Tindferð 141
Eyjafjallajökull um skerjaleið
laugardaginn 22. apríl 2017

Geggjaður Goðatindur
í Eyjafjallajökli um skerjaleið

Eyjafjallajökull um skerjaleið var á dagskrá laugardaginn 1. apríl 2017 en þá viðraði ekki nægilega vel til göngu að mati þjálfara með stífa norðanátt og kulda og lítilli von um nokkurt skyggni... og því aflýstu þjálfarar henni með ansi stuttum fyrirvara föstudagskveldinu á undan
og stefnt var í staðinn á laugardaginn 22. apríl með sumardaginn fyrsta 20. apríl til vara... í staðinn var kannað með áhuga á göngu á Hóls- og Tröllatinda þennan umrædda laugardag 1. apríl en undirtektir voru ekki miklar þar sem um langar akstur var að ræða... og menn gátu heldur ekki komið sér saman um að fara á Þríhyrning sem sárabótargöngu því það þótti einnig of langur akstur...

 

...svo helgin endaði á að hver tók sína æfingu og þjálfarar fóru könnunarleiðangur fyrir óbyggðahlaup frá Ástjörn um Hvaleyrarvatn í Kaldársel og hittu þar fyrir Björn, Jóhönnu Fríðu og Súsönnu sem gengu á alla hafnfirsku fjallstindana níu sem gefast eða Ásfjall, Vatnshlíð, Stórhöfða, Sandfell, Helgafell Hf., Valahnúka, Húsfell og Búrfellsgjá... alls um 22 km leið? á x klst. sem telst til afreka og var einstaklega flott ganga þó ekki væri nema fyrir þær sakir að ganga á öll þessi fjöll heiman frá sér í Hafnarfirði. Þessi leið gaf klúbbnum góða hugmynd um sárabótargöngu ef illa viðrar en hægt er að fara úr túngarðinum heima til að ná í góða hreyfingu og útiveru í staðinn :-)

En... þennan laugardag 22. apríl lögðum við af stað úr bænum kl. 7:00...
en ekki 6:00 eins og þjálfari lagði fyrst upp með og var ekki vinsælt innan hópsins...

Þjálfarar fá alltaf jöklaleiðsögumenn til að leiðsegja okkur um sprungna jökla eins og Eyjafjallajökul og því var Skúli Júlíusson frá Wildboys leiðsögumaður ferðarinnar og honum til aðstoðar var Bryndís Skúladóttir sem lært hefur til þessara verka með Skúla
og reyndust þau dásamlegir leiðsögumenn en Skúla þekkjum við vel frá því hann sýndi okkur Dyrfjöllin sín og það var sérlega gaman að hitta Bryndísi en ásamt þeim kom einnig Sigurður Stefánsson úr Fjallhress í gönguna og var sérlega gaman að ganga með þeim öllum :-)

... og NB þau keyrðu alla leið úr öræfum þar sem þau gistu fyrir og eftir jökulgönguna
... eftir að hafa gengið á Lómagnúp deginum áður en Bryndís gerði síðar magnað myndband af þeirri göngu, þessari á Eyjafjallajökul og svo af Hvannadalshnúk sem þau leiðsögðu einnig tíu Toppförum upp á í byrjun maí :-)

Lagt var af stað kl. 10:39 eftir alls kyns tafir... eins og alltaf...
þetta er ástæðan fyrir því að það borgar sig oft að leggja snemma af stað úr bænum og vera stífur á tímastjórnun...
þjálfarar voru í sama kæruleysisgírnum og hinir þennan morguninn svo þeir geta bara sjálfum sér um kennt :-)

Vor á láglendinu en vetur ofar... það var bjartara og sumarlegra hér um daginn...
en svo kom smá kuldahret og þá eru fjöllin fljót að vera aftur hvít...

Leiðarvalið var eftir gps-slóð Skúla frá Helga Jónssyni, lögfræðingi og fjallaskíðafélaga Skúla...
en af gps-slóðum á veraldarvefnum mátti sjá að menn voru allir að fara svipaða leið upp um hrygginn eða gilið þar við...

Við tókum hryggjarleiðina og fylgdum gps-slóðinni en slóðin sem þjálfarar voru með lá um gilið en ekki hrygginn og hvorugt var sérlega góður kostur í raun þegar horft var á þetta neðan frá en hryggurinn ólíkt fegurri...

Gangan byrjaði því strax á fallegri leið og heilmiklu klöngri upp brattar skriður og brekkur hryggjarins...

Bryndís hér aftast en þjálfarar heilluðust strax af þessari björtu, glöðu og jákvæðu konu
sem síðar átti eftir að heilla nokkra Toppfara sem hún var með í línu á Hvannadalshnúk 6. maí...

Glæsileg leið og fínasta veður þó snjór væri þetta neðarlega...

Fossinn í gilinu sunnan megin mjög fallegur...

Ofar á hryggnum þurfti að sniðganga grjótið og fara niður með því...

... sem var bara óvænt veisla í leiðinni og viðeigandi með ferska Perúfarana sem sögðu sögur af Inkaslóðum
sem voru alveg í anda þessa klöngurs...

Já, kuldinn var enn til staðar þrátt fyrir sérlega hlýjan vetur...
vorið var greinilega ekki í sama milda gírnum og hann þetta árið...

Eftir sniðgengna kletta tók þétt skriða við upp í mót...

Litið til baka... já, þetta var falleg leið...

Perúbrosið fór ekki af Perúförunum eftir magnaða ferð með Ágústi Toppfarar
þar sem þau upplifðu stórkostlega hluti á framandi slóðum...

Já, þetta Perúbros fór ekki framhjá neinum :-)

Hryggurinn var fínn á þessum kafla og það eina sem var eftir var að finna leið um klettahaftið ofar...

Sólin sífellt að brjótast gegnum skýin þennan dag... og tókst það stundum og stundum ekki...

Hliðarhalli í góðum slóða hér...

Litið til baka... Fljótshlíðin er alltaf fögur og fjallahringur hennar óborganlegur...

Leiðin séð niður í mót...

Skúli og Örn fóru á undan að finna góða leið um klettana því við áttum von á svelluðu færi í þessum kulda...

Höfðingi Toppfara, Björn Matthíasson var að fara í sína aðra jöklagöngu af þremur þetta vorið...
búinn með Snæfellsjökul með Ara Sig þar sem gengið var í einni beit án þess að borða almennilega alla leið upp og niður
í erfiðu veðri og engu skyggni en frábærri ferð engu að síður... nánast frá þjóðveginum vegna illfærðar að fjallinu...
eins og við gerðum í fyrstu Toppfaragöngunni á Snæfellsjökul árið 2008... það telst afrek út af fyrir sig :-)

Nú fóru menn í keðjubroddana flestir til öryggis þar sem brattinn jókst,
við vorum komin í snjó og gott að hafa gott hald í bröltinu...

Fín sporun samt í snjónum...

Litið til baka...

Þetta sóttist vel og við héldum hópinn...

Upp hrygginn beint eða með hliðunum í hvilftina... það var spurningin...

Strákarnir sneiddu góðan slóða sikksakk upp hlíðarnar... í raun betra að vera þarna í snjó en lausagrjóti...

Já, þetta var fín leið þó brött væri...

Þeir spáðu í  niðurgönguleiðina sem menn gera alltaf ef þeir leiða göngu... alltaf með hugann við hvernig þetta verður á leið til baka... og þá var þessi leið í raun meira krefjandi því brattinn var mikill og brekkan löng niður í mót... ekki gott að renna út af slóðinni svo þeir fundu fína leið niður hrygginn hér... en svo áttum við eftir að velja aðra leið niður í lok dags og voru sumir dauðfegnir því þeir voru farnir að kvíða þessari niðurgönguleið...

Eftir klettahaftið voru öll krefjandi verkefni göngunnar að baki...

Nú var það bara aflíðandi upp í mót kílómetrunum saman á góðu undirlendi...

... þar sem fyrst og fremst reyndi á þolinmæði og þrautsegju... að endast í göngu klukkustundum saman...

sem er ekki erfitt þegar andað er að sér fersku fjallaloftinu og menn hafa vit á að njóta hvers skrefs á fannhvítum jöklinum
með sólina að skreyta háskýjaðan himininn og láglendið glitrar lengst fyrir neðan mann...

Það var ekkert annað í boði en taka hópmynd hér ofan við brekkubröltið með jökulinn framundan :-)

Örn, Jón tryggvi, Siguður Fjallhress, Skúli Wildboys, Guðmundur V., Guðmundur Jón, Aðalheiður, Njáll, Rósa, Njóla, Sigríður Arna,
Gestur, Arna, Kári Rúnar.
Neðri: Ingi, Kolbrún Ýr, Batman, Sóley, Sarah, Bryndís Wildboys og Björn Matt en Bára tók mynd.

 

Allir himinlifandi með veðrið, skyggnið, færið, leiðina... daginn sjálfan... að vera þarna á þessum stað á þessum tíma...

Tindfjallajökull þarna í baksýn hinum megin við Markarfljótið...

Skýjafarið þennan dag... háskýjað að mestu en mikið skýjað yfir fjöllunum...
þetta var einhvern veginn alltaf rétt að sleppa...

Flestir að æfa fyrir Dyrhamarsferðina sögulegu eða Hvannadalshnúk en þjálfari pantaði sérstaka Hvannadalshnúksferð með Skúla hjá Wildboys þann 6. maí á sama degi og Dyrhamarsferðin er af því margir Toppfarar eiga alltaf eftir að sigra Hnúkinn og þetta er 10 ára afmælisár klúbbsins og vert að fagna því vel með göngum á báða þessa tinda á sama tíma :-)... og vá hvað sú helgi og þær ferðir áttu eftir að vinda upp á sig og geisla í besta veðri ársins hreinlega... bongóblíðu sem varði í marga daga... nákvæmlega yfir þessa fyrstu helgi í maí...

Já, þetta upp þessa fyrstu 600 m á Eyjafjallajökulinn...

En færið með besta móti... ekki of mjúkt og ekki of hart...

Við svitnuðum vel á þessum kafla enda gott veður og algert logn...

Sólin skreytti þessa ferð heilmikið þó skýin gerðu allt til að spilla fyrir henni...
þar til hún gafst upp á tindinum þegar við snerum niður...en það var allt í lagi...
við náðum flottri uppgöngu og okkur var alveg sama hvernig veðrið var á niðurleiðinni :-)

Töfrar og ekkert annað...

Við gengum rösklega upp snævi þaktar breiðurnar...

Litið til baka...

Svo kom svellað færi... undir ferskum snjónum var svell og við fórum að renna svo það var ekkert annað í boði en brodda sig...

Ingi tók brodda sem Steini hafði keypt á mun betra veðri en hér heima á www.aliexpress.com
og þeir reyndust mjög góðir til brúks...

Það var betra að ganga eftir broddunina...

Þríhyrningur þarna í fjarska...
hann átti eftir að vera eitt af 25 fjöllum sem Toppfarar náðu í "10 fjöll á 10 dögum" - áskoruninni í maí :-)

Perúfararnir voru með töframeðal við asmaeinkennum sem Aðalheiður fann fyrir á uppleiðinni
en hún gleymdi pústinu sínu sem hún notar við áreynsluasma...

Og þetta dugði mjög vel... dropar sem bornir eru að vitunum... þau notuðu þetta í háu fjöllunum í Perú við góðan orðstír...
og við ræddum kókalaufin og háfjallalyfin og önnur verkefni þegar gengið er í  háum fjöllum í þunnu loftslagi...

Nú var stutt í að við næðum að jökulröndinni...

... en fyrst var að fara upp nokkra hóla og hæðir...

Þetta fannhvíta snævi með sólina svo nálægt sér einhvern veginn... einkennir jöklaferðirnar...

... er sérstök orka sem hvergi fæst nema í þessum löngu ströngu jöklaferðum...

Komin að jökulrönd og allir í línu... Skúli stjórnaði þeim verkum vel enda alltaf á fjalli og jökli þessa dagana...
farinn að vinna við þetta allt árið og nóg að gera hjá honum :-)

Útsýnið á hópinn frá salernisstað kvennanna í hópnum :-)

Í göngubelti og línu... smá vesen en góð æfing fyrir Hamarinn og Hnúkinn :-)

Skúli fór vel yfir reglurnar varðandi línur á jökli og hversu mikilvægt það er að halda þeim strekktum
og hvernig við berum okkur að ef leiðsögumaðurinn fellur ofan í sprungu
sbr. vetrarfjallanámskeiðin sem við höfum fengið hjá Jóni Heiðari og félögum
þar sem tvisvar hefur verið farið í sprungubjörgun...
http://www.fjallgongur.is/namskeid_toppfara.htm

Svo var raðað í línur... það getur verið örlagaríkt með hverjum maður lendir í línu... ef einhver dregst aftur úr þá dregst öll línan aftur úr... svo stundum finnst mönnum að það eigi að raða eftir getu... að sama skapi er svona leiðangur ekki að fara hraðar en hægasti maður og þá skiptir það engu máli... við héldum hópinn og hraðastillingin var mjög góð þennan dag af hálfu leiðsögumanna...

Skúli var fremstur og leiddi gönguna... Bryndís tók miðjulínuna og Örn var línustjóri öftustu línunnar...
Bára hefði viljað taka eina línu, það er betra að vera með fleiri línur og færri í hverri
en þar sem við tókum hundinn með í þessa göngu þá var ekki möguleiki að vera línustjóri...

Eftir talsverða töf við línugræjun vorum við ólm að leggja af stað og fórum rösklega til að byrja með...

Batman var bundinn við Báru aftast í miðjulínunni og það gekk framar vonum að hafa hann
en þetta er sjálfsagt ekki altaf einfalt með hunda...

Þessi hundur er þaulvanur fjallgöngum, í mjög góðu formi
og vel byggður fyrri langar göngur svo hann átti í engum vandræðum með þetta
nema þá að fá ekki að valsa um að vild og fara hraðar...


..

fyrir utan hvað hann var stórhneykslaður að horfa upp á eigendur sína vera bundna í taumi eins og hverjir aðrir hundar...
það lak hreinlega af honum undrunin yfr þessu öllu saman :-)

En vá hvað það var gaman að prófa þetta og leyfa honum að koma með í þessa göngu...
hundaeigendur kannast líklega allir við samviskubitið að vera einhvers staðar úti og hundurinn ekki með
því það eru ákveðin svik að gera það sem þeir elska mest án þeirra...

Sólin leit öðru hvoru við og skein skært gegnum skýjaslæðuna og það var bongóblíða á uppleið...

Litið til baka... Hekla og Tindfjallajökull sem hafa meira en lítið komið við sögu Toppfara síðustu ár...

Skerjaleiðin er óskaplega falleg gönguleið á Eyjafjallajökul...

... eiginlega langar mann ekki aftur Seljavallaleiðina eftir að hafa farið þessa...

Stundum var næstum heiðskírt...

... og þá var fljótt heitt í veðri ...

Útsýnið opnaðist smám saman í suðri eftir því sem ofar dró...

Svona er skerjaleiðin... hnúkótt röð af fannhvítum hólum og klettum...
væri áhugavert að sjá þessa leið síðar að vori eða sumri...

Stundum skildi Batman ekki reglurnar með að ganga í línu og flæktist aðeins í henni Báru sinni...
hann reyndi stöðugt að fara til Arnar... hélt að þar gæti hann kannski verið frjáls en ekki svona bundinn eins og Bára vildi endilega...
hann skildi ekkert í þessu öllu saman... ekki vanur að vera í bandi á fjalli, hvað þá við bundinn eiganda sinn...

Gleðin ríkti allan þennan dag... við vorum himinlifandi að vera þarna í þessu veðri og skyggni...

Litirnir svo hreinir og tærir...

Þarna var hópurinn þéttur...

Sjá færið... ekki hægt að kvarta yfir þessu :-)

Síðasta línan að koma inn í pásuna...

Harðbannað að stíga á línurnar...
þær kosta tugí þúsunda og þjálfarar áttu tvær af þremur sem voru notaðar þennan dag
þar sem Skúli hafði ekki komist heim lengi úr öræfunum... og þær skemmdust talsvert í þessum leiðangri...
sem þýðir að þær verða ónothæfar því þær geta þá slitnað við álag ef einhver fellur ofan í sprungu...

Skúlalína... Kári, Njáll, Arna, Sarah, Gestur, Stefán, og Skúli...

Örn var með Rósu, Björn Matt., Guðmund Jón, Inga, Jón Tryggva og Sóleyju ?

Bryndís var með Báru, Njólu, Aðalheiði, Sigríði Örnu, Kolbrúnu og Guðmund V...

Svo var haldið áfram... ekki svo langt eftir...

Ennþá gott veður og skyggni...

Vestmannaeyjar lágu þarna marrandi úti á hafi...

Skyndilega sáum við jepparöð keyra upp jökulinn... það var mögnuð sýn... Batman gelti og gelti og skynjaði umfangið
á þessum kyrrláta stað sem við vorum á... þetta var ekki eins og það átti að vera fannst honum...
við fylgdumst með þeim keyra upp að gígbarminum...

Þetta gaf okkur orku... við skyldum drífa okkur upp eins og jeppafólkið...

En þessi kafli var heldur langdreginn samt fannst sumum...

Svo dró fyrir skyggnið og það læddist inn smá skýjaþoka...

... en áfram hélst lognið og góða færið...

Sólin alveg að merja það í gegn áfram á köflum...

... en við misstum nokkurn veginn þetta frábæra samfellda útsýni þarna í efstu hlíðum
nema rétt glefsur eftir það uppi...

Með þokunni kom kuldi og Batman hrímaðist fljótt sem og göngumenn í ísþokunni...

Nú var stutt eftir... við sáum glitta í tindinn í þokunni og það gaf orku...

Magnað að koma að Goðatindi svona ísilögðum...

Við horfðum agndofa á þetta fyrirbæri meðan við gengum framhjá honum að góðum stað sunnan við hann...

Hvílíkur tindur !

Komin sunnan megin við hann...

Hér áðum við og gáfum okkur góðan nestistíma...

Batman fékk sína máltíð eins og aðrir og nú var hann bundinn og gat ekkert sníkt mat hjá hinum göngumönnunum...

Heldur hráslagalegt í pásunni á þessum tímapunkti... skyggnið ekki komið ennþá...

En þeir allra hressustu vildu endilega fara upp á tindinn sjálfan... auðvitað... hvað annað...
maður sér alltaf eftir því að gera það ekki... svo við lögðum af stað nokkur og hinir ætluðu bara að græja sig í línur á meðan...

... en þetta er svo smitandi...

... og við vorum svo fljót að fara upp á hann...

... og það var greinilega svo gaman þarna uppi...
Ingi a leika sér... í klóm Eyjafjallajökuls...

... að hinir smituðust á eftir...

... og fleiri lögðu af stað upp...

... og það endaði með því að allir skelltu sér upp á tindinn...

18 Toppfarar og 3 Wildboys/Fjallhress félagar á Goðatindi...
sætur sigur því allir voru að sigra þennan tind í fyrsta sinn í lífinu...

 

Þarna uppi opnaðist fyrir skyggnið og við sáum niður af tindinum í allar áttir á jöklinum sjálfum...

Gígbarmurinn sjálfur og tindarnir sem varða hann...

Sést ekki vel á mynd... rennur allt saman í eina hvítu en þetta sást vel með berum augum...

Það var óskaplega kalt á toppnum...

Erfitt að fara úr vettlingunum og maður fraus um leið að vera berhentur...

Það var því flókið að taka myndir á símana en við náðum samt nokkrum góður :-)

Svo tók alvaran aftur við...

Hífuð af gleði eftir þennan tind voru okkur allir vegir færir niður aftur...

Og sólin skein meira að segja á okkur á þessum kafla meðan við vorum að tygja okkur  niður...

Við vissum sem var að það var langur vegur heim...

... og eins gott að fara að drífa sig af stað...

hér sést tindurinn vel :-)

Leiðin til baka var sömu leið...

En við tímdum ekki strax af stað því það gafst svo gott útsýni yfir allan jökulinn
rétt á meðan við vorum að klára að græja okkur...

... svo við gáfum okkur tíma til að skoða Hámund og spá í leiðina þangað og umfangið á gígbarminum sjálfum...

Smá hópmynd hér af útsýninu á jöklinum sjálfum... en þetta sést ekki nægilega vel á mynd...

Við ákváðum að taka hópmynd neðan við Goðatind...

... sólin var að fara og menn urðu að drífa sig af stað til að ná þessu í sól...

... rekið þvílíkt á eftir öllum :-)

Já, þetta náðist... ein allra flottasta toppamyndin sem við eigum var þar með tekin við Goðatind í Eyjafjallajökli...
þessi mynd verður í uppáhaldi hér með :-)

Leiðsögumennirnir okkar á Mont Blanc voru dolfallnir yfir þessari mynd og báðu um að fá að setja hana á fésbókina sína :-)
https://www.facebook.com/Montblancgds/photos/a.1465601843678819.1073741828.1465370963701907/1885764431662556/?type=3&theater

Niðurleiðin gekk mjög vel... nú var ekkert skyggni... orðið kaldara, smá blástur og ísing og úrkoma jafnvel á kafla...

Brátt gengum við samt niður úr skýjunum... og það hitnaði fljótt...

Batman dró Báru sína niður... fannst þetta of hægt farið en réð engu...

Allt hrímaðist í ísþokunni...

Loksins lentum við ofan við bröttu brekkuna og Bára lagði til að farið yrði niður gilið frekar en klöngurleiðina um klettabeltið
þó Skúli og Örn hefðu merkt sér góða leið þar niður um morguninn...

... og strákarnir tóku vel í þessa hugmynd og fóru tveir niður að kanna aðstæður...
og veifuðu okkur að koma svo á eftir...

Allir í brodda samt á þessum kafla svo nokkrir urðu að klæða sig í þá aftur þar sem þeir höfðu farið úr þeim ofar
en þetta tafði suma við að komast af stað niður...

Fínasta brekka og fínasta færi...

Nú reyndi á öryggistilfinningu og reynslu af því að fara niður bratta langa brekku í ísbroddum...

Það er alltaf þessi tilhneiging til að lemja inn jarkann og búa til spor... í stað þess að nýta yfirborð broddanna...
en Sóley og man ekki hvort einhver annar líka var eingöngu í keðjubroddunum, nennti eðlilega ekki að klæða sig aftur í ísbroddana uppi
og tók sjensinn á að þetta yrði í lagi... og því varð að búa til spor niður og það gekk vel :-)

Björn nýtir hér yfirborð broddana vel á meðan hinir eru á jarkanum þar sem sést vel hvernig broddarnir eru ekki að stingast í brekkuna... ef það er nægur snjór til að spora góð spor niður þá er þessi jarkastelling fín en ef ekki þá er betra að nýta yfirborð broddanna... í þessari brekku þá var bæði betra... menn fundu bara hvort hentaði þeim betur...
en vá hvað lærin emjuðu dagana á eftir hjá okkur sem fórum beint niður á broddunum !

Þetta gekk vel, mun betur líklega en ef við hefðum klöngrast niður brekkuna og hrygginn...
allavega héldum við það :-)

Fínasta brekka og vel hægt að mæla með gilinu almennt sem uppgönguleið á skerjaleiðinni,
sum sé gilið austan megin við hrygginn, beint undir Grýtutindi...

Litið til baka upp brekkuna...
það var alveg hægt að renna sér þarna en þá mátti maður ekki vera á broddunum...

Hér greiddist vel úr hópnum þar sem menn voru misfljótir að leggja af stað niður brekkuna og misfljótir að fóta sig niður...

Ekki snjóflóðahætta hér...

En niðri biðu menn eftir þeim síðustu...

Sjá hversu góð þessi leið er hér...

Flott mynd af Sigríðu Örnu sem farið hefur margar frábærar ferðir með okkur
alltaf brosandi og alltaf glöð... þessi jákvæðni er lykillinn að því að geta gert þetta allt saman :-)

Svo drifum við okkur niður í mosann, grasið og mölina að bílunum...

Allir óþreyjufullir að komast í bílinn... það var langur akstur framundan og BÍB-ið kallaði :-)

Veðurspáin gekk eftir... það átti að koma úrkoma og vindur er leið á daginn...

... og fallega skyggnið frá því um morguninn sem ríkti fram eftir degi var farið...

Það var gott að komast í bílana því veðrið versnaði stöðugt þar með...

og aksturinn heim var í svimandi sæluvímu yfir sætum sigri á nýjum tindi í Eyjafjallajökli...

Alls 17 km á 10:39 - 10:54 klst. upp í 1.593 m hæð með alls hækkun upp á 1.657 m miðað við 137 m upphafshæð.

Gula slóðin skerjaleiðin þennan dag 22. apríl 2017 í logni og háskýjuðu og breytilegu skyggni.
Bleika leiðin sem var fyrst farin í klúbbnum með íslenskum fjallaleiðsögumönnum 5. apríl 2008 í heiðskíru en ísköldum vindi.
Bláa leiðin sem var farin með Jóni Heiðari og félögum í skýjuðu og svo þoku á tindinum þann 5. apríl 2012.
Og loks rauða slóðin er gangan yfir Fimmvörðuáls eftir gosið þann 2. júní 2011 bara svona til að sjá afstöðuna á þessu öllu...

... á þessu má sjá að það er of langt að fara skerjaleiðina og svo yfir á Fimmvörðuháls og þaðan niður...
það eru ansi margir kílómetrar allavega, líklega 1,5 sinnum það sem við gengum þennan dag eða um 30 km...

Skúli á flotta Wildboys bílnum sínum...
ekki hægt annað en mæla með þessum öðlingi sem fjallaleiðsögumanni ef menn vilja panta sér slíkan
og Bryndís línustjóri ekki síðri í ljúfmennskunni eins og vel sannaðist á Hvannadalshnúk tveimur vikum síðar :-)

Mergjuð ferð.. okkur langar strax aftur og sjá betur allan gígbarminn allan og ganga á alla hina tindana...
svei mér þá ef við förum ekki næst árið 2019 í ofurgöngu í apríl upp skerjaleiðina og þræðum okkur um hina tindana
og höldum svo áfram yfir á Magna og Móða og niður Fimmvörðuhálsgönguleiðina í Bása þar sem verður grillað og fagnað...
já er það ekki... nei, líklega er það of langt því miður... en okkur datt strax önnur hugmynd í hug... meira síðar !
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir