Framhald
af
ferðasögu
um 9
daga
gönguferð Fyrri hlutinn er hér: http://www.fjallgongur.is/tindur133_polland_slovakia_170916.htm --------------------------------------------
Dagur 5
af 9
-
Göngudagur
4 en snúið við vegna ísingar, gengið til baka í bílfæri, ekið og loks gengið í skálann miðvikudaginn 21. september 2016
Leiðarlýsing
frá
Exodus: This morning we prepare for the most challenging two days of the trip. We recommend that you try and pack as lightly as possible for these days. We begin with a steady climb past Czarny Staw and away from vegetation to the rocky heights of the High Tatras. Using fixed chains to assist us in the scrambles, we reach the Eagle's Perch' pass (2159m) around lunchtime before descending back into the 'Valley of the five Polish lakes' with a variety of mountain flowers and grasses, to Roztoki".
Daginn eftir blöstu tindarnir við okkur út um gluggann... hrímaðir eftir snjókomu um nóttina og kulda í efri hluta fjallanna...
Maður rauk út í gleðinni enn einu sinni yfir að sjá eitthvað til fjalla... til þess eins að finna kuldann og ísinguna í loftinu...
...
lotningafullur
yfir
tindunum
sem
gnæfðu
yfir og
vöruðu
okkur
kuldalega
við...
Já ! sjáðu bara þetta bláa !... það verður sól í dag sem mun bræða ísinn af ykkur... við getum þetta ! :-)
Morgunmaturinn var flottastur á þessum stað... dásamlegt álegg og alls kyns brauðmeti... og við máttum smyrja okkar eigið nesti... góð hugmynd fyrir alla hina skálana ef Exódus gæti samið um það... hvílík snilld :-)
Nú gat maður útbúið dásamlegar samlokur og rúnnstykki með grænmeti, kotasælu, kjöti, sultum, osti og smjöri...
Og ekki
var
morgunmaturinn
eingöngu
brauð og
álegg...
nei
pylsur
og það
þrjár á
mann...
Með öllu þessu úrvali var erfitt að sporðrenna þremur pylsum :-)
Skyndilega byrjaði að snjóa... eins og jólin væru að flýta sér og vildu bæta fyrir að hafa komið of seint... þetta var alvöru... það kyngdi niður snjó og allt varð óskaplega jólalegt á örskotsstundu... hvað var eiginlega að gerast ?
Við
létum
næstum
því eins
og þetta
kæmi
okkur
ekki
við...
og hefði
engin
áhrif á
gönguna
okkar...
ha,
hvað, en
fallegt,
það er
að
snjóa?
Meðan ég man... ruslið var flokkað í fjöllunum í Póllandi... Ísland má skammast sín... og þá sérstaklega Reykvíkingar... þar sem allt "góða, umhverfisvæna, menntaða, gáfaða, ábyrga fólkið" býr sem ætti að vera leiðandi í umhverfisvitund landsmanna... það er búið að flokka ruslið á Sigló sem dæmi í mörg ár... betur en flestir gera nú árið 2016 í Reykjavík... hvar err allt þetta góða og ábyrga fólk eiginlega að gera í Reykjavíkinni? Bara hafa hátt og hlaupa með allt í blöðin en sýnir ekkert í verki ? Í alvöru ! :-) Pólverjarnir kunna þetta betur en við... já, við megin skammast okkar !
Aftur að ferðasögunni... þessi snjór sem kyngdi niður þarna í morgunmatnum... var eiginlega bráðnaður þegar við komum út hálftíma síðar... svo við lögðum af stað... eftir smá rökræður við Teresu um hvort við gætum eitthvað gengið upp eftir þennan dag... við vorum botnlaust jákvæð en hún hristi bara höfuðið og vildi ekkert segja nema að þetta liti illa út... sem var sorglegt því það hefði verið betra að geta unnið með þetta allt saman sem hópur úr því verkefni okkar í þessari ferð snerist svona mikið um veður og færð...
Gengið var úr skálanum upp í vötnin neðan við fjöllin...
Fínt veður til að byrja með... en svo fór aftur að snjóa... og bjartsýnin hnaut um efasemdirnar sem bönkuðu strax upp á...
Teresa
sagði
okkur
söguna
af
fyrstu
slysunum
á
svæðinu
og
ástæðu
þess að
menn
stofnuðu
hér
björgunarsveit...
Fallegt umhverfi engu að síður og smá skyggni um nærumhverfið...
Fjölfarinn stígur og greinilega vinsæl leið heimamanna þó víðsjárverð væri ofar...
Litið til baka um stíginn sem lá niður að skálanum...
Komin að neðra vatninu...
...óskaplega fagur staður sem hefði notið sín enn betur í sólríku veðri...
Steingrímur,
Ólafur
Vignir,
Halldóra
Þ.,
Jóhann
Rúnar,
Anna
Elín,
Björn
Matt.,
Örn -
Teresa -
Guðrún á
steininum
Þessi steinn var skemmtilegur :-)
Við ætluðum upp í skarð arnarins...
Ungir Pólverjar að leika sér á steininum.... áður en þeir skottuðust fram úr okkur upp í skarðið... þau sneru við síðar um daginn...
Friður og ró á þessum stað...
... og
sérstakt
andrúmsloft...
Lognið slíkt að hópurinn speglaðist allur í vatninu...
Litríkur hópur á ferð og þessar bakpokahlífar ekki að gefa þessu nokkurn sumarblæ...
... enda var þetta að breytast í algera vetrarferð ! :-)
En á þessum tímapunkti lék allt í lyndi og við geisluðum að gleði og ætluðum sko alla leið upp í þessi fjöll...
... þetta var ekkert þessi snjókoma... allt farið og fínasta veður :-)
Gengið var inn með vötnunum og upp í hrímuð fjöllin...
... þar sem þokan læddist ógnvekjandi um...
Við náðum pólskur karlmönnum á miðjum aldri... þeim sömu og höfðu gist í skálanum um nóttina eins og við...
Litið til baka... betra skyggni niðri á láglendi...
Stígurinn
góður en
þarna
beið
okkar
smá
grjótklöngur
sem
eflaust
þykir
heilmikið
fyrir
suma
Útsýnið
fljótt
að verða
magnaðra
og
magnaðri...
Klöngrið var virkilega skemmtilegt...
... og fínasta tilbreyting frá endalausum stígunum...
Einn í einu á köflum og ekkert mál... malbikað í brattanum og við gleymdum okkur oft í spjalli og hlátrasköllum...
... og gátum hreinlega ekki orðið við beiðni Teresu um að hafa hljótt og ekki hlæja eða tala saman á þessum köflum...
... einfaldlega af því þetta er okkar háttur á... einmitt þegar koma kaflar þar sem sumum líst ekki á blikuna...
...þá er
notalegt
spjall
og gleði
uppörvandi
og
feykir
burt
öllum
ótta og
óöryggi...
Ester eitthvað slöpp og ólík sér þennan dag... sem átti sínar skýringar því daginn eftir var hún orðin ansi veik...
Við vorum rösk og örugg á uppleiðinni og þetta sóttist vel...
Snjór í 1.860 m hæð...
Svarta vatnið sem var ofar blasti nú við... þetta var kyngimagnað landslag...
Smá áning hér áður en haldið var áfram... við vorum á leiðinni þarna upp...
Slyddukennt veður á köflum en svo opnaðist fyrir skýin á köflum og niður á láglendið...
Nú opnaðist vel fyrir og átti eftir að gera það enn meira...
...við fengum fiðring í fæturna...
... vorum við virkilega að fara þarna upp... þetta var magnað flott :-)
Litið til baka...
Snjórinn og grýtið... komin hálka og færið ennþá öruggt en það þurfti að fara varlega...
Við mættum björgunarsveitarmönnum... með klifurgræjur... þeir sögðu skarðið ófært... og ráðlögðu okkur að snúa við... þeir sögðust sjálfir hafa snúið við... þetta heyrðu eingöngu fremstu menn... við sem vorum aftar vildum ekki trúa þessu og vildum halda áfram... af sömu elju og við vorum búin að keyra okkur áfram á allan morguninn... í gegnum endalausar úrtölur Teresu sem því miður einkenndu þennan dag og daginn eftir þegar við reyndum við hæsta tindinn á Rysy...
Í boði var að snúa við eða halda áfram og sjá aðstæður með eigin augum en það var orðið ljóst að við myndum þurfa að snúa við...
Þegar brattinn og klöngrið jókst hófust rökræður um hvort halda skyldi áfram eður ei...
Mörg
okkar
höfðu
miðað
við að
snúa
ekki við
fyrr en
við
myndum
sjá
fjölskylduna
með
börnin
tvö snúa
við...
Við spáðum mikið í þetta...
Þetta var mjög erfið ákvörðun... einhverjir þegar snúnir við eða fóru ekki lengra...
... aðrir áttu erfitt með það og vildu klöngrast alla leið að Teresu...
Við vorum hreinlega ekki viss... þetta var varasamt klöngur í smá snjóföl en samt ekki neitt sem við erum ekki alltaf að gera...
Hér hefði keðjubroddarnir verið fínir en jöklabroddar ekki gert neitt fyrir mann...
Stundum opnaðist betur fyrir og við sáum klettinn sem beið okkar með keðjunum... og þar var fólk að klöngrast... keðjurnar voru ísaðar að sögn þeirra sem sneru við og Teresu sem dró úr þessu frá því um morguninn...
Óskaplega fallegt landslag og tignarlegt þrátt fyrir þokuna ofar... við vorum í mögnuðum fjallasal...
... og því var svo sárt að geta ekki haldið áfram og klárað yfir skarðið og farið niður hinum megin þar sem stígurinn sá myndi fljótlega koma okkur í skárra færi og veður..
Teresa sagði stíginn og keðjurnar ófærar... þá vildum við kanna með möguleikann á að fara um grjótskriðuna sem lá framhjá klettunum... leið sem henni hugnaðist ekki enda ekki vön slíku leiðarvali... alltaf gengið á stígum eins og venjan er almennt erlendis í fjölmennum samfélögum... við hins vegar svo vön að finna leiðir og velja grjótskriður ef þær henta betur en klettarnir... svo Teresa fór í smá könnunarleiðangur og bannaði mönnum að elta sig... en Jóhann Rúnar og Steingrímur eltu hana... og það var synd að Örn væri ekki líka með í för til að nýta reynsluna af að finna leiðir... en þau sneru fljótlega við og sögðu enga leið aðra en að snúa við...
Og það gerðum við og reyndum að vera sátt við þá ákvörðun...
Það var eina vitið og við vissum það svo sem... bara samt svo erfitt... því efinn um hvort skriðan hefði verið fær... og kannski líka keðjurnar nöguðu mann og naga enn :-)... sérstaklega eftir daginn sem á eftir koma þar sem við sáum betur úrtölugirni Teresu og hversu vel gekk að klöngrast í klettum með ísaðar keðjur sem biðu okkar og kenndu að það er margt mögulegt með yfirvegun og lausnamiðuðum hugsunarhætti...
Við héldum samt gleðinni og göntuðumst alla leið niður...
... litum reglulega við og veltum vöngum... hefðum við getað farið skriðuna í skarðinu... hvað með leiðarval úr skriðunni og á stíginn sem tók við hinum megin... hefðum við kannski lokast þarna inni í slæmun veðri og ekki fundið leið til baka... það hefði vel getað farið illa ef við hefðum haldið áfram... hér sést hvernig klöngrið var ansi lengra en það leit út fyrst... það var ekki bara þessi litli klettur hér á miðri mynd eins og við sáum hann í þokunni ofar... það var allur þessi klettur og meira til út af mynd... jú, þetta var rétt ákvörðun að snúa við... líklegast alveg allavega... já, er það ekki... jú, en samt... ef... ef... :-) Þetta er nú það skemmtilega við þessa fjallamennsku !
Stundum opnaðist alveg fyrir fjallstindana og þá sáum við dýrðina...
Ótrúlega flott og um leið erfitt að snúa við en við vorum einhvern veginn sátt samt að mestu...
Þetta hafði verið mikið ævintýri... og það var ákveðinn beygur í manni gagnvart þokunni, veðrinu sem gat brugðið til beggja vona... og færinu sem hlaut að versna ofar svo öll skynsemi sagði manni að eina vitið hefði verið að snúa við...
Mann langar að koma hingað aftur... sjá þetta í betra skyggni og betra færi og klöngrast alla leiðina upp... við vorum að missa af mergjaðri fimm vatna leið sem skartar djúpskorinni fjallafegurð...
En, nei við urðum að kyngja þessu og halda okkar striki...
Vorum ótrúlega fljót niður aftur...
... og létum þetta ekki slá okkur út af laginu...
...urðum bara enn einbeittari á að komast upp á hæsta tind Póllands sem beið okkar næsta dag...
Við
komum
við í
skálanum
á leið
niður
til að
drekka
smá og
fara á
wc...
Við héngum í örvæntingu á góðum veðurspám... það var spáð góðu veðri á Rysy á morgun... við hlytum að ná þessu ! Þetta var eina haldreipið sem var eftir... eftir snjó, hálku, þoku og rigningu meira og minna alla dagana hingað til... :-)
Arnar sagði að við hefðum alveg getað hangið í þessum keðjum þarna uppi ! :-)
Kaffi
eða
heitt
kakó
áður en
gengið
yrði
niður í
bílana...
Ekki skánaði veðrið og það rigndi slyddukennt...
Við héldum gleðinni og reyndum að láta þetta ekki slá okkur út af laginu...
Pólverjarnir kenndu okkur margt í þessari ferð...
Björn
Matt
hélt
jákvæðu
hugarfari
og
sigurviljanum
í gegnum
allt
eins og
hinir...
ekki til
í honum
hindranahugsunarháttur...
eingöngu
lausnamiðaður
hugsunarháttur...
slíkur
er
þankagangur
sigurvegarans...
sem er
ástæðan
fyrir
því að
hann
gekk á
Kilimanjaro
á 70 ára
afmælisárinu
sínu...
sá sem
hugsar
neikvætt
og í
hindrunum...
Gleði og jákvæðni gerir gæfumuninn :-)
Þrátt fyrir allt var fegurðin allt um kring...
...ef maður hafði vit á að njóta þess...
... og tóm til að taka eftir...
Trén rifin upp með rótum vegna veðurs...
Evrópsk fjallabjalla...
Pólskir fjallajeppar að flytja birgðir upp í skálann... þarna upp eftir var ekki opið fyrir alla bíla...
... eingöngu þá sem störfuðu við skálann og áttu ákveðið erindi... + Grjóthruns- og snjóflóðavarnir ?
Rauða bergið járnríkt og áberandi...
Komin niður eftir i rigningunni sem var stanslaus meðan við gengum...
Þessi kafli frá skálanum niður var 6,6 km og tók 1.31 klst niður í 1.107 m með alls hækkun upp á 227 m...
Flottur hópur og frábærir ferðafélagar :-)
Jarðfræði jökulsorfinna Tatrasfjallanna...
Við vorum á mörkum High Tatra Mountains og Western Tatras...
Við tók akstur að upphafsgöngustað að næsta skála...
og þá var gott að eiga eftir
afganga í bakpokanum...
Eftir rúmlega hálftíma akstur komum við að stóru mjög fjölmennu bílastæði þar sem mannfjöldinn var ótrúlega mikill...
... og lögðum af stað gangandi að skálanum...
Gerlach er hæsti tindur Slóvakíu vinstra megin á mynd... 2.655 m hátt og krefjandi klifur... væri gaman einn daginn...
Jarðfræðilegar útskýringar á djúpu dölum fjallanna þarna sem eru misjafnir í laginu og eiga sínar skýringar...
Mikill fjöldi Pólverja á sömu leið og við og stefndu öll í hinn kyngimagnaða stað Morskie Oko...
Brjálað stuð í rigningunni... þetta er magnaður hópur ! :-)
Sjá Pólverjana að koma frá Morskie Oko í regnslánum sínum... ekkert að flækja þetta of mikið fyrir sér :-)
"I am singing in the rain"... var sungið hér bókstaflega... það þýddi ekkert annað en að hlæja að þessu :-)
... og fagna og grínast og gleðjast...
Við
hittum
pólskt
par...
hún var
frá
Póllandi
og hann
frá
Bandaríkjunum
og með
þeim var
pólskur
faðir
hennar...
Þetta
var
rúmlega
klukkutíma
gangur
eftir
fjölmennum
stígnum...
Við vorum í Roztoka...
Þarna fór okkar stígur niður að skálanum niður í dalinn en Morskie Oko stígurinn hélt áfram inn í fjöllin...
Teresa sýndi okkur nokkur útskorin skilti á leiðinni...
... sem sýndu jarðfræðina, fjöllin öll og söguna...
Fossinn sem heimamönnum þykir mikið til koma... þýðir lítið að segja að fossar og jöklar séu okku daglegt brauð...
Litlu
pólsku
dúllurnar...
krakkar
um allt
með
foreldrum
sínum...
Hestavagninn... og pólski faðirinn með strákinn sinn...
Við gengum niður í dalinn að skálanum...
Þetta var stígurinn sem ritari þessarar sögu hefði þurft að þræða einn í myrkrinu þegar hún fékk þá hugmynd að fara ein upp í Morskie Oko á heimferðardeginum... því þann dag kom nefnilega loksins heiðskírt veður og við yfirgáfum fjöllin...
Skálinn í Roztoki... heimilislegur og notalegur og miklu plássmeiri en hann leit út fyrir að vera...
Alls 4,2
km á
1:02
klst.
frá
bílnum
að
skálanum...
Hlýtt og notalegt inni í matsalnum...
Gistiplássin okkar á annarri hæð...
Mikið rými uppi og mörg herbergi... þessi skáli leyndi vel á sér...
Við dreifðumst nokkuð um skálann...
Já, það þurfti að hafa leiðbeiningar um hvert ætti að fara til að finna herbergið sitt...
Já, svona leit þetta út í góðu veðri... svolítið öðruvísi stemning en í þessari endalausu rigningu...
Kvennaskemman var hér innst...
... og
þjálfarar
með
Ágústi
og Ester
við
hliðina...
virkilega
notaleg
herbergi
og að
flestra
mati
besta
gistingin
Freyðivínið hans Steingríms minnti okkur pent á að við ætluðum alla leið uppá topp... :-)
Veturinn á svæðinu...
Hliðarsalurinn í matsalnum... þar sem við áttum eftir að fagna kvöldi síðar...
Matsalurinn... Toppfarar farnir að taka yfir fleiri en eitt borð...
Ketilgarparnir
frá
Reykjavíkurmaraþoninu
2014
voru með
í för...
Björn,
Bára og
Örn...
Mergjuð súpan og maturinn á þessum stað !
Matseðillinn :-)
Merki staðarins...
Nýuppgerð wc og sturtur... þetta var alger lúxus :-)
Veðurspáin... langtímaspáin sem blasti við á skjánum í skálunum síðustu daga fór að vera nokkuð eins þegar leið á... blautt veður því miður á morgun... fim 22. september... og svo loksins heiðskíran föstudaginn 23. september... Bára var búin að biðja Teresu um að upphugsa plan B og nýta þann dag frekar til uppgöngu á Rysy þar sem þessi heiðskíra virtist svo afgerandi betri en veðrið dagana á undan... en henni fannst það of flókið og tók ekki vel í það... þar til hún svo fékk bakþanka á þennan föstudagsmorgun og sagðist hafa viljað nýta þann dag betur en að það hefði þurft að biðja um það fyrr... það passaði ekki... hún sem leiðsögumaður hefði átt að hugsa þetta sjálf og skipuleggja í samræmi... en það þýðir ekki að hugsa :-)
Fjallgöngumenningin í Póllandi er klárlega þroskaðri en á Íslandi...
Hin ýmsu björgunarsveitir og leiðsögumannafélög...
Skálinn í Roztoki þegar húmaði að um kvöldið...
Pönnukökur með matnum... þetta var góður matur :-)
... og
kakan í
eftirrétt
líka...
með
bjórnum
sem
Teresa
gaf
leyfi
fyrir og
Bára var
búin að
banna...
Við lágum yfir kortum og spáðum í spilin...
Gott að slaka á og spjalla... erfiðasti dagur ferðarinnar framundan... við fórum snemma að sofa... ætlunin var að keyra til Slóvakíu og ganga þaðan þar sem sú leið er öruggari en pólsku megin... minna um keðjur og ekki eins bratt... við vorum vongóð en Teresa bað menn að vera undir allt búin og ekki verða fyrir vonbrigðum... en við héldum gleðinni og voninni allan tímann...
Kortið sem þjálfarar og fleiri keyptu í göngunni... mjög gott og fleiri sem voru í boði...
Ferðasaga dagsins skrifuð... nauðsynlegt til að gleyma ekki öllu því ef það er ekki myndað og ekki rifjað reglulega upp eða skrifað niður einhvers staðar... þá einfaldlega gleymist það... fullt af svo skemmtilegum og mikilvægum smáatriðum sem gaman er að halda til haga með skráningu ferðasögu: "Einn bjór og snemma í háttinn fyrir langan dag þar sem við ætlum að reyna að fara á Rysy1.499 m frá Slóvakíu en ekki Póllandi sem var upphaflega planið. En nú á að keyra alla leið í fyrramálið og ganga úr ca 1.500 m hæð í 5 klst. upp og um 3,5 klst niður sömu leið - í snjó og vonandi í lagi veðri. Er því miður nokkuð viss um að við fáum ekki gott veður og það verður frost uppi og við náum þessu ekki og þurfum að snúa við, því miður. Teresa gaf línurnar fyrir morgundaginn og bað okkur um að verða ekki fyrir vonbrigðum. Gleði í öllum þrátt fyrir allt". ------------------------------
Dagur 6
af 9-
Göngudagur
5 fimmtudaginn 22. september
Leiðarlýsing
frá
Exódus:
Þennan
morgun
vöknuðum
við kl.
5:45 með
morgunmat
kl.
6:15...
Eftirvæntingin í loftinu þennan fimmta göngudag var mikil...
Meira að
segja
tunglið
var enn
á lofti
til að
senda
okkur
kveðju
fyrir
spennandi
dag en
eins og
leiðsögumenn
sögðu...
Raki í loftinu og kuldi í heiðskírunni...
... en sólin fljót að þurrka upp raka næturinnar...
Bílafloti staðarhaldarra að Roztoki var flottur og jafnaðist á við flottustu jeppana heima...
Við
þurftum
að koma
okkur
gegnum
skóginn
frá
skálanum
að
bílastæðinu
Örn var
sópari
dagsins...
"the
sweeper"...
sniðug
lausn...
Allt klárt á bílastæði upphafsstaðar gönguleiðarinnar að Morskie Oko og Rysy og eftirvænting í loftinu...
Góð upplýsingaskilti um allt í Póllandi... hér um helstu hættur á gönguleiðunum...
Björgunarsveitirnar...
Mat á snjóflóðahættu...
Bílastæðið í gagngerri endurnýjun og að verða mjög flott þar sem búið er að klára...
Eftir
morgungönguna
ókum við
í rútu
frá
Póllandi
til
Slóvakíu...
Vá, fjallasýnin... hún var geggjuð...
Og blómleg sveitin í Slóvakíu...
Landamæraverðir Slóvakíu könnuðu ástand bílstjórans og leyfi leiðsögumannsins...
Fjallamenningin
í
mikilli
uppbyggingu
og
spennandi
veitingastaðir
og
gististaðir
um
allt...
Við
keyrðum
inn í
þjóðgarðinn
þar sem
hefja
varð
gönguna
frekar
neðarlega
Lögðum af stað um kl. ...
Allir í sólskinsskapi og gleraugun á lofti í fyrsta sinn fyrir alvöru :-)
Við byrjuðum á að ganga nokkra kílómetra upp veginn inn í skóginn að fjallsrótum...
Snjóföl yfir fjöllunum og raki í loftinu eftir nóttina...
Skógurinn friðsæll og ilmandi...
Viðbótar leiðsögumaður mættur á svæðið... Woijek sem var hinn viðkunnanlegast og allt öðruvísi en Teresa...
Kók og prins... Steingrímur klikkar aldrei á smáatriðunum :-)
Snarbrött fjöllin í kringum okkur og mikilfengleikur þeirra opnaðist okkur að hluta í fyrsta sinn í ferðinni...
En, fljótlega hrönnuðust upp skýin á fjöllin eins og Woijek sagði okkur að væri lenskan að degi til...
Loks komum við að gatnamótum þar sem bílvegurinn hélt áfram, en við fórum inn á skógarstíg og hinum megin var stígur niður að flottum veitingastað við vatnið... þar sem flestir áttu eftir að safnast saman í lok dags og skála...
Skilti við upphaf stígsins þar sem sjá mátti gönguleið dagsins...
Fyrst
gegnum
skóginn...
svo
þéttar
grjótbrekkur
að
vatninu...
Áætlaðar 3:20 klst. á tind Rysy...
Okkur leist vel á þetta og það var mjög gott að sjá myndrænt hvað var framundan...
Við vildum koma okkur út úr þessum skógi sem fyrst... mikið erum við heppin að hafa þá ekki endalaust að þvælast fyrir okkur á Íslandi... ekki það að skógur er dásamlegt fyrirbæri en það er ekkert útsýni með trén svona kílómetrunum saman við fjallsræturnar...
Fljótlega grisjaðist hann og við áðum við góðan stað...
... en það var svalt og skýjað... meðan sólin skein í heiði niðri á láglendinu...
Engu að síður besta veðrið til þessa og við vorum glöð og mjög spennt fyrir því sem var framundan...
Það var hálf sárskaukafullt að fá smá innsýn í þá fjallasýn sem við höfðum misst af alla þessa daga...
Nestið í
sama
fábreytileikanum
og
áður...
Samskipti
leiðsögumannanna
voru á
þann veg
að
Teresa
var
augljóslega
við
stjórnvölinn
Við mættum ekki mörgum á leiðinni þannig séð... á góðum degi ganga hundruð manna þarna upp... einna fyrstur til að mæta var ungur maður með aukaburð úr skálanum...
Man hreinlega ekki hvað þetta var sem hann hélt á... en þetta burðartré var greinlega lenskan á svæðinu...
... enda mættum við fleirum með sama háttinn á...
... ruslið úr skálanum... jahérna... sjá snjóinn á lokinu... það snjóaði sum sé uppi...
Með snjónum kom hálkan... og ísingin með fjallavatninu sem marraði þarna uppi...
Skyndilega urðum við að stíga varlega til jarðar í hverju skrefi...
... og efinn hóf strax að grafa um sig... skyldum við ekki ná að fara þarna upp... ?
Þetta
var
versti
kaflinn...
meðfram
vatninu...
þá
vissum
við ekki
að
ísingin
tengdist
rakanum
frá því
fyrst og
fremst
... það
virtust
hinir
göngumenn
dagsins
ekki
heldur
vita...
Við þrjóskuðumst við... svo fótafim í hálkunni að Teresa var steinhissa...
...
ásetningur
okkar
svo
sterkur
á að
komast
upp á
þennan
tind
Við
þræddum
okkur
því upp
stígana
á
brekkunni
sem varð
brattari
með
hverjum
metranum
upp á
við...
Jú, þarna voru kaðlarnir og stigarnir... við hikuðum ekki og vorum harðákveðin í að halda áfram...
Ekki tilbúin til að snúa aftur við frá einhverjum tröppum eins og í gær...
Bröltið upp kaðlana og helfrosna stigana gekk mjög vel...
Allt í heljargreipum kuldans og eins gott að vera með góða vettlinga...
Vel smíðað og öruggt yfirferðar en mjög sleipt og því þurfti að fara mjög varlega...
Ótrúlega langur kafli af reipum, stigum og tröppum....
Og ansi bratt á köflum en mjög gaman að fara þarna um...
Já, það hefði verið ansi gott að vera í keðjubroddunum á þessum kafla... við sem höfðum rætt það nokkrum sinnum í hópnum hvort við ættum að taka þá með... og þjálfari alltaf svarað að gera það ekki því "það verður aldrei farið ef það er komið þannig færi"... .lexía þessarar ferða að maður pakkar þessum keðjubroddum með sama hvað hver segir... þó við hefðum reyndar mjög líklega skilið þá eftir í byggð þegar naumhyggjan tók við í að raða niður í 5 daga bakpokaburðinn... en svei mér þá... eftir þessa ferð er stór spurning hvort maður treystir nokkru eftir þessa reynslu... og maður taki bara þessar græjur alltaf með sama hvað ? :-)
Fáir á ferli aðrir en við... einn Slóvaki að koma niður neðri tröppurnar...
Það var
best að
koma sér
sem
fyrst út
úr
þessum
aðstæðum...
svo
fremstu
menn
voru
fljótir
að
hverfa
ofar...
Já, ekki gott að detta hér og eins gott að renna ekki á sleipu járninu...
Langur kafli upp og inn eftir og mjög gaman að fara þarna um...
Talsvert brölt en öruggt ef maður var yfirvegaður og rólegur...
Orðið skárra handa við hornið...
... og þá var bara brekkan eftir upp að skálanum...
Litið til baka... sjá brattann niður að vatninu...
Ísilagðir klettarnir um allt en færið var miklu betra hér... bara mjúkur snjór ofan á grjótinu...
...
brölt
sem við
erum svo
vön frá
síðustu
árum...
Stórfengleikur
landslagsins
hins
vegar
okkur
ekki
eins
tamt...
Merki heimamanna að bjóða okkur velkomin í skálann sem var ofar...
Nepalskir fánar mynduðu hlið að skálanum sem rís neðan við skarðið við hæsta tind Póllands...
Gaddfreðnir og ísilagðir...
Þetta minnti ansi mikið á Grunnbúðir Everest... okkar síðustu göngu erlendis árið 2014...
Skálinn sem við höfðum séð myndir af fyrir ferðina... í fallegu veðri og sumarfæri...
Þetta voru ekki aðstæðurnar sem við ætluðum að ganga í...
Þetta var skrítin tilfinning... að vera loksins þarna upp og það í ógnvænlegu vetrarríki...
Klukkutími
upp á
Rysy...
hæsta
tindinn...
fjórir
og
hálfur
tími
niður
til
Morskie
Oko...
töfrastaðinn
Póllandsmegin...
Þessu
hjólin
var
stillt
upp við
skálann
með
skilti
til
leigu
fyrir
þann sem
vill...
Fræga háfjallasalernið sem ótal myndir eru til á veraldarvefnum... þar sem óborganlegt útsýni fæst út um gluggann...
Við trúðum því ekki að vera loksins stödd þarna í svona veðri...
... en ekki þessu veðri, útsýni og göngufæri...
Fáir fóru á þetta wc... það þurfti að klöngrast talsvert frá skálanum til að finna það...
Rammgerður skáli sem er greinilega byggður eftir ítrekaðar endurbyggingar á honum þar sem snjóflóð hafa hrifið hann fjórum eða fimm sinnum niður hlíðarnar...
Velkomin í skálann... eða kannski stendur eitthvað allt annað þarna !
Grillið tilbúið... ef það skyldi koma sól aftur :-)
Já, við vorum að heimsækja Polozenej skálann í Tatrasfjöllunum í 2.250 m hæð
Fjöldi manns inni og menn að koma niður af tindinum eða á leið upp á hann eins og við...
Sjoppan ansi fín og margt á boðstólnum... heitur matur, drykkir og alls kyns minjagripir...
Grandalaus
um þá
tímapressu
sem
Teresa
taldi
okkur í
pöntuðum
við
þjálfararnir
og
nokkrir
fleiri
heita
kjötsúpu...
... en Teresa var eins og þrumuský og sagði við þjálfara að við værum ekki að komast á tindinn þennan dag... og hún var harðákveðin og gaf þetta ekki eftir... þjálfari reyndi að malda í móinn... og rökræddi þetta um stund... það væri nægur tími, færið væri mun betra en neðar við vatnið þar sem það var alger glæra... og því kæmi ekki að sök að við værum ekki með brodda... þetta væru grjótbrekkur með frekar litlu magni af snjó, hvergi langar fannir, ís né hálka... við hefðum nægan tíma og dagsbirtu, allt hefði gengið vel hingað til... allir vanir og allir í góðum gír... hún hristi höfuðið hvað eftir annað og hæddist að röksemdafærslu þjálfara... og kom með andstæðar fullyrðingar við þessu öllu... það væru ekki allir í góðum gír og sumir myndi ekki ná þessu, við værum búin að vera allt of lengi á leiðinni, værum að tefja núna með kjötsúpunni... þetta væri hættuleg leið, færið væri ekki greiðfært nema vera á broddum... o.s.frv. og það þýddi ekkert að ræða þessi atriði við hana... Örvænting greip þjálfara... sem sneri sér að Tékkunum sem sátu hinum megin við okkur í skálanum... og spurði þá... "jú, jú, ekkert mál að fara upp núna", þeir voru að koma af tindinum og sögðu færið fínt og leiðina greiða... því næst mændu þjálfarar á Woijeck og báðu hann að leggja orð í belg... hvað fyndist honum? Hverjir væru möguleikar okkar á að ná tindinum? Jú, hann gat ekki annað en verið sammála þjálfara en þorði varla að segja það, játaði að jú, glerhálkan niðri við vatnið væri ekki það færi sem nú væri ofar í klettunum... hann var augljóslega í engri stöðu til að vera mjög ósammála Teresu en okkur var öllum ljóst að hann var henni ekki alveg sammála... Niðurstaðan varð sú að halda áfram... það var þrúgandi neikvætt andrúmsloft í kringum Teresu... en þegar maður hefur verið svo oft í þessum sporum... að vega og meta aðstæður... algjörlega tilbúinn til að snúa við þegar þarf... og sá tímapunktur var ekki kominn... oftar en einu sinni verið í höndum leiðsögumanna sem hafa snúið okkur við á ósanngjörnum tímapunkti (t.d. ÍFLM með Blindrafélaginu í fyrstu ferð Toppfara á Hnúkinn - þau báðust afsökunar síðar)... þá fékk reynslan mann til að þrjóskast við og gefa þetta ekki eftir... við vildum eindregið halda áfram og ekki snúa við eins og Teresa vildi...
Nákvæmlega þetta var ástæðan... grjót með snjóföl ofan á... hvergi fannir né ísbreiður þar sem hægt var að renna til...
Þjálfari lét þyngslin í Teresu ekki trufla sig og peppaði hópinn allan upp í upphafi við skálann... allir tóku við sér og orkan geislaði af mönnum... það voru allir tilbúnir til að halda á sjálfan tindinn... en um leið tilbúnir til að viðurkenna ef aðstæður versnuðu og við þyrftum að snúa við...
Fljótlega
mættum
við
manni á
leið
niður...
ekki með
vettlinga
né
húfu...
hann var
að klára
tindinn...
Við
héldum
áfram...
vorum á
leið upp
í
skarðið
sem
liggur
milli
tveggja
hæstu
tindana
þarna...
Nú
mættum
við
öðrum
manni...
hann
sagði
lítið og
virtist
ekki
tala
ensku...
hugsanlega
Slóvaki...
Yfirleitt
er mjög
mannmargt
á þessum
slóðum
allt
sumarið...
en við
vorum
nánast
ein
þarna
þennan
dag...
Slóvakíski tindurinn... sem við vorum svo oft búin að tala um hversu gaman væri að klöngrast upp á og horfa yfir á Rysy...
Svona er
útsýnið
ofan af
honum...
Rysi
þarna
hinum
megin
með
fólkinu
ofan
á... við
komum
upp
vinstra
megin...
Komin í
skarðið...
og þá
vissum
við að
það væri
mjög
lítið
eftir...
Við tók
klöngur
til
vinstri
út frá
skarðinu
þar sem
tvær
leiðir
eru upp
og
niður..
Teresa byrjaði á að fara efri leiðina en fannst hún of berskjölduð og sneri við og valdi neðri leiðina í samráði við Woijec...
Það
þýddi
knappan
hliðarhalla
stóra
part af
leiðinni
en
eflaust
rétt
valið
hjá
henni
Skyndilega
vorum
við
komin
upp...
og
fögnuðurinn
var
magnaður...
Sigurvíman ósvikin og svimandi... þetta var geggjað að ná þessu eftir allt sem á undan var gengið !
Ekki pláss fyrir fleiri á tindinum og stelpurnar vildu sko komast að...
Björninn og Örninn síðastir og gleðin fölskvalaus...
Ágúst dró fram hvítvín, plastglös og veitingar... til að skála fyrir Ester sem átti afmæli þennan dag...
Sárlasin
og varla
að geta
þetta...
kvartaði
samt
ekkert
og
brosti
bara
gegnum
veikindin...
Til hamingju ! Þetta var með sætustu sigrum í sögunni... og vonandi sá eini í svona óvænt erfiðu veðri og færð... við sem ætluðum að vera þarna í stuttermabolnum og sólgleraugunum að hrofa yfir rúmlega 100 fjallatinda í nokkrum Evrópulöndum...
... en ekkert... hvorki þoka, kuldi né snjór skyggði á gleðina þarna uppi...
Sjá
kampavínsflöskuna
sem Bára
var
með...
Flottastur... Langflottastur !
Á niðurleiðinni mættum við frábærum krökkum frá Litháen... þau voru himinlifandi eins og við... og sögðu okkur að í þeirra landi væru ekki fjöll og því væri þetta mikill sigur fyrir þau... virkilega gaman að kynnast þeim þarna... eitt af því skemmtilegasta við þessa ferð voru skemmtilegu kynnin af alls kyns fólki á leiðinni... allt varð persónulegra þar sem við vorum svo fá á ferli...
Niðurleiðin
var
eftir og
eins
gott að
fara að
koma sér
niður...
það
þekktum
við
vel...
og
fundum
áhyggjur
leiðsögumannanna...
Bakaleiðin gekk betur en menn þorðu að vona almennt...
Oft verra að fara niður þegar brattinn er svona mikill...
... en við vorum snögg í snúningum þó á köflum hefði verið betra að vera í keðjubroddunum...
...en jöklabroddar hefðu ekki verið þægilegir í þessu grýtta landslagi...
Svona
til að
minna
okkur á
að við
vorum
ekki á
lífshlættulegum
slóðum
Everest
Þau áttu eftir að taka hratt fram úr okkur á niðurleiðinni... ósigrandi eins og æskan oft er... við vorum enn og aftur eins og kjánar við hliðina á þeim í öllum okkar búnaði... með taugaveiklaða leiðsögumanninn sem gaf það aldrei eftir að við hefðum ekki átt að fara þarna upp... og auðvitað skildi maður alveg hennar sjónarmið... berandi ábyrgðina á hópnum og liggjandi undir möguleikanum á lögsókn ef eitthvað hefði gerst... en þjálfarar gefa það ekki eftir að út frá því sem á undan var gengið... öll gönguferðin farin í rigningu og þoku, að þá átti hún að hafa metnað til að vilja koma okkur þarna upp og innsæi til að meta og sjá að hópurinn okkar var vel að höndla þær aðstæður...
Allt fraus á þessum kafla upp á Rysy... Halldóra hér með englahár enda gull af manni þessi kona sem þjálfarar eru tilbúnir til að fara með til tunglsins ef færi gefst... ekkert haggar henni, alltaf traust, yfiveguð, jákvæð og þakklát... hvílíkur ferðafélag !
Aftur komin í skálann en á þessum kafla áttu þjálfarar mjög áhugavert samtal við Woijek aðstoðarleiðsögumann sem sagði okkur sögu skálans sem hefur verið margbyggður vegna snjóflóða sem sópað hafa honum margoft niður fjallshlíðarnar og hann sífellt endurbyggður aftur...
...nú negldur saman og við bergið og hannaður til að þola snjóþyngslin og illviðrin á þessum slóðum...
Skálað í skálanu ! Þjálfarar keyptu sér eins minjagrip og Magnús hér... hressandi eftir ævintýri tindsins...
Bolir
með
merki
skálans...
fjallasúkkulaði,
fjallakort
af
svæðinu
og
fjallasnafs...
Bakaleiðin beið okkar... og smá uggur í einhverjum út af klettunum... þegar við værum komin niður úr þeim væri leiðin örugg og greið...
Evrur í Slóvakíu... og allt miklu dýrara en í Póllandi... enda sagði Woijec að Ísland ætti alls ekki að fara í Evrópusambandið... honum þótti stórmerkilegt að við værum með okkar eigin mynt... og vonaði fyrir okkar hönd að við hefðum vit á að halda henni... slíkt væri deyjandi fyrirbæri því Evran væri að taka allt yfir í Evrópu og hvar sem hún kæmist að... hækkaði verðlagið hratt... ekins nog
... en
það kom
ekki í
veg
fyrir að
við
keyptum
líka
svona
könnur
sem eru
þarna á
hillunni...
Fullkomlega sátt með áfanga dagsins héldum við af stað niður...
Brattinn fór ekki á milli mála þegar skyggnið batnaði... þarna niðri var vatnið sem svellaði allt í kring...
Fínasta færi og við vorum skjót niður að klettunum...
Skyggnið batnaði með hverjum metranum niður...
Keðjurnar tóku svo við og við dembdum okkur í þetta...
Það var greinilega léttara niðri...og léttskýjað á láglendinu... sjá vinstra megin á mynd... þessi ský voru bara í fjöllunum...
Slóðinn að keðjunum var frosinn en ekki sérstaklega háll...
Vá, hvað þetta hefði verið flott í sumarfæri og sól !
Hrikaleikur landslagins næst ekki á myndum nægilega vel... við vorum ótrúlega smá í þessum klettum...
Menn voru öruggir niður keðjurnar...
Helst að stafirnir þvældust fyrir eins og alltaf þegar verið er að klöngrast...
Gott að hafa keðjurnar sem voru frosnar og ískaldar...
Eins gott að gefa sér tíma til að taka myndir því ansi ólíklegt að við verðum þarna aftur...
Brattinn sést betur á þessari mynd...
Litið til baka...
Stáltröppurnar voru alger snilld, á þeim var ekki svell en maður gat runnið á þeim...
Þarna biður fleiri tröppur eftir að vera settar upp...
Menn hjálpuðust að og hvöttu hvorn annan...
Sjá mjúkt og gott göngufærið á stígnum hér...
Fínar þessar tröppur :-)
Já, stafirnir eru fyrir...
Stíginn
minnti á
Heimaklett
í
Vestmannaeyjum
en
stiginn
sá er
mun
brattari
en þessi
hér...
Hvílík snilld...
Skyldi þetta hafa verið svona deginum þar á undan þegar við snerum við...
Sjá klakann á stiganum og grjótinu...
Við fórum varlega og studdum hvort annað...
Sumir komnir niður... ekkert mál...
Komin biðröð við neðsta stigann sem var brattastur...
Margt hægt í krafti hópsins eins og margsannað er í þessum hópi...
Klakinn...
Strákar... lítið þið upp ! :-)
Woijek bauðst til að taka mynd af kvenþjálfaranum sem var alltaf að mynda hina...
... og tókst vel upp :-)
Menn lagðir af stað niður í botn dalsins...
Það má vel venjast svona lúxus...
Burðarmenn
á leið
upp...
fyrst
héldum
við að
þetta
væru
Nepalir...
Teresa lóðsaði alla niður neðan frá og passaði ungana sína vel...
Björn hér í góðum höndum...
Það var sheffer hundur með hjónunum...
Stíga hér... og svo hér...
Orðið
ansi
sleipt
eftir þá
sem voru
á undan
en
galdurinn
alltaf
sá
sami...
Woijek fór hina leiðina og var ekki lengi niður...
Minni þrep þar en hann var greinilega vanur að fara hana...
Séð neðar frá...
Þá loksins komust hjónin með hundinn að...
Woijeck og Ágúst spjölluðu lítillega við þau...
Hvernig
í
ósköpunum
ætluðu
þau
eiginlega
að koma
hundinum
þarna
upp?
Þau skyldu farangurinn eftir... átti einhver annar að koma og ná í hann?
Konan
fór
okkar
leið upp
klettana...
maðurinn
fór
vinstri
leiðina
sem
Woijek
fór...
Nokkrum sekúndum síðar var hundurinn kominn upp og fram á brún...
... bíðandi eftir mannfólkinu...
Erfitt að ná brattanum á mynd en þetta var ótrúlega bratt þó fínt væri þegar nær var komið...
Niður í sólina... ekkert annað í boði...
Við tók óskaplega fallegur kafli niður úr dalnum með sólina í fjarska...
Litið til baka... þarna upp og niður fórum við... leið sem manni hefði aldrei dottið í hug að væri fær...
Hugfanginn af fegurð dalsmynnidins kallaði þjálfari á alla að taka eina mynd... en sumir voru farnir neðar...
Aðra mynd með leiðina í baksýn... já, það var sko stuð í mönnum :-)
Svo héldum við áfram... sorgmædd að hafa ekki náð öllum á þessa mergjuðu mynd...
Veðrið
batnaði
stöðugt...
og
glerhálkan
sem var
fyrr um
morguninn
við
vatnið
var
horfin...
Við mættum fjórum mönnum frá Ungverjalandi var það ekki? Eldhressir og gaman að spjalla við þá :-)
Nú náðum við öllum til baka og gátum tekið almennilega hópmynd... þessi varð tákn ferðarinnar... tákn sigursins sem var í höfn eftir öll vonbrigðin og volkið fram að þessum degi... vá, hvað þetta var sætur áfangi... lexíur þessarar ferðar voru ferskar og allt aðrar en nokkru sinni...
Glöð héldum við af stað niður í sumarið í Slóvakíu...
Degi tekið að halla og grasið iðagrænt í fjarska...
Snjóinn sleppti fljótlega neðan við fjalladalinn sjálfan og við tók endalausir stígar niður grösugan neðri dalinn...
Brátt fór að létta til og fjallstindarnir allr í kring komu í ljós...
Woijeck
sagði
þetta
alltaf
gerast
síðdegis...
þá létti
til í
fjöllunum
og yrði
heiðskírt
þar til
undir
hádegi
næsta
dag...
Snjórinn
enn að
hrynja
af manni
úr
hettunni,
bakpokanum,
húfunni...
Okkar fjallstindar horfnir hægra megin en svona fóru þeir að birtast...
Skólakrakkarnir tóku fram úr okkur... jafn glöð og á uppleið... þeim varð greinilega ekki meint af...
Við fækkuðum fötum og rúlluðum kílómetrunum saman niður...
Komin að skiltinu þar sem stígurinn endar á malbikinu í skóginum...
Hér fór
hópurinn
sem var
á undan
niður
skógarstíginn
hinum
megin á
krána
sem var
við
vatnið
og
skálaði
í
freyðivíni
Veðrið óskaplega fallegt...
Teresa og Woijek skáluðu og voru himinlifandi með áfangann... þarna loksins sá maður Teresu glaða... það var gott :-)
Skál fyrir sætum sigri ! :-)
Svo var svifið af stað... Teresa miður sín að allir skyldu ekki skila sér niður að kránni og varð strax friðlaus og vildi finna þau... Sjá fjallstindana sem urðu svo fagrir í sólsetrinu...
Síðasti hluti ferðarinnar var genginn í sólsetrinu nokkra kílómetra í viðbót... hvað margir, um 4 km eða svo?
Óskaplega fallegt...
Litið til baka... sjá fjallstindana í fjarska...
Raki
haustsins
kominn....
við
vorum
heldur
seint á
ferð í
september...
Arnar og
Guðrún
Helga
með
Erninum...
Verksummerki um hamfarir í skóginum... þrumuveður...
Það var erfitt að hætta að mæna upp í fjöllin en vá hvað við vorum komin langt í burtu...
Nærmynd á símanum... hvítir tindarnir...okkar á bak við þarna...
Niðri biðu Anna Elín, Jóhann Rúnar, Ágúst og Ester... eðlilega svekkt að hafa misst af freyðivíninu... en við sem síðust vorum misstum svo sem af því líka. Jóhann Rúnar hafði hringt í Exodus því þau skildu ekki hvar allir voru... Teresa var miður sín yfir því og fyrirgaf það ekki, en það var samt svo skiljanlegt því hvað áttu þau að halda. Leiðinlegt en svona getur farið þegar hópurinn er stór og heldur ekki betur hópinn og er ekki þéttur reglulega, sem hefði þurft að gera áður en farið var út af leið.
Alls 20.91 km...
Við tók akstur til baka frá Slóvakíu til Póllands... víman rennandi og gleðin í fyrirrúmi... svo sveif þreytan á suma... aðrir spjölluðu og voru hátt uppi í sálinni... þetta var sætur sigur að baki... og ansi mikil sárabót eftir vonbrigðin síðust daga með veðrið...
Eftir aksturinn tók við ganga frá bílastæðinu inn í skóginn þessa sömu 2,7 km á 32 mín ansi rösklega því við vildum komast í hús sem fyrst eftir mjög krefjandi dag...
Gott að
koma í
skálann
og fagna
áfanga
dagsins...
GPS-mæling
kvenþjálfarans...
2,6
km...
komin í
hús kl.
18:39...
Úr fjallgöngufötunum... í sturtu... matur... skála... fagna... það voru allir himinlifandi !
Freyðivínið fór alla leið niður óopnað
Ef einhvern tímann í lífinu það er tilefni til að skála þá er það á stundu sem þessari... ekki til betri stund...
Og maturinn... bara dásamlegt...
Afmælisbarnið sárlasið en alltaf með bros á vör... freyðivínið flæddi og Ágúst skálaði fyrir þessari flottu konu
Hann var líka búinn að láta konurnar í skálanum baka afmælisköku... í samvinnu við Teresu...
Flottari kökur gerast ekki í fjallaskálum...
... og vá hvað hún var góð á bragðið... ritara langar í bita núna við skrifin !
Verndardýrlingur svæðisins... hann Pétur... Piotr Jerzy Frassatti
Bókasafnið í skálanum...
Gleðivíman tók að renna og viðrun dagsins var skemmtileg... besta djamm í heimi er að sitja í skálanum eftir erfiða göngu og fara í gegnum daginn... stundum að plana næstu ferð... engu líkt...
Já, það var sko djammað fram eftir ! :-)
Hvað annað eftir hæst tind Póllands í reynslubankanum ! :-)
Auglýsing
leiðsögumanna
í
Tatrasfjöllunum...
ef
einhver
lesandi
vill
nýta sér
það og
hafa
samband
beint... ------------------------------
Dagur 7-9
af 9 -
Göngudagur
6 -
Kraká,
heimferð
Leiðarlýsinga
Exódus:
Morguninn eftir var heiðskírt... og sól allan daginn... fyrsti virkilega flotti dagurinn í Tatrasfjöllunum í rúma viku... sum sé þessa viku sem við vorum búin að vera... hvílíkt ólán... Bára þjálfari hafði reynt að sannfæra Teresu um að fresta tindinum um einn dag þar sem spáin var svona... en hún tók fálega í það... þá datt henni í hug að vakna eldsnemma þennan síðasta morgun í fjöllunum og ganga á eigin vegum upp í Morskie Oko því það er staður sem maður verður að koma á... en Teresa dró ákveðin úr því og taldi upp allt sem væri gegn því... hún kom með alls kyns ráðleggingar út frá því að þurfa að redda sér fari til Kraká þar sem hún myndi pottþétt missa af rútu hópsins... þó hún legði af stað klukkan fjögur... og það gerði hún, vaknaði um miðja nótt með allan göngubúnað tilbúinn... enginn til í að gera þetta með henni nema Björn Matt NB... en það var óhugnanlega dimmt úti og stígarnir ekki upplýstir... og hún guggnaði á þessu... þorði ekki ein... en Teresa átti eftir að sjá eftir að hafa ekki nýtt þennan dag til göngu með hópnum... við hefðum svo þegið það að fá einn sólríkan göngudag í Tatrasfjöllunum... en okkur var greinilega ekki ætlað það...
Frábær hópur... lagt af stað síðasta daginn úr skálanum niður að bílastæðinu...
Örn,
Steingrímur,
Guðný
Ester,
Ólafur
Vignir,
Ágúst,
Magnús,
Jóhann
Rúnar,
Ester,
Anna
Elín og
Rósa. ... svona hópmyndir verða óskaplega dýrmætar og sögulegar eftir því sem tíminn líður...
Svalt morgunloft enda heiðskírt... og allir ólmir að komast til byggða í menninguna aftur...
Jeppi heimamanna...
Fallegri veðrið og við sáum til fjalla í sólinni...
Þessi skógur... við vorum búin að ganga fjórum sinnum um hann áður en yfir lauk...
Úff... þetta var erfitt að sjá... afhverju fengum við ekki svona veður í ferðinni ?
Ótrúlegur fjöldi Pólverja á leið að Morskie Oko þennan dag eins og alla daga...
Hestvagnar í röðum fyrir þá sem ekki geta gengið...
Kort af svæðinu...við vorum á rauðu línunni vinstra megin... búin að ganga um öll fjöllin hægra megin...
Gaman að skoða og líta yfir farinn veg...
Þingvellir... eða Landmannalaugar Pólverja þessi staður...
Aðvaranir á svæðinu... bannað að fara út af stígunum, taka með sér allt rusl (engar ruslatunnur), bannað að tjalda, bannað að skemma stíga eða annað á svæðinu, ekki nálgast villt dýr heldur bakka frá og njóta í skynsamlegri fjarlægð, opinn eldur er bannaður, ekki gefa dýrunum því það dregur úr sjálfbærni þeirra og gerir þau háð manninum og árásargjarnari í leit að meiri mat hjá mannskepnunni, ekki týna ber, blóm, ávexti eða grjót heldur skilja það eftir, hundar bannaðir þar sem þeir trufla dýralífið á svæðinu, bannað að synda eða baða sig í vötnum svæðisins þar sem þetta eru vatnból allra á svæðinu, ekki vera með hávaða því hann truflar dýrin og aðra á svæðinu... Þetta síðasta... nú skildi maður betur afhverju Teresa var svona hneyksluð á upphrópunum okkar og háværu köllum... við erum ekki vön að þurfa að taka svona tillit til annarra hvar sem við göngum... gangandi nánast alltaf ein á ferð þar sem við erum... já, kannski var margt við hennar athudasemdir sem við firtumst við umhugsunarvert... það er auðvelt að fyrtast og móðgast... betra að reyna að skilja og mætast á miðri leið...
Þegar komið var út úr skóginum blöstu Tatrarfjöllin við okkur í allri dinni eggjuðu dýrð...
Við gátum ekki hætt að horfa og horfðum á leiðina okkar um þessa tinda...
Þarna var Rysy... þarna stóðum við... og komum upp í þessu skarði... og þarna var grýtti slóvakíski tindurinn vinstra megin... sem við ætluðum upp á en færi, veður og tími gáfu ekki færi á... og þarna niðri umluktur öllum þessum mögnuðu fjallatindum liggur dalurinn Morskie Oko... einn fegursti staður Póllands...
Við fengum hópmynd af okkur í fyrsta sinn í ferðinni með öllum þessum flottu fjöllum í baksýn...
Með grátinn í hjartanu... nei nú færir ritari allt of mikið í stílinn... en smá harm allavega yfir því að vera ekki núna þarna uppi í þessum fjöllum... í þessu dásamlega veðri... gengum við áfram niður eftir í rútuna sem beið okkar til að keyra til Kraká...
Við stoppuðum einu sinni á leiðinni... til að horfa enn betur yfir allt svæðið... Gönguleiðin okkar frá hægri til vinstri... og þarna var Rysy smá tindur í öllum þessum rúmlega 100 fjallstinda svæði Tatrafjallanna...
Panorama... Zakopane er þarna hægra megin og við gengum upp í fjöllin...
Nærmynd af Rysy... hugsa sér útsýnið ofan af þeim tindi á þessu svæði... jú, nú sannfærðumst við algerlega um að verða að fara þarna aftur... ganga frá bílastæðinu upp í Morskie Oko og þaðan upp... helgarferð... í alvöru... það kostar ekkert að ferðast í Póllandi... gerum þetta !
Pólska sveitin blasti svo við okkur í tveggja tíma akstursleið til Kraká... svipaða leið og þegar við keyrðum í myrkrinu og rigningunni til Zakopane viku fyrr...
Auglýsingaskiltin...
Fallegt og blómlegt land... eins og svo mörg önnur austantjaldslönd sem eru allt of oft sýnd í einhverju volæði í kvikmyndum...
Heilmikið
spjallað
og
hlegið á
leiðinni...
Kraká... eins og að koma í óperu... gullfalleg og tignarleg borg... miklu meira spennandi en margar aðrar frægasti borgir...
Hótelið
okkar...
mjög
flott og
kærkomin
hvíld að
komast
þangað
eftir
skálalífið
Dásamlegt hótel og stór herbergi... ekki öll tilbúin þegar við komum en ekki datt manni í hug að stressa sig á því :-)
Yndislega gamaldags og minnti á Prag og Búdapest... Austur-Evrópa er vanmetinn áfangastaður...
Snilldar gesta móttaka... í stigaganginum :-)
Teresa bauð okkur upp á smá kynningarferð um Kraká þegar menn voru búnir að setja farangurinn upp í herbergin...
Leiðsögumannamerki Teresu... mjög gaman að kynnast henni eins og fyrri leiðsögumönnum ferðum Toppfara...
Það var ágætis göngutúr og gott að átta sig á borginni í grófum dráttum...
Heims-ljósmyndasýning
á einu
torginu...
Mont
Blanc...
sem var
mikið í
umræðunni
sem
mögulega
næsti
áfangastaður
Toppfara
árið
2017...
Við
fundum
mynd frá
Íslandi
og
hrópuðum
upp...
Landmannalaugar...
þar sem
við
vorum
mánuðinn
á undan
í
magnaðri
fjallabaksgöngu...
Nepal... þar sem við vorum 2014...
Hvernig
er hægt
að gera
mál úr
smáatriðum
í
fjallgönguferð
Teresa
sagði
okkur
margt
fróðlegt...
en það
fór
eflaust
svolítið
inn um
eitt og
út um
annað...
Torgið í Kraká er töfrandi flottur staður... og hestvagnarnir ævintýralegir... einkenni borgarinnar meðal annars...
Já, þetta var málið... viðra fjöllin loksins þegar við vorum komin í smá menningu og munað :-)
Yndislegt og mikil forréttindi að fá að upplifa svona ferðir með svona yndislegu fólki... hver á sinn ólíka hátt svo úr verður suðupottur fjallgönguvina sem kenna manni heilmargt á hverjum degi... hvenær eigum við að fara í næstu ferð ? :-)
Þjálfari
tók
myndir
af
farangrinum
sínum
(sem var
borinn á
bakinu
allan
tímann)
Smáhlutirnir...
allt
líka
nauðsynlegt
en sumu
má vel
sleppa
ef
farangur
er mjög
takmarkaður...
Þetta endaði á að vera tekið út fyrsta daginn.. .auka göngubuxur, kvöldbuxur (var bara í gammósíunum á kvöldin í skálunum), bók að lesa, hylki utan um sólgleraugun, Íbúfen-glas (var bara með þynnur í pokanum), auka göngubrjóstahaldari, aukabuff, Icy-hot-krem og Hydrocortison og auka mini karabínur (ef festa þarf eitthvað saman sem slitnar). Þetta var sem sé tekið út til að létta pokann.
Já, á leið heim úr bænum voru keyptar nokkrar tegundir af pólskum bjór... alltaf svo gaman að smakka bjór heimamanna :-)
Daginn eftir voru tvær ferðir í boði... Auswithz og Saltnámurnar... og við skráðum okkur flest í þær... en þeir sem lengdu ferðina, Ágúst, Ester, Ólafur Vignir og Berglind sem kom til Kraká og loks Magnús og Steinunn, konan hans sem líka kom til Kraká fóru síðar í vikunni... Við sáum ekki eftir því... eitthvað sem allir verða að skoða ef þeir fara til Póllands...
Farið var svo snemma að við fengum morgunmatinn sem nesti á herberginu...
Á leiðinni í Auswitch horfðum við á myndband í bílnum (sjá ofar) um heimsstyrjöldina og búðirnar...
Óhugnaðurinn á þessum stað er með engu móti hægt að lýsa réttilega... þangað verða menn bara að koma...
Arbeit macht frei...
Þetta var sláandi í ljósi þess sem var að gerast í heims stjórnmálum okkar í september 2016...
Umfangið sláandi...
... og fjöldinn...
Áróðurinn...
... og þankagangurinn smám saman...
Saklausar manneskjur eins og við...
Listar yfir fangana... margir sem eiga ættingja koma í búðirnar og mikill fjöldi er þarna á hverjum degi...
Meðal annars 690 frá Noregi...
Farið var í gegnum safnið eins og fangarnir upplifðu það...
... og við leidd í allan sannleikann í smáatriðum hvernig tilhögunin var...
Blekkingarnar...
Harðneskjan...
Óhugnanleg skipulagningin...
Hárið selt í vefnað...
Hárið af konunum...
Töskurnar þeirra...
Skórnir...
Matarílátin sem mæðurnar voru með fyrir börnin sín...
Endalausar myndir af fórnarlömbunum á veggjunum...
Elsku litlu skinnin...
Maður grét inni í sér og táraðist óteljandi sinnum...
Harmsleginn
gerði
maður
sér smám
saman
grein
fyrir
þeim
óhugnaði
Aftökur þar sem fangarnir voru látnir taka þátt og hjálpa til...
Aftökustaðurinn... þarna voru minnismerki og blóm...
Pólskur franskiskumunkur sem fórnaði sér fyrir aðra...
Kompur
þar sem
fjórir
voru
látnir
standa
þröngt
saman
klukkutímum
saman...
og svo
var bara
smúlað
undan
þeim í
gegnum
lúguna...
Smám saman þróuðust fangabúðirnar yfir í útrýmingarbúðir...
... þar sem skipulagningin og umfangið var sláandi...
Við gengum um svæðið en sáum samt bara hluta af þessu öllu saman...
Þetta var eins og að fara inn í gamla bíómynd... kynslóðin sem núna er að koma upp hefur ekki almennilega séð kvikmyndir um heimsstyrjaldirnar.. þetta var miklu algengara efni í sjónvarpi þegar við sem erum á miðjum aldri vorum ung... sem læðir að mann þeim grun að sagan muni endurtaka sig... nema menn séu duglegir að halda sögunni lifandi og minna á liðna tíma... eins og þetta safn gerir...
Gasklefarnir...
Hér var dauðaþögn og sorgin yfirþyrmandi...
Óhugnaðurinn var alger og áþreifanlegur hérna inni...
Saklaust yfirbragð að utan...
Svo stækkuðu þeir búðirnar því útrýmingin var orðin svo umfangsmikil...
Við keyrðum því frá Auxwitz yfir til Birkenau sem var stækkunin...
Fórnarlömbin flutt í lest yfir í búðirnar...
Minnismerki á mörgum tungumálum...
Kvennabúðirnar...
Þetta var verra en nokkuð annað...
Þrjár í
efstu,
þrjár í
miðjunni
og þrjár
neðst...
best var
að vera
efst...
Við
yfirgáfum
Auswitch
með
hjartað
þungt af
sorg en
þakklátt
fyrir að
fá
innsýn
og
áminningu
----------------------------------------------------------------------------------
Við tóku
saltnámurnar...
https://en.wikipedia.org/wiki/Wieliczka_Salt_Mine
Ólýsanlegt fyrirbæri sem engan veginn er heldur hægt að lýsa... gengið stöðugt niður í jörðina... svo ótrúlega langt niður...
... þar
sem
saltnámur
fyrri
tíma
voru með
endalausum
rangölum,
stigum,
hæðum,
stígum,
hellum...
Starfandi frá 13. öld allt til ársins 2007...
Ótrúlegt að hafa verið þarna þrælandi lengst niður í jörðinni... allt úr salti...
Vélarniar... vinnan... álagið... misnotkunin á hestunum sem voru látnir vinna stanslaust...
Allt þarna er úr salti í veggjunum og loftinu... meðal annars ljósakrónurnar sjálfar ! Ekki möguleiki að segja frá þessu í vefsíðusögu... verður að heimsækja staðinn ! ------------------------------------------
Um kvöldið fórum við út að borða...
... á mjög fínan veitingastað...
Bára hélt ræðu... las ljós fyrir Ester, þakkaði Teresu og hópnum...
og óskaði Magnúsi til hamingju með afmælið þennan dag...
Klassinn á þessum veitingastað sést vel í þessum eftirrétti sem afmælisbarnið fékk :-)
Teresa hélt og ræðu og Ágúst og fleiri...?
Skál fyrir frábærri ferð þrátt fyrir allt, frábær hópur og mikil gleði !
Allir glaðir og þakklátir fyrir það sem var að baki þó veðrið og skyggnið hefðu mátt vera betra...
Það var farið á djammið eftir matinn... þoka í borginni en hlýtt og rakt...
Hvert
eigum
við að
fara?...
Þeir sem vöknðu snemma gátu verslað heilmikið og notið borgarinnar á friðsælum sunnudagsmorgni... Pólland, Kraká, Auswithc, Saltnámurnar, Tatrasfjöllin... komu okkur verulega á óvart... og skildu eftir sig nýja tegund af fegurð og öðruvísi ævintýri en við höfðum áður upplifað í Toppfaraferðum erlendis... Þessi ferð er sú fyrsta þar sem allt gengur ekki upp í veðri og skyggni... og vonandi sú síðasta... hvað það varðar stenst hún ekki samanburðinn við allar aðrar Toppfaragöngur erlendis... en sigurinn á Rysy verðum þeim mun sérstakari fyrir vikið og skilur eftir sig minningu um náðum áfanga á hæsta fjall Evrópulands sem aldrei gleymist... og lands sem við verðum að heimsækja aftur... Hjartansþakkir allir fyrir alveg frábæran félagsskap í þessari ferð, alger forréttindi að fá að ganga með ykkur !
Heimildamyndin
um
pólsku
björgunarsveitirnar
en þar
sést
landslagið
og
hrikaleikurinn
mjög
vel: Teresa leiðsögumaður gaf þjálfurum DVD-diskinn með enskum texta... alger snilld :-)
Sjá
fyrri hluta ferðasögunnar
hér: |
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|