Tindferð 126
Norðursúla og Vestursúla í Botnssúlum
laugardaginn 5. mars 2016


Hríslandi hrímþoka á
Norðursúlu og Vestursúlu
í stafalogni til að byrja með en vaxandi vindi í bakaleiðinni
... rigningu alla akstursleiðina
þar sem við bókstaflega horfðum á Botnssúlurnar taka skýin ofan fyrir okkur
og grenjandi hvassvirði í bílnum á leiðinni til baka...
en fínasta veðri
meðan við vorum uppi í fjöllunum :-)

Hvílík nýting á flottum degi :-)

Í þriðja sinnið í sögu Toppfarar voru vestustu tindar Botnssúlna gengnir og í þetta sinn á enn nýjum árstíma eða síðla veturs með allt á kafi í snjó... og yfirvofandi slagvirði sem olli því að göngu á fjallið hest á Snæfellsnesi var frestað um sinn og þessir tveir tindar gengnir í staðinn...

Ekki slæm skipti það því við fengum hörkugöngu í hrímuðu veðri og dulúðugu skyggni um tignarlegar fjallsbrúnir
sem gáfu skínandi góða þjálfun fyrir spennandi jöklaferðina sem bíður okkar í vor
eftir nákvæmlega tvo mánuði... Sveinstind í Öræfajökli...


Alda, Ósk Sig., Ásta Guðrún, Örn, Björn matt., Njóla, Ingi, Arnar, Guðmundur Jon, Gylfi.
Sarah, Guðrún Helga, Ástríður, J'ati, Irma og Bára tók mynd
með Batman skoppandi af gleði yfir þessum tindum sem biðu okkar þarna í baksýn...

Hjartansþakkir fyrir frábæra frammistöðu og dásamlegan félagsskap á þessum flotta degi
þar sem sérlega glæsilegir tindar bættust í safnið hjá helmingi leiðangursmanna
og hinn helmingurinn kynntist enn einni hliðinni á þessum mögnuðu fjallatindum...

Alls 17,8 km á 7:39 - 7:46 klst. upp í 1.014 m á Norðursúlu og 1.097 m á Vestsursúlu
með alls hækkun upp á 1.287 m miðað við 74 m upphafshæð. 

Ferðasaga í vinnslu í vikunni :-)
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir