Tindferð 113
Næfurholtsfjöll og jólagleði að Álfasteini
helgina 5. - 7. desember 2014
 

Jólagleðiganga um Næfurholtsfjöll
í snjókomu og ljúfum jólaanda
og klingjandi jólagleði að Álfasteini

Jólagleðihelgi Toppfara fyrstu helgina í desember árið 2014 var eins jólaleg og hægt var að biðja um... með smá illviðri og tilheyrandi illfærð á leiðinni austur að Álfasteini á föstudagskvöldið... þangað sem nánast allir mættu þó... með allt á kafi í snjó í sveitinni... friðsælli snjókomu á köflum á göngunni sjálfri milli þess sem það létti aðeins til... fallegu veðri skreytt smá skafrenningi í bakaleiðinni í heita pottinn á Hellu... þar sem snjókornin láku letilega niður í pottinn... og loks hátíðlegu jólahlaðborði a la Toppfarar innan um glimrandi skemmtiatriði í boði gleðigjafa hópsins... þar sem gítarinn hans Rikka klikkaði ekki í lokið... meðan snjónum kyngdi niður þegar litið var út um gluggann... svo þeir sem komu sér heim um tvöleytið á laugardagsnóttina keyrðu í þunri snjókomu og skafrenningi í bæinn... en hinir vöknuðu í brakandi fallegu veðri á sunnudagsmorgun og keyrðu heim í þessari bleikgylltu vetrarsól gsem einkennir myrkasta tíma ársins og sveipar hann einstökum blæ... hvílík jólahelgi í faðmi fagurrar náttúrunnar og einstakra fjallgönguvina sem glæða lífinu svo sannarlega dásamlegum litum allan ársins hring :-)

Helgin hófst með gratíneruðum fiski a la Gústi að Álfasteini á föstudagskveldið
þar sem menn reyndi að fara skynsamlega snemma að sofa...

... og dreymdu svo um að sleppa göngu daginn eftir og fara bara í heita pottinn og hafa það kósý og svona...
en þjálfarar og fleiri mættu á laugardagsmorgninum að Álfasteini og tókst að rífa alla í gang
enda fallegt vetrarveður í boði þennan dag og brakandi nýr snjór yfir öllu...

Bleikurnar frá því í fyrra... klikkuðu ekki og voru BláuBeibin í ár... norskir bláir nissar með bláar þæfðar jólahúfur úr norskri ull
sem Helga Edwald hristi fram úr erminni fyrir jólagleðina... mögnuð kona hún Helga og einstakar konur þessar bleik... bláu :-)

Sigga Rósa, Rikki og Sólveig mættu líka með heimaprjónaðar húfur eins og reyndar enn fleiri...

... svo það var ekki hægt annað en taka eina jólamynd af prjónasnillilngunu...
en á mynd hefðu Valla og Jón líka átt að vera þar sem þau voru með heimaprjónaðar húfur a La Valla
en það kom ekki í ljós fyrr en í göngunni...
þetta var rétt að byrja... á bílastæðinu á Landvegamótum :-)

BláuBeibin skreyttu sig tilheyrandi á bakpokann...

Ofurkonur á ferð og hvílíkar gleðigjafar !

Við hin gáfum hvort öðru olnbogaskot og einsettum okkur að standa okkur betur að ári !

---------------------

Þjálfari hélt persónulega og einlæga ræðu í upphafi göngunnar þar sem hún benti mönnum á að það fælist áskorun í því krefjandi verkefni að halda út í svona hóp... jú, líka að halda honum úti sem er hlutverk þjálfara... en NB á okkar tímum þar sem áreiti er mikið úr öllum áttum og allt í boði alls staðar þá krefst það ákveðinnar þrautsegju, staðfestu og tryggðar að halda sjálfum sér í hópi eins og þessum og gefa ekki eftir... slíkt er eingöngu mögulegt ef menn standa saman og gefa ekki eftir gegnum bæði þykkt og þunnt sama hvað á gengur. Þjálfari þakkaði klúbbmeðlimum fyrir sinn mikilvæga þátt í því að þessi hópur er yfirleitt til og þegar stundir koma eins og í sumar þegar þjálfari vængbrotnar við föðurmissi og þarf sinn tíma til að koma fullur af krafti aftur til leiks, þá er hrein unun að sjá hvernig aðrir í hópnum gefa sig alla fram við að gefa góðan anda, stemningu, gleði og samheldni innan hópsins...

Haf þökk allir fyrir þessa einstöku samheldni, hlýju og vináttu sem einkennir þennan hóp...
saga okkar saman er ótrúlegri og magnaðri en nokkrar myndir eða sögur megna að lýsa og þau verðmæti ber að varðveita umfram allt
og helst halda áfram að skrá þessa sögu lengri og innihaldsríkari með hverju árinu sem líður.

Ágúst hélt í kjölfarið ræðu í tilefni afmælisbarna helgarinnar... hans og Siggu Sig...

... og strákarnir knúsuðu Siggu og stelpurnar Gústa...

Það var einstök stemning í hópnum þennan dag...
einhver gleði og hlýleiki sem erfitt er að segja hvort var jólanna eða fjallanna eða vinanna eða hvað...
kannski alls þessa ?

Byrjað var við Rjúpnavelli sem er upphafsstaður Hellismannaleiðar og gengið í átt að Áfangagili meðfram Rangá Ytri
en við förum eingöngu hluta af þessum fyrsta legg gönguleiðarinnar þar sem við breyttum plani vegna ófærðar
og slepptum því að ferja bílana að endastað sem átti að vera Dómadalur skammt frá Áfangagili
heldur tókum frekar hringleið upp í fjöllin meðfram ánni í upphafi og enda...

Rangá Ytri rann ljúf og dimm í nýföllnum jólasnjónum þennan dag...

... og skartaði ísfössum, hrímuðu kjarri og helfrosnum klettum á leiðinni...

Friðsæld og kyrrð með árbakkanum...
í  anda "vatnaþema" ársins þar sem við höfum gengið kringum vötn, gljúfur, ár og læki allt árið....

Spjallað og hlegið út í eitt... það var yndislegt að ganga saman og njóta...

Veðrið vetrarlegt og fallegt... með smá alvöru snjóhryðjum inni á milli...

Jólaskreytingarnar hér og þar... nánast allir með jólasveinahúfu
og Heiðrún með hreindýra-eyrnaskjól og jólatrefil :-)

Við brúnna yfir Rangá var haldið upp í fjöllin sem kennd eru við bæinn Næfurholt sem upphaflega var á þessu svæði
en fluttist niður eftir að Bjólfelli vegna hraunrennslis frá Heklu alveg að túnfæti árið 1845...

Namminamm... loksins alvöru íslenskar brekkur í vetrarham... þetta var veisla :-)

Það blés á köflum svo við fundum ágætis gil til að snæða nestið...

... þar sem menn hlóðu sig orku af öllum gerðum...

BláuGellurnar voru með bláa orkudrykki, kex og súkkulaði... stílistar á heimsmælikvarða !

Yfir matnum fengum við bláa brandara a la Jóhanna... og hún hélt sko áfram um kvöldið :-)

Töfrar útiverunnar skiluðu sér vel þennan dag...

....og minntu okkur enn og aftur á að þó veðurútlit sé ekki endilega mjög gott
þá uppsker maður eiginlega alltaf skínandi góða útiveru þegar á hólminn er komið...

Búrfellið í Þjórsárdal var þarna hinum megin árinnar í vestri... þarna gengum við í jólagöngunni í fyrra í vetrarsólinni
og horfðum til Hekluróta þar sem rætt var um gönguleiðina sem farin yrði ári síðar... tíminn líður hratt !

Næfurholtsfjöll komu á óvart eins og gjarnan þegar komið er nær...

... enda eru hlíðarnar þarna neðan undan Heklu... brúðarslör eldfjallsins eins og við höfum oft kallað þessar lendar...
undurskornar í giljum og gljúfrum sem skreyta einmitt fyrsta dag Hellismannaleiðar meðfram Rangánni...

Okkur tókst að ná í smá vetrarfjallamennsku þarna efst í Tröllagili...

... og broddarnir fóru á flesta...

Gaman að ganga gljúfrið allt einhvern tíma...

Sumir voru ekki lengi þarna niður... aðrir treystu á broddana
og nokkrir fóru ofar í gilið þar sem öruggara var að fara...

Sannarlega kominn tími á meiri brekkur, hálku og brodda til að viðhalda örygginu og hæfninni sem best :-)

Sigga og Heimir straujuðu þetta í einum rykk í ærslagangi sem einkenndi þennan dag...

Og svo fór enn og aftur að snjóa og þá varð allt svo fallegt á annan hátt en í hálfskýjaða veðrinu...

Hinn hópurinn að skila sér ofar úr gilinu...

Þetta var hreint yndi...

Við máttum varla vera að því að ganga fyrir blaðri og mali...
en þó menn hefðu gantast með það að vera bara í pottinum þennan dag
vildi enginn missa af hita og svita fjallgöngunnar sem gefur þessa ljúfu þreytutilfinningu
sem kallar á notalegheitin sem maður á svo skilið um kvöldið :-)

Beint eftir snjóhríðina opnaðist himininn að hluta... og svo gekk enn önnur hríðin yfir...
svona gekk þetta allan daginn, kvöldið og nóttina fram á sunnudagsmorguninn...

Smá snjófíflagangur hér...

Snjóhengjur eru til að æfa sig í :-)

Sóley sem var að mæta í sína fyrstu göngu með hópnum var ekki lengi að toga Örninn úr snjóhengjunni :-)
Sjá myndir Gústa á fésbókinni teknar ofan frá !

Fullt af fallegum fjalla-ásum þarna kringum Heklu sem fáir hafa gengið á nema helst gangnamenn og heimamenn :-)

Landslagið var stórskorið og fjölbreytt um Næfurholtsfjöllin...

Hálka á köflum undir ferskum snjónum en fyrir tveimur vikum var lítið um snjó á þessu svæði...

Stemningin þétt og glatt á hjalla...

Enn ein hríðin skollin á...

Þetta var algert æði... skíðagleraugun, lúffur og hálkubroddar... mikið var þetta gott :-)

Elskulegir félagar Toppfara... einstakt fólk í alla staði og skemmtilegasta fólk ever !

Efri: Örn A., Aðalheiður Eiríks., Örn, Sóley, Gylfi, Lilja H., Lilja Sesselja, Jóhann Ísfeld, Sigga Sig., Steinunn Sn., Heiðrún, Guðmundur Víðir, Halldór, Sigga Rósa, Guðmundur Jón, J'ati, Irma, Ingi, katrín og Jón.
Neðri: Roar, Gústi, Helga Bj., Njáll, Arna, Vallý, Valla. Sólveig, Súsanna, Jóhanna Fríða, Helga Edwald, Heimir, Rikki og Bára tók mynd.
Engir ferfætlingar með í för enda flestir að gista í sveitinni um helgina.

Það munaði ekki miklu að farið væri í suður í átt að Næfurholti og þar yfir brúnna á Rangá og til baka í Rjúpnavelli
en þar sem of mikil óvissa var með undirlag, veður, vegalengd og tíma var ákveðið að fara hringleið um fjöllin og til baka sömu leið meðfram ánni um efri brúnna... og það var eins gott því hin leiðin er lengri og hefði án efa tekið af okkur afslappaða sundferð
og komið okkur seinna inn í kvöldið...

Rösklega var gengið til baka...

... og áð á köflum til að þétta því menn voru bara að njóta snævi þakinna fjallanna...

Hinar heimaprjónuðu jólahúfurnar a la Valla...
prjónakonurnar í Toppförum sýna sannarlega meistaratakta :-)

Stefnt var að brúnni norðan megin...

Stundum er gott að ganga bara einsamall og njóta óbyggðanna...
víðáttunnar og fegurðarinnar sem umvefur mann oft á kyngimagnaðan hátt svo engar myndir né sögur geta lýst...

Fínasta leið niður eftir...

Búrfellið kom og fór í snjóhryðjunum...

Flottur klettur... hér hefði verið hægt að taka mergjaða hópmynd...

... en við síðustu óþekkalingarnir tókum bara einkamynd af okkur
Lilja H., Gústi, Sóley, Súsanna, Heiðrún, Sigga Sig., og Ingi en Bára tók mynd.

Snjórinn lék sannarlega aðalhlutverkið í þessari göngu :-)

Nú gekk á með snjóhríð meðan fyrstu menn biðu eftir þeim síðustu...

Svo fallegt í hríðinni og allir orðnir hvítir...

...svo við rifjuðum upp nokkrar snjógöngur gegnum tíðina...

Jólapilsið hennar Lilju sem er algert meistaraverk... hrímaðist....

Komin að brúnni og samt tæpir 5 kílómetrar eftir til baka í bílana...

Mikið var yndislegt að taka svona létta göngu í notalegheitunum og bara vera til með dásamlegum göngufélögum...

Jebb, ullin nýtir bara snjóinn til eingangrunar :-)

Bláugellurnar klikkuðu ekkert á bláa litnum niður eftir öllu :-)

Hinir jólasveinarnir... rauðir á hefðbundinn máta voru ekkert síðri
en vá hvað við hin skulum taka okkur taki og þemast betur á næsta ári !

Eru það húfurnar sem gefa þennan sérstaka anda sem alltaf ríkir í þessum jólagöngum eða...

Nýliðarnir gáfu ekkert eftir frekar en við var að búast :-)

Það getur verið flókið að vesenast í búnaðinum í vetrargöngunum :-)

Bakaleiðin um Rangá var gullfalleg...

... og nú tóku menn betur eftir giljunum sem skerast niður í ánna og við fórum um ofar...

Þetta var hrein dásemd...

Tröllkonugilið að lenda í ánni...

Snjóhríðin var beint í fangið í bakaleiðinni þegar hún mætti á svæðið..

... en annars var þetta að mestu kyrrlátt og gott alla leið...
og öftustu bekkingarnir fengu sér aðeins í st... síðasta kaflann...

Rökkrið seig á í lok göngunnar og við höfðum fínan tíma til að fara í pottinn... 

Alls 15,5 km á 5:05 - 5:16 klst. upp í 475 m hæð með alls hækkun upp á 705 m miðað við 176 m upphafshæð.

Sjá leiðina á korti... fullt af spennandi göngum þarna í nágrenninu bíða jólagleði Toppfara næstu árin...
Rauðöldur og Rauðölduhnúkur í fjallsrótum Heklu á næsta ári og svo skal ekki kjaftað frá fleiru...
en þetta er allt planað allavega þrjú ár fram í tímann :-)

Myrkrið kom á akstursleiðinni að Hellu í hálku og snjó með sveitina óskaplega jólalega...

Álfasteinn var skreyttur hátt og lágt...

... og jólahlaðborðið fékk smám saman á sig hátíðlegan blæ...

BláuGellurnar komu meira að segja með blátt áfengi í gleðina... fyrir utan sparifötin og... og...

Gústi sagðist eingöngu ætla að drekka einn bjór :-)

... en svo gekk hann milli karlmanna og hver og einn fékk sinn sopa...
og konurnar hættu ekki fyrr en þær fengu sinn sopa líka !

Heiðrún og Ingi fengu kossamyndina frá í fyrra á Búrfelli :-)
en þá ríkti einnig sérstakur andi... þær eru aldrei eins þessar jólagöngur...

Drottningarnar í eldhúsinu réttu svuntuna til nýliða ársins... þ. e. þeirra sem voru að koma í sína fyrstu jólagleði :-)

Njáls, Halldórs, Játa, Sóleyjar og Sólveigar...

... og svo var fíflast og gantast í alls kyns skemmtiatriðum...

... þar sem Ingi vann hrútakeppnina...

... milli þess sem við fengum okkur að borða... forrétti...

...aðalrétti...

 og eftirrétti... en Sigga Sig kom auðvitað með afmælisköku fyrir sig og Ágúst...

Bláu brandararnir héldu áfram og áttu að hita upp fyrir bláu myndirnar sem yrðu sýndar síðar um kvöldið...

... og Ágúst fékk nýja sundskýlu...
að þessu sinni bláa heklaða sem ekki klæjaði undan í stað þessarar bleiku sem hann fékk í fyrra og hann klæjaði undan...

Heiðrún bað strákana um að knúsa bangsann
af því karlmenn Toppfara hefðu orðspor á sér fyrir að vera einstaklega mjúkir menn :-)

... en það fór eitthvað út úr böndunum... :-)

... and the beat went on...

... í gleði og glaumi fram eftir öllu...

Jú, hópmynd er alltaf tekin í jólagleðinni líka...

... og það tókst !

Frábær mynd fengin að láni frá Ágústi af fésbókinni :-)

Magnaður hópur að geta raðað sér svona upp alls 36 manns :-)

Rikki og Sigga Rósa komu með tónlistina...

... og það var sungið þar til heftið var búið :-)

Nepalfararnir mættu auðvitað með Rhukri rommið :-)

... og bjórinn var blár í boði BláuGellanna :-)

... en klukkan var hálf tvö um nóttina þegar skemmtiatriðum lauk og söngurinn tók við :-)

Þeir sem þá fóru í bæinn fengu jólalegt veður...

... þar sem snjóaði út í eitt...

... og Álfasteinn var kvaddur með trega enda glumdi gleðin enn inni...
og menn nutu sunnudagsins í sveitinni í fallegu veðri áður en jólagleðihelginni loksins lauk...

Yndisleg jólahelgi í einstakri stemningu
sem er sannarlega orðinn ómissandi hluti af aðventunni í lífi Toppfarans :-)

Hjartansþakkir elsku Ágúst fyrir að gefa okkur færi á að upplifa svona einstök jólalegheit í sveitinni...
og elsku BláuGellurnar fyrir gleði og hlátur og skemmtiatriði sem aldrei gleymast
og öllum hinum sem buðu upp á skemmtiatriði, ljúft faðmlag og notalega samveru þessa helgi
því án ykkar allra væri svona helgi ekki möguleg :-)