Fjöllin að Fjallabaki I
Bláhnúkur, Hamragilstindur, Suðurskalli, Hattur, Uppgönguhryggur,
Skalli, Vörðuhnúkur og Brandur
laugardaginn 29. ágúst 2015
Gengið í málverki náttúrunnar
Fyrsta formlega
fjalla-safn-ganga Toppfara um Friðlandið að Fjallabaki var farin
laugardaginn 29. ágúst 2015
Hvorki orð né
myndir fá lýst þeirri fegurð sem við gengum í þessum konfektmolum
náttúrunnar sem blöstu við okkur allt um kring
Við vorum ellefu manns sem lögðum í þennan fyrsta Fjallabaksleiðangur Toppfara... fimm keyrðu upp í Landmannalaugar kvöldið áður og sváfu í skálanum... þau Gylfi, Ingi, Jón, Sigga Sig, Svala og Valla... og einhverjir fóru í heita lækinn fyrir nóttina... en við hin fimm, þjálfarar, Ísleifur, Guðmundur V og Kolbrún lögðum af stað úr bænum kl. 06:00 um morguninn... í dagsbirtu og gullfallegum morgni... þetta var ekkert mál og við fundum hreinlega engan mun á því að fara sex eða átta... nema jú að við græddum á því tvo klukkutíma og nýttum dagsbirtuna vel...
Eftir tæpan 3 klst. akstur um Dómadal og Landmannaafrétt var lent í Landmannalaugum korter í níu þar sem svalt morgunloftið lá friðsælt yfirr tjaldbúðum ferðamannanna og við fréttum af ferðalöngum á svæðinu að það hefði fryst um nóttina... mínus þrjár til fjórar gráður...
Eftir smá morgunmat og hressingu lögðum við af
stað kl. 9:26 í blíðu hátíðarskapi enda yndislegt veður
Við byrjuðum auðvitað á Bláhnúk... líklega algengasta fjallið sem gengið er á í Friðlandinu... góður slóði þangað upp og alger skylduganga fyrir alla sem koma í Landmannalaugar... og alger ævintýraganga fyrir fjallgöngubörn sem vel getað farið þarna upp í góðu veðri...
Einkennandi litadýrð Friðlandsins hófst strax á akstursleiðinni sem og á gönguleiðinni...
Bláhnúkur er eiginlega grænni en sjálfur Grænihryggur þegar nær er komið...
Litasamsetningin og áferðin töfraði okkur strax og tafði á fyrstu metrunum allt til enda...
Skemmtileg uppgönguleið frá fyrsta skrefi...
... og útsýnið eftir því... hér niður í
Grænagil sem geymir góða gönguleið sem tengist niðurgöngunni af
Bláhnúk sunnan megin...
Ekki komin langt upp eftir þegar útsýnið fangaði mann algerlega og víðsýnin ótrúleg...
Brennisteinsaldan ber af í þessu fallega landslagi
þar sem litaspjaldið nær frá köldu gráu, bláu og grænu litunum
Norðurbarmur og Austurbarmur... leið sem þjálfarar hafa í sigtinu og við verðum að ganga einhvern tíma eftir öllu...
...en þá þarf að taka krók neðan við efstu tinda - eggjarnar þarna vinstra megin - sem eru ófærir... Þarna niðri komum við niður með læknum í lok þessa
dags...
Innar birtust smám saman Brandsgilin bæði og Skalla glitraði alsaklaus í morgunsólinni...
Góður slóði alla leið og ekki hægt að villast ef skellur á þoka...
Suðurnámurnar í baksýn... þær eru svo sannarlega komnar á verkefnalistann...
Litla Brandsgil hér upp eftir og Stóra Brandsgil sveigir til hægri... við áttum eftir að standa ofan við þessi gil og horfa beinustu leið niður ofan af þessum hömrum vinstra megin og fjöllunum hægra megin út af mynd...
Gönguleið dagsins framundan þarna uppi á
heiðinni... nafnlaus tindurinn hér fagurlega mótaður...
Við vorum komin upp á fyrsta tind dagsins af átta á tæpri klukkustund...
... í 952 m hæð á tindi sem trónir yfir Friðlandinu nánast öllu...
... og útsýnið var magnað...
Ofan af honum sást nánast yfir hálft landið að manni fannst...
því fyrir utan öll fjöllin að fjallabaki sem sáust skaga upp úr
landinu eins og Brennisteinsöldu, Háöldu, Hábarm og alla barmana,
Háskerðing, Laufafell, Rauðafossafjöll, Hrafntinnusker, Heklu,
Kaldaklofsfjöll, Torfajökul...
Gönguleiðin okkar ofan af Bláhnúk áleiðis upp á fjallsheiðarnar...
Englar ferðarinnar: Björn Matt., Svala, Gylfi, Örn, Ingi, Ísleifur, Sigga Sig., Jón, Guðmundur Víðir og Kolbrún en Bára tók mynd.
Eftir ýmsar vangaveltur um útsýnið og jöklana sem við deildum um hverjir væru og hvaða fjöll sæjust...
...og endanlega niðurstöðu af útsýnisskífunni á
tindinum sem staðfesti alla þessa jökla og Sveinstind við Langasjó
... héldum við áfram för ofan af Bláhnúk yfir á fjallaklasann áleiðis í Hattver...
Litirnir af öllum stærðum og gerðum og hitastigi og gæðaflokki...
Þarna fórum við niður og yfir mosaflákann og upp gráa hrygginn vinstra megin framhjá skaflinum og áfram upp eftir...
Brennisteinsalda og Laugahraunið lekandi niður...
Við gengum í litaspjaldi náttúrunnar eins og fávísir maurar...
... sem ekkert skilja í stærra samhengi þessa heims né annars...
... og dáumst bara í einfeldni okkar að fegurðinni...
... sem var langtum stærri en við sjálf...
... og engan veginn að rúmast í myndavélum eða upptökuvélum...
... heldur næst eingöngu við upplifun á staðnum...
... eins og fjöllin í Nepal fyrir tæpu ári síðan
og menn rifjuðu upp þetta haustið
Þjálfarar voru búnir að sjá út tvær hryggjarleiðir...
...og þegar til kastanna kom var góður slóði upp annan þeirra sem við gengum eftir...
Hvernig var þetta hægt?...
Litasamsetningin breyttist ört
... til að halda okkur niðri á jörðinni...
Litið til baka... vel hægt að gleyma sér heilan dag bara á þessum kafla...
... en við vorum á langleið...
... og urðum að halda vel áfram ef við ætluðum að ná þessum átta tindum...
Botninn á Stóra Brandsgili...
... endaði í snjóskafli...
Litið til baka með Svölu í sínu fallega prjónaverki sem fær mann oft til að bara stara og dást að...
Sigga Sig. og Svala með Stóra Brandsgil og nafnlausan tind þess yfirgnæfandi...
Litið til baka yfir leiðina frá Bláhnúk... mjög fallegt svæði...
Uppi fengum við okkur nesti og ræddum næstu fjallgönguferðir... utan sem innan lands...
Útsýnið ofan í Stóra Brandsgil var fallegast héðan... ekki slæmt að vera gangnamaður í því :-)
Nærmynd... heill heimur út af fyrir sig og
tignarlega djúpir gulir og rauðir litir með grænleitan grámann í
botninum...
Upp úr þessu öllu saman gengum við...
... og vorum þá komin upp á heiðarnar sem lágu beinustu leið að Hamragilstindi með Reykjafjöllin nær og Torfajökul og Háskerðing fjær og Hrafntinnusker þarna lengra til hægri í hvarfi...
Fyrr en varði vorum við komin fram á brúnir Hamragils...
... þar sem nafnlaus tindur trónir yfir öllu
saman...
... en úr skarðinu við hann gafst magnað útsýni niður í Hamragilið og um Torfajökulssvæðið allt og Reykjafjöllin...
Litið til baka þar sem Laugavegsgönguleiðin er í fjarska og leiðin sem Ferðafélag Árnesinga fór fyrir tveimur árum en í þeirri ferð voru margir Toppfarar sem voru lengi að koma niður af jörðinni enda brakandi fallegt veður og útsýni eins og við höfðum þennan dag...
Hamragilstindur... tindur tvö af átta í 1.018 m hæð...
Útsýnið enn betra ofan af efsta tindi með Reykjafjöllin beint framundan og hluta af Torfajökulstindunum vinstra megin...
Litið til austurs með Sveinstind við Langasjó þarna lengst lengst í burtu...
Ofan af Hamragilstindi stefndum við á Suðurskalla og Hatt og þjálfarar voru ekki vissir hvaða leið væri best en fljótlega vorum við komin á góðan slóða sem menn fara almennt á tindinn þann áleiðis niður í Hattver... hér með Skalla sjálfan vintra megin en hann átti eftir að vera genginn síðar um daginn...
Falleg leið um góðan hrygg í suðurátt...
Skalli þarna efst svo ósköp saklaus og fagur og einfeldingslegur að sjá...
Suðurskalli hlaut þetta að vera en gps tækið sagði þetta Hatt sem var ekki rétt merking og enn eitt dæmið um hvernig Mapsource er ekki að merkja fjallstinda réttilega...
Skemmtileg leið og einkennandi hryggjarlandslag á þessu svæði...
Skalli og skaflarnir...
Suðurskalli var tindur þrjú... og mældist 919 m hár...
Þessir skaflar...
... og þessi óteljandi gil um allt...
Leiðin greið og við gengum í brakandi sólinni...
Skaflarnir dáleiddu mann...
... og fengu mann til að líta aftur...
... skoða betur...
... og horfa enn og aftur...
Hvílík fegurð...
Aftari þjálfari skimaði eftir góðri uppgönguleið úr Hattveri... verandi með gps-slóð og punkta þá er það ekki nóg á jafn síbreytilegu landslagi eins og þessu þar sem smá gil eða gljúfur getur tafið för óendanlega...
Botninn í Hattveri ef láglendið allt fær að leggjast undir það nafn...
Klettar, mosar, skaflar, breiður, skriður, grjót, sandar...
Hábarmur... við verðum og að ganga á hann einn daginn ekki spurning :-)
Eitt af giljunum með hlýju litunum og fallegu
grænu og appelsínugulu blöndunni
Sveinstindur við Langasjó í nærmynd... begtri myndavél þjálfara í vandræðum og því var notast við þá gömlu skemmdu sem enn dugar nokkurn veginn... sem var synd á jafn fallegri gönguleið og þessari...
Ísleifur ljósmyndari að störfum...
Þetta var magnað...
Uppgönguhryggur hét svo þessi fallegi grái hryggur
sem þjálfari hafði komið auga á sem góða uppgönguleið...
Hattur kom í ljós ofan af Suðurskalla...
Klettakóróna trónir ofan á honum og myndar þetta sérkennilega Hattlaga form...
Litið til austurs á Hábarm og Torfajökul með Hattver þarna niðri...
Hattur var tindur fjögur af átta þennan dag...
Leiðin mögnuð niður að honum...
... og viðo þurftum að fara varlega...
... þar sem hann var mjóastur...
Ingi brá á leik svona til að brjóta þetta aðeins upp :-)
Vel fært öllum sem hafa ástríðuna að leiðarljósi...
Hvílíkt ævintýri að ganga niður í...
Fegurðin allt um kring í smáu sem stóru...
Litabreytingar á hryggnum að Hatt gaf smá forsmekk
að því sem beið okkar á Uppgönguhrygg
Tæpt á köflum en vel fært ef menn fóru varlega...
klettabeltið utan í Suðurskalla ef svo má kalla alla bunguna þarna ofan við Hatt...
Hattur virtist ófær í fyrstu sýn en fremstu strákarnir fóru strax að leita að uppgönguleið...
Myndavélin er einmitt farin að bila svolítið...
Hattver þarna niðri... vin í eyðimörkinni en samt ekki eiginlega... þetta er allt svo fallegt þarna...
Þessi bilaða myndavél er bara með flottan gjörning :-)
Gengið var meðfram Hatti á suðurhlutann...
... þar sem strákarnir voru búnir að finna góða leið upp um klettana...
... en enginn nennti alla leið upp á Hattinn nema Gylfi og Ingi...
... hinir vildu frekar fara niður á strönd og fá sér að borða...
... svo við skildum þá eftir og tókum slóðann og gættum þess að fara ekki út fyrir hann til að vernda svæðið sem mest...
Falleg leið niður af Hatti niður í Hattver...
Strákarnir uppi á Hatti...
Nærmynd af þeim tveimur, Gylfa og Inga :-)
Hér var brakandi sól og hiti...
Við vorum komin á áfangastað ef svo mátti segja... hér skyldi áð og svo snúið við um önnur fjöll til baka...
Mikið var þetta fallegt...
Meira að segja bilaða myndavélin gat ekki annað en tekið flottar myndir af þessu svæði...
Mosinn þar sem hann fær að vera í friði fyrir beljandi jökulvatninu og leysingum þegar þær fara af stað...
Væri gaman að sjá gangnamenn fara hér um í september að smala þennan eina dag sem má keyra inn eftir Jökulgili...
Hábarmur þarna í fjarska og þarna í fjöllunum er
Sveinsgil og Halldórsgil og Hryggurinn milli gilja
Fyrstu menn komnir í hádegismat...
Þetta var yndislegt... hvíld, sólbað, tásluviðrun, nesti og spjall...
Svo var haldið óvissuferð til baka upp úr Hattveri...
... en það reyndist allt of kortlögð leið þar sem góður slóði lá meðfram hlíðunum meðfram mýrinni...
... og inn eftir gilinu að Uppgönguhrygg...
... sem reis þarna lágstemmdur en ægifagur...
... og leyndi á sér þar til komið var nær...
Í fjarska ofan úr Jökulgili mátti sjá tvo menn
nálgast...
Uppgönguhryggur var tindur fimm af átta þennan dag...
... og kom mjög á óvart...
Litið til baka þar sem drengirnir tveir nálguðust okkur óðum...
Litadýrðin var mögnuð á hryggnum...
... og breyttist stöðugt...
... svo við vissum ekki hvert við áttum að horfa...
... en vá það varð sko að taka hópmynd á þessum stað !
Hvítur, grár, gulur, appelsínugulur, rauður, blár, grænn...
... en aðallega ljósu litirnir samt...
... og það í sífelldum breytingum..
... þar sem erfitt var að velja hvað var fegurst...
... því sjónarhornin breyttust stöðugt og hvert augnablik var einstakt...
Litið til baka á tvímenningana...
Þeir voru bræður sem var skutlað af foreldrum sínum í halldórsgil þaðan sem þeir gengu í Sveinsgil til að skoða Grænahrygg sem er mjög svo í tísku eftir að Fjallabaksbók FÍ kom út fyrir nokkrum árum... og þaðan gengu þeir svipaða leið og við til Landmannalauga...
Hvítur var hann á köflum...
... og svo gulur...
... og allt þar á milli með smá slettum af afbrigðum hér og þar...
Litið til baka um gilið...
Gráu skellurnar voru magnaðar...
... með svargrænum mosanum...
Einn lítill grænn hryggur...
... sem kafnaði í öllu saman nema maður tæki sérstaklega eftir honum...
... enda í mörg horn að líta...
... og endalaust hægt að finna gersemar hvert sem litið var...
Gráminn neðar...
... og gullið innar...
Myndavélin þolir ekki nærmyndir þar sem linsan er skemmd...
Þetta var hryggur alla leið upp á Skalla nánast...
Hvar annars staðar en á fjöllum geta hönnuðir fengið hina fulllkomnu hugljómun ?
Litið til baka yfir þetta undraland lita og forma og áferða...
Bræðurnar náðu okkur efst á Uppgönguhrygg og voru ekki lengi að stinga okkur af...
Svarti liturinn var þarna líka...
Komin yfir á fjallsrætur Skalla og litið til baka á Uppgönguhrygg sem upplifist eingöngu með því að ganga á hann...
Nú var stefnt á Skalla sem er í meira en 1.000 m hæð...
Við kvöddum gersemi dagsins...
... þar sem stakur göngumaður gekk um...
... og héldum til að byrja með um slóðann upp á Skalla en svo læðist slóðinn framhjá Skalla sem er óskiljanlegt...
... auðvitað fer maður alla leið upp á hann til að njóta útsýnisins í 360 gráður !
Við gátum allt eftir orkuhleðsluna á Uppgönguhrygg...
Uppi fengu menn sér hjartahlýjandi...
... og fánagengið var myndað en Björn Matt og
Sigga Sig færðu Gylfa og Lilju Sesselju fánastöng að brúðkaupsgjöf
frá hópnum um daginn þar sem þau giftu sig skötuhjúin í ágúst og
fluttu inn í fallegt hús í stekkjunum í Neðra-Breiðholti í vor og
eiga von á barni í október
Skalli reyndists 1.027 m hár en ofan á honum
viðraði skyndilega ekki sérlega vel, fremur kalt og vindasamt og
skýjað
Við fórum skíðandi niður skaflana ofan af Skalla...
... og mændum á Bláhnúk... fyrsta tind dagsins í fjarska vinstra megin...
Við slepptum Vesturbarmi sem átti að vera næsti
tindur og stefndum á Vörðutind...
Litið til baka með Skalla og skaflinn okkar í baksýn...
Komin enn lengra með Skalla í baksýn... heldur skuggsýnt á þessum kafla en það létti strax aftur til...
Bláhnúkur... blái liturinn lekur ofan af tindinum...
Vörðutindur mældist 866 m hár og var tindur sjö af
átta en við slepptum efri tindinum sem er lítið eitt hærri og var
stutt hjá...
Næstsíðasta áning dagsins...
Norðurbarmur er 890 m hár og freistar óskaplega...
Austurbarmur sömuleiðis... :-)
Landmannalaugar þarna í fjarska og Bláhnúkur vinstra megin...
Við ákváðum snemma í ferðinni að koma við á brúnunum ofan Brandsgila sem við horfðum á hinum megin við Bláhnúk...
... þar sem líkur voru á að þaðan væri einstakt útsýni niður í gilin og á Bláhnúk...
Litið til baka á Vörðutind...
... og það reyndist rétt ágiskað með gæði þessara brúna...
Magnað útsýni niður í gilin hans Brands...
... alla leið í botninn á þeim báðum...
... og einstakur útsýnispallur sem Brandur sjálfur
hefur greinilega útbúið...
Hópmynd á Brand... bilaða myndavélin náði þessu
nokkurn veginn
Ofan af Brand sem var tindur átta af átta var haldið heim í Landmannalaugar...
Þessi appelsínuguli hryggur er mergjaður og kallar
á nánari skoðun síðar þar sem ekki var rúm fyrir meiri
könnunarleiðangra..
Með smá krókaleiðum og vangaveltum um hvort taka skyldi óvissuferð niður af Brand sem við hættum okkur ekki út í...
... héldum við krókaleið um giljað landslagið að slóðanum sem liggur niður af Reykjakolli sem var líka tindur sem við slepptum til að ná Brandi og það var vel... förum bara síðar um vesturhluta Jökulgils...
Aurarnar ofan við Landmannalaugar neðan við
Brandsgilin voru þurrar að mestu og leiðin greið
Litið til baka þaðan sem við komum með Brand hægra megin... jú, hann má alveg hafa nafn...
Nægur tími til að fara í heitt bað á hálendinu og vera samt komin í bæinn fyrir myrkur og á skikkanlegum tíma...
... allir nema þjálfarar sem voru brunnir út á tíma þar sem þeir þurftu að fara smá björgunarleiðangur upp í bústaðinn sinn í Fjallaseli áður en þeir leystu pössunina af í bænum um níuleytið og náðu því eins og hinir að vera komin í bæinn rétt fyrir myrkur um eða yfir kl. 21:00... sem var vel af sér vikið... stórmerkileg og dýrmæt lexía dagsins að það er ekkert mál að leggja af stað kl. 6:00 í hálendisfjallgönguferð og vera kominn í bæinn á góðum tíma þrátt fyrir 3 klst. akstur hvora leið... það er vel þess virði fyrir dag eins og þennan !
Hjartansþakkir fyrir ólýsanlega fallegan dag á
fjöllum þennan dag elsku vinir
Alls 19,4 km (18,2 - 20,2) á 8:24 klst. upp í 1.027 m hæð með alls hækkun upp á 1.414 m miðað við 602 m upphafshæð. Þetta var
ekkert mál og við hefðum alveg getað verið lengur... Þetta var bara
byrjunin á Fjallabaks-ævintýri Toppfara... Allar ljósmyndir þjálfara hér: Og ljósmyndir leiðangursmanna á fésbók ! |
Við erum á
toppnum... hvar ert þú? |