Tindferð 114:
Snjófjöll laugardaginn 10. janúar 2015
 

Gullin sól á Snjófjöllum
í ferskri fönn og tæru skyggni
og kyrrlátri vetrarstillu

Fyrsti sjaldséð hrafninn árið 2015...
var töfrandi fagur á einum af þessum brakandi flottu dögum sem skammdegið býður upp á...
...þar sem lág vetrarsólin gyllti allt...
...og gaf okkur óendanlegt útsýni um landið hálft að manni fannst...
...í brakandi ferskum snjó, blankalogni og kristaltæru skyggni...
... einstaklega ljúfri samveru og friðsælli kyrrð...
...um afskekktar lendur Holtavörðuheiðar...

... sem komu fallega á óvart...

Lagt var af stað klukkan sjö úr bænum til að nýta dagsbirtuna vel miðað við um 2 klst. akstur upp í Norðurárdal...

...og það reyndist rétt ákvörðun þó við borgarbörnin efuðumst enn og aftur um þetta á þessum dimmasta tíma ársins...

...þegar sólin kemur ekki upp fyrr en rétt fyrir hádegi
og manni finnst varla vera orðið bjart fyrr en undir hádegi...

... en það á eingöngu við um borgina...

Í óbyggðunum er orðið bjartara mun fyrr... klukkan 9:27 var lagt af stað og flestir ekki einu sinni með höfuðljósin á höfðinu
þar sem það var það nægilega bjart í byrjun göngunnar þó einn og hálfur tími væri í sólarupprás...

Snjóað hafði vel síðustu daga og því var vonin um harðfenni í þessu frosti að engu þegar á hólminn var komið...

... greinilega ekki nægur vindur og skafrenningur með þessari úrkomu síðustu daga...

En fegurðin leyndi sér ekki... allt snjóhvítt og ferskt...

Í vestri reis Baula oddhvöss og flott með Litlu Baulu fyrir framan sig ávala og ekki að ná að sýna sinn flotta tind
sem við bröltum upp á í erfiðu en gullfallegu veðri í nóvember í hitteðfyrra...
þangað verðum við að fara aftur í góðu skyggni...

Ský á himni í suðri en heiðskírt í norðri... eða hvaða skýjaslæða var þetta þarna eiginlega?

Tókum hópmynd fyrir framan sjaldséða hrafn dagsins þó sólin væri ekki enn komin upp:

Ósk, Lilja H., Björn H., Kristján, Játi, Ágúst, Sjöfn, Ester gestur, Bestla, Ingi, Björn Matt., Guðmundur Jón, Anton, Guðmundur V.,Súsanna, Katrín, Svala, Örn, Njóla, Sigga Sig. og Jóhanna Fríða en Bára tók mynd og engin ferfætlingar voru með að sinni enda vantaði eitthvað :-)

Snjófjöllin stóðu sannarlega undir nafni... svævi þakin leiðin að þeim frá fyrsta skrefi...

Eiríksjökull hreinn og fagur í austri...

Litið til baka... skýjað í suðri eins og spáð var en heiðskírt norðar...

Leiðin var vel aflíðandi alla leið að fjallsrótum...

Það var hrein dásemd að ganga í þessum glænýja snjó...

Anton gekk á snjóþrúgum fremst með Erni fararstjóra...
þennan dag nýttust þær vel... ekki eingöngu honum heldur og Erni sem þurfti að ryðja minna snjóinn en ella...

...enda hefðum við líklega þurft að skiptast á að ryðja annars...
en erfitt var það samt fyrir fremsta mann eins og allir þekkja sem hafa verið fremstir í svona færi...
það er ótrúlega lýjandi...

Eftir því sem brattnaði jókst útsýnið...

Glettnin aldrei langt undan og menn í skýjunum með veðrið og þennan algera frið sem þarna var...

Við vorum á sögulegum slóðum... þar sem alvarlegt flugslys varð 1973 og tvenn ung hjón fórust í þessum fjöllum...
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=264761&lang=fo
og http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1444626
og http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1541721

auk þess sem gangnamaður týndist við leitir en nú finnur ritari ekki tengilinn á þá frétt
en hans var leitað um alla heiði og hann fannst látinn eftir erfitt veður og lélegt skyggni á heiðinni.

Loksins kom sólin og skein á fjallið okkar...

Þá varð allt svo gyllt og fallegt...

Magnað fyrirbæri þessi sól...

... eins og þessir gleðigjafar Toppfara... Jóhanna Fríða, Súsanna og Björn Hafnfirðingar
sem glæða klúbbnum botnlausri gleði og skemmtilegheitum...
með Ester sem var gestur göngunnar aftast en hún hefur verið að ganga með Fjallavinum, Fjallagörpum og Veseni o.fl.

Sólin tók yfir þegar hún kom upp... það var ekkert minna en það...

Töfrar svona stundar...

...að upplífa dagrenninguna úr myrkri í birtu...
og svo sólargeislana þegar þeir loks slá strengi sína á allt...
er engu líkt og ástæðan fyrir því að þessi dimmasti árstími gefur eitthvað einstakt sem aðrar árstíðir geta ekki...

Brekkan upp Snjófjöllin var þægilega löng og brött...

... og uppi var heiðin snjóslegið grýti sem lék fallega gyllta tóna um allt...

Það var magnað að standa á þessari brún og njóta...

Myndirnar náðu stöku augnablikum af veislunni...

Hér skyldi notið, myndað og sólarorkuhlaðið...

Tónar skammdegisins eru engu síðri en hásumarsins þegar sólin er hæst á lofti...

Ingi, Súsanna, Svala og Njóla...

Guðmundur V., Björn Matt og Örn.

Björn Hermanns, Ósk og Bestla.

Anton, Kristján og Sjöfn.

Játi og Ingi.

Örn, Jóhanna Fríða og Björn.

Síðustu menn sem stóðust ekki mátið og nutu dýrðarinnar upp brekkuna...
Katrín, Guðmundur Jón, Ágúst, Ester og Lilja H.

Útsýnið til vesturs...

Stutt eftir á efsta tind og ákveðið að klára áður en við fengjum okkur nesti númer tvö...

Gengið var eftir vesturbrúnunum í norður...

Litið til baka á síðustu menn sem gátu ekki hætt að mynda...  sem var ekki skrítið...

Þetta ver einstaklega fagurt allt í kring...

Til austurs...


Bestla, Örn, Játi, Njóla, Guðmundur V., Sigga Sig., Kristján, Sjöfn, Lilja H., Ósk S., Anton, Guðmundur Jón, Súsanna og Bjö0rn H.
Neðri: Ágúst, Björn Matt, Ester gestur, Svala, Ingi, Jóhanna Fríða og Katrín en bára tók mynd og enginn ferfætlingur var með í för að sinni.

Frábær hópur þennan dag og stemningin létt og notaleg...

Við máttum vart mæla af þakklæti fyrir þennan einstaklega fallega dag...

Tröllakirkja á Holtavörðuheiði þarna í seilingarfjarlægð að manni fannst...
en of langt í burtu til að ganga á í sömu ferð á þessum árstíma allavega
Þarna vorum við í fjórtán stiga frosti og ískulda í febrúar 2012

Sólarsymfónían glumdi um allt...

Tindurinn ekki langt undan...

Skuggi hópsins þarna efst á skilunum...

... og svo hérna... listaverk í hverju skrefi fyrir sálina...

Myndavélarnar náðu bara nokkrum augnablikum af óteljandi...

Sólin aftur farin að lækka sig... úff hvað hún staldraði stutt við...

Við nutum hennar meðan hún varði...

... en skýjasbakkinn í suðri tók hana frá okkur fyrr en annars hefði orðið í heiðskíru veðri syðst...

Sólarupprás var kl. 11:08 og sólsetur kl. 16:00.

Snjóbreiðurnar og óendanleikinn var hreinasta orkuhleðsla þennan dag...

Smá brekka upp að hæsta tindi...

Ingi varð að fá aðeins meira út úr annars aflíðandi gönguleið dagsins...

Flott mynstur með ísilögðu og fenntu grjótinu...

Hefði nú verið gaman að fá fleiri svona brekkur :-)

Fegurðin þegar litið var til sólar...

Skuggamyndir dagsins voru magnaðar...

Litir dagsins... gyllt og blátt... oft bleikt og blátt á þessum árstíma
en þá líklega nær sumarsólstöðum þegar sólin varla kemur upp...

Hvílík orka sem þarna var...

Brakandi fegurð sem hvergi fæst nema í óbyggðunum...

Sögumaður að líta til Tröllakirkju á Holtavörðuheiði...

Litið til baka á síðustu menn sem voru að koma sér upp næst síðustu brekkuna...

Tindur dagsins...

Sólin enn með okkur... við nutum hennar eins og við gátum áður en hún hvarf bak við bakkann...

Hæsti tindur mældist 804 m hár... þeir voru nokkrir svona á svæðinu norðar...
við gátum ekki séð að þeir væru hærri en þó forvitnilegt að vita ef svo er...

Útsýnið til suðurs...

Síðustu menn að koma inn á tind...

Hrossárdalur séður ofan af tindinum til suðurs niður í Norðurárdal...

Litið til vesturs... Tröllakirkja í Hítardal o.fl.

Litið til norðurs... spennandi fjöll þarna á heiðunum...

Tröllakirkja á Holtavörðuheiði.

Nesti og spjall áður en haldið var til baka...

Sólin farin og við áttum bakaleiðina eftir... tæplega átta kílómetra leið í sömu spor...

Lögðum ekki í að gera nýja slóð í þessu færi og nutum þess að spora bara út sömu slóðina til baka...

Listaverkið í suðri tók sífelldum breytingum með setjandi sólinni...

... sem sló nokkrum tónum á Eiríksjökul í kveðjuskyni...

... og á Hafnarfjallið...

... meðan við skautuðum niður brekkurnar...

Í roðagylltri birtunni...

Það var bókstaflega áþreifanlegt hversu mikil orka fékkst út úr þessari útiveru...

Húmið þá þegar farið að lykjast um Snjófjöllin...

En við nutum birtunnar alla leið til baka...

Og rökkrið rétt nartaði í síðustu mínúturnar niður í Norðurárdalinn...

... þar sem gilin skáru sig niður með okkur...

... alla leið í bílana...

Sjá tjörnina þarna í snjónum vinstra megin...

Jarðhiti var eina skýringin... blautur mosi þarna en við fórum ekki alveg að...

Alls 16,0 km á 7:30 - 7:43 klst. upp í 804 m hæð með alls hækkun upp á 787 m miðað við 166m upphafshæð.

Ískalt í lok göngunnar enda komið tólf? stiga frost eftir að sólar naut ekki lengur við en allt að 18 stiga frosti var spáð þessa helgi á þessu svæði en var þó komið niður í tíu tólf stig þegar nær dró í spánni... mældum frostið um átta stig í göngunni en það var mun kaldara í lok göngunnar og sláandi frostpollar í dalnum á akstursleiðinni heim um kvöldið með ísþokuna allt í kring... hvílíkur töfrandi dagur !

Lopapeysan hans Guðmundar fraust einhvern veginn föst við skelina hans í lok göngunnar !

Þjálfarar með bílinn loksins merktan lógóið Toppfara sem var loksins klárað síðasta haust :-)

Hjartansþakkir elsku félagar fyrir töfrandi flottan dag í óbyggðunum
og sérlega fagran fyrsta sjaldséða hrafninn okkar á árinu :-)

Allar myndir þjálfara hér: https://picasaweb.google.com/104852899400896203617/T114SnjofjollNorUrardal100115#

Og magnaðar myndir leiðangursmanna á fésbók.
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir