunum mínum... og hann er búinn að skoða vefsíðu Toppfara... en hann gefur samt engan afslátt af þessari áherslu sinni á að enginn kemst í gegnum undirbúning þeirra dagana fyrir tindinn nema vera í mjög góðu formi og að fólk ofmeti sig allt of oft og detti út á undirbúningsdögunum og komist ekki á sjálfan tindadaginn.


Leiðin okkar...

Á Mont Blanc eru menn að takast á við krefjandi yfirferð á broddum með ísexi, í línum í bröttum brekkur, erfiðu færi, stórgrýti, erfiðu veðri, miklum kulda og vindi uppi og oft þröngum veðurgluggum þar sem menn þurfa að fara rösklega og þétt yfir og stundum fara mjög langa leið með mikilli hækkun og lækkun sama dag ef farið er t. d. seinni daginn (varadaginn er farið úr neðri skálanum)... og þetta allt í þunnu háfjallalofti með mun minna súrefni til vöðvanna en niðri á láglendinu sem gerir allt miklu erfiðara en ella... það þekkja þeir sem gengið hafa í þunnu háfjallalofti best.

Gott að lesa þetta og umsagnirnar undir til að fá innsýn í hvað liggur að baki þessari miklu áherslu á gott líkamlegt form: http://blog.montblancguides.com/general-mont-blanc-posts/quality-over-quantity-our-approach-to-climbing-mont-blanc/

Almennt tölfræðilega séð eru líkurnar á að komast á Mont Blanc 1:3 til 2:3. Tölfræðin síðustu ára er eftirfarandi: 50% árið 2016 - 35% árið 2015 - 80% árið 2014 og 80% árið 2013.  Það þurfa því allir að gera sér grein fyrir því að það eru minna eða meira en helmingslíkur á að komast á tindinn og vera gíraðir inn á að fá sem mest út úr ferðinni, halda gleðinni og að sjálfsögðu virða ákvarðanir leiðsögumanna sama hvað á gengur.


Gran Paradisio- hæsta fjall Ítalíu (sem er allt staðsett í Ítalíu - 4.061 m hátt.

Ef við náum ekki tindinum þá verður ferðin samt alltaf mikið ævintýri þar sem við munum m. a. æfa okkur og aðlagast hæðinni dagana á undan með því að ganga á hæsta fjall Ítalíu Gran Paradisio 4.061 m hátt sem er einnig mjög krefjandi fjall að ganga á – magnaðar myndir t. d. af Gran Paradiso á vefsíðu þeirra.

Eins og sjá má á vefsíðunni þá er gönguferðin í heild þannig að við förum í gegnum strangar æfingar í þrjá til fjóra daga og svo er það sjálfur tindurinn á fimmta degi og farið til baka á sjötta degi, en til vara eftir veðri er dagur sex – sjá mjög góða útlistun á dögunum hér: http://www.montblancguides.com/6-day-program-mont-blanc-guides-cp1.aspx

Gistingin er mjög góð í Chamonix, við fáum að skilja allt okkar hafurtask í herbergjunum okkar þær nætur sem við gistum uppi í fjallaskálunum : http://www.montblancguides.com/accommodation-cp9.aspx

 Mjög gott að lesa umsagnir úr ferðunum þeirra hér: http://www.montblancguides.com/mont-blanc-guides-testimonial-cp11.as

Mikilvægt að skoða myndbönd af Mont Blanc ferðum á Youtube þar sem erfiðleikastigið sést vel – við förum Goutier leiðina sem er einfaldari en þriggja tinda leiðin, meiri líkur á að komast á tindinn um hana (færri líkur á hindrunum) en hún er samt mjög krefjandi og ekkert grín þegar maður skoðar myndböndin :-)

Verð er 2.095 Evrur á mann er – sjá hvað er innifalið: http://www.montblancguides.com/pages/enquire.aspx

Ef það verða mun fleiri en 8 manns sem treysta sér og eru í nægilega góðu formi fyrir hæsta tind Mont Blanc NB eftir að vera búin að lesa skilyrðin, þá gætum við spáð í að þeir fari fyrr út (hægt að kaupa af þeim ferð sem hefst á mán/mið/laug) eða kaupi af öðru fyrirtæki á sama tíma til að ná sömu vikunni og hópurinn, spáum í það saman.

ATH ef einhver getur bent okkur á enn betri kost en þetta fyrirtæki,
þá endilega láta okkur vita, við skoðum allt, og erum ekki búin að binda okkur við þetta, en leist langbest á þá :-)

Allar leiðirnar teknar saman: https://www.maison-jaune.com/climb-mont-blanc.php


Göngumenn á leið upp á Mont Blanc - Aquille du Midi - mynd tekin úr kláfnum í Toppfaraferðinni 2008.

      Enginn metingur milli ferða í boði :-) – hver velur eftir smekk:

Sem sé tvær miserfiðar ferðir sem báðar eru mjög spennandi... þar sem hver og einn velur hvað hentar sér, enginn metingur á milli ferða í boði, bara hafa gaman allir saman í eina viku í Ölpunum innan um hæstu fjöll Evrópu þar sem við munum samgleðjast og fagna 10 ára afmæli fjallgönguklúbbsins ef mögulegt er með lokakvöldi öll saman í Chamonix.

Hóparnir munu líklega hittast lítið nema á leið út og á lokakvöldinu ef ég á að vera frekar svartsýn, því þetta eru alltaf þéttir dagar hjá öllum og sturta, matur og hvíld málið á hverju kvöldi – en við skoðum það samt þegar við sjáum betur hvernig þetta rennur saman – vonandi náum við að láta þessar ferðir renna alveg saman sömu vikuna upp á dag ! :-)

Ákveða sig fljótlega:

ATH það þarf að taka ákvörðun næstu vikurnar svo allir áhugasamir / harðákveðnir þurfa að skrá sig og vera tilbúnir til að greiða staðfestingargjald sem er t. d. 500 evrur fyrir tindinn á Mont Blanc (veit ekki staðfestingargjald á hinum ennþá). Ef áhuginn er ekki afgerandi þá munum við halda okkur við eingöngu 8 manna ferðina á Mont Blanc og fara sama hvað. Ef áhuginn er nægur læt ég leiðsögumennina vita úti og hver og einn skráir sig í viðkomandi ferð gegnum vefsíður þeirra, borgar staðfestingargjald og fullgreiðir ferð eins og skilmálar segja til um þar.

Flug þarf hver og einn að panta sjálfur til Genf:

NB flug er ekki innifalið í neinni ferðinni en öll gisting á Tindinum og í Hringnum, hálft fæði á Tindinum og heilt fæði á Hringnum og akstur til og frá Genf sérrukkaður á Tindinum en innifalinn á Hringnum. Hver og einn þarf því NB sjálfur að panta flug fram og til baka frá Genf þá ferðadaga sem verða valdir og hver hópur þarf að samræma það flug upp á flutning frá Genf til Chamonix í gegnum viðkomandi ferðaþjónustuaðila (klukkutíma akstur). Þess vegna m. a. er mikilvægt að taka ákvörðun fljótlega.

Hvenær:

Við erum að horfa á lok ágúst eða byrjun september eða miðjan júní – ekki búin að ákveða alveg, þarf að vera þegar við komumst, flug passar við ferðirnar og að allir aðilar geti tekið við okkur sem hóp í sömu vikunni. Við Viljum fara á allra besta tíma en hann er júní til sept og mismunandi hindranir á hverjum tíma svo John vill ekkert segja um allra allra besta tímann, tölfræðin er mjög mismunandi milli ára með hvort júní er betri en ágúst o.s.frv. Það er engin leið að segja hvenær er besti tíminn.

Skilyrði til að skrá sig:

Þessar ferðir verða eingöngu fyrir klúbbmeðlimi sem eru virkir og hafa greitt æfingagjöld - og eru í góðu formi og sjá fram á að geta mætt vel bæði á þriðjudögum og í tindferðirnar. Láglendisgöngur, stuttar göngur og stopul mæting er ekki nóg fyrir neina af þessum ferðum þar sem alltaf er um að ræða langar dagleiðir með hækkunum og lækkunum og alltaf gengið dögum saman. Þeir sem velja Tindinn verða að mæta vel í jöklaferðirnar og vetrarferðirnar í vetur til að æfa vel notkun brodda og ísexi - eða ná sér í sambærilegar göngur ef þeir komast alls ekki með okkur. Menn verða að æfa mjög skipulega og grimmt alla næstu mánuði og þjálfa sérstaklega úthald með hröðum göngum á eigin vegum og miklum hækkunum. Fyrir Hringinn er nóg að æfa vel langar göngur með talsverðum hækkunum og lækkunum, ekki sérstaklega brodda né jöklaferðir.

Já, úff, þetta er erfitt !

Eins og sjá má að ofan eru þetta ansi ströng skilyrði fyrir göngu á tind Mont Blanc og hálf harðneskjulegt á vefsíðunni þeirra, en hann var enn verri í símann... og lagði mikla áherslu á að við virtum þetta svo hver og einn þarf að máta sig við þessi skilyrði -  endilega spáum í þetta saman næstu daga. Um leið eru tveir aðrir mjög spennandi möguleikar í boði, að okkar mati ekki síðri því alpatindarnir eru hver öðrum flottari og Toppfaraferðin kringum Mont Blanc 2008 var mergjuð í alla staði enda erum við ennþá að rifja hana upp og ennþá að mæra Oliver og Elaine sem eru í guðatölu hjá okkur :-) ... og því ættu allir að geta komið með í 10 ára afmælisferðina ef þeir hafa áhuga á því.

Erum við brjáluð? :-)... það er allt í lagi :-)... við ætlum allavega á Mont Blanc :-)

Kannski erum við of bjartsýn að bjóða upp á þrjár gönguferðir í okkar litla heimilislega fjallgönguklúbbi því við náðum ekki einu sinni að fylla Póllandsferðina í ár, alls kyns ferðir eru í boði í öðrum hópum og margir Toppfarar t. d. kosið að fara með öðrum en okkur erlendis árið 2016 og því horfðumst við í augun á breyttu landslagi með þau mál, en þess vegna ákváðum við að ganga þar með fyrst og fremst út frá okkar eigin áhuga en gátum um leið ekki hugsað okkur annað en að allir kæmust með í 10 ára afmælisferðina  til að njóta töfra Alpanna með okkur :-) Enda eru frábærir nýliðar búnir að bætast í hópinn síðustu mánuði og ár... og við viljum allt fyrir þá gera sem nenna þessu endalausa fjallabrölti með okkur árum saman... og erum hvergi hætt og alls ekki tilbúin til að gefa eftir :-)... úff... 2031 á Kilimanjaro... hver ákvað þetta eiginlega ? :-)... hvað ég ? :-)


 
Skráið ykkur sem fyrst – en lesið ykkur vel til áður en þið ákveðið ykkur
:-) !

Vinsamlegast sendið mér línu þið sem eruð harðákveðin í að fara í einhverja af þessum ferðum og teljið ykkur í nægilega góðu formi fyrir hana og eruð ákveðin í að halda ykkur í toppformi fram að ferð. Mun gera könnun á fb-grúppunni – en vil að allir lesi þetta fyrst – kynni sér NB mjög vel vefsíðurnar hér ofar - og hugsi vel málið áður en þeir velja ! :-)

Endilega komið með athugasemdir !
Eflaust eitthvað sem ég gleymi að nefna eða örugglega hugsa fyrir
og ef mönnum finnst þetta galið þá skammið mig svo ég geti lagað það :-)

Aðdragandi ferðarinnar:

*Nóvember 2016: Uppselt á Tindinn og níu manns búnir að skrá sig og staðfesta þátttöku á hringinn og því laus 5 pláss þar.
Hætt við þriðju ferðina sem var önnur alpakennd ganga eis og Mont Blanc en léttari.
*Desember 2016: Flestir búnir að kaupa flug mán 19. júní og til baka mán 26. júní með Icelandair til Genf.
Einhverjir keyptu eingöngu flug út og ætla að sjá til með heimleiðina.
*Formlegur undirbúningur hefst með látum í janúar 2017... ekkert væl, bara gaman að æfa vel fram að ferð :-)

*mars 2017: 14 skráðir í Hringinn og laust eitt pláss- ennþá uppselt á Tindinn.
*Apríl 2017: Allir búnir að fullgreiða báðar ferðir. Ennþá laust eitt pláss á Hringnum nema það sé of seint að bætast við.
 

------------------------------------------

Ferðadagur 1
Mánudaginn 19. júní

Flug til Genf og akstur til Chamonix og undirbúningur

Ferðin var frá mánudegi til mánudags... 19. - 26. júní... og hitabylgja reið yfir Chamonix og Alpana 18. - 25. júní... það voru því blikur á lofti með veðrið dagana áður en við komum og tölvubréf frá bæði Oliver Hringfara og John Tindfara sögðu það sama... mikill hiti í kortunum og spurning hvernig færi og aðstæður verða á svæðinu í kjölfarið...

Flogið var til Genfar að morgni mánudaginn 19. júní... báðir hópar...
þeir sjö sem stefndu á tindinn á Mont Blanc og þeir fimmtán sem ætluðu að ganga hringinn í kringum þetta magnaða fjall...

Dóttir Aðalheiðar og Arnar var flugfreyjan þennan dag
og þjálfarar fengu sérsendingu frá Aðalheiði í tilefni 10 ára afmælisferðarinnar...

Takk fyrir okkur ! ... ekkert smá notaleg sending :-)
... hér með föður sínum :-)

Genf er vanalegur viðkomustaður þeirra sem stefna til hæstu Alpafjallanna...
þaðan er einfaldast að fara til Ítalíu, Frakklands eða Sviss enda er flugvöllurinn að hluta til franskur, svissneskur og ítalskur :-)

Flugið var 3 klst. og 40 mín með Icelandair og kostaði allt upp í 60 þúsund á mann báðar leiðir
en sumir náðu mun betra verði en þetta !

Frábær hópur á ferð... öll 22 hér saman komin nema Bára tók mynd:

Efri: Svavar, Rósa, Berglind, Ólafur Vignir, Ingi, Heiðrún, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Oliver, Jóhann Ísfeld, Heimir, Sigga Sig., Helga, Örn A.
Neðri: Örvar, Gunnar, Örn, Jóhanna fríða, Súsanna, Aðalheiður, Björn Matt. og Bára tók mynd.

Og svo skildu leiðir... Tind-fararnir fóru í annan bíl...
og þar með sást hópurinn ekkert fyrr en á lokakvöldinu ef undan er skilið ein heimsókn Inga til Heiðrúnar í vikunni
og hitting Jóhönnu Fríðu á hluta af hópnum á Aiguille du Midi deginum :-)

Akstursleiðin frá Genf til Chamonix er töfrum líkust þegar maður nálgast Alpana... við fórum þetta árið 2008 þegar farin var fyrsta utanlandsferð Toppfara þennan sama hring kringum Mont Blanc... og við mundum að þetta var kyngimagnað... og áhrifin voru ekki síðri núna...
eiginlega enn áhrifameiri því nú var stefnan tekin á hæsta fjallið í þessum tröllvaxna fjallgarði...

Bílstjórinn sem keyrði okkur var frá www.mountaindropoffs.com en af þeim pöntuðum við akstur til og frá Genf
og greiddum um 398 evrur alls fyrir 7 manns fram og til baka eða 56,85 evrur á mann
sem var um 6572 kr á mann fyrir báðar leiðir í byrjun og lok ferðar á genginu sem þá var :-)

... en hann skutlaði okkur á rangan stað... ekki "The Castle"á 39 Chemin du Toumelet, 74400 Chamonix... heldur á annan gististað sem hér "The Castel" og var mun fínni... ekki fyrir fjallgönguhópa beint enda kannaðist starfsfólkið ekkert við okkur og hringdu á Mountain Drop Offs til að senda okkur á réttan stað :-) Mistökin reyndust vera bílstjórans en ekki þjálfaranna sem höfðu pantað réttan stað sem betur fer :-)

Hér komin á okkar stað í Chamonix þorpinu... miðsvæðis og frábær staðsetning með allt sem skipti máli í göngufæri :-)

Í kastalanum tók Dee á móti okkur opnum örmum, vinaleg og alúðleg bresk kona sem var öllu vön
og greinilega oft búin að taka á móti hópi eins og okkar...

Hún fór vel yfir reglur hússins og áætlunina næstu daga... veðurspáin leit ekki sérlega vel út... það var funhiti á svæðinu... yfir 30 gráðu hiti sem þýddi hitabylgja á Chamonix svæðinu sem er fremur hálent innan um Alpana og yfirleitt er svali á þessum slóðum þó hásumar sé...

Við fengum sérmerkt herbergi fyrir okkur og þau voru fín herbergin... öll á neðri hæðinni nema herbergi Gunnars og Inga.
Flestir með sérbaðherbergi en Ingi og Gunnar þurftu þó að fara fram á gang uppi til að fara á salernið...

Upplýsingabæklingur í stofunni um allt sem viðkom gistingunni og göngunum...

Eftir smá fund með Dee var mál að rölta niður í bæ og skoða þetta sérstaka fjallaþorp
og fá okkur að borða og einn öl í tilefni ferðarinnar...

Snarbratt niður á alla vegu og hvítir tindar Mont Blanc toguðu mann til sín efst uppi...
við vildum strax fá mynd af okkur með þessum fjöllum !

Fljótlega römbuðum við á notalegan stað þar sem kaldur á krana og smáréttir lokkuðu okkur inn...

Gunnar, Rósa, Ingi - Jóhanna fríða, Jóhann Ísfeld, Bára og Örn.

Bjórarnir í Chamonix voru mjög spennandi... alltaf gaman að prófa bjórinn á staðnum...
stílistinn sjálfur, Jóhanna Fríða skellti sér á þennan græna... til að vera í stíl við annað þennan dag... snillingur :-)

Svo var svifið af stað lengra niður í bæ...

Um allt þorpið mátti sjá auglýsingu... Mont Blanc maraþonið var þessa sömu viku og við vorum þarna...
hrein tilviljun og mjög ánægjuleg fyrir hlauparana í hópnum sem eru alltaf til í að skoða spennandi hlaup um allan heim...

Og útivistarbúðirnar... maður minn... þær var hægt að þræða dögum saman... ef við bara hefðum tíma til þess !

Eftir bæjarröltið var komið að kvöldmat í kastalanum þar sem fundur var áætlaður með lyfireiðsögumanninum okkar...

Matsalurinn var staðsettur efst í húsinu og farið var baka til upp tröppur í hann...

Langborð sitthvoru megin í rúmgóðu risherbergi fyrir tvo hópa því í húsinu sköruðust í raun þrír hópar...
einn að koma, einn í miðri sinni viku og einn að ljúka sinni ferð...

Þar uppi elduðu þau tvö... man ekki nöfnin þeirra... virkilega vinaleg bæði tvö... og góðir kokkar !

Útsýnið ofan af svölunum í matsalnum... bílaplan hússins og kötturinn og hundurinn í næsta húsi sem ráfuðu talsvert um meðan við vorum þarna... þjálfari sendi 12 ára syninum smell af þeim því kötturinn leit alveg eins út og svarti kötturinn sem við misstum fyrir tveimur árum undir bíl... og hundurinn var ansi svipaður hundinum okkar, Batman sem nú gengur allar göngur með Toppförum ásamt hinum Toppfara-hundunum :-)

Lasagna... maturinn var mjög góður almennt í kastalanum... rautt og hvítt með að vild og bara dásamlegt...

Ostakaka í eftirrétt...

Pallurinn við húsið var mikið nýttur af okkur... það var of heitt til að vera inni... og líka heitt úti...
við sátum oft hér og spjölluðum fram í myrkur...

... og hlógum og höfðum gaman klukkustundum saman...
virkilega góðar minningar frá þessum stað og einstakur andi sem ríkti í þessari ferð...

Það var hreinlega magnað að fá að upplifa kyngimagnaðar göngur og um leið nægan tíma til að slaka á og njóta þess á milli...
þessi blanda var svo góð að þjálfarar vilja helst ekki fara öðruvísi ferð aftur en nákvæmlega svona ! :-)

----------------------------------------

Ferðadagur 2
þriðjudagurinn 20. júní 2017

Akstur frá Chamonix til Ítalíu
og ganga upp í Grunnbúðir Gran Paradiso - skálann Chabod

Daginn eftir var morgunmatur kl. 7:30 ?

... kornmeti, brauðmeti og einhvers lags súrmjólk með ávöxtum út í... mjög gott...

Útsýnið frá matsalnum... mjög gott veður, heitt og heiðskírt...

Dagurinn hófst á búnaðar-yfirferð...
þar sem leiðsögumennirnir okkar fóru yfir búnaðinn og samþykktu hvað mætti fara með og hvað ekki...

Farangur Báru... allt of mikið í raun og þetta var skorið verulega niður eftir því sem leið á ferðina !

Farangur Arnar... svolítið minna en samt of mikið að þeirra sögn...

Göngubuxur, hlífðarbuxur, lambhúshetta, húfa, þykt og þunnt buff, hleðslutæki fyrir gps, ullarpeysa, orkunasl, tvö snickers-súkkulaði, vatnsflaska fyrir sjóðandi heitt vatn og önnur fyrir kalt vatn, vettlingar, vaselín, varabatteri, belgvettllingar, tannbursti og tannkrem, ullarsokkar, göngusokkar, skíðagleraugu, gps-tæki, gps-úr, varaskóreimar, hjálmur, belti, broddar, legghlífar, kvöldbuxur, hlífðarjakki, primaloftúlpa, Toppfarafáni, ullarbolur, stuttermabolur, ullarbuxur, snyrtitaska, aukasokkar...

Raðað sitt hvoru megin á rúmið í herberginu... ekki stórt herbergi en alveg nóg og mjög fínt...

Úr varð að þetta var tekið út... rúllukragabolur og vesti fyrir kvöldin,
ullarbelgvettlingar, auka-lambhúshetta, skíðagleraugu, kvöldbuxur...

John Taylor yfirleiðsögumaður og Philippe Bartez leiðsögumaður skemmtu sér konunglega við að skoða heimaprjónuðu ullarpeysurnar sem við vorum með...

Það kom ekki til greina að taka þær með upp í fjöllin...

... en þeir voru alveg til í að fá eina til eignar... ef við værum til í að prjóna fyrir þá ! :-)

Næst var búnaðarleiga... fullstífir gönguskór var það eina sem kom til greina og við vorum öll búin að ákveða að leigja þá bara nema Ingi sem var búinn að ganga til skó að láni frá Óskari Wild en þeir voru samt ekki nægilega vel gengnir til og áttu eftir að valda honum vandræðum nánast alla ferðina...

Hjálmar, belti, ísexi og broddar einnig til leigu ef menn treystu ekki nægilega vel sínum eigin búnaði
og við leigðum eitthvað af þessu öll sömul...

John og Dee mjög hjálpleg og þaulvön að láta fólk frá öllum þjóðernum, stærðum, gerðum og karakterum máta og spá í þennan búnað
og svo var allt stillt saman þannig að broddar pössuðu á skó o.s.frv...

Já, það var svo heitt að strákanir fóru úr öllu að ofan...
Spánarveður sem fór upp í 36 stiga hita þegar heitast var... og líklega rúmlega það á heitustu stöðunum...

Eftir búnaðarskoðun og búnaðarleigu var rölt með Boris sem yrði aðal-leiðsögumaður okkar þessa vikuna
niður í bæ að kaupa það sem upp á vantaði...

Jökuláin sem rennur gegnum Chamonix... enn ein í okkar sögu... landfræðilega sú sama og Dudh Koshi í Nepal... mjólkurhvíta áin sem rann gegnum allan Khumbudalinn sem við gengum áleiðis eftir í Grunnbúðir Everest... með uppleyst vatn úr jöklunum allt í kring... eins og í Chamonix...

Við vorum ekki á háannaferðatímanum... ekki margir í Chamonix að sögn heimamanna... en samt töluverður fjöldi að okkar mati...

Já, Mont Blanc bjór... ekki spurning ! :-)

Jóhanna Fríðan er með snjöllustu félögum klúbbsins...
og var ekki lengi að finna hvítvínsglas handa Rósu sinni sem ekki drekkur bjór eins og við hin :-)
... ekki slæmur herbergisfélagi það :-)

Eftir kaup á vatni, bjór og búnaði... þ.á.m. algerlega ónauðsynlegum silkipokum sem Boris fannst að við þjálfarar ættum að kaupa... og notuðum aldrei og hentum áður en ferð yfir lauk... heldur sváfum bara undir þeim lökum og teppum sem í boði voru í skálunum... nenntum ekki að vera með einhvern pjattrófuskap :-) ... að mældi Ingi þyngdina á farangrinum hjá hverjum og einum... 11 - 15 kg eða svo var það ekki ?

Skórnir, ísexin, súkkulaði, vatn, bakpokinn... allt tilbúið :-)

Okkar beið akstur til Ítalíu og ganga upp í grunnbúðir Gran Paradiso...
mikið gert á einum degi en einhvern veginn var samt allt svo afslappað og nægur tími í allt...

Kveðjumynd hópsins frá Chamonix... Gran Paradiso... hérna komum við ! :-)

Aksturinn til Ítalíu var skemmtilegur... gegnum stóru göngin og um fjallaþorp og dali í lygilegu landslagi...

... og svo var áð á veitingastað uppi í fjöllunum...

Skemmtilegur staður og ágætis matur...

Pasta og brauð og kók...

Fullt að skoða og upplifa hér...

Fótboltahetja héraðsins...

Hvert smáatriði heill heimur sem sagði sína sögu....

Matseðillinn forðum...

Á þessum stað ákváðu þjálfarar að fara Ítalíuferð næsta sumar...
og helst byrja á fjallamarþoni áður en vellystingarnar hæfust...

Eftir matinn var keyrt áfram í korter eða svo og bílnum svo lagt hér... við rætur Gran Paradiso...

Ganga dagsins var stutt að sögn leiðsögumanna... átti að taka um þrjá tíma eða svo minnir ritara...
en hún endaði á 6,2 km á 2:36 klst. upp í 2.713 m hæð með alls hækkun upp á 907 m miðað við 1.917 m upphafshæð
... sem var ansi vel af sér vikið ...

Falleg leið um stíga allan tímann... fyrst í gegnum skóginn...

... með fallegt útsýni til fjallanna í kring...

Góður áningarstaður á leiðinni...

Við héldum vel hópinn og vorum á svipuðu róli hér upp...

Gott að hvíla sig og þurrka svitann og drekka vatn...
svakalega heitt og við vonuðum að svalinn myndi koma með hækkandi hæð...

Blöðrur fljótar að koma í þessum hita og svita... Jóhann teipaði sig strax sem og fleiri fyrirbyggjandi...

Sjá rennandi vatnið sem Boris er að þvo sér upp úr við bjálkann þarna...

Eftir góða hvíld og kælingu var haldið áfram...

Fallin tré á leiðinni eins og í öllum fyrri göngum okkar um erlendar hlíðar í Evrópu og öðrum heimsálfum...

Brátt varð gróðurinn strjálli og strjálli...

... og fjöllin fóru að koma í ljós...

Boris benti okkur á gönguleið morgundagsins...
þarna fyrir ofan um grjótið og svo jökulinn undir sprungunum og upp í skarðið hægra megin...
þar ofan við voru hæstu tindar Gran Paradiso...

Skálinn brátt í augsýn... þetta var ekki langur kafli en mikil hækkun engu að síður þessa stuttu göngu dagsins...

Komin að skálanum. og klukkan eingöngu rúmlega fimm.. smá hópmynd hér... :-)

Svo fór Boris yfir göngu morgundagsins... frábært að sjá hvað beið okkar daginn eftir...

Frábær hópur með verkefnið í baksýn...
við vorum bjartsýn og ákveðin í að standast þessa prófraun sem var í raun mælikvarði leiðsögumanna
á getu okkar til að klífa sjálfan Mont Blanc...

Vel búinn skáli og aðstaðan í stakasta lagi... salernin og sturturnar...

Skálaherbergið okkar... allir í kojum og nokkrar lausar þannig að eingöngu tveir þurftu að vera í efri koju...
Örn og Jóhanna fríð  fóru í það... ekki í fyrsta sinn í ferðinni :-)

Gott að spjalla og viðra daginn og deila líðan og vangaveltum yfir því sem var framundan...

Matsalurinn... nú fundum við fyrir því að vera utan aðalferðamannatímans...

Ekki mikið fleiri í skálanum en við...

Mikið á bak við það að halda svona skála úti með allri þessari þjónustu... eldamennsku, verslun og bar...
viðgerðir og uppbygging í gangi og margt að gerast baksviðs í skálanum en skálavörður leyfði manni að sjá framkvæmdirnar
sem þó var ekki viðeigandi að taka myndir af...

Úti á nösinni sem skálann stendur á var útsýnið ekki af verri endanum...

Skór og sokkar í þurrki í síðdegissólinni...

Útsýnisskífa við skálann... þar sem sjá mátti nöfnin á helstu fjöllunum á svæðinu...

Nokkrir fleiri göngumenn en við á svæðinu... en annars vorum við nánast einsömul á fjallinu daginn eftir...

Já, einn kaldur skyldi það vera... bjór fyrir Báru og kók fyrir Örn :-)

Einstakt að fara í fjallgönguferð með góðu fólki og spjalla á hverju kvöldi...

Philippe, Rósa, Bára, Örn, Ingi, Jóhanna fríða, Gunnar, Jóhann, Boris :-)

Það var sko mikið hlegið !

En... svo var alvarleikinn skyndilega mættur á svæðið... kokkurinn í vandræðum... með sauma sem þurfti að taka úr tannholdi eftir smá aðgerð í munnholi en engin leið fyrir hann að komast niður til byggða til að láta fjarlægja... skálavörðurinn frétti að hjúkrunarfræðingar væru á ferð í íslenska leiðangrinum... og báðu Rósu og Báru að hjálpa ef mögulegt væri...

Við töldum þetta ekki vera á okkar færi þar sem þetta var í munnholinu... en svo ákvað Rósa að skoða þetta betur og togaði aðeins í sauminn... og þá var hann tiltölulega laus og hægt að næla í hann og búa til pláss til að klippa frá...

Og það gerðum við... náðum að losa sauminn fjarlægja hann með öllu...

Hann var himinlifandi með að losna við sauminn og mikið þakklátur þessum hjúkkum :-)

Skálinn sem við vorum í hét Rifugio (skáli) F. Chabod og var í 2.710 m hæð...

Fjallagarðurinn sem hann er í...

Sagan á bak við fyrstu leiðangrana... búnaður fólks ansi ólíkur því sem nú er...

Skálinn að vetri til... hér vinna menn vaktir og skiptast á viku og viku eða allra handa...
ekki slæmt að vera þarna að vetri til...

Árleg vorferð á Gran Paradiso...

 

Niðri var hitaherbergi fyrir skóna og annan búnað... og inniskór fyrir alla...

Hér skyldi geyma skóna og broddana og ísaxirnar...

Flísalagðir gangarnir...

Kort af fjallgarðinum á veggjunum...

Nær... þarna mátti sjá Chabod - skálann og Gran Paradiso - tindana...

Ýmislegt hægt að kaupa til minningar um skálann... og ýmsan fjallgöngubúnað...

Annar kaldur fyrir matinn... þetta var nú meira kæruleysislega lífið í evrópsku ölpunum... við vorum ekki vön þessu...
miklu meira vön áfengisbanni og þéttskipaðri dagskrá og miklu harðræði í fyrri fjallgönguferðum...

Jebbs... maturinn í þessum skála var ekki sérstakur en næringarríkur...
pastasúpa með grænmeti í forrétt...

Snitsel í aðalrétt...

Creme Brule í eftirrétt...

Eftir matinn var þess virði að dvelja úti við og upplifa sólarlagið fram eftir kveldi...

Litirnir breyttust stöðugt... litið hér niður að uppgönguleiðina fyrr um daginn...

Skyndilega voru fjöllin gullin af sólarlaginu...

Einstök birta...

Og sýnin til baka niður að dalnum strax orðin öðruvísi...

Eftir annasaman dag gerðu starfsmenn skálans sér smá dagamun...

...nepalski starfsmaðurinn átti afmæli og það var sko bökuð kaka í tilefni dagsins og skálað !

Þjálfari sem var eini gesturinn sem ennþá var úti við... hinir komnir í háttinn... fékk að taka hópmynd af þeim...
geislandi gleði og mikið stuð á þeim :-)

Svo leyfðum við þeim að eiga pallinn út af fyrir sig og halda veisluna :-)

Okkar herbergi var númer níu...

Það var notalegt í skálanum um kvöldið... og við fórum snemma að sofa...
langur og krefjandi dagur framundan... upp í tæplega 4.100 m hæð...

----------------------------------------------------------

Ferðadagur 3
Miðvikudagurinn 21. júní 2017

Tindurinn á Gran Paradiso til og frá Chabod skálanum Ítalíu

Vaknað um fimmleytið og brottför áætluð klukkan sex...

Morgunmaturinn var ágætur...

... kornmatur, brauð, kex, djús, mjólk, kaffi, te...

Smurt nesti fyrir daginn... samlokur pakkaðar í álpappír...

Allir að verða klárir fyrir sólarupprás...

Hópur dagsins með gönguleiðina í baksýn... þarna upp í hvíta skarðið fórum við og áfram upp á hæsta tindinn...

Bára, Örn, Gunnar, Boris, Philippe, Ingi, Rósa, Jóhanna fríða, Jóhann.

Þremenningarnir sem voru á svipuðum tíma og við...

Birtan af sólinni komin en sólin enn að rísa upp fyrir fjöllin...

Birtan jafn töfrandi að morgni sem að kveldi... litið til baka að skálanum...

Stígurinn góður til að byrja með...

Nokkrir farnir á undan okkur... þeir ætluðu að klífa ísvegginn hér ofan okkar hægra megin...

Leysingar úr fjöllunum... leiðin var fín og ekki hálka til að byrja með...

Smám saman fór sólin að skína á hæstu tinda í kring...

Við vorum heppin með veður... oft skoðuðum við myndir af leiðöngrum á Gran Paradiso í þoku og erfiðu veðri...
það var sem betur fer ekki okkar vonbrigði í þessari ferð...

Fótafimir og liprir voru boris og Philippe... einstakt að kynnast heimamönnum í svona ferð... enda munum við aldrei skipuleggja gönguferð erlendis öðruvísi en fá heimamenn til að leiðsegja... þó við gætum eflaust oft séð um það sjálf... sérstaklega á gönguleiðum saklausari en þessi... þar sem er stígur alla leið og merkingar um allt og endalausar upplýsingar á veraldarvefnum... upplifunin er einfaldlega allt önnur að ganga undir leiðsögn heimamanna en manns sjálfs... þó þeir reynist svo ómögulegir (sem hefur aldrei gerst í okkar sögu) því það er þá alltaf lífsreynsla... innsýnin sem heima leiðsögumenn gefa er einfaldlega órjúfanlegur hluti af svona ferð...

Brátt tók snjórinn smám saman við...

... og við þveruðum skaflana hvern á fætur öðrum...

... og röktum okkur eftir slóðanum sem við höfðum rýnt í kvöldinu áður... nú vorum við komin í þessar brekkur...

Smám saman breyttist slóðinn í stórgrýti og skafla...

... og endaði á jöklinum sjálfum...

Og þá var kominn tími á jöklabúnað... brodda, ísexi, belti og línur...

Boris pottþéttur í sínum vinnubrögðum og passaði okkur vel...
Philippe mjög reynslumikill en ólíkur Boris... jafn ólíkir og Rishi og Sam í Nepal... og Mica og Alisha í Slóveníu...
en báðir magnaðir persónuleikar eins og allir þessir leiðsögumenn...
hvílík forréttindi að fá að kynnast þessum mönnum...

Sólin ekki ennþá farin að skína á okkar hluta fjallsins... enn að rísa hinum megin við það... sem var mjög heppilegt fyrir okkur því það þýddi að snjórinn var harður og við sukkum ekki í hann... sama snjóinn og við syntum svo í til baka á niðurleiðinni síðar um daginn...

Við fylgdumst með göngumönnunum sem fóru á undan okkur í fjöllin um morguninn... þessa sem klifu nú þessa brekku hér... lítur kannski ekki svo illa út séð héðan frá... en reynslan búin að kenna okkur að þegar maður er staddur í svona brekku og ekkert nema falll niður alla þessa vegalengd... þá rífur vel í...

Brekkan okkar var svolítið saklausari... fínasta ganga upp í mót á hörðum snjónum...

Litið til baka... sólin farin að skína á öll fjöllin norðan megin... okkar fjall svo hátt að við vorum ennþá í skugganum...

Við fórum neðan við sprungur og ruðninga...

... og undir sprungubeltið hér fyrir ofan...

... en svo var ekki hjá sprungunum alfarið komist...

Erfitt að ná myndum af þeim, því þær birtust skyndilega og þá varð maður að vanda sig
og vera ekki að taka myndir heldur passa að stökkva yfir og halda línunni strekktri...

Sjá hér sprungu hægra megin...

Sést betur hér... þetta var stórt... við erum ekki viss hvort þetta sé sú sem ritari féll svo niður um á niðurleið...
skelfileg lífsreynsla...

Jú, það var þessi.... sjá hvernig hún er að opnast en snjóbrúin búin að vera yfir opinu fram eftir vorinu...
þegar líður á sumarið nota menn stiga yfir þessa sprungu...

Mikilvægt að vera ekki samsíða á sprungusvæðinu... en í lagi þess á milli...

Gleðin í þessari ferð var hrein og stundum yfirþyrmandi...
algerlega ógleymanleg ferð sem gaf okkur svo miklu meira en við áttum von á...

Sjá sprunguna hér... þessi gæti líka verið sú sem þjálfari féll niður um... erfitt að segja...
en þessi er líklegri þar sem hún var einmitt svona þröng og löng til beggja enda...

Já, gott færi... hart og auðgengið...

Svo kom sólin... og þá varð strax svo hlýtt...

Klukkan eingöngu 9:15 þegar við komumst í sólina... búin að ganga frá því sex um morguninn...

Og þá þurfti strax að fækka fötum... allt of heitt að vera í sólinni fullklæddur...

Við hvíldum okkur aðeins og fylgdumst með ísklifrurunum komast upp á tindinn ofan okkar...

Þarna stóðu þau uppi... vel gert hjá þeim !

Það var vel haldið áfram í öllum göngum þessarar vikuferðar... Boris og félagar vanir að halda sig vel við efnið og ekki hangsa mikið... alveg eins og Jón Heiðar og félagar í Asgard Beyond... það var margt í fari leiðsögumannanna sem minntu mann á okkar íslensku leiðsögumenn... greinilegt hvernig sami háttur er á hjá öllum þessum fjallaklifrurum og fjallaleiðsögumönnum...

En þessi hraði hentar ekki öllum og reynir því vel á form þeirra sem fara í svona ferð...
við vorum vel undir þetta búin og stundum betur en þeir áttu von á...

Komin að hópnum sem fór á svipuðum tíma og við upp...

Komin upp skarðið og þá tók við smá slétta...

Hryggurinn upp að sléttunni...

Svo tók við slóði upp í efri brekkur í áttina að tindunum...

Klettarnir stungust upp úr snjónum frá þessum kafla og alla leið að tindinum sem var einn af þessum klettum í raun...
eins og risavaxinn gígbarmurinn í Öræfajökli og fleiri jöklum sem við höfum gengið á...

Útsýnið farið að verða ansi magnað svona hátt uppi...

Já, þetta er ástæðan fyrir því að við viljum vera í fjallgöngum en ekki láglendisgöngum þó þær séu dásamlegar líka...

Haldið var vel áfram... Boris vildi nýta tímann vel og vera sem fyrst upp og niður til að forðast snjóbráðina...
sem gerir sprungurnar enn varasamari... en á þetta reyndi á niðurleiðinni...

Þetta var eina fólkið sem við sáum á fjallinu þennan dag...
minni hópirinn frá sama skála og við og sá síðari frá hinum skálanum sem gengið er frá til að sigra tindinn á Gran Paradiso...

Línan hans Philippe Barthez... Jóhanna Fríða, Jóhann, Rósa, Philippe og Ingi.

Boris svo með Örn...

... Báru og Gunnar...

Sérstakir klettarnir í Gran Paradiso...

Við tók þétt brekka upp eftir öllum þessum klettum... svipað og þegar við röktum okkur upp að Dyrhamri...

Litið til baka... hvílíkt útsýni !

Kyngimagnaðir klettarnir um allt og fjarlægðin mikil niður á láglendið...

Orðið það heitt að snjórinn bókstaflega bráðnaði undir okkur og lak í lækjum niður brekkuna...
aldrei upplifað þetta áður...

Skýin léku á himni og gáfu sérstakt andrúmsloft á þessum kafla...

Töfrandi landslagið sem við gengum um í...

Klettarnir og dýptin í hæðinni sést vel hér...

Við vorum himinlifandi með veðrið.. . skyggnið...
...l íðanina sem hefði vel getað verið slæm þar sem við vorum að fara upp í 4.000 m hæð...

Nú fór að glitta í tindinn sjálfan...

... og þá vorum við komin á bragðið og fengum aukna orku í hitanum...

Mjög flott leið sem leyndi á sér þegar nær dró...

Fínn slóði í hliðarhallanum í brekkunni...

Sprunga hér þvert yfir allt...

Þetta var líklega flottasta fjall sem við höfðum gengið á í lífinu fannst okkur...

Gunnar, Örn, Boris, Jóhanna Fríða, Ingi, Jóhann, Rósa og Philippe en Bára tók mynd...
með tindinn í baksýn...

Og Bára komin á myndina þökk sé Boris :-)

Stígurinn skipti miklu í þessum halla...

Efsti hlutinn í snjónum svo skárri hér...

... þar til við fórum í klettana... hér lét Philippe sína línu fara úr broddum til að eiga betur með að klöngrast í klettunum sem voru framundan... en Boris var ekki sammála og vildi að við værum í broddunum í klettunum... við skildum vel afhverju Philippe gerði þetta... skelfilegt að vera á broddunum í klettunum... en í hálkunni sem fylgdi snjónum og klakanum á milli grjótsins þá skildum við líka Boris vel...

Sjá klettana og hvernig þeir raðast hlið við hlið... eins og gígbarmur...

Við vorum loksins komin á þennan stað sem við höfðum skoðað svo vel á veraldarvefnum mánuðina á undan...

Hópurinn úr skálanum okkar að snúa við...

Yfirleitt er biðröð fram og til baka þessa leið og eftir öllum stígnum...
en einhverra hluta vegna þá var það ekki þennan dag sem við vorum...

Líklega vorum við næst síðasti hópurinn sem fór á fjallið þennan dag...
viljandi gert hjá Boris að fara seinna af stað en aðrir... til þess einmitt að fá þennan frið...

Gaman að hitta þau og við köstuðum kveðju á þau...

Boris fyrstur og við á eftir... þetta var varasamur kafli og ekki teknar myndir af því versta
því maður þurfti á báðum höndum að halda og fullri einbeitingu...

Þurftum að klöngrast upp á þennan flata stein en neðan við hann var frítt fall niður alla brekkuna hinum megin...

... hér niður...

Eins gott að næla rétt og vel í... Bára skildi ekki fyrirmæli Boris strax
og það var virkilega óþægilegt að skilja ekki hvað maður átti að gera þar sem maður var skíthræddur...

Eina haldið var þessi litla sylla sem Gunnar stígur á hér - jú, ég stalst greinilega til að taka mynd hér ! -
og eins öryggið var að vera nældur í karabínurnar í grjótinu...

Komin upp hér - sjá sylluna hér neðar...

Sigurinn ansi sætur... Gran Paradiso í 4.063 m hæð !
... með Madonnunni þar sem bænir voru kringum og á ...

Sjá strákana sem voru á undan okkur upp vera að koma niður áður en línan hans Philippes komst að...

Já, ekkert grín... bara smá sylla og frítt fall niður... eins gott að fara varlega !

Boris snillingur, fagmaður fram í fingurgóma þó hann hefði kannski mátt bregðast aðeins yfirvegaðri við þegar þjálfari féll ofan í sprunguna...
en hann var traustur og góður leiðsögumaður og gott að hafa hann í forsvari...

Gleðin á þessum tindi var fölskvalaus og hífandi... þetta var geggjuð tilfinning að standa þarna... varla pláss fyrir okkur þrjú... hvað þá fleiri...

Útsýnið... niður til Ítalíu...

Í áttina að Frakklandi og Mont Blanc...

Áfram eftir tindunum á Gran Paradiso...

Hér sést fallið betur neðan við sylluna... þetta var ekkert grín...

Við höfðum það  notalegt og spjölluðum og tókum myndir og myndbönd meðan hinir komu sér upp...

Úff, meira en að segja það... sjá Jóhönnu fara upp á slétta grjótið...
versti kaflinn að mati margra... eins gott að renna ekki niður af honum...

Rósa komin til okkar... Jóhann að komast í öruggt skjól... Ingi að fara sylluna...
Jóhanna Fríða að klára slétta steininn og Rósa tilbúin...

Jú, þetta gekk vel !

Við horfðum á þau og vissum vel hversu krefjandi þetta var...

Eins gott að festingar voru í lagi... karabínurnar... beltið... línurnar... tvöfalt öryggi... það veitti ekki af...

Mjög lítið pláss á tindinum og við náðum ekki einu sinni að stíga frá og taka myndir af hvort öðru almennilega...

Bara troddumst hvert við annað þarna uppi og horfðum á hin koma upp...

Jóhanna og Ingi komin yfir sylluna...

Sigurtilfinninginn og fögnuðurinn ósvikinn á þessum mínútum...

Við þéttum okkur saman kringum Madonnuna...

Og Boris tók mynd...

Jóhanna Fríða, ingi, Philippe, Madonnan, Jóhann, Bára, Rósa, Örn og Gunnar
í 4.063 m hæð á hæsta frístandandi fjalli Ítalíu :-)

Svo var að koma sér nákvæmlega sömu leið til baka... syllan, slétta grjótið... eins gott að gera engin mistök...

Þetta var samt einhvern veginn léttara til baka...

Gunnar fór fyrstur í okkar línu sem aftasti maður á leið upp...

Boris tryggði okkur með línunni aftastur...

Komin yfir það versta og þá var hægt að taka myndir...

Hey, passaðu þig !

Einn í einu... eins gott að fara varlega já !

Svo var þetta létt niður og þá var betra að vera í broddunum við sem ekki fórum úr þeim
þar sem það var smá svell að í slóðanum en annars var betra að vera ekki í þeim á klettunum... bæði betra í raun :-)

Einstakur tindur sem við vorum að sigra... klettar sem stungust upp úr fjallinu... ótrúlegt að setja Madonnuna þarna og tryggingar...
en um leið svo skiljanlegt því flottari tind var vart hægt að hugsa sér að sigra...

Samhengið við landslagið þarna niðri... þá vorum við ansi hátt uppi þennan dag...

Allir komnir í örugga höfn... Philippe er alger klifurköttur og skoppaði eins og ballerína um klettana...

Við komum okkur úr mjóasta kaflanum...

Sjá hér hvaðan við komum...

Síðasti hópur dagsins á leið upp...

Gleðin einstök... þetta var magnaður áfangi að ná !

J'a, það var tilefni til að fagna þessu vel !

Hópmynd hér... Boris skildi ekkert í þessu hópmyndaæði kvenþjálfarans...

... en gaf sig á endanum þar sem hún vildi fá hópmyndir með landslagi en ekki bara himninum...

... og með fánanum sem við gleymdum á sjálfum tindinum !

Nú var að koma sér niður og það sem fyrst því sólin skein skært og bræddi allt...

Við vorum fljót niður... og það var eiginlega enginn nestistími... bara smá pása til að hrúga í sig smá næringu...

Við gerðum það standandi... ekkert svigrúm til að setjast niður og slaka á...
og svona var þetta meira og minna í göngunum... engar pásur almennilega... og borðað standandi í örfáar mínútur... leiðsögumennirnir ekki einu sinni með fatnað til að fara í þegar þeim kólnaði í pásum... og því var það líklega ein af ástæðunum fyrir því að þeir hafa vanið sig á að næra sig bara smá á leiðinni standandi og ekkert alvöru nestisstopp...

Mergjaðir þessir tindar í Gran Paradiso !

Niðurleiðin var sömu leið til baka alla leiðina... og engar myndir teknar þar sem við fórum rösklega niður... en á miðri leið féll Bára (ég ritarinn) niður í sprungu og fór líklega um 3 m niður... Boris var fljótur að bregðast við og senda aukalínu niður til að næla í og draga mig upp en það gekk erfiðlega þar sem ég gat ekkert hjálpað til því þegar ég reyndi að nota fæturna...

Við héldum rösklega áfram eftir þetta til þess að vera sem fyrst komin yfir sprungusvæðið í þessari snjóbráð og það var rétt metið hjá Boris, þetta var ekki fýsilegt svæði til að ganga um á þessum heita tíma dagsins...

Litið til baka... löng leið og kolsprungið... það var gott að vera komin á öruggan kafla...

Þrátt fyrir allt vorum við himinlifandi með þetta...

Síðasti kaflinn var grýttur og giljóttur...

En við héldum vel áfram og hver og einn fór á þeim hraða sem hann vildi
því það var gott að fá að láta gamminn geysa eftir jöklalínulífið...

Boris og fremstu menn... með skálann í baksýn þarna niðri...

Stígurinn mættur á þessum síðasta kafla...

Litið til baka... brýtt... skaflað... giljað...

Hryggurinn niður...

Lausagrjót ofan á stígnum og best að vara sig svo maður sneri nú ekki ökklann fyrir sjálfan Blankinn...

Eins og svo oft áður furðaði maður sig á því hversu löng niðurleiðin er...

... fórum við virkilega alla þessa leið í morgun ?

En svo var þetta búið... og við nánast skokkuðum niður síðasta kaflann...

Sjá skálann hér...

Víman og gleðin á þessum kafla engu lík...

... eins og að klára maraþon og ekkert framundan nema að fagna sigrinum...

Örn tók myndband af öllum að skila sér til baka þennan kafla...

... eftir á er það ómetanlegt að sjá það :-)

Alls 11,4 km á 7:59 klst. upp í 4.063 m hæð með alls hækkun upp á 1.394 m miðað við 2.723 m upphafshæð :-)

Úr skónum... og út með tærnar...

Strákarnir fóru úr að ofan og stelpurnar fækkuðu líka svitafötunum...

Stundirnar á svona stað eftir magnaða fjallgöngu eru ómetanlegar...

Við buðum leiðsögumönnunum upp á nokkra bjóra þetta kvöld...

... og það var dásamlegt að viðra daginn saman...

Skál og takk Gunnar fyrir hjálpina þarna ofan í sprungunni...

Skál allir ! Bára, Gunnar, Rósa, Ingi, Jóhann, Jóhanna Fríða, Boris, Philippe !
Geggjað kvöld fór í hönd... klukkan var bara rúmlega tvö og við höfðum marga klukkutíma til að þjóra og spjalla...

Barinn heimsóttur nokkrum sinnum... kókið og súkkulaðið var gott... sem of franskarnar og bjórinn...

Þjálfarar keyptu góðan mat handa strákunum... þeir vildu pastarétti...

Á sama hátt og það er hægt að tala endalaust um hlaup... þá er hægt að tala endalaust um fjallgöngur...
hvílík forréttindi að tilheyra báðum þessum heimum og geta átt stundir eins og þessar í fjöllunum með fólki eins og þessu...

Já, önnur umferð... og þriðja... þessi ferð var alveg að gera sig fyrir okkur sem farið höfðum nokkrar mjög krefjandi og þéttar fjallgönguferðir með Toppförum þar sem ekkert í líkingu við svona seinniparta voru í boði...

Aðrir leiðsögumenn spjölluðu við okkar menn og menn fengu fréttir af svæðinu, færi og veðri...

Hópur drengja frá... komu svo upp í skálann seinnipartinn og mændu upp á Gran Paradiso eins og við gerðum kvöldinu áður...
við sögðum þeim að þeirra biði magnaður dagur á morgun...

Philippe alveg með þetta... :-)

Sumir fóru að sofa... en stelpurnar og líklega eingöngu Örn lögðu sig ekkert þennan dag...
sátu bara og spjölluðu klukkutímum saman...

Strákar úr öðrum hópi skelltu sér í lækinn í hitanum... það var ekki skrítið...

Örn var eini maðurinn sem var í kaffinu og kókinu... gott að hafa einn svona stabílan innan um okkur ærslabelgina...

Sjá sólarsellurnar utan á skálanum...

Þessir komu annars staðar frá... hann var mjög hæðarveikur og leið illa...
náhvítur og hafði enga lyst... félaga hans leið betur...

Það var gott að hringja heim til Íslands...

Eina símasambandið var úti á nösinni...

Þaðan horfði maður upp á gönguleið dagsins...

Svo var komið að kvöldmat... loksins...

Franska súkkulaðikakan var þar besti hluti máltíðarinnar...

Aftur að sofa í skálanum...

Marið eftir fallið niður í sprunguna... það var hægt að hlæja að þessu... en það var harmur í hjartanu á sama tíma...
þetta var ekki lífsreynsla sem maður myndi kjósa sér nokkurn tíma...

Höfuðljósin koma sér vel í skálalífinu...

Einstakur hópur sem gaman var að ferðast með...

----------------------------------------------------------

Ferðadagur 4
Fimmtudagurinn 22. júní 2017

Niðurleið frá Grunnbúðum Gran Paradiso og akstur til Chamonix

 Við vöknuðum seinna þennan síðasta morgun á Gran Paradiso - kafla ferðarinnar...
sólin komin upp og við klæddum okkur þriðja daginn í röð í sömu skóna og fötin...

Þorðum ekki öðru en halda áfram að plástra vel hæla og tær og aðra viðkvæma staði
þar sem stóra gangan var enn eftir... sjálfur Mont blanc... daginn eftir þennan dag ef veður og aðstæður leyfðu...

Við fækkuðum fötum eftir að við vorum komin út... sólin var heit og það var ráð að vera ekki í síðerma...

Eina hópmynd af morgungleðinni í boði Philippe... frábær hópur á ferð !

Við lögðum af stað kl. 7:43 í morgunsólinni...

En nú fórum við aðra leið niður... hinum megin við skálann...

... á göngustíg eins og yfirleitt í fjöllunum erlendis... leiðsögumenn okkar í þessari ferð sem öðrum voru ekki alveg að trúa því að við værum að ganga mestan part ársins leiðir þar sem engir stígar eru og við sjálf að finna út úr hvaða leið skyldi fara...

Mjög falleg leiðin niður í dalinn aftur...

... sjá vatnið renna hér niður klappirnar...

Útihúsin byggð inn í brekkurnar...

Bára hópmyndaglaða... reyndi að ná hópmynd á gleraugunum hennar Rósu...
það tókst næstum því... við vorum aðeins og lágt niðri...

Við fórum rösklega niður... þetta var ekki ferð fyrir hæggenga... það var bara í boði að halda vel áfram alla þessa ferð...

Þéttari leið og ennþá styttri en sú sem farin var upp eftir deginum þar áður...

... en slóðinn var góður og þetta var vel spjallfært ennþá...

Komin aftur að áningarstaðnum á leið upp... .

... gott að komast í vatnið og geta skolað af sér og drukkið..

Já, það var vel hægt að vera í léttum gönguskóm á þessum degi og ekki í jöklaskónum...
ef menn voru með báða meðferðis... ekki slæmt að geta hvílt sig á þessum klossum !

Komin í menninguna og gróðurinn og hitann og láglendisstækjuna...

Skógurinn var ævintýralegur...

Komin niður... það var einstaklega gaman að fara alltaf svona rösklega...
og fá að nýta þetta góða gönguform sem við vorum búin að koma okkur í
með öllum þessum æfingum mánuðum saman fyrir þessa ferð...

Gangan dagsins var 5,4 km til samanburðar við 6,2 deginum þar á undan á leið upp... sum sé aðeins styttri...
á alls 1:47 klst. niður í 1.973 m með alls hækkun upp á 20 m og lækkun upp á 952 m miðað við 2.724 m upphafshæð...

Á akstursleiðinni til baka fengum við okkur ís...

Það var heitt niðri á láglendinu... þrjátíu gráður hér....

... og því var ís á Ítalíu mjög viðeigandi...

Komin til Chamonix stuttu eftir hádegi... og búnaðurinn viðraður og þurrkaður í sólinni og hitanum...

Móttökurnar mjög góðar af hendi Dee og John Taylor... kaka og kaffi og te...

Já, og svo var ansi notalegt að hafa ískaldan bjórinn sem við keyptum fyrsta daginn tilbúinn í slaginn í ísskápnum...

Við prófuðum auðvitað allar bjórtegundirnar sem kenndar voru við Mont Blanc...

John Taylor lýsti ástandinu fyrir okkur á gönguleiðinni upp á Mont Blanc... það var ekki möguleiki að fara á þann hvíta... hæsta tind Vestur-Evrópu... og hann sýndi þetta vel með myndum af colour du... þar sem nánast enginn snjór eru í því og grjóthrunið viðvarandi... ekki hægt að tryggja öryggi á þessari leið og því var ákveðið að gera eitthvað annað á morgun og stefna á Monte Rosa sem sárabót hina dagana...

Mikill fagmaður sem vissi algerlega hvað hann var að gera...

Ingi var ekki í nógu góðum málum í tánum eftir jöklaskóna...

Hann endaði á að stinga nál í gegnum neglurnar til að létta á blæðingu sem var undir nöglum á báðum stóru tánum...
og leið betur á eftir...

Við skáluðum fyrir sigrinum á hæsta fjalli Ítalíu... og nutum þess að vera í sólinni...

Þessi var góður...

Þetta var dásamlegt...

Vistarverur starfsmanna...

 

Svo var farið niður í bæ að versla...

Draumaverslunarstaður fjallgöngumanna...

... og ævintýralegar búðirnar margar hverjar...

Fjallamennskumenningin leynir sér ekki í Chamonix...

Göngugatan þar sem dýrari búðirnar voru...

Hringleiðin kringum Mont Blanc... sjá hvernig menn ganga í þremur löndum...
Frakklandi, Sviss og Ítalíu...

Örn með gömlu fjallgöngumönnunum í Chamonix...

Heilu byggingarnar skreyttar með svona teikningum... sjá klifrarann neðan við svalirnar...
svona æfðu menn sig... og gera enn...

Menn skiptu liði og fóru í alls kyns búðir og jafnvel pælingar með að fara í kláfinn hinum megin dalsins eða í svifdrekaflug...

Það var dásamlegt að sitja á torginu og fá sér einn kaldan og horfa á mannlífið...

Skál ! ... og franskarnar maður minn !

Hlauparar um allt á göngugötunni... og þjálfarar fóru á flug með að taka þátt í næsta maraþinhlaupi ári 2018...
þar til þeir komust að því að það er dregið í þátttöku...
www.montblancmarathon.com

Menn versluðu heilmikið á þessum degi... og sáum ekki eftir einum einasta hlut sem við keyptum...

Svo hittumst við öll aftur og sátum á torginu...

... og gátum ekki hætt að horfa upp eftir fjallinu hvíta...

Rósa var sérlegur mátunaraðstoðarmaður fyrir Jóhann sem keypti forláta jakka handa Steinunni Toppfara :-)

Hérna verðum við að koma aftur... maður fær greinilega aldrei nóg af Chamonix...

Við röltum til baka í rólegheitunum... það var tær snilld að vera í göngufæri við miðbæinn... eitthvað sem háði mikið Hringförunum þar sem samgöngur eru erfiðar á svæðinu og ekki hægt að hringja einfaldlega á leigubíl...

Leiðin heim meirihátta skemmtileg og við fórum nokkrar útgáfur þessa viku áður en við fundum stystu leiðina...

Það hefði verið hægt að kaupa margar bækur hér... æj, afhverju fórum við ekki hér inn ?

Ljósmynd af svæðinu...

Bjór og föt í farangrinum...

Hverfið okkar...

Hundarnir... Chamoníxsku Batman og Dimma...

Svona var smekkurinn á heimilinu... kaka, bjór, kók og mjólk með kaffinu...

Nágrannahúsið sem virtist vera búið íbúum en ekki Air-BnB gestum... maður kann sífellt betur að meta slíkt nú orðið...

Maturinn um kvöldið tær snilld... forrétturinn...

... aðalrétturinn...

... eftirrétturinn...

Undirbúningur fyrir næstu göngu... nú var sko skorið niður  og ekkert tekið með sem ekki skyldi pottþétt notað !

... taskan full af farangri sem ekki var tekið með í göngu tvö af þrjú í þessari ferð....

Þetta keyptum við í Chamonix... og hefðum átt að kaupa meira...

Kósíkvöld með bíómynd og allt saman...

Örn reyndi allt til að ná þjófavörninni af jakkanum sem hann keypti og gleymdist að taka af...
en það tókst ekki...

Marið eftir sprungufallið... farið að leka út og var lengi að fara en samt ekki... tók nokkrar vikur...

-------------------------------

Framhald í hluta 2 af 3 þar sem þrjár erfiðustu áskoranir ferðarinnar voru samanþjappaðar í eina göngu upp á Aiguille du Midi...

... og í þriðja ferðahluta er gangan á Monte Rosa með viðkomu í skála sem skákaði öllum sem við höfum heimsótt...

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir