Tindferð 125
Íshellahelgarferð með alls kyns skrautmunum í leiðinni
í boði Ágústar og IcelandMagic
helgina 19. - 21. febrúar 2016
 

Mögnuð íshellaferð
með Ágústi

Helgina 19. - 21. febrúar bauð Ágúst félögum sínum upp á helgarferð
um gersemar Breiðamerkurjökuls og nágrennis þar sem íshellir, hreindýr ogklakar komu við sögu...

Dagskráin var eftirfarandi
á viðburði Ágústar á snjáldru Toppfara:


19.feb. Við leggjum af stað á föstudeginum kl. 14.00 frá Össuri. Borðum kvöldverð á leiðinni væntanlega á Kirkjubæjarklaustri milli 18-18.30 og verðum komin á gististað Reynivelli við Hala í Suðursveit um kl. 20 - 21. (Svefnpokaplass).
Einhver bensínstöðvastop verða á leiðinni til að njóta þess sem þar er á boðstólum.......ís og nammi. Bæði kvöldin verður farið í norðurljósaferðir að lóninu ef veður og ljós leyfa.

20.feb. Á laugardeginum verðum við að vera komin í Jökuklsárlón um kl 11.00 til að gera okkur klár í íshellaferðina en farið verður með 1 eða 2 superjeppum kl. 13.00 að Breiðamerkurjökli þar sem íshellirinn er. Dagurinn fyrir og eftir íshelllaferðina sjálfa verður notaður til að skoða sig u
m við Jökulsárlón, fjöruna þar o.fl.
Kvöldverður er í Þorbergssetri á Hala.

21.feb. Á sunnudeginum verður farið í göngu á Breiðamerkurjökul og eða meðfram jökulröndinni. Ekið er frá Hala meðfram Hellrafjöllum að jöklinum austan megin við Jökulsárlón. Það er mögulegt að við getum gengið að Fossahelli (íshellir) í Veðurárdal. Gangan þangað tekur um 1 klst. frá bílastæði (Er sennilega búinn að fá leiðsögumann M/okkur sem býr á Hala og þekkir Fosshelli). Svæðið við jökulinn er ægifagurt og gaman að ganga um.
Í gönguna á jökulinn þurfum við að hafa með okkur "JÖKLABRODDA" (ekki micro spikes).

Á leiðinni til Reykjavíkur verður ekki farið í stressi og fljótheitum heldur stoppum við í Skaftafelli og göngum að Svartafossi og skoðum hann í klakaböndum, göngum upp með Fjaðurárgljúfri og stoppum hér og þar á leiðinni til að njóta útsýnis og náttúru Íslands wink emoticon GERIÐ RÁÐ FYRIR AÐ KOMA SEINT TIL REYKJAVÍKUR !!!!!!!!!!! (Semsagt ekki skrá ykkur í fermingarveislu kl 14, afmæli eða í bíóferð kl. 17 o.s.f.v.).
ATH ! Dagskráin getur verið breytileg eftir veðri og færð.

Sameinast er í bíla (Helst jeppa) svo að við komumst inn að jökli meðfram Hellrafjöllum sem er slóði.

Gisting er í svefnpokaplássi 1-3 manna herbergi að Reynivöllum
Verðum sjálf með morgunmat (sameiginlegan).
Mæli með því að við snæðum kvöldverð á Þórbergssetri sem við skoðum frítt með mat.
Íshellaferðin: Förum í 14 manna super jeppa (48") og fáum hjálma og micro brodda í bílnum.
Bottför 19. febrúar kl. 14.00 frá Össuri.

Verð pr. mann 38.000.-

Alls mættu 13 Toppfarar að með töldum Ágústi eða þau Ásta Agnars, Ásta Henriks, Guðmundur Jón, Guðmundur Víðir, Jón, Katrín, Kári, Magnús, Kolbrún Ýr, Sarah, Svavar, og Valla
en þjálfarar urðu að afboða á síðustu stundu vegna pössunarmála
þar sem hvorugur eldri sonurinn var á landinu eða í bænum og var það grátlegur missir af þeirra hálfu
enda dásamlegur hópur sem fór og veðrið glimrandi fagurt þessa helgi
þó sunnudagurinn úfnaðist reyndar eitthvað þarna í endann sem kom ekkert að sök...

Við þökkum Ágústi hjartanlegar fyrir að bjóða hópnum upp á hvílíkt ævintýri sem þetta
og vonum að allir klúbbmeðlir eigi eftir að upplifa þennan gimstein íslenskrar náttúru
áður en jökullinn breytist...

Sjá allar myndir Ágústar hér á snjáldrunni hans þar sem skoða má myndir úr fyrri og síðari íshellaferðum
sem eru hver annarri flottari en Toppfarar hafa verið að tínast í þær síðustu ár
og eiga eflaust fleiri eftir að fara...

https://www.facebook.com/agust.runarsson/media_set?set=a.10208359544336440.1073741993.1539905831&type=3

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir