Sjö
tinda
ganga á
landamærum
Fyrri hluti ferðasögunnar! http://www.fjallgongur.is/tindur133_polland_slovakia_170916_2hluti.htm
Hættulegt,
erfitt,
langt,
bratt,
hált,
kalt,
blint...
en
ógnarfagurt
og
alpakennt...
þurftum
að
rífast
við
samviskusama
leiðsögumennina
(engir
broddar!)
um að fá
að
fara...
upp á
hæsta
fjall
Póllands...
...nei,
bara
þoka og
rigning
og svo
snjór og
ísing í
fjóra
daga...
og loks
dí...
dí...
dísætur
sigur
Þetta
var
alvöru
!
Hrikalega
flottur
hópur
á
ferð
sem
oft
gekk
fram
af
leiðsögumönnunum
með
háværri
gleðinni
sem
glumdi
þrátt
fyrir
allt
alla
dagana
í
fjöllunum
og
íslenska
æðruleysinu
sem
kom
okkur
ansi
langt
("it's
ok
Theresa,
we
are
used
to
this":-))...
Tek
sérstaklega
ofan
fyrir
Birni
76
ára
höfðingja
Toppfara
sem
er
fyrir
löngu
búinn
að
sanna
að
hann
getur
allt
NB
uppgönguleiðin
fyrir
aftan
hópinn
um
frosna
kletta,
keðjur
og
stiga...
Ferðasagan er hér neðar... en hér er undanfarinn að ferðinni: ---------------------------------------
Toppfarar til
Póllands 2016
Eftir miklar vangaveltur um næstu utanlandsferð að lokinni magnaðri Nepalferð í Grunnbúðir Everest 2014... sem ekkert getur toppað hvað varðar fjallasýn... var ákveðið að fara til Rússlands og ganga á hæsta fjall Evrópu... en þegar betur var að gáð og farið að vinna í ferðinni leist þjálfurum ekki nógu vel á leiðina þangað upp, fannst hún ekki nægilega spennandi til móts við þá erfiðleika sem fylgja göngu í þetta mikla hæð... það var einfaldlega ekki þess virði að sinni...
...þá langaði í ferð þar sem allt snerist ekki um háfjallaveiki og krefjandi aðbúnað í lélegum skálum... svona öðru hvoru allavega... og versnandi stjórnmálaástand tengdum Rússlandi á alþjóðavettvangi fældu okkur og frá þessum heimshluta...
...svo með þau
skilyrði að ná
helst hæsta
tindi einhvers
Evrópulands í
ódýrri og
stuttri ferð
... en sú ferð hefur verið ofarlega á fjallalistanum frá því við byrjuðum að skrá spennandi áfangastaði...
...og geymdum við því enn um sinn Elbrus, Mont Blanc (sem kom alvarlega til greina en var of dýr og ekki nægilega afslappandi), Atlasfjöllin í Marokkó, Jórdaníu, Búlgaríu, Dólómítafjöllin, Kilimanjaro, MtRainier og þjóðgarðana í Bandaríkjunum o.m.fl...
Endanlega
ákvörðun um
Pólland var því
tekin í október
2015
Allt um ferðina
er hér:
Staðfestir og
komnir með flug
eru 15 manns
þann 5. ágúst
2016
Hér munu
koma allar
upplýsingar um
ferðina og allur
undirbúningur
skráður frá
upphafi
Verð ferðarinnar
umreiknað í
íslenskum krónum
miðað við gengi
050816:
Með flugi
frá London á
vegum
Exodus: 899
GBP =
142.042
iskr. (var 177.678 iskr
301015fyrir
Brexit)
Mjög gott
verð og allt
innifalið
nema
hádegis- og
kvöldmatur á
frjálsum
dögum
Eftir fjallabröltið kynnum við okkur menningu og sögu Póllands sem kemur verulega á óvart...
Borgin Kraká
þar sem við
endum
ferðina...
og þurfum að
vanda vel
valið um
hvað skal
skoða...
Saltnámurnar
- Salt Mines
of Wieliczka
eru 380 m
neðanjarðar
og 278 km
langar...
Farið er
niður 378
tröppur um
timburstiga
og gengið um
3 km leið
framhjá
neðanjarðarvatni
gegnum fjóra
magnaða
hátíðarsali/kapellur
þar sem
saltstyttur
varða
leiðina og
bókstaflega
allt er
skorið út í
salti af
námuverkamönnunum...
https://en.wikipedia.org/wiki/Wieliczka_Salt_Mine
Skelfilegar
útrýmingarbúðirnar
í Auschwitz
er annar
staður þar
sem við
verðum að
heimsækja þó
erfitt
verði...
...blóði
drifin saga
Póllands sem
þurft hefur
að hrista af
sér
valdatöku
Þjóðverja,
Rússa,
Prússa,
Austurríkismanna,
Spennandi vefsíður - söfnum smám saman í safnið: ... en NB það er vaxandi lexía þjálfara með árunum að stundum er gott að vita ekki allt og vera ekki búin að sjá allt á veraldarvefnum áður en maður fer á framandi slóðir... svo eitthvað komi manni á óvart :-) Vefmyndavél á göngusvæðinu: http://kamery.topr.pl/Leiðarlýsing af hæstu fjöllum Evrópu - Póllandsmegin: http://www.westcoastpeaks.com/Peaks/rysy.html Leiðarlýsing af hæstu fjöllum Evrópu - Slóvakíumegin: http://www.westcoastpeaks.com/Peaks/gerlach.html Skemmtileg ferðasaga: http://www.zigeiner.de/?p=4729 Skemmtilegir punktar: http://www.wanderlust.co.uk/planatrip/inspire-me/lists/5-things-i-wish-id-known-about-hiking-in-the-tatras-mountains
Skálarnir í Póllandi eru mjög vel búnir...
...frábær matur og góð aðstaða að sögn Íslendinga og annarra sem hafa farið...
Skálinn í Morskie Oko Töfrandi mynd af mögnuðum stað... Morskie Oko stöðuvatnið sem er í raun gígur umkringdur hvössum fjallatindum allan hringinn. Af mörgum talið fegursta vatnið í Tatrarfjöllunum og það eina sem eru með spriklandi urriða af náttúrunnar hendi úr ánum í kring, enda kristaltært og geislandi fagurt. Hér er mikil saga og hér er efsti skálinn á leið okkar upp á hæsta tind Póllands... þeir sem hingað hafa komið og gengið í fjöllunum geta ekki hætt að reyna að lýsa fegurðinni :-) Pólland er sorglega vanmetið land ef marka má lágt hlufall ferðamanna í þessum fjöllum...
Tilkynning
þjálfara
á snjáldru
Toppfara 8.
apríl 2016:
Ég lofaði að skila þessu og var bókstaflega drukkin af gleði í langan tíma eftir að hafa hitt hann og heyrt lýsingarnar... hann ætlar að biðja okkur um að færa einum öldruðum skálaverði gjöf frá sér sem hann kynntist í þessari ferð... mann sem hann ræddi heilmikið við, m. a. um hvers vegna Pólverjar væru ekki stoltari af landinu sínu... eitthvað sem honum fannst einkenna leiðsögumennina úti og fékk þá skýringu að eftir blóði drifna söguna gegnum árhundruðin þar sem hinar ýmsu þjóðir hafa valdtekið landið hvað eftir annað á ýmsa vegu, þá er það inngreypt í þjóðarsálina að vera hógvær og hampa aldrei landi og þjóð til að gefa höggstað á sér... umhugsunarvert í samanburði við okkur Íslendinga sem erum full metnaðar gagnvart landinu okkar í barnslegu þjóðarstolti ungrar þjóðar sem aldrei hefur upplifað stríðshörmungar eins og margar Evrópuþjóðirnar" :-)
.. og
hann
sagði að
við jafn
marga
daga í
Kráká
eins og
í
fjöllunum
og það
væri
samt
ekki
nóg...
og að
bæði
Auswitch,
Birkenau
og
saltnámurnar
væru
staðir
sem
allir
ættu að
sjá og
enginn
mætti
láta
framhjá
sér fara
og...
hann
einfaldlega
gat ekki
hætt að
lofsama
þessa
ferð...
og ég
get ekki
beðið
eftir að
sökkva
mér í
söguna
og
fjöllin
og
landslagið
og
vötnin í
Póllandi...
og
kannski
dýfa
tánni og
aðeins
meira
holdi í
þetta
kristaltæra
vatn þar
sem við
hvílum
okkur
eftir
gönguna
og fáum
okkur
auðvitað
ískaldan
Tatras-fjalla-bjór
í
hitanum
og
svitanum
eftir
gönguna
! :-)
Pólska vikunnar:
Pólska er
næst
algengasta
slavneska
tungumálið í
heiminum á
eftir
rússnesku
Pólska
tungumálið:
https://en.wikipedia.org/wiki/Polish_language
Nei er
einfaldlega
"nie":
https://translate.google.is/…
Gaman er "zabawa": https://translate.google.is/… Mjög er "bardzo": https://translate.google.is/… Fallegt er "piekny": https://translate.google.is/…
Hvernig
hefurðu
það (how
are
you): "jak
się masz": Pólskur framburður er svolítið syngjandi: sjá Youtube þar sem finna má ýmis kennslumyndbönd, alger snilld: https://www.youtube.com/watch?v=pn-vU38phlw ---------------------------------------------------------------------------
Ferðasagan
hefst..
Við
flugum
frá
Keflavík
með
Icelandair,
gegnum
London
Gatwick
og þaðan
til
Kraká og
höfðum
rúmar 2
klst.
þarna á
milli ...þar sem Theresa tók á móti okkur á flugvellinum og bauð okkur velkomin...
Sársvöng
og þyrst
eftir
flugið
og
framundan
var 2ja
klst.
akstur
frá
Kraká
til
fjallabæjarins
Zakopane...
Góð stemning í hópnum þrátt fyrir hellidemburnar á leiðinni... brátt fór tunglið að sýna sig og það var augljóslega hætt að rigna þegar við komum til Zakopane... veðurspáin rættist þarna ansi vel... það var spáð hellirigningu um daginn en heiðskíru veðri um kvöldið í Zakopane...
Hótelið okkar í Zakopane var fínt fjallaþorpshótel, svolítið lúið en það sögn Theresu var það betra en það sem upphaflega var áætlað... en það hafði verið þvælingur með hótelmálin, líklega þar sem menn voru að bætast við í ferðina smátt og smátt...
Lent um níuleytið eða svo og allir fóru inn að pakka fyrir göngudagana miklu og snemma í háttinn...
Þá var nú einn pólskur kaldur góður og pólsk hafrakaka sem var alger snilld með :-)
-----------------------------------------------------------------
Dagur 2
- göngudagur
1
Lýsing
dagsins
frá
Exódus:
Morgunmaturinn var mjög góður á hótelinu og við borðuðum vel...
Skýjað
úti og
þurrt...
þetta
lofaði
góðu...
það var
blár
himinn
fyrr um
morguninn
þegar
við
litum út
... með allt á bakinu fyrir sex göngudaga... þann fyrsta frekar léttan, hina frekar erfiða og þann síðasta mjög stuttan...
Mjög falleg húsin og garðarnir í Zakopane... allt vel hirt og snyrtilegt...
Við
gengum
gegnum
hverfið
og niður
í bæ þar
sem við
fórum í
hraðbanka,
keyptum
okkur
regnponjo
... og auðvitað var farið í útivistarverslun sem Theresa vísaði okkur á og þar keyptu menn sér sitt hvað :-)
Virkilega skemmtilegur fjallabær, Zakopane, sem vert er að skoða betur síðar...
Smá
menning
var með
í
leiðinni...
við
höfðum
engan
áhuga á
kirkjugarðinum
á
leiðinni
sem
Theresu
fannst
miður
Bíll
skutlaði
okkur
svo út
bænum á
fimmtán
mínútum
eða svo
að
fjallsrótum
þar sem
gangan
hófst um
kl.
11:00...
Hestakerrur fyrir þá sem ekki vilja ganga... og mikið af fólki á leiðinni upp eftir... en það var einkennandi fyrir leiðirnar nær byggð... fjöldinn allur af fólki að ganga upp í fjöllin og í skálana í dagsferðum, sama hvernig viðraði og mjög mis vel búið...
Hópmynd í upphafi göngunnar var vel við hæfi hér...
Björn
Matt.,
Maggi,
Ester,
Arnar,
Guðrún
Helga,
Rósa,
Theresa,
Guðný
Ester,
Jóhann
Rúnar.
Gangan hófst um eittleytið? í 934 m hæð... skýjað, úrkomulaust, hlýtt og algert logn...
Á leiðinni mátti sjá afleiðingar af eldingum sem lýst hafði niður á skóginn og brennt niður fjölda trjáa...
Kort
voru
reglulega
á öllum
leiðum
ferðarinnar
þar sem
sjá
mátti
hvar við
vorum
stödd
Við
höfðum
lagt af
stað
rétt við
Zakopane...
og
gengum
inn
þröngan
dal á
leið í
skálann
Zadni
Ornak
Fjallgarðurinn í pólsku Tatrasfjöllunum...
Mikil
fjallamenning
þarna
eins og
var í
Slóveníu
2012
þegar
við
gengum
þar á
hæsta
fjall
landsins...
Björninn og Örninn... flottir saman...
Já, þetta var þröngt og fagurt... en lítið að sjá ofar fyrir skýjunum...
Steingrímur
var með
litla
kampavínsflösku
með sér
til að
fagna á
tindinum...
Maggi
var með
harðfisk
sem er
eitt það
besta
nasl sem
hægt er
að taka
með sér
á fjall
hvort
sem er á
Íslandi
eða
erlendis
Há tré og háir tindar fyrir ofan okkur sem þó voru leið lægstu á svæðinu... en þeir einu sem ekki voru í skýjunum...
Eftir
hressilega
göngu í
rúma tvo
tíma
vorum
við
komin í
skálann
þar sem
allt
iðaði af
lífi...
þó það
væri
fremur
svalt og
ekki
sól...
Skíðamenningin mjög sterk í fjöllunum þarna... bæði gönguskíða og fjallaskíða...
Konurnar á skíðum líka í gamla daga :-)
Páfinn
er í
miklu
uppáhaldi
hjá
Pólverjum...
Jóhannes
Páll
páfi var
pólskur
Smíðaverkið
virkilega
smart í
skálunum
oft...
hér
heilu
bjálkarnir
í
bekkjum,
stólum
og
borðum...
Pólsk háfjallakona í Nepal að sigra Everest...
Myndir úr leiðangrinum hennar, hún var samt ekki fyrsta pólska konan til að sigra hæsta fjall heims...
Hér í
stigunum
sem
liggja
yfir
sprungurnar
á
Khumbujöklinum
Við borðuðum nesti við skálann og hentum aukafarangri í rúmin...
...og
héldum
svo af
stað
gangandi
á
tindinn
Ornak
kl.
13:40...
Enda var gengið rösklega því við vildum ná þessu fyrir myrkur...
Fyrst í gegnum skóginn þar sem ýmislegt hafði greinilega gengið á í gegnum tíðina...
... upp í skarðið niðri sem lofaði innan við klukkutíma upp...
Þar
sýndi
Björn
Theresu
tryggingapappírana
sína sem
hún var
gapandi
hneyksluð
á enda
orðalagið
svolítið
sérstakt..
Örn og
Björn
voru í
Ketilgarpabolunum
sínum...
þeim
sama og
Valla
gekk í
upp í
Grunnbúðir
Everest...
Skógurinn illa farinn eftir fellibyl nokkrum árum áður og eldingar...
Þungbúið en engin rigning ennþá eins og spáin hafði sagt og því var Theresa hæstánægð með veðrið...
Grjóthrúgur sem minntu á Baulu stundum svona mitt í skóginum...
Var hann að lyfta sér?... við vorum vongóð alla dagana og gáfumst aldrei upp á að sjá glætur í skýjunum... :-)
Ebn, því miður... það fór að rigna... fyrst smá dropar... en svo meira svo það var ráð að fara í þessar regnslár sem við keyptum okkur nánast öll í Zakopane vegna þessarar yfirvofandi regnspár...
Svo hætti að rigna á tímabili og skyggnið lagaðist...
... og það var ótrúlega bjart... greinilega ekki þykk skýjahula í kringum okkur...
Ágúst var álfur dagsins...
... og við grenjuðum úr hlátri enda hvert okkar kjánalegra í þessum regnslám... :-)
Ólafur Vignir hlóð niður korti af gönguleiðinni á wikiloc... mjög sniðugt hjá honum... við notum þessa síðu og þar eru niðurhlaðnar margar Toppfaraferðir en með því að skrá sig á síðuna og borga smá gjald eru notkunarmöguleikarnir miklu fleiri eins og þessi...
Nú batnaði skyggnið að hluta... og við vonuðum það besta...
Nesti hér og mikið hlegið þrátt fyrir ekkert útsýni og afleitt veður...
Rigningin hrakti okkur af stað úr nestispásunni... til þess eins að hætta svo stuttu síðar en það var ágætt að leggja bara af stað...
Þetta er með því afkáralegasta á fjöllum hreint út sagt... minnti á fyrsta daginn í Mont Blanc hringferðinni þar sem það var þoka og súld fyrsta daginn en svo sól og blíða... við vorum sannfærð að þetta yrði bara svona fyrsta daginn og svo kæmi sólin...
Theresa sagði að það væri rigning í kortunum næstu tvo daga og svo yrði allt betra... en það reyndist ekki heldur svo gott...
En fallegt var landslagið engu að síður...
... og við rúlluðum niður á blússandi spjalli og hlátri...
Komin í skálann mun fyrr en Theresa gerði ráð fyrir... frábær frammistaða sem sýndi vel hversu sterkur hópurinn var...
Alls
14,1 -
15,4 km
þennan
dag á
6:05 -
6:07
klst.
upp í
1.857 m
hæð með
alls
hækkun
upp á
1.227 m
miðað
við 934
m
upphafshæð
Í skálanum var verslun og veitingasala eins og í þeim öllum...
Mjög flottur skáli og mikið um að vera...
Leiðarvísar úr timbri eins og flest annað...
Matsalurinn... sjá ljósakrónurnar fjórar á hverjum bjálka hangandi í loftinu... tær snilld !
Móttakan og veitingasalan... hér keyptu einhverjir sér pólskt fjallaskálabuff, fjallasúkkulaði og fleira...
Byggingarstíllinn... þykkir bjálkar og tau á milli...
Flísar á gólfinu og steinar í bland...
Dúkalagðir gangarnir á efri hæðinni og bjálkaveggir og loft... allir á skónum inn í öllum þessum skálum... manni fannst það skrítið fyrst og vildi fara úr skónum en þetta er eflaust lendingin því hitt er of mikið líklega... allt blautt og allt hengt upp alls staðar þar sem hægt var...
Nepalstrákar á veggjunum...
Einn
kaldur
eftir
sturtu
eða
hrein
föt
allavega...
sömu
kvöldfötin
næstu
fimm
kvöldin...
ekkert
mál...
Veðurspáin á stórum skjá í skálanum... skálarnir voru alltaf með svona skjá og oft myndir af vefmyndavélum úr öðrum skálum sem lágu ofar... flestir í sömu erindagjörðum og við... að spá í veðrið næsta dag og veðrið í næsta skála... Ekki góð spá næstu daga en smá glæta þarna þarnæsta daginn... þetta átti allt eftir að breytast...
Fjallasúkkulaðið... pólskt nóa-síríus-rjómasúkkulaði...
Vöruúrvalið þegar maður fékk sér einn kaldan...
Ester fann grjót úr göngunni að Fjallabaki tveimur vikum áður í bakpokanum sínum... íslenskt líparít fór sem sé með til Póllands... eins gott að skilja það ekki eftir einhvers staðar til að rugla seinni tíma jarðsögufræðinga algerlega í ríminu !
Kvöldmatur
kl.
19:00
sem varð
vanalegur
kvöldmatartími
í
gönguferðinni...
Tryggingapappírarnir sem við urðum að afhenda til að mega fara upp í pólsku fjöllin... þá aðallega ef eitthvað myndi gerast Slóvakíumegin því þar eru reglurnar mjög strangar... Mjög pent orðað hjá VÍS... en bíðið bara...
Og
pappírarnir
frá
Sjóvá-Almennum
Svínakjöt og franskar með hrásalati... eða
Loftmynd af svæðinu... margar svona myndir í öllum skálunum...
Þarna
niðri
hægra
megin
HALA
ORNAK
vorum
við
Mjög
spennandi
og flott
leið
beið
okkar
næsta
dag...
það var
ráð að
fara að
sofa til
að geta
vaknað
snemma,
----------------------------------------------------------------------
Dagur 3
-
göngudagur
2 Ferðalýsing Exódus þennan dag:
"Tough
trek
to
the
summit
of
Ciemniak
with
fantastic
views;
descend
the
Dolina
Kondratowa
to
the
Kalatowki
Hut.
Vaknað kl. 6:30 til að vera mætt klæddur og alveg pakkaður og alveg frágenginn úr svefnskálanum kl. 7:30 svo hægt væri að leggja af stað kl. 8:00 en Theresa gaf okkur korter í viðbót þar sem mönnum fannst þetta heldur knappur tími í morgunmat.
Ólafur Vignir var sópurinn þennan dag... the sweeper... og fékk strax að finna fyrir því, því það var sko arkað af stað í morgunmuggunni... en það var hlýtt og þurrt þó það væri skýjað og við hugsuðum ekkert um rigninguna sem var í kortunum...
... þar
til hún
kom
stuttu
síðar og
þá var
allavega
bakpokanum
hlíft
við
henni
... og
skemmtum
okkur
konunglega
í
dumbungnum
Fyrst var gengið gegnum skóg í hliðarhalla sem minnti oft á Inkaslóðirnar í Perú... þ.e. dumbungurinn og brekkurnar og skógurinn og drjúpandi trén og friðurinn... en þetta var snöggtum skárri göngustígar og ekki þessar endalausu tröppur sem Inkarnir voru búnir að slá til í bergið á snilldarlegan hátt...
Stuð og gleði og frábær stemning á þessum kafla...
Fallegt og friðsælt og ótrúlega bjart yfir samt...
...það var ekki langt í sólina þarna fyrir ofan okkur...
... og stundum nánast hægt að þreifa á mergjuðu útsýninu sem við vorum að missa af í hverju skrefi...
En þá var ekkert annað í stöðunni en að fíflast aðeins...
... og Theresa gerði það óhikað og skellti sér upp á þennan stein hérna :-)
Þegar ofar dró var orðið kalt og vindasamt... við bættum á okkur fötum og Theresa varaði okkur við... við værum að fara upp á fjallshryggina þar sem myndi blása vel og það yrði kalt á okkur... menn trúðu því misvel en hún átti eftir að sanna sig og hafa alltaf rétt fyrir sér hvað þetta varðaði og margt annað... enda búin að ganga þarna um árum saman og þekkti sínar slóðir vel :-)
Þetta fannst okkur ferlega sniðugt... bara teppalagðir stígar með þéttofnu taui... þar til við sáum skilti sem báðu menn að stíga einmitt ekki á strigana... þeir væru til að vernda og lagfæra úttroðna jörðina...
Umhverfisvitundin var augljós í fjöllunum og skilti á ýmsum stöðum sem báðu menn að ganga vel um, ekki ganga utanslóða, skilja jafnvægi náttúrunnar og virða reglur lífríkisins á svæðinu...
Við fórum framhjá hverjum tindinum... vörðunni á fætur annarri þennan dag... alls fjórir flottir tindar... en ekkert útsýni...
Við vorum komin í yfir 2.000 m hæð... nánast Hvannadalshnúkshæð... og áttum eftir að slá þá hæð síðar um daginn...
Örn í Póllandi og Bára í Slóvakíu...
Hópmynd
á
landamærum
þessara
tveggja
landa
sem við
þræddum
okkur
eftir
Björn
Matt.,
Halldóra
Þ.,
Magnús,
Guðrún
Helga,
Anna
Elín,
Arnar,
Steingrímur,
Rósa,
Örn,
Theresa fræddi okkur ótrauð um útsýnið og syrgði með okkur að við skyldum ekkert sjá...
Við
fórum
hæst upp
í 2.120
m hæð
þennan
dag eða
rétt
yfir
Hvannadalshnúk
Kopa Kondracka skálinn sem við stefndum núna niður í...
Alla ferðina rákumst við á Pólverja í fjöllunum... flestir mun verr búnir en við... oft ungt fólk, glatt og brosandi... og ekki að stressa sig eina sekúndu á þessu veðri... en þarna var virkilega kalt, mikill vindur og rigning... og því var ótrúlegt að sjá klæðnaðinn á þeim stundum... oftast í lágum strigaskóm, stuttum sokkum, stundum berfætt, íþróttabuxum og jú, ágætlega klædd að ofan :-)
Við
gætum
tekið
margt úr
fjallamenningu
Pólverja...
sem og
Slóvena
árið
2012...
okkur
til
fyrirmyndar...
Og svo
var
straujað
niður
eftir...
Theresa
sendi
Báru
fremsta
og
fylgdi
hún
sjálf
síðustu
mönnum...
... og það var ótrúlega merkilegt... að við vorum akkúrat 47 mínútur niður eftir !
Skemmtilegur, lítill skáli... heimilislegur og notalegur...
Við vorum rennandi blaut þegar við komum inn og geymdum því bakpokana úti á bekkjunum...
...og nutum þess að fá okkur heitt kaffi/kakó og súkkulaðiköku...
Vöruúrvalið í skálanum... og verðið... 1 pólsk sloty voru 30 isk: 1 prins póló kostaði því 90 krónur uppi í fjöllunum :-)
Björgunarsveitin í svæðinu...
Eftir notalegan drekkutímann var ráð að halda áfram...
Við áttum stefnumót við fjallahótel... ekki fjallaskála... þar sem lúxusinn beið okkar með heitu gufubaði og svölum bar...
Gleðin var sannarlega við völd þrátt fyrir allt og umræðurnar í þessari ferð ómetanlegar...
Töfrandi fallegt í rigningunni...
Og öðru hvoru skynjuðum við að við vorum stödd í miklu stærra umhverfi en við sjálf...
Út úr
skóginum
birtist
þetta
víðfræga
fjallahótel...
Hotel Kalatovni... í 1.495 m hæð... Alls 16,9 km á 7:47 klst. upp í 2.120 m hæð með alls hækkun upp á 1.340 m.
Inngangurinn... þetta hótel er rekið allt árið um kring og hér eru oft haldnar veislur og alls kyns hátíðir...
Snjótroðarinn tilbúinn fyrir veturinn...
Fjallaskíðamenning Pólverja fór ekki framhjá manni í skálunum...
Alls kyns keppnir, leiðangrar og björgunarafrek í sögunni...
Allir
blautir
en
glaðir
að vera
komnir í
svona
notalega
menningu
Stór kort á veggnum í anddyri hótelsins þar sem hægt var að sjá gönguleiðirnar...
Sjá Kalatowki hótelið á kortinu
Gönguleiðirnar
framundan
seinni
fjóra
dagana...
Glæsilegt hótel en fámennt meðan við vorum þarna sem betur fer... við vorum eins og kóngar á svæðinu :-)
Hótelmóttakan... lét eiginlega minna yfir sér en í fjallaskálunum sem var svolítið sérstakt...
Flott 2ja manna herbergi... í eina skiptið í gönguferðinni sjálfri sem við vorum í slíkum þægindum :-)
Sjálfsalinn...
Barinn...
það var sko farið beint úr fötunum... í sundförin... á barinn... með handklæðið um hálsinn og í gufubaðið !
... og þar var sko stuð !
Já, þetta var hótel...
Útsýnið úr glugganum...
Við geymdum skóna frammi á gangi...
Sturturnar...
Skál ! Þetta var sko notalegt !
Skíði skreyttu oftar en ekki skálana í Póllandi... á ansi oft smartan hátt...
Það var gaman að skoða...
Hátíðleg kvöldmáltíð og frábær matur...
Skíða- og fjallamyndir upp um alla veggi...
Já, það endar kannski með því að við förum hingað aftur að vetrarlagi og tökum eina vetrarferð svei mér þá !
Inni söguna fléttaðist blóðug stríðssaga Pólverja og nágrannalandanna...
... eitthvað sem við þekkjum ekki...
Heilu djasshátíðirnar haldnar þarna árlega og margt fleira sem mætti vel spá í á Íslandi...
Já, vá, þetta var góður matur...
... eins og almennt í Póllandi...
Skjöldur heimamanna...
Theresa
skaust
niður í
byggð
meðan
við
fórum í
gufubaðið...
með
aukafarangur
sem hún
bauð
mönnum
að losa
sig við
með því
að borga
bílstjóranum...
og 10
manns
sendu um
20 kg
niður
eftir...
þ.á.m.
Björn
sem
losaði
sig við
stóra
bakpokann
og
heilmikið
af
farangrinum
Skál fyrir frábærum tveimur göngudögum þrátt fyrir lítið sem ekkert skyggni !
Allir
mögulegir
og
ómögulegir
pólskir
bjórar
voru
smakkaðir
í
þessari
ferð...
Þjálfarar
reyndu
að ná í
11 ára
son sinn
á
hverjum
degi í
ferðinni
en
sambandið
var
misjafnlega
gott...
Við
lágum í
veðurspánum
og sáum
ekkert
nema sól
í
kortunum
hvern
einasta
dag...
... en það var samt gaman og hlegið endalaust... -------------------------------------------
Dagur 4
- göngudagur
3: Leiðarlýsing Exódus:
"Long
climb
to
summit
of
Mt
Kasprowy;
descend
to
the
Murowaniec
Hut.
Flestir
sváfu
vel
þessa
nótt
enda í
2ja
manna
herbergjum...
Morgunmaturinn var mjög góður á hótelinu...
... og nestið dæmigert ekki gott því miður... það lélegasta sem við höfum kynnst á fjöllum (og miklu lélegra en nestið sem ritarinn fékk til dæmis á Kilimanjaro í Afríku árið 2002 í allt upp í 5.898 m hæð)... nei það er því miður hægt að gera betur en þetta... betur en að setja súkkulaðistykki, epli og tvær samlokur svo metnaðarlaust smurðar að það fannst hreinlega á bragðinu í plastpoka... Þegar maður spurði Theresu að þessu þá sagði hún að skýringin væri sú að þetta færi í pirrurnar á starfsfólkinu að þurfa að græja þessar samlokur sem eingöngu Exódus biður um... já, gæðastjórnunarlega séð er þetta eitthvað sem Exódus mætti endurskoða... en það er eingöngu þess vegna sem þetta allt er ritað... stundum þarf að lagfæra hlutina og þá þarf að orða það sem þarf að laga... annars er þessi ritari ekkert að dvelja í neikvæðninni því það þýðir ekkert... vonandi ná þeir bara að laga þetta... athugasemdum verður komið áleiðis til Exódus !
Veðurspáin... skjárinn á hótelinu sýndi ekki góða spá næstu daga... og það gekk eftir... þarna er föstudagurinn 23. september farinn að vera eina glætan í stöðunni... dagurinn á eftir okkar toppadegi... dagurinn þegar okkar gönguferð lýkur með smá göngu úr síðasta skálanum og keyrslu úr fjöllunum til Kraká...
Verkefni dagsins var sum sé þessi hryggur hér upp um fimm vatna leiðina niður í Hala Gasienicowa...
... krefjandi leið með mergjuðu útsýni í mögnuðu landslagi að sögn Theresu...
Við vorum hoppandi og skoppandi glöð..
...það sást í bláan himinn í fyrsta sinn í göngunni sjálfri !
... og Theresa gat loksins bent okkur raunverulega á fjöll og tinda sem hún var að segja okkur frá...
Þetta var ótrúlega kærkomið...
... og við vorum svo hífuð af sólinni að það bara varð að taka hópmynd fljótlega með fjallahótelið í baksýn :-)
Fyrst var farið gegnum skóginn...
... með sólina skínandi í gegnum trén...
Björn
hafði
losað
sig við
stóra
bakpokann
og var
eingöngu
með þann
litla
fyrir
það sem
eftir
var
göngunnar
Við gengum rösklega upp í sólina...
... og ætluðum sko að njóta þessa dags til hins ítrasta...
... og fara upp á þetta Kasprowy fjall með útsýni og skyggni !
Útsýni yfir gönguleiðina deginum á undan blasti við okkur þegar trjánum sleppti...
Þarna var súkkulaðikökuskálinn eftir alla rigninguna...
Við stefndum upp á þennan tind...
Útsýnið niður að Zakopane...
Gleðin var við völd og við nutum þess að vera léttklædd og sjá eitthvað út fyrir stígin...
... en þokan var ekki langt undan...
Sjá skálann sem við enduðum í ofan úr fjöllunum í gær þarna í sólinni...
Fjöllin frá í gær í skýjunum...
Gaman að
spá og
láta sig
dreyma
um
útsýnið
sem við
misstum
af í
gær...
Var það einhvern veginn svona?
En þokan beið ofar því miður...
Og uppi á tindinum var ekki skyggni... talsverður kuldi og smá vindur...
Mikill
fjöldi
fólks
þarna
engu að
síður...
hvernig
ætli
þetta
hefði
verið í
sól og
blíðu?
Við gengum frá lyftuskálanum að aðalskálanum á tindinum...
... sem var ekkert slor... og greinilega vinsæll staður til að heimsækja... skólahópar og vinnuhópar...
Nei, því miður... ekkert skyggni...
Verðlistinn í tæplega 2.000 m hæð...
Þetta var alvöru bygging þarna uppi...
Lyftur, verslanir, veitingastaður...
Fjallaskálaveitingastaður í nútímahönnun...
... fallega skreyttur fjallgarðinum allt í kring... við vorum á leið til hægri á þessari leið... í 2.122 m hæð á Ciemniak
Flott merki staðarins Kasprowy Wierch í 1.987 m hæð...
Fullsetið og beðið eftir sætum á köflum...
Við
fengum
sæti
nokkurn
veginn
saman og
tókum
upp
nesti
dagsins...
tvo
smurð
rúnnstykki,
epli og
vatnsflaska...
Enda
létu
ekki
allir
bjóða
sér
þetta of
fengu
sér bara
alvöru
máltíð á
alvöru
veitingastað...
Nei, þetta voru ekki gönguskíði við vegginn...
... heldur snilldar veggfóður að hætti Pólverja...
Theresa gat ekki lofað okkur skyggni né góðu veðri en sagði okkur að framundan væri mögnuð leið á landamærum Póllands og Slóvakíu þar sem löndin breiddu úr sér sitt hvoru megin við fjallshryggin sem biðu okkar...
Einhvern
veginn
vorum
við samt
í
banastuði
og
gleðin
við
völd...
Flestir á staðnum komu með kláfnum en samt ótrúlega margir líka gangandi úr öllum áttum...
Þessir
prestar
sátu við
borðið
okkar og
voru
sérlega
skemmtilegir
viðræðu...
Hópmynd
á þessum
flotta
stað í
tæplega
2.000 m
hæð...
Frá skálanum var gengið eftir fjallshryggnum...
Pólskir unglingar tóku fram úr okkur... á gallabuxunum og strigaskóm með trefilinn um höfuðið...
Komin í rúmlega tvö þúsund metra hæð...
Uppi kom loksins smá klöngur en ekki þessir endalausu stíga... við hoppuðum af gleði...
... en nei... þetta var bara smá kafli... aftur komin á stíg...
... og maður fann hvað það var okkur eðlislægra að ganga ekki á slíku manngerðu fyrirbæri... og enn og aftur tókst manni ekki að sannfæra leiðsögumanninn um að á Íslandi værum við aðallega að ganga utan stíga í fjöllunum... eitthvað sem virðist óskiljanlegt með öllu sama í hvaða landi þeir eru... líklega jafn óskiljanlegt og þegar Steingrímur sagði okkur að á Grænlandi væru hundruð fjalla sem enn væru ógengin og biðu hverra sem verða vildi að ganga á í fyrsta sinn... getur það verið? ... allavega ef manni finnst það ótrúlegt þá er ágætt að minna mann á að við göngu erlendis almennt þá verður það fljótt ótrúlegt að til sé land eins og Ísland þar sem menn eru enn að ganga leiðir og á fjöll sem fáir ef nokkrir hafa gengið á... svo það er ekki annað hægt en vökva hugmyndina um að sigra nýtt fjall á Grænlandi einn daginn :-)
Skilti um allt á leiðinni enda villugjarnt og hættulegt þarna uppi ef menn vita ekki hvert þeir eru að fara...
Grasið
ísað...
já, það
var svo
kalt
þarna
uppi !
... flottur stígur...
Stundum opnaðist aðeins fyrir útsýnið...
... og við ærðumst af gleði og tókum myndir í allar áttir :-)
... uppi á einum tindinum af mörgum...
... því gleðin klikkaði aldrei :-)
Brattinn
niður
beggja
vegna
var
talsverður...
Sjá
brattann
beggja
vegna
ofan af
tindinum...
Hey, sjáið þið !
Hættulegur staður til að vera á í þrumuveðri...
Ekki gott að vera þarna í lélegu skyggni miklum vindi og fljúgandi hálku...
... við drukkum í okkar mikilfengleika landslagsins sem einhvern veginn skein aðeins í gegn þrátt fyrir þokuna...
Pólska unga fólkið var ekki að flækja þetta of mikið fyrir sér... með kort og áfangastað og svo bara í íþróttafötunum og með því að stoppa lítið og halda áfram þá komust þau vel upp með að þvælast þarna um með skrítnu túristana kappklædda í háalvarlegan fjallgöngubúnaðinn sinn... já, nú vorum við hinum megin... og ekki fann maður fyrir hroka eða yfirlæti nokkurn tíma frá Pólverjum... bara feimni og vinsemd og gleði ef við gáfum okkur eitthvað að þeim með virðingu og áhuga...
Nú tók við mögnuð leið í Baulukenndu landslagi...
... nú vorum við Slóvakíumegin og tókum andann á lofti...
... það var eitthvað dulúðugt við þetta tóma grjót...
Ætli það sé hægt að gera svona stíg á Baulu ef nógu margir fara upp hana á sama stað?
Anna Elín og Ester... frábærir ferðafélagar út í gegn :-)
Eins gott að halda hópinn í þessari þoku !
Ísaður stólpinn... það var ótrúlega kalt þarna uppi...
Veturinn mætti greinilega til Póllands og Slóvakíu þessa viku sem við heimsóttum þessi löng...
... og það var ekkert að gera í stöðunni en hlæja bara að þessu og fagna því að fá öðruvísi upplifun í safnið en nokkru sinni á erlendri grundu...
... ekki alveg ætlunin að fara erlendis til að ganga í vetrarríki þar sem slíkt er viðfang okkar lungað úr árinu almennt :-)
En flott var það engu að síður...
... nú vorum við farin að lækka okkur og skyggnið batnaði um leið...
... og þá kom strax upp þörf til að taka hópmynd... sem Theresa vildi helst ekki vesenast í þar sem henni fannst þetta vera mjög varasöm niðurgönguleið... og þó við segðum henni að við værum svo vön svona klöngri og að þetta væri ekki varasöm leið að okkar mati... þá fannst henni þetta háalvarlegur kafli og gagnrýndi okkur harðlega fyrir að spjalla og hlæja þegar við gengum hér niður...
...þarna
talaði
hún
niður
til
okkar
því
miður að
mati
ritara
hér...
Mögnuð leið niður úr fjallshryggnum og smá útsýni komið í nærumhverfinu...
... ekki svo háalvarleg leið og að sjálfsögðu hlógum við og glöddumst yfir útsýninu... hefðum viljað njóta meira því þessi leið var mögnuð... en Theresa vildi helst ekki að við stoppuðum og ættum einfaldlega að þegja og hafa hljótt og einbeita okkur að stígnum... vinsamleg ábending skiljanleg en vá, hvað við áttum skilið að fá að gleðjast aðeins... við vorum einfaldlega hífuð af að sjá eitthvað :-)
Litið til baka... ástfangið pólskt par á leiðinni...
Aftur hópmynd... já, við vorum greinilega hífuð af gleði :-)
Flott leið og engin leið fyrir myndirnar að sýna dýptina sem þarna var.. sérstaklega eftir alla þokuna... og samt sáum við lítið í landslagið og útsýnið fjær en þegar glitti í það var það magnað...
Niðri var hellir sem Theresa skreið inn í og sagði okkur sögu af þegar hún hafði í honum næturstað ásamt félaga sínum...
Við Theresuhelli:
Ágúst,
Björn
Matt.,
Ólafur
Vignir,
Arnar,
Steingrímur,
Guðrún
Helga,
Rósa,
Örn.
Við gengum niður að vötnunum...
... sem fjölgaði eftir því sem neðar dró...
Friðsælt og fallegt þarna niðri...
Og við borðuðum nesti við vatnið sem var notalegt...
Endur áttu þarna heima... sem og urriðinn sem synti í vatninu...
Friðurinn
algjör
en
lofthitinn
ekki
mikill...
eflaust
dásemdin
ein ef
sólin
hefði
skinið
skært...
Áfram héldum við niður úr jökulsorfnum dalnum...
Skálar framundan og við héldum að það væri okkar... en svo var ekki...
Halldóra
datt
kylliflöt
á
stígnum
rétt hér
við en
náði að
lenda
vel og
slasaðist
lítið
sem
betur
fer.
Stuttu síðar lentum við í skálanum...
...
eftir
15,0 km
göngu á
7:44
klst.
upp í
2.096 m
mælda
hæð
Glæsilegur skáli sem er vinsæll áfangastaður á svæðinu...
Já, nei... sólin skein ekki skært... annars hefði einn kaldur án efa verið tekinn hér í hita og svita dagsins :-)
Flottur
skáli...
Kvennaskemman í þessum skála fór misvel í menn en Theresa hafði lagt upp með þetta þar sem Exódus kom ekki hópnum öllum saman í herbergi og varð að bóka kvennaherbergi þar sem fleiri rúm voru en við nýttum... og féll þetta misvel í hópinn en að sjálfsögðu leystu Bára og Guðrún helga bara málið og gistu með Halldóru, Guðnýju Ester og Rósu og svo Theresu... og það var eitthvað notalegt við að vera bara með stelpunum í herbergi en ekki kórhrjótandi kynjalausa herberginu :-)
Stórt grjót múrað inn í vegginn...
Sjoppan
í
skálanum...
já, synd
að hafa
ekkert í
líkingu
við
þetta
hjá
okkur...
Matseðillinn...
Nóg að gera og við fengum langborð fyrir okkur um kvöldið og morguninn :-)
Menn
hjálpuðust
að við
að koma
með
matinn
og fara
með
óhreint
leirtau
Fjöllin sem við vorum í...
Pólsku
köllunum
fannst
agalega
fyndið
að horfa
á
þjálfara
ganga um
salinn á
ullarnærbrækunum
að taka
myndir
:-)
Þær voru nefnilega þess virði að skoða... þessar myndir... og lesa í söguna í þessum fjöllum...
Þessi mynd var svo gömul að það sást varla lengur hvað var á henni... mögnuð... sjá grjótið ofan við hana...
Theresa
talaði
við
björgunarsveitarmenn
sem voru
við
æfingar
á
svæðinu
og höfðu
nætursetu
í
skálanu...
Fyrstu
björgunarleiðangranir
voru
ekki
farnir
að
ósekju...
Veturinn er ekki síðri í þessum fjöllum... enda vinsælar vetraríþróttirnar þarna...
Hvassbrýnt landslag Tatrarfjallanna og landkönnuðir þeirra...
Þarna voru meldaðir inn hóparnir á svæðinu...
Viðbragðsáætlun við ofkælingu í fjöllunum...
Já, maturinn í Póllandi var ekki slæmur... og sló út þann slóvenska til dæmis...
Móttakan var uppi á annarri hæð... þar var hægt að hlaða símana sína til dæmis - sjá hægra megin :-)
Útsýnið úr kojunni í kvennaskemmunni... flestir sváfu vel og framundan var brattur dagur upp í hátt skarð í fjöllunum þar sem við ætluðum að koma niður vötnin fimm í flottan skála neðan við Morskie Oko þar sem Rysy biði okkar svo daginn þar á eftir...
Sjá
síðari
hluta ferðasögunnar
hér: |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |