Tindferð 112
Grunnbúðir Everest og Kala Pattar í Nepal
11. - 18. október 2014
II. Annar
ferðahluti af þremur
Göngudagur
þrjú til sjö
Namche Bazaar 4.330 m - Tengboche 3.867 m - Dingboche
4.260 m - Lobuche 5.003 m
16. - 20. október 2014
Sjá I. ferðahluta:
http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp_111014.htm
Sjá III. ferðahluta:
http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp3_211014.htm
... 2. Hluti ...
Ferðadagur 6 - Göngudagur 3
Fimmtudagurinn
16. október 2014 "Rest day at Namche Bazaar (3440 m) for acclimatization. Namche is tucked away between two ridges amidst the giant peaks of the Khumbu and has an abundance of lodges, tea shops and souvenir shops as well as a magnificent outlook. It is an ideal place to spend a rest day for acclimatization to the high altitude before heading off towards Tyangboche. For the acclimatization you walk upto Khhumjung where you can visit monastery. Khhumjung is densely populated by Sherpa community. You can also enjoy the splendid views of Everest, Ama Dablam, Thamserku, Nuptse, Lhotse, Tawche, Kwangde and so on. Or you can have an hour walk up to the Syangboche (3800m.) where Everest View Hotel is situated above Namche for the outstanding view of Everest, Nuptse, Lhotse, Ama Dablam, Thamserku and Kusum Kangaru. There is also good views from the National Park Centre and Museum just above the town. This museum exhibits Sherpa culture."
Hvíldardagurinn í Namche var vel
þeginn og vel nýttur...
Nú sáum við þorpið eins og það liggur
í boga inni í þessu litla himinháa dalverpi mitt í snarbröttum
hlíðum Mjólkurárdalsins...
Morgunmatur kl. 7:00
Sólin hækkaði á lofti og allt varð svo óskaplega fallegt í samanburði við hráslagann frá því kvöldinu áður...
Við viðruðum okkur í rólegheitunum á
pallinum fyrir utan hótelið og græjuðum fyrir morgungöngu upp í
efstu brúnir
Morgunsvalinn niðri í dalnum ennþá en við vorum á leið upp í sólina...
Namche Bazaar þorpið liggur í mörgum
stöllum í bröttum hlíðunum... og hver staður er nýttur...
Fullt af búðum...
Já, meira að segja keðjubroddarnir
"okkar" voru til sölu þarna... fjallgöngubúnaður í röðum um allt...
Við vorum hins vegar á göngu... ekki
að versla og gengum framhjá öllum gluggunum og vörunum sem raðað var
um allt...
Dýptin í þessum dölum sem skerast inn að Everest er sláandi mikil...
Smá hópmynd... þetta var svo ótrúlega
mergjaður staður til að vera á...
Og ekki versnaði það... vorum við
virkilega þarna... ? ... með skagandi fjallstindana um allt...
Frost í jörðu... við vorum komin í 3.440 m hæð og því var kalt á nóttunni en sólin sá um að hlýja öllum og öllu yfir daginn...
Tjaldbúðir bresku ferðaskrifstofunnar
Exodus... þeir eru alltaf með allt á hreinu...
Formlegur inngangur að sléttunni fyrir ofan þorpið þar sem var safn...
Khumjung-fjallgarðurinn gnæfði yfir í vestri og gefur mikinn svip á svæðið...
Uppi á sléttunni tóku
yfirþyrmandi
fjallstindarnir við úr hinum áttunum...
...en fjær Lhotse og svo Everest...
ásamt öllum hinum tindunum... ... við trúðum varla okkar eigin augum ...
Og svo hófust myndatökurnar...
Allir vildu mynd af sér hér í tilefni
af því að sjá Everest í fyrsta sinn með berum augum í lífinu...
Við gátum ekki hætt að horfa...
Já, magnaðir fjallstindar allan
hringinn í kringum okkur...
Sam vissi sem var að þetta tæki
tíma... og settist bara í grasið á meðan :-)
Já, það var ekki skrítið að við gætum
ekki hætt að horfa... Everest þarna fyrir aftan efst vinstra megin og Ama Dablam
hægra megin...
Þessi hópmynd var send til Íslands
gegnum fésbókina... fyrsta hópmyndin með Everest í bakgrunni...
... vorum við virkilega þarna ?
Ama Dablam 6.856 m... ekki skrítið að menn
vilji klífa hann... sumir segjast fara á þetta fjall frekar en
Everest þar sem "allir séu þar"...
Og gerð var kvikmynd um ferðina sem
sumir horfðu á í flugvélinni á leið til Nepal...
Sjá fleira um þessa ferð hér:
Á þessari magnaðri útsýnissléttu er
verið að reisa minjasafn um Tenzing Norgay... http://www.tenzing-norgay.com/pages/tenzingnorgaysherpa.html https://en.wikipedia.org/wiki/Tenzing_Norgay
... já, spurning hvort hann hafi verið skrefi á undan Edmund Hillary... https://en.wikipedia.org/wiki/Edmund_Hillary
Flott stytta úr bronsi... verður
áhugavert að skoða myndir af seinni tíma göngumönnum upp í
grunnbúðir
To all those who walk this path: "Be Great, Make Others Great"...
Nokkurn veginn sú lífssýn sem
einkenndi Edmund Hillary sem gerði allt sem hann gat til
uppbyggingar á þessu svæði... Að lesa ævisögu hans er vel þess virði fyrir eða eftir Nepalferð því árangur hans við uppbyggingu á svæðinu er aðdáunarverður...
Nepölsku vinnumennirnir að höggva grjótið í ferninga til hleðslu á safninu...
Þekktir sjerpar sem lagt hafa sitt af mörkum...
Þessi leiðsögumaður var alltaf með
bros á vör...
Á sléttunni var mjög áhugavert safn um fjallamennskuna í Sagarmatha þjóðgarðinum og um náttúruna...
Dýralífið...
... fjallgöngusöguna...
Broddarnir hér áður fyrr... ekki beint stífir gönguskór þarna á mynd líklega :-)
Húsmunirnir...
Náttúruöflin á svæðinu... flóð, skriðuföll...
Við skrifuðum nöfnin okkar í gestabók safnsins og vorum auðmjúk að fá að vera á þessum stað...
Sjerpahúsin... 10-12 m löng og 4-5 m
breið úr timburgrind með steinhlöðnum veggjum einöngruðum með leir
og svo hvítþvegið.
Sagan af fyrstu Everestferðunum er
ótrúlega skemmtileg...
Tíbetleiðin lokaðist af pólitískum
ástæðum árið 1950 sem er aðalástæðan fyrir því að Everestgöngur hafa
aðallega verið farnar Nepalmegin
Og þá hófst kapphlaup þjóðanna um hver
þeirra væri fyrst á hæsta tind heims...
það er magnað að lesa
þetta í ævisögu Hillary og fleiri slíkar bækur þar sem menn kepptust
líka um pólana...
Í heildina hafa yfir 1.000
fjallgöngumenn á aldrinum 19 - 60 ára Að minnsta kosti 100 manns hafa farist á fjallinu, oftast vegna snjóflóða, falls ofan í jökulsprungur, kulda eða háfjallaveiki...
Þessar tölur breyttust vorið sama ár
og við vorum þarna... og áttu eftir að breytast enn meira vorið á
eftir árið 2015...
Myndir og gripir Nepalbúa Khumbusvæðisins...
Eftir sérlega notalegar stundir á
brún Namche Bazaar héldum við aftur niður í þorpið í hádegismat...
Við vorum sannarlega undir ekki bara hæstu fjöllum heims heldur og fegurstu...
Efst í þorpinu... sjá þröngt dalverpið þar sem þorpið liggur í lítilli skál... neðar taka við snarbrattar hlíðarnar alla leið niður í nánast undirlendislausan botninn sem samanstendur eingöngu af jökulánni sem safnar smám saman öllum fallvötnum úr fjöllunum í kring...
Sannarlega sérstakasta þorp sem við höfðum nokkurn tíma komið í og eflaust flest okkar munu komast í í lífinu...
Það var auðvelt að afvegaleiðast
þegar farið var gegnum þorpið... freistingarnar alls staðar...
Vörumerkið þeirra sést á pokanum
hér... verðlagið var ekki nepalskt heldur hálf vestrænt...
Namche Bazaar er "höfuðþorp" sjerpanna sem búa í fjöllunum... og því var þetta síðasti staðurinn þar sem hægt var að ná í reiðufé... en það var ekki sjálfgefið að hraðbankinn virkaði... né að það væri nægir peningar til í honum... þjálfarar lentu í vandræðum og fleiri sem þarna voru...
Eftir veglega verslunarferð í
sjerpabúðinni var haldið niður þorpið í hádegismat
Einn lækur rennur gegnum þorpið... þar ná menn sér í vatn...
... og þvo þvottinn á grjótinu...
... og hengja til þerris á grjótveggnum sem varðaði þorpið neðan frá...
Sjerpajakki og sjerpaflíspeysa og sjerpahúfa...
Nepölsku peningarnir...
Við fengum mjög góðan hádegismat
eftir ævintýralegan morgun...
Södd og slök héldu menn út í þorpið
eftir mat og nutu þess að geta gert hvað þá langaði til...
Fátæktin í Nepal var stundum
sláandi...
Þau sem höfðu lent í mælingahópnum í Lukla fengu mælingar á sér aftur í Namche af teyminu sem rannsakar háfjallaveiki...
Þjálfarar lentu ekki í þessu úrtaki
en gátu fengið mælingu á sér: Væri frábært ef ritari gæti fengið mælingar fleiri úr ferðinni þar sem við náðum ekki að vera viðstödd þegar aðrir voru mældir !
Og þá var verslað...
minjagripi eins og þennan sem fékkst líka appelsínugulur og rauður
Menn fundu aðra sjerpabúð... mun
ódýrari... og þá vorum við strax komin í að kalla dýru búðina
"alvöru sjerpabúðina" og þessa "eftirlíkinguna"... af því
markaðsvæðingunni hefur tekist að greipa það inn í okkur greinilega að hlutirnir geti ekki verið í lagi ef
þeir eru ódýrir... og þeir séu eingöngu einhvers virði ef þeir eru
dýrir... sama hversu lélegir þeir svo reynast...
Reynslan af fatnaðinum var eina alvöru leiðin til að meta hvor búðin var með "alvöru" eða "ekta" og hvor "eftirlíking"... og niðurstaðan var hvergi að sýna fram á að önnur varan væri betri en hin... allt framleitt í sömu verksmiðjunum... og svo er bara sett ákveðin vörumerki á fatnaðinn og þaðan ræðst verðið... þörf vesturlandabúa á að kaupa "alvöru vöru" með því að borga hátt verð kallar fram þá verðlagningu sem ríkir í útivistarfatnaðarbransanum því miður... einfaldlega lögmál framboðs og eftirspurnar... verð teygist eins hátt og kaupandinn er tilbúinn til að greiða alveg óháð virði vörunnar í raun... það er til hugtak yfir þetta í hagfræðinni... "teygni" eða eitthvað álíka... man það ekki !
Þegar húmaði að og sólargeislarnir
yfirgáfu þorpið en héldu áfram að lýsa upp fjallatindana
yfirgnæfandi
Engu líkt að upplifa þetta...
... og þegar sólin hvarf tók tunglið við að lýsa fannhvíta tindana upp í myrkrinu...
Inni skoðuðum við
þjálfararnir allt sem við höfðum
keypt... nánast allt í Namche... primaloft úlpu og vesti, jakka,
húfur, ennisbönd,
... keyptu sér líka sjerpa-poka (duffelbag) og gátu þar með sett allt sitt í hann það sem eftir var ferðar...
... og settu sig í spor
burðarmannanna sem þurftu að bera þetta fyrir okkur alla leið
upp í grunnbúðirnar
Skák og spil fylgdu okkur í ferðinni
og styttu stundirnar á kvöldin...
Kvöldmaturinn var mjög góður... Chow
Mein og vorrúllur
Þetta kvöld datt
Katrín niður 1 m af pallinum fyrir framan útidyrnar en varð ekki
alvarlega meint af en meiddist þó talsvert...
Menn reyndu að ná símasambandi heim
til Íslands en það gekk erfiðlega... "Heyrði í Arnari smá í kvöld gegnum Viber, mjög lélegt samband og enduðum á að sms-ast gegnum Viberinn. Allt ok heima en Hilmir (9 ára) lítill í sér. Þeir höfðu haft áhyggjur af okkur enda versnandi fréttir af snjóflóðinu og óveðrinu. 250 manns saknað, margir látnir og allir slegnir hérna en ákveðnir í að láta allt ganga sinn vanagang samt. Mjög góð veðurspá á morgun og næstu daga. Kalt hér á kvöldin og nóttunni. Kvíði kuldanum ofar en verður vonandi ok. Sakna Hilmis mikið og strákanna. Finn til að skilja hann svona eftir þó hann sé í góðum höndum. Er búin að ákveða að fara ekki aftur í svona langa ferð í burtu. 1 vika er fínt og skaðar ekkert, 2,5-3 v. er fyrirhöfn og sársaukafull fjarvera frá Hilmi, heimilinu og fjölskyldu". Tilvitnun lýkur.
Já, þetta er meira en að segja það en
þetta var önnur ferð þjálfara erlendis með Toppfara sem tekur svona
langan tíma... -------------------------------------------------------------------------- Ferðadagur 7 - Göngudagur 4
Föstudaginn
17. október 2014 "Trek from Namche Bazaar to Tyangboche (3867 m.) which takes about five hours. Leave the village for a climb to the top of a ridge and level mountain path that offers an excellent panorama of Thamserku, Kantega, and Kusum Kangrib. To the right there is a steep cliff that drops down to the Dudh Koshi, faintly visible on the valley floor below. Make your way around a branch ridge, and Ama Dablam (6812m) Everest, Lhotse, Nuptse (7855m) and Tawoche (6501m) suddenly appear. After a gentle descent the mountain path ends; you will come to the fork leading to Gokyo. You descend past two tea houses through the village of Trashinga. Though you cannot see it, you can hear the Dudh Koshi and soon you descend to the river and arrive at Phunki Tenga. It is a long climb to Tyangboche; the first half is especially steep. As you climb through the forested zone, the incline eases and a splendid view appears. You continue climbing the mountainside diagonally until you come to the stone gate built by lamas which marks your entry into Tyangboche (3860m). You may use the large plateau in front of the splendid monastery as your campsite. There are a lodge and hotel managed by the National Park Service. Tyangboche is an important lookout point on this course, and the sunset on Everest and Ama Dablam is especially beautiful".
Morgunmatur kl. sjö... hafragrautur í það sinnið sem smakkaðist vel...
Rjómablíða í morgunsvalanum... heiðskírt og dásamleg fjallasýn...
Katrín spræk eins og alltaf þrátt
fyrir að hafa fallið einmitt hér niður kvöldið áður í myrkrinu undir
stjörnunum og tunglinu...
Burðarmennirnir voru augljóslega
áhyggjufullir yfir aukningunni á farangrinum eftir verslunina
deginum á undan
Ambír Rri yfir-burðarmaður...
Shanti Ram Nepali
Ég bað þá alla um að skrifa nafnið
sitt í bókina mína... og skrifaði sjálf framburðinn við hliðina...
Dhurba Nepali
Diga Bahadur
Satang Nepali
Fleiri nöfnum náði þjálfari ekki í
bili... þeir urðu að rjúka af stað enda löng og ströng leið fyrir
höndum...
Rishi lét okkur hita vel upp í byrjun
göngunnar...
Farið var svipaða leið og morguninn áður gegnum þorpið og verslanirnar allar...
... beint upp stígana ofan við þorpið...
Við kvöddum þetta ógleymanlega þorp
sem við áttum svo eftir að sofa aftur í í bakaleiðinni...
Hæðin sagði aðeins til sín... súrefnið ekki hundrað prósent og mikilvægt að fara rólega upp þéttar brekkurnar...
Nepölsku börnin alltaf glöð og til í að gefa fimmur eða hvað annað skemmtilegt :-)
Mörg nafnanna á veitingastöðunum og gististöðunum voru ansi krúttleg...
Khumjung fjallgarðurinn í baksýn og eitt tehúsið af fjöldamörgum á leiðinni...
Litið til baka út eftir dal
mjólkurárinnar miklu... hvítu jökulárinnar Dudh Khosi...
... en til þess að komast inn með þessum dal var annað hvort að ganga utan í hlíðunum eða niðri í botninum sem oft var ekkert annað en áin eftir því sem ofar dró, ólíkt fyrstu dögunum þegar láglendið var svolítið í botninum þó við værum sífellt að fara yfir brýr á milli hlíðanna eins og þurfti til að komast áfram inn eftir...
Algerlega mögnuð gönguleið sem kom
ánægjulega á óvart þar sem fegurðin, dýptin, litadýrðin,
stórfengleikurinn
Að ganga utan í þessum hlíðum... með þessa fjallstinda allt í kring ofan við okkur... svona langt uppi...
... svo smá og berskjölduð fyrir náttúruöflum sem við skynjuðum mjög sterkt að væru margfalt sterkari en við...
Litið til baka í áttina að láglendinu
mörgum dagleiðum neðar... þaðan sem við komum dagana á undan...
Það var ekki hægt annað en staldra endalaust við og horfa og mynda...
Smátt og smátt nálguðumst við Everest... vinstra megin... og Ama Dablam... hægra megin...
... grunlaus um að þetta var bara byrjunin...
Litið til baka eftir stígnum okkar með Khumjung fjallgarðinn sérkennilega í baksýn...
Stupha... bænahús þar sem við áðum og fórum á vafasamt salerni af náttúrunnar hendi...
Heilagur andi á þessum stað og
andrúmsloftið sérstakt...
Stundum áðum við á sama stað og
burðarmennirnir... þeir sóttu ekki í okkur sérstaklega enda eflaust
léttara að spá sem minnst í þessa ofdekruðu vesturlandabúa sem létu
bera allan farangurinn sinn...
Ama Dablam var í huga margra okkar allra fegursta fjall sem við höfðum augum litið...
Dýptin sést aðeins hér... já, við vorum sannarlega á ævintýralegum slóðum...
Bræðurnar hennar Dimmu... englarnir Hjölli og Anton með Thamserku 6.608 m...
Sjá dökka hrygginn sem liggur brúnn
og skógi vaxinn þvert yfir dalinn... þangað ætluðum við...
Hér sést leiðin betur sem var
framundan... niður hér vinstra megin... alveg niður í dalinn því
miður...
Taboche Peak 6.367 m... sjá þorpin á
láglendishillunum utan í hlíðunum...
Everest þarna í fjarska innst... við urðum að taka aftur mynd af okkur á þessum magnaða stað... Ambir, Gylfi?, Steinunn Sn., Anton, Katrín Kj., Jóhann Ísfeld og Sam.
Þarna á leiðinni var ný tegund af
"betli" sem leiðsögumennirnir bönnuðu okkur að taka þátt í...
Við vorum í október... sem þýddi haustlitir um allt... sem gaf leiðinni töfrandi ljóma...
Alls kyns fólk og fénaður fór um
göngustígana aðrir en við... jakuxarnir eru megin burðardýr
svæðisins...
Stundum ansi mikill bratti á hægri
hönd og mikilvægt að muna að halda sig alltaf fjallsmegin
Já, aftur hópmynd... þetta var svo magnað að vera þarna...
Smá götusala á áningarstað á leiðinni... hér keyptum sumir Nepalmerki sem enduðu á bakpokunum...
Nú komum við að gatnamótum... áfram upp að Tyangboche (Tengboche) eða upp að Gokyo sem er önnur þekkt leið eða til baka til Namche sömu leið eða efri leiðina gegnum Khumjung... en þá leið áttum við eftir að fara í bakaleiðinni og skoða Yeti-höfuðleðrið og Hillary skólann og fleira... mjög merkilegur staður...
Fljótlega tók stígurinn að lækka niður í dalinn...
... smátt og smátt og þá jókst brattinn á hægri hönd... hvílík leið...
Nú mættum við burðarmönnum með
stórmerkilegan farangur... en farangur þeirra átti oft eftir að láta
okkur taka andköf...
... maður skammaðist sín fyrir að vera bara með bakpokann sinn á bakinu...
Ekki annað hægt en taka ofan fyrir þessum mögnuðu mönnum...
Hvíldarpásur útpældar svo þeir gætu haldið áfram kílómetrunum saman...
Ekki stórir og miklir menn sem manni
fyndist meira við hæfi að bæru þessar hurðir...
Sjá höldurnar yfir höfuðið til að geta haldið á þessu og haft þær stöðugar á göngu...
Það var hreinlega
erfitt að horfa upp á þetta en umræður leiddu í ljós ýmis
sjónarmið... þetta er vinna og tekjulind fyrir menn sem hugsanlega
fengju ekki aðra vinnu... um leið voru þetta hálfgerðar misþyrmingar
og misnotkun á líkömum manna sem ekki entust lengi í þessu...
Eftir á grunaði mann að þeir væru að
fara upp í Dingboche þar sem við áttum eftir að sjá heilmiklar
smíðar...
Botninn á dalnum nálgaðist óðum... vá, sjá gljúfrið neðst... ekki mikið um láglendi þarna...
Sjá manninn hér á vinstri hönd
sitjandi á hestinum...
hann var augljóslega veikur... háfjallaveikur sögðu
leiðsögumennirnir...
Svo óskaplega fallegir litir þarna... tandurhreinir eins og af upprunanum sjálfum væru...
Áning reglulega á leiðinni... og þá var gaman að fylgjast með umferðinni fara framhjá...
Sam, Rishi, Guðrún Helga, Katrín Kj., Hjölli og Doddi... magnaðir ferðafélagar eins og allir í þessari ferð...
Jóhanna Fríða og Valla sáu um að flagga íslenska fánanum í ferðinni...
Doddi var með smáforrit sem slóðaði okkur alla leiðina og menn gátu fylgst með heima á veraldarvefnum...
Jahá... Ama Dablam...
Hádegismatur í þorpinu Trashinga...
Við gátum setið úti í sólinni meðan verið var að elda matinn sem við pöntuðum...
Drykkirnir kenndir við Ama Dablam...
... skemmtilegt hvernig nöfnin á vatninu breyttust eftir því sem ofar dró í samræmi við landslagið hverju sinni :-)
Maturinn... eigum við eitthvað að
ræða hann... hann var mjög góður til að byrja með... ... sjáiði bara svipinn á Rósu ! :-) :-) :-)
Dæmigerð uppröðun á
veitingastaðnum... stórar borðkistur upp með veggjunum og stólar og
bekkir bak við
Eftir góðan hádegismat var kominn
tími á að halda aftur af stað niður að ánni...
Við þveruðum mjólkurána á brú...
... og gátum skoðað landslagið niðri
í dalnum sem var ekkert nema áin og svo brattar hlíðarnar aftur
upp...
Skugginn af brúnni og okkur á henni hér...
Fallandi klettur...
Þar sem eitthvurt láglendi gafst...
var komið hús og stétt og smá þorp jafnvel... hvernig skyldi öllum
þessum húsum og þorpum reiða af eftir jarðskjálftana sem urðu svo
vorið eftir okkar ferð? ... við vorum enn að spá í það okkar á milli
nú árið 2017
Nú tóku burðarmenn með undirstöður fram úr okkur...
Fyrir þjálfara og aðra Toppfara sem
hafa byggð sér sumarbústað síðustu ár
... við vorum farin að
smíða heilu húsin við að fylgjast með burðarmönnunum...
Fjallasýnin breyttist sífellt eftir því sem innar dró og nýir tindar litu niður á okkur...
Stórfengleikurinn framundan kom smám saman betur í ljós...
Hjarta í skýinu... og við okkur blasti snarbrattur klettaveggur Tawoche (6.501 m) ?
Við fengum okkur öll mynd með þessari sýn...
Örn mældi hitann...
... 26,6 gráður... já, það var heitt niðri í dalnum við ánna...
Upp úr dalnum þurftum við að ganga
upp þéttar brekkurnar upp að klaustrinu Tengboche / Tyangboche
Þarna tóku skýin að hrannast upp yfir fjöllunum...
Asnar á ferð en ekki uxar... við vorum það neðarlega í dalnum að uxarnir réðu ekki ríkjum hér...
Nauðsynlegt að hvíla sig í hverju stoppi og hlaða sig af orku...
Þyrlur reglulega á ferðinni með ferðamenn sem borga fyrir útsýnisferð... og sjúklinga sem hafa veikst á leiðinni...
Einn af þeim sem bar undirstöðurnar þurfti að hvíla sig... það var erfitt að horfa upp á þá bera svona byrðar...
Ekki mikið rusl á leiðinni en þetta
var alltaf öðru hvoru...
Doddi skrifaði leiðina með spot-tækinu sínu allan tímann...
Frábær hópur í þessari ferð... gleðin, samstaðan og stemningin sérlega góð...
Nokkrir keyptu sér bakpoka fyrir þessa ferð.... m. a. Osprey pokana frá GGSport...
Þegar skýin fóru af hæstu tindunum komu svona dýrðarinnar tindar í ljós...
Eftir um 11,8 km göngu á 7:39 klst.
komum við loksins í "Hótel Himalayan" í Tengboche...
Gott að vera komin... þetta var strembinn dagur...
Þarna fjær ómaði sjálft
munkaklaustrið sem átti eftir að gefa okkur einstaka upplifun...
Gott að hvíla sig
:-)... og spjalla og anda og drekka... Og fara í sturtu maður !... það var löng biðröð en sannarlega þess virði ! ...en í dagbókinni hafði ritari skrifað: "yndisleg sturta sem var sú fyrsta í þrjá daga, kostaði 420
rps eða 400 isk,
Flott 2ja manna herbergi með glugga og fallegu útsýni annað hvort niður eftir dalnum yfir farinn veg...
Gps-bókhaldinu haldið til haga...
Við vorum á annarri hæð... þetta var flottur gististaður þó fábrotinn væri...
Langskemmtilegasti afgreiðslumaður
ferðarinnar var þessi kona hér... í Tengboche...
... alltaf glöð og brosandi og alúðleg... eins og sá í Namche... gleymum aldrei þeim tveimur allavega :-)
Heitt og blautt handklæði til að þvo sér fyrir matinn... hvílíkt gott maður !
Núðluréttur og súpa... flottur matsalur og þétt stemning...
Farið á veraldarvefinn og reynt að setja inn færslu af ferðinni á hverjum degi...
Spjallað...
... og spilað...
... og spáð í fjallaspilin framundan...
Eftir matinn og kvöldspjall var farið
snemma í rúmið... skrifað í dagbókina og svo lagst á koddann um
tíuleytið...
Í dagbókina skrifaði ritari meðal
annars: -------------------------------------------------------- Ferðadagur 8 - Göngudagur 5
Laugardagurinn
18. október 2014 "Trek from Tyangboche to Dingboche (4260 m.) which takes approximately five hours. Leave Tyangboche and the Khumbu mountains as a backdrop-and descend a rhododendron covered area to emerge to a pleasant level area. Being welcomed by a long Mani stone wall you enter the village of Deboche. You continue to Minlinggo and leave the mountain path to cross over a suspension bridge to the left bank of the Imja Khola. Climb the mountain path while looking up at Ama Dablam and Kantega (6779m) as they appear on the opposite bank. Ascend the chorten-lined route, come to a fork, the upper path passes Pangboche and a monastery, take the lower path to Pangboche Olin and its stone wall-enclosed potato field. Pass through the village and cross a stream to a path skirting a rocky area to terraced hills along the riverbank. The trails climb slowly, winding above the Imjatse River, to a big Mani Stupa. From here, the walk is fairly moderate as you enter the Imjatse Valley beneath the mighty peaks of Ama Dablam, Nuptse and Lhotse with views of the eastern snow capped mountains including the Island Peak or Imjatse (6,189m). Dingboche is a beautiful patchwork of fields enclosed by stone walls protecting the crops of barley, buckwheat and potatoes from the cold winds and grazing animals".
Salernið svolítið sérstakt... maður
horfði niður í gegnum gluggann þegar maður var að athafna sig...
Vindvarnirnar á þakjárninu... grjótpokar... já, spurning...
Útsýnið úr gluggunum á stigaganginum...
Daginn eftir var kuldalegt út að líta en mjög tignarlegt...
Klaustrið löngu vaknað og söngurinn ómaði...
Það var gott að rjúka aðeins út áður
en maður fengi sér morgunmat og taka stöðuna á veðri og vindum...
Ferðalýsingin, Everestbókin, lyklarnir af hótelherberginu og gms-síminn...
Morgunmaturinn var jafn góður og kvöldmaturinn... þjálfari stalst til að smella af mynd inn í eldhúsið...
Egg, ristað brauð, hafragrautur,
grænmeti, vatn...
Sólin að koma upp og heiðskíran blasti við okkur ofan fjallatindanna...
Burðarmennirnir græjuðu sig um leið og við úti...
Ram Rai
Jit Bahadur
Bibas Nepali
Roman Nepali
Kil Kumar
Þjálfari skrifaði niður nöfn allra eins og þau hljómuðu og bað þá um að skrifa þau líka svo þetta væri rétt skrifað...
Allir að græja sig í morgunsvalanum...
Fjallasýnin var lygileg í þessari dýpt sem þarna er í landslaginu... sjá niður í dalinn....
Hótelið okkar og allir fyrir utan...
Rishi lét okkur alltaf teygja vel og taka smá upphitun í byrjun hvers göngudags...
Eina teygjumynd af hópnum já takk :-)
Bænaletrið á tíbesku...
Þetta var fallegur dagur...
Hótelið okkar... netfang og allt saman...
Nepalhúfur og vettlingar... það dugði ekkert annað ! :-)
Sólin var komin til okkar þegar við lögðum af stað...
Hópmynd fyrir utan klaustrið sjálft í Tyangboche... Rishi lofaði að segja okkur frá því í bakaleiðinni... https://www.youtube.com/watch?v=ncLUZvTYFKo
Tyangboche er trúarleg og
menningarleg miðstöðu Khumbusvæðisins...
Litið til baka á hótelið okkar sem
við áttum eftir að gista í einnig á heimleið...
Burðarmennirnir... lengst til vinstri
ekki okkar maður en svo:
Já, þarna var burðarboki þjálfaranna ! :-) ... sjá burðarbeltið utan um hann...
Við gengum frá klaustrinu og niður í dalinn aftur... undir skemmda brú...
... sem hafði fallið hér... ofan í ána...
Niðri dalnum... já, þetta var allt láglendið... rann mjólkuráin og hérna náðum við einum fallegustu myndum ferðarinnar...
... þ.á.m. myndinni hans Gylfa sem er táknmynd ferðarinnar að okkar mati...
Mynd þjálfara af Ama Dablam... hvílík fegurð... þetta var engu líkt að vera við þetta fjall...
Sjá hópinn þarna niðri hægra megin...
Farið var yfir þessa brú...
Sjá stærðina í samanburði við hópinn...
Allir fengu mynd af sér með Dablam !
Upp úr dalnum gengum við framhjá bænahúsum með vökul augu...
Hvílík gönguleið... hvílík fegurð...
Haustlitirnir nutu sín vel... þetta er góður árstími til að ganga þessa leið...
Við gengum upp úr trjálínunni og inn í grjótið þennan dag...
... þar sem útsýnið jókst með hverjum metranum upp í mót...
Hleðsla kostaði á hverjum gististað... og þá var ansi sniðugt að vera með hleðslubatterí í sólinni eins og Anton og fleiri...
Komin nær... þýðing á nafni þessa fjalls Ama Dablam - "Amai Dablang" er margs konar skv. "Trekking in te Everest Region" hans James McGuinness... ein skýringin er að þetta sé túrkísblá hálsfesti sem giftar konur bera í Nepal... efsti tindur sé höfuðið og svo koma axlirnar og hálsfestin liggur þarna á milli...
Fjölnishlaupararnir í Grafarvoginum með Ama Dablam :-)
Litið til baka á klaustrið í
Tyangboche... liggjandi þarna á smá hrygg sem liggur út í dalinn
Við héldum áfram inn eftir og smám saman dró úr öllum gróðri...
Jakuxarnir mættu okkur og voru stundum óþekkir við hirðingjana...
Brátt vorum við komin í annað þorp sem lá í uppþornuðum farvegi fyrrum skriðjökuls eða jökulár...
Salerni á leiðinni...
...þetta var ekki svo slæmt...
Nepölsk stúlka heillaði okkur upp úr skónum...
Mamma hennar vann í sjoppu einni á leiðinni...
Við gengum gegnum þorpið og þar var margt að sjá...
Búðir hér eins og annars staðar...
Sjá hleðsluna... stærri og smærri grjór raðað haganlega... þetta var samt ekkert í líkingu við Perú...
Smá snjóskafl í einum skugganum... sem sagði okkur að við vorum bara að fara upp í meiri kulda...
Við vorum að nálgast 4.000 m hæð... 3.937 metrar...
Nýbygging... skyldi byggingarefnið
sem strákarnir báru fyrr um daginn hafa farið í þetta hús?
Við héldum áfram gegnum þorpið...
Landslagið varð smátt og smátt hrjóstrugra...
Lækurinn virkjaður hér í gegn...
Pangboche í 4.000 m hæð... í þessu þorpi gista menn gjarnan ef ekki er laust í Tyangboche...
Verið að þurrka taðið...
Kaffistaðir og bakarí...
Haustlitirnir óskaplega fallegir...
Hæðin reyndi vel á... og það var eins gott að muna að drekka vel í öllu þessu vökvatapi gegnum öndunarveginn...
Sjá ánna og þorpið innar uppi vinstra megin...
Jakuxarnir mættu okkur í hrönnum í bakaleið sinni ekki með byrðar og fóru því rösklega yfir léttir á sér...
Falleg og heillandi dýr... við pössuðum okkur að vera fjallsmegin...
Þessi litli strákur var að reka þá ásamt fleirum...
Verið að þurrka þvottinn í sólinni á
einum viðkomustaðnum...
Snjófölin niður hlíðarnar og vaxandi
kuldinn minntu okkur á að við vorum að hækka okkur
Dásamleg nöfnin á veitingastöðunum... hér fengum við okkur að borða í hádeginu :-)
Fleiri göngumenn en annars urðum við lítið vör við aðra en okkur...
Vinkonurnar ótrúlega flottar og frábærir ferðafélagar...
Salernin á veitingastaðnum voru úti við...
Notalegur staður... og þá hófst höfuðverkurinn að velja tvo rétti sem hentaði sem flestum...
Svolítið langt á milli borða ef menn sátu sitt hvoru megin í salnum... sérstakt...
Sagan á veggjunum... staðarhaldari á hæstu tindum heims...
Fjölskyldan sem rak þennan stað...
Nú voru Jóhann og Valla orðin
ansi nepölsk... mjög gaman að eiga þetta þegar heim var komið...
Meðan við borðuðum breyttist veðrið úr sólríku og mildu í svalt og snjókomu og smá vind ofar...
Já, það var allt í einu orðið
kuldalegt... og þarna kynntumst við loftslaginu... heiðskíra að
nóttu og morgni...
Við klæddum okkur betur... kvenkyns
burðarmaður...
Á þessum kuldalega kafla mættum við Bandaríkjamanni sem sá íslenska fánann og kallaði á okkur...
Hann ætlaði ekki að trúa þessu og réð
sér ekki fyrir gleði...
Við tókum að sjálfsögðu mynd af
Antoni og Hjölla með Bandaríkjamanninum þar sem þeir bræður eru mjög
hrifnir af þeirri heimsálfu
Já, þetta var framundan... grjót og
kjarr... við vorum skyndilega komin í mjög hrjóstrugt landslag
En, það var einhver sjarmi yfir þessu...
Konan teymdi karlinn á hesti...
... hann virtist vera veikur... ekki sá fyrsti né sá annar sem við sáum borinn niður veikur úr fjöllunum...
Aftur yfir ánna...
Smá hópmynd áður en þokan kemur...
Þetta var kuldalegasta aðkoman í
ferðinni... eða hvað?
Grjótgarðar allt í kringum húsin...
mjög sérstakt þorp... flatt og girt af með grjóti... kuldalegt...
fátæklegt... eins og það vantaði einhverja sál í það... kannski var
það bara gróðurleysið... eða sú staðreynd að það er eingöngu
starfrækt hluta úr ári en ekki búið í því allt árið...
Hótelið okkar var neðarlega í þorpinu... þarna var búið að blása svolítið og var kalt... og því var gott að lenda í húsi...
Sjá skaflana við innganginn...
Herbergin voru í væng á bak við aðalbygginguna...
2ja manna rúmgóð herbergi en fábrotin og hvert herbergi var merkt
einum háum tindi svæðisins...
Katrín knúsaði Ambir... sem hélt á bakpokanum hennar þennan dag þar sem hún var eitthvað slöpp...
Fábrotin herbergi en ágætis rúm... og sérsalerni sem var mikils virði...
Salernin með vatnstunnu við hliðina á
og fötu til að hella vatni ofan í til að sturta niður...
Bakgarðurinn við álmuna okkar... þarna var þvottasnúra sem menn nýttu sér...
Það tók að snjóa þegar við komum í þennan kuldalega náttstað... og það snjóaði stanslaust í um eina klukkustund...
... en það var samt gott að fara í sturtu... og þessi var geggjað góð ! :-)
Jú, við vorum komin í rúmlega 4
þúsund metra hæð og ekki við öðru að búast...
Matsalurinn var heldur ekki
upphitaður nema með þessari einu kamínu á miðju gólfinu
Síðdegislúrinn í 30 mín fyrir matinn
var því tekinn með því að kappklæða sig ofan í svefnpoka til að lifa
af...
Útsýnið út um gluggann... allt orðið hvítt en það tók svo að rofa til og tindarnir birtust smátt og smátt...
Sólin kom aftur...
... og það varð bjart og fallegt...
Við fórum út og heilluðumst af þessum sérstaka heimi sem við vorum lent í...
Garðurinn hvítur af snjó...
Þvotturinn. í snjó..
Alltaf sama veðrið...
heiðskírt á daginn,
Fjallavörðurinn inn dalinn sem við áttum
eftir að ganga inn eftir daginn þar á eftir...
Í Dingboche voru heilsufarsmælingar hjá þeim sem lentu í því úrtaki... menn mældust misvel og sumir ekki með mjög góðar tölur.. Hverjar voru þær aftur ?
Rósa var 82 % í súrefnismettun og 96 í púls...
Matsalurinn orðinn pakkfullur af
göngumönnum... þetta var orðin meira alvöru stemning þarna...
Við skoðuðum veðurspánna á hverjum
degi og alltaf var spáð sól og blíðu...
Arnar og Jóhanna Fríða hafa bæði
keppt í skák,
Netsambandið ekki sérlega gott hér og orðið mun dýrara en neðar... eðlilega...
Úr dagbók þjálfara:
Matur kl. 18:00 og fórum í rúmið kl. 20:00... Úr dagbókinni: "Okkur kveið fyrir að fara í rúmið enda ískalt á herbergjunum og mælirinn sýndi hitastigið þar við frostmark... sem þýddi að maður varð að klæða sig ofan í svefnpokann til að ná upp hita... náðum samt að skrifa, lesa og stilla gps til kl. 21:00 áður en við fórum að sofa..."
Þjálfari... ritari... hélt dagbók á hverjum degi... og nú er hver lína sem hún nennti að skrifa dýrmæt... því þetta gleymist allt nema það sé ekki skrifað niður... ljósmyndir varðveita ýmislegt en það er ótrúlegt hvað margt er gleymt sem svo er lesið núna við þessi skrif... sem segir manni að menn verða að halda dagbók í svona viðburðaríkri ferð þar sem hver dagur er stútfullur af nýjum upplifunum og ævintýrum.. Úr dagbók þjálfara: "Mjög flottur dagur í dag. Mjög kuldalegt hér þegar við vorum búin að fá herbergið og þungt yfir með snjónum en svo fór að rofa til og fjallasýnin var mögnuð í allar áttir. Tók myndir og setti á Toppfarafésbókina. Ætla að setja eina mynd á hverjum degi en næ því líklega ekki með lélegu netsambandi. Keyptum eina klst. en erum ennþá á netinu svo líklega erum við með samband ótakmarkað. Nutum góðs af því í dag. Allir hressir almennt en þó sumir aðeins slappir og ég með höfuðverk og allir að finna eitthvað en ótrúlega gott ástand á öllum..." ... og síðar: "Leiðsögumaðurinn sagði þessa nótt verða erfiða og ef næsta væri það líka þá ættu menn að byrja á Diamox, annars væri óþarfi að taka það. Við Örn ætlum að reyna að sleppa þeim. Búin að vera með talsverðan höfuðverk í dag og í kvöld og er utan við mig. Fín í lungunum þannig að ég virðist fá heilabjúgseinkenni frekar en lungna..."
Þetta kvöld byrjuðu nokkrir að taka
Diamox þar sem hæðin var farin að segja til sín...
Ganga dagsins var 13,8 km á ? klst. upp í 4310 m hæð með alls hækkun upp á 941 m og lægsta hæð var 3.706 m. -------------------------------------------------------- Ferðadagur 9 - Göngudagur 6
Laugardagurinn
19. október 2014 "Rest day at Dingboche (4260 m.) for acclimatization. This is a remarkable day for acclimatization. There are some breathtaking views of the North face of Ama Dablam and the Lhotse-Nuptse ridge as you explore this beautiful valley that leads up to Island Peak. The walk is short with a good chance to relax in the afternoon. You have another option as you can hike upto Chhukum. From here you can enjoy the panoramic view of Island peak, Ama Dablaml, Makalu, Tawoche peak and others. On the same day you come back to Dingboche and have rest."
Í morgunsárið var annað hljóð í
skrokk ritara sem barðist við höfuðverk og utangáttarhátt kvöldið á
undan: ... greinilega búin að steingleyma vanlíðaninni kvöldinu áður :-)
Ama Dablam 6.586 m og
Ombigaichan 6.340 m... skarðið á milli þeirra er 6.282 m hátt...
Úr dagbókinni:
"Heiðskírt. Vaknaði
við dagsbirtuna fyrir sex eða um kl. 5:50 og leit út og sá
sólarupprásina á Tabuche-tindinum (6.367 m)
Já, það var þess virði að rjúka út fyrir myndir af fyrstu sólargeislunum á tindunum á Ama Dablam og Ombigaichen...
Litið niður dalinn... sjá skafrenninginn af tindunum vinstra megin... Thamserku (6.608 m), Kantega (6.685 m) og í hvarfi þarna Malanphulan (6.573 m).
Brattir tindar allt í kring...
Ótrúlega fallegt...
Og svo færðust sólargeislarnir neðar...
Sturtan... heit og fín... ekkert
rennandi vatn á herbergjunum og enginn vaskur... bara wc og smá
vatnsfata til að sturta niður...
Gashitunin á sturtunum...
Spegillinn og veggirnir klæddir með teppum...
Hrímið á rúðunni á herberginu...
Stuttu síðar sólin komin niður í
dalinn... og skafrenningurinn frá því um kvöldið orðinn verri
á tindunum...
Vatnið á þessum stað var m. a. kennt
við Kala Pattar... sem var hæsti punkturinn sem við stefndum á í
þessari ferð... Hafragrauturinn var góður á þessum stað, líkur okkar íslenska... og svo var egg, ristað brauð, baunir... eins og vanalega...
Staðarhaldarinn... en hún og maðurinn hennar voru í einu og öllu á gististaðnum...
... og börnin þeirra unnu líka...
Hinn hópurinn sem gisti á þessum stað var frá Ameríku...
Meðlimir í Apalaysian hópur sem var að leigja sér skó fyrir göngu á ...
Herbergið... við ætluðum í létta
göngu í rólegheitunum upp á hrygginn ofan við Dingboche sem aðskilur
það þorp frá Periche þar sem við áttum eftir að gista á
niðurleiðinni, en þar eru alþjóðlegu læknarnir með miðstöðina sína
fyrir svæðið... HRA Nimalayan Rescue Center...
Óskaplega fallegur morgun... en
snjórinn og kuldinn sagði okkur að við vorum að nálgast mun erfiðari
skilyrði en neðar...
Hótel Moonlight... svolítið sérkennilegt að gista á hóteli í 4.358 m hæð... :-)
Auðvitað klæddust menn Sjerpa-fötunum sínum !
Guðrún Helga og Rósa :-)
Tindarnir toguðu okkur sífellt til sín...
Við lögðum af stað um 8:30 afslöppuð og glöð með einfaldleika dagsins...
Snjórinn sem lá yfir öllu bráðnaði smám saman í sólinni... til þess eins að koma aftur kvöldið á eftir...
Menn voru missterkir þennan dag á göngu... einhverjir slappir og Jón orðinn veikur í maganum...
Engin leið að lýsa fjallasýninni sem umvafði okkur á þessum stað...
Komin upp á brún á brekkunni... sjá þorpið hægra megin stallað niður gamlan farveg skriðjökulsins...
Litið inn eftir...
Cho Oyu var þarna innst inn eftir...
þar sem hinn Everest-farinn á síðustu árum gekk á... http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1174241/
Komin nálægt tindunum sem gnæfðu yfir þorpið í gærkveldi og í morgun...
Í dagbókina skrifaði þjálfari:
Séð inn dal morgundagsins...
Ambir, Doddi, Arnar, Jóhanna Fríða og Rósa...
Litið til baka með þorpið fyrir neðan og tindana frá öðru sjónarhorni svona ofar...
... þetta voru tindarnir sem tóku fyrstu geisla sólarinnar snemma um morguninn...
Hópmynd með þessi óskaplega fallegu fjöll í kringum okkur:
Jón, Jóhann Ísfeld, Steinunn Sn.,
Katrín Kj., Guðmundur Jón, Jóhanna Fríða, Arnar, Guðrún Helga, Rósa,
Hjölli, Þórey og Hjölli.
Jú, aðeins lengra... þetta var hollt og gott...
Þorpið fyrir neðan og leiðin sem við komum í gær... Kantega (6.685 m) og Thamserku (6.608 m) ?
Hingað upp fór hópurinn... í 4.587 m
hæð á 1,8 km göngu á 1:36 klst... sjá 52 mín á hreyfingu og 44 mín
stopp...
Mergjaður staður til að vera á og allir enduðu á að taka mynd af sér hér...
Og auðvitað enduðum við á hópmynd með Taboche 6.367 m í baksýn ! :-)
Þjálfarar, Doddi, Rósa og Jóhanna Fríða vildu halda áfram upp... og fengu eftir smá rökræður við Rishi...
...sem var þess virði til að ná enn
meiri nálægð við þessa tinda...
Taboche (6.367 m), Cholatse (6.335 m) og Arakam Tse 6.423 m ?
4.911 m hæð á 3:03 klst. :-)
Við tókum smá krók inn eftir þessari hlíð til að sjá betur inn eftir dal Dingboche...
... sem leit svona út...
Litið niður á þorpið þar sem við gistum þessar tvær nætur...
Erfitt að henda reiður á öllum þessum
tindum og rýna í kortin eftir á...
Við hefðum viljað fara lengra...
þjálfari vildi ná 5.000 m... en vorum með lítið nesti og vatn...
Niðri stóð Sam í stórþvotti :-)
... fínt að nýta snúruna í garðinum :-)
Í hádegismat var "shepastew"... sjerpa-kjötsúpa... eins og sú íslenska nema án kjöts... mjög bragðgóð og næringarrík... Sátum og spjölluðum eftir matinn í rólegheitunum... lásum, fórum á veraldarvefinn og hvíldum okkur á herberginu...
Verðlistar, dagatal og minningar...
Everest maraþonið... frá Grunnbúðum
um Gorakshep, Lobuche, Pheriche, Tengboche og Namche Bazaar
Afgreiðslan...
... matur, vistir, brodar, hjálmar, axir...
Garðurinn okkar í sólinni... snjórinn nær ekkert endilega að bráðna ef hann nær ekki sólinni almennilega...
Keyptum okkur þetta súkkulaði í sjoppu matsalarins... það var löngu útrunnið og mjög skrítið á bragðið :-)
Smá sólbað í garðinum :-)
Arnar og Guðrún gistu í Amadablam herberginu :-)
Þann 29. maí 1953 gengu þeir á Everest félagarnir... og haldið var upp á það þegar fimmtíu ár voru liðin frá þeim sigri...
Við vorum minnt á að hugsa vel um burðarmennina okkar... ekki bara um okkur sjálf... mjög umhugsunarvert...
Eftir hvíld og rólegheit fóru þjálfarar í göngutúr um þorpið...
... og hittu nokkra í hópnum sem höfðu kíkt inn á franska kaffihúsið sem er frægt í Dingboche...
Virkilega smart kaffihús sem skýtur ansi skökku við í fábreytninni í þorpinu...
Drykkirnir í boði...
Og kakan maður ! Þórey og Kári Rúnar.
Rósa, Doddi, Jóhanna Fríða og Gylfi.
Sjá fráganginn á stéttinni... hvað var þetta aftur þarna á pokanum ?
Fjallasýnin virkilega falleg þetta kvöld...
Bakaríið var ekki síðra og þar inni sátu aðrir Toppfarar sem höfðu þvælst um þorpið og hitt hvort á annað...
Ein af nokkrum búðum í þorpinu...
Heimamenn að gera stétt fyrir utan húsið með grjóti...
Krakkarnir að leika sér með gamla barnagöngugrind...
Ný hús í smíðum um allt... þjálfarar sem byggja bústaðinn sinn þessi árin horfðu mjög áhugasamir á...
Voru þetta stoðirnar og þakjárnið og hurðirnar sem þeir gengu með á bakinu tveimur dögum áður?
Efst í þorpinu voru upplýsingar um svæðið...
Tindarnir allt í kring...
Grjótið sem átti eftir að tilhöggva og raða í veggi eða gólf...
Sólin settist í rólegheitunum og það þykknaði ekki upp eins og kvöldið áður...
Ótrúlega fagrir fjallatindar sem gáfu innsýn inn í það sem beið okkar ofar...
Svo var að velja sér kvöldmatinn... ótrúlega flóknir matseðlar miðað við bágar aðstæður... reynslan einhvern veginn kennt þeim að menn vilji hafa þetta allt í boði... en þetta var mun flottari matseðill í öllum þessum þorpum í þessari óskaplega miklu hæð í þessari sárafátækt í Nepal - heldur en í fjallaskálunum í t. d. Slóveníu, Frakklandi, Ítalíu og Sviss sem við höfðum áður heimsótt og eins síðar í Póllandi...
Alltaf eitthvað vesen með netsambandið... sendirinn var hér uppi... eigandinn brosmildur og glaður fór að gera við sambandið :-)
Jú, þokan skreið inn með síðdeginu...
Í kvöldmatnum spjallaði þjálfari við forsprakka Ameríkananna... Philip sem var í forsvari fyrir 11 manna hóp að ganga í Grunnbúðirnar og upp á Lobuche East 6.119 m hár tindur á leið okkar á morgun... og krefst brodda, ísexi og línu... þau voru að fá allan búnað lánaðan í skálanum og bara örfá skópör voru til sem pössuðu þeim svo þau þurftu að fara í Chukung-þorpið sem er ofar og fá þar leigða jöklaskó...
Þegar ég spurði hann
hvert við ættum að ganga ef við færum bara eina ferð til BNA... Þau tilheyrðu nokkurra hundruð þúsunda manna gönguhóp kenndur við Appalachian Trail...
Appalachian Trail er fræg gönguleið í Ameríku: http://www.appalachiantrail.org/
Við áttum eftir að
hitta þau ofar og á leið niður og vorum í sambandi við þau eftir
ferðina MYND ! "Dear Bára
Before too much time passes, I want to make contact with you.
Five of our group did make it to the summit of Lobuche East peak,
Bill A, Dale, Dean, Margaret and Mark.
In spite of not making the climb, I as the rest of our group, had a
trip of a life time. As time goes on, I will send more photos and information. Hope to hear from you.
Phill Hunsbeerger
Úr dagbók þjálfara um kvöldið: Alls
ganga þennan dag fyrir utan rölt um bæinn var -------------------------------------------------------- Ferðadagur 10 - Göngudagur 7
Sunnudagurinn 20. október 2014 "Trek from Dingboche to Lobuche (4930 m.) which takes about five and half hours. The onward journey leads north for up to 50-minutes until you come to a mani-prayer Stupa. The trail is gentle looking down to Pheriche village below. Today's walk offers views of the Mt.Tawache, Ama Dablam and to the north-Pokalde (5741m), Kongma-tse (5820m) and the great wall of Nuptse. After two hours walk, the trail from Pheriche joins near Dugla (4595m) before a small wooden bridge over the river of Khumbu glacier. You stop at Dugla, for lunch, before continuing for an hour up a steep hill to the top, where there are views of Mt. Pumori and other peaks west of Everest. After a short break, continue trekking up to Lobuche, hidden and sheltered from the wind."
Tannburstað ofan í salernisskálina...
það var einfaldlega ekkert annað í boði en að gera það...
Helmingur okkar hóps var með í
þessari rannsókn þar sem læknarnir á svæðinu voru að kanna
Vöknuðum 6:30. Hafragrauturinn og annar morgunmatur góður...
Fjölskyldan önnum kafin í eldhúsinu... móðirin, faðirinn og sonurinn...
Ameríski hópurinn
sprækur... þau gáfu sér 4 daga til að ná Grunnbúðunum, Kala Pattar
og Lobuche tindinum...
Öllu pakkað fyrir næsta náttstað... næstefsta skálann í Lobuche sem við áttum ekki eftir að gleyma...
Úr dagbók þjálfara:
"Óskaplega fallegt
veður þennan dag, heiðskírt og mergjuð fjallasýn.
Við lögðum af stað gangandi kl. 8:00 frekar vel klædd í morgunkulinu...
... en áttum eftir að afklæðast fljótlega þar sem brekkurnar tóku strax við og sólin bakaði okkur í hlíðunum...
Fyrst var farið sömu brekkuna og í stutta göngutúrnum deginum áður...
... en svo var haldið áfram inn dalinn í átt að Cho Oyu og Lobuche...
Burðarmennirnir tóku
fram úr okkur á leiðinni og Ameríkanarnir voru á svipuðu róli og við
Þeim fannst stórmerkilegt hversu mikið við héldum hópinn og skildu ekkert í okkur...
Þennan dag voru nokkur
okkar slöpp og orkuminni en áður... og niðurgangur herjaði aðeins á
hópinn...
Steinunn og Jóhann með
Taboche Peak (6.367 m) og Cholatse (6.335 m) í baksýn...
Litið til baka í átt að Thamserku sem skreytt hafði leiðina síðustu daga en var nú að verða liðin tíð í bili...
Frost í jörðu eftir
nóttina... já, það var svalt loftið og það eina sem bjargaði var
sólin þegar hún reis...
Við gengum ofan á
lágum hrygg inn dalinn... með þorpið Pheriche á vinstri hönd...
þarna áttum við eftir að ganga í bakaleiðinni...
Inn dalinn... sjá
hversu troðinn stígurinn er... og hversu hrjóstrugt landið var smám
saman að verða...
Arakam Tse (6.423 m)
lengst til vinstri og tindaröðin svo lægri alla leið í áttina að Cho
La skarðinu?
Áning öðru hvoru á
leiðinni... hér við grjóthleðslur og gömul hús...
Litið til baka...
þennan dag fór orkan í að koma sér áfram og láta sér líða vel...
Jakuxar að flytja birðir, ísköld áin fyrir neðan og hvítir tindarnir yfirgnæfandi...
Þeir fóru hraðar en við...
Flottur hópur á ferð...
Nú vorum við komin innarlega í dalinn og hér skildu leiðir í nokkrar áttir eftir því hvert var stefnt...
Ama Dablam þarna vinstra megin...
Hvíld og sólbað hér...
Pumori var farið að stingast upp úr landslaginu eftir því sem nær dró Everest... hvílík sýn... gleymist aldrei...
Lobuche East hér framundan og Lobuche West í hvarfi... það var gott að hvíla sig og dotta jafnvel... eða taka myndir :-)
Framundan áður en
haldið yrði upp brekkuna þarna sem virðist saklaus en er heilmikið
mál þegar maður er í rúmlega 4.000 m hæð...
Nærmynd af Dughla sem er í 4.595 m hæð og var góður áningastaður...
Brú yfir grýtta ánna sem rennur til suðvesturs niður í dalinn...
Stórfenglegt landslag þar sem við vorum svo smá...
Eina brúarmynd... ekki oft sem við eigum eftir að ganga yfir brú í 4500 m hæð í lífinu :-)
Bænafánarnir blaktandi á brúnni... og Arakam Tse 6.432 m yfirgnæfandi...
Bænirnar... þjálfarar geymdu þann gula vel í bakpokanum og áttu eftir að ramma hann inn þegar heim var komið...
Litið til baka með
hverfandi Ama Dablam og félagar..
Frá ánni var smá kafli upp á fjallstunguna í átt að Dughla...
Litið til baka að brúnni...
Cholatse og Arakam Tse með Dughla í forgrunni...
Bænafánarnir og hvítu fjallstindarnir voru það sem síðan skiluðu sér á pils þjálfara...
...sem prjónaði sér loksins pils og vildi fanga töfra Nepal í því...
Þorpið Dughla í 4.620 m hæð skv. korti en 4.595 m skv. leiðarlýsingu RajBala Treks...
Sjá veraldarvefinn um þennan stað: https://en.wikipedia.org/wiki/Dughla
Mjög sérstakur staður og fagur þennan dag...
Alltaf jafn gaman að skoða það sem hékk á veggjunum á gististöðunum og veitingastöðunum... hvílík saga...
Alls kynd fyrirtæki heimamanna og aðkomumanna...
Það var smá sjoppa þarna...
Matsalurinn okkar í hádeginu... sami stíllinn en notalegra þar sem það var ekki svona langt á milli borða eins og áður...
Grínast endalaust og Rishi og Sam algerir englar...
Súpa og flatbrauð... orkuríkur og næringarríkur matur sem við þurftum á að halda fyrir það sem var framundan þennan dag...
Rishi, Sam og Ambir... mjög ólíkir en allir frábærir einstaklingar :-)
Húmorinn hér eins og annars staðar...
Úti iðaði allt af lífi og menn nutu þess að sitja úti í sólinni...
Þetta salerni...
... var eins og þau gerast verst í Afríku og Perú...
Læddist inn í eldhúsið og smellti af einni...
Sjóaravettlingarnir hans Hjölla voru alger snilld :-)
Annar veitingastaður ofar í þyrpingunni...
Toppfararnir mínir... afreksfólk og einstaklega flottir persónuleikar...
Ama Dablam þarna í fjarska... ekki alveg tilbúinn til að afsala sér alveg völdunum á svæðinu...
Brekkan frá Dughla tók í þó saklaus væri og við pössuðum okkur að fara hægt upp...
Naut með birgðir...
Hvílíkur staður til að vera á...
Í þessu nestishléi tóku margir myndir af sér með Ama Dablam...
Enda sérstakur myndatökusteinn til þess arna...
Við gengum upp í snjólínu og kuldann þar með...
Dughla skarðið er mjög sérstakur staður... hér eru minnismerki fallinna fjallgöngumanna á Everest...
... margra frægra og
þekktra eins og Scott og Rob sem voru aðal leiðsögumennirnir í
banaslysinu 1996
Magnaðir sjerpar voru einnig á sumum skjöldunum...
Fór á tind Everest
tvisvar á tveimur vikum vorið 1995... var 21 klukkustund á tindinum
án súrefnis vorið 1999...
Scott Fisher sem lést
í maí 1996... https://en.wikipedia.org/wiki/Scott_Fischer
Sársauki aðstandenda lak af þessum minningarreitum og maður viknaði hvað eftir annað...
Fingraför og handarför barna eins kvenkyns göngumannsins... úff... þetta var virkilega átakanlegt að skoða...
Göngumenn frá öllum heimshornum...
Hvert með sínu lagi þessi minnismerki og sum ansi nálægt okkur í tíma...
Andrúmsloftið sérstakt á þessum stað...
... og allir hljóðlátir að skoða minnisvarðana...
Eftir lestur "Into Thin Air" eftir Krakauer og "The Climb, Tradic Ambitions on Everest" hallast ritari að sjónarmiði Scotts frekar en Rob Halls... Everest er of hættulegur staður til að leiða fólk nánast ósjálfbjarga þarna upp... menn verða að vera sjálfbjarga og sterkir og eiga ekki að fara nema þeir geti þetta nánast án efasemda... en þessi ólíka sýn kom berlega í ljós í kvikmynd Baltasars Kormáks og þar hallaði á Rob Hall sem var ´svo hjálpsamur við leiðangursmenn sína að það kostaði hann og fleiri lífið...
Og það hallaði einnig
á Krakauer sem skrifaði Into Thin Air í myndinni þar sem hann
virtist ekki hjálpa mikið til... kannski ekki hægt að ætlast til
þess við þessar aðstæður... en allavega var hann ekki sáttur við
útkomuna á sér í myndinni og vann
líklega gegn vegsemd kvikmyndarinnar
Þarna hefðum við getað gleymt okkur lengi...
En Lobuche kallaði...
ekki tindurinn Lobuche reyndar sem hér sést... heldur skálinn
Lobuche...
Takmark ferðarinnar
var í seilingarfjarlægð
Philip hinn bandaríski
barðist við niðurgang þennan dag að eigin söfn en hann náði samt að
vera á undan nokkrum í sínum hóp...
Þarna urðu ákveðin þáttaskil... hráleikur landslagsins náði hámarki og við fundum nálægðina við hæsta tind jarðar...
Vikið fyrir jakuxa á ferð...
Grjótið varð stærra... klettaveggirnir ógnvænlegri... og hlíðarnar brattari...
Pumori reis upp í fjarskanum fyrir framan okkur...
Nú var gengið í snjó og landsklagið allt kuldalegra en samt bjart um leið þar sem sólin skein í heiði...
Hópmynd með magnaða fjallstindana sem framundan voru...
Þessi kafli var skemmtilegur inn snjóugan dalinn...
Menn í ullarpeysum eða dúnúlpum eða primaloftúlpum...
Stígurinn lá inn með dalnum og ánni...
Ævintýralega fallegt landslagið þarna...
Rishi, Guðrún Helga, Jón, Arnar, Gylgi, Ambir, Anton, Steinunn, Jóhanna Fríða, Valla, Þórey, Doddi og Örn... vantar nokkra...
Innst lá Lobuche
þorpið í skjóli við fjöllin og smá fjallgarð norðan megin...
Úff... já, kuldalegt og hráslagalegt að sjá... fátæktin og harðneskjan lak af húsunum...
En gististaðurinn okkar var í mjög góðu standi....
Við fengum 15 mínútur
til að fá herbergin okkar, setja farangurinn inn og koma okkur aftur
út
"Hús Móður Jarðar" í Lobuche... í 5.000 m hæð sagði skiltið...
Fín herbergi... enn og
aftur 2ja manna... ótrúlegur lúxus á þessum slóðum...
Já, þetta var sannarlega í lagi... hlýjar yfirbreiðslur sem nýttust vel ofan á svefnpokann...
Fáninn sem þjálfari
fann liggjandi á jörðinni snemma í brekkunum ofan við Dingboche og
hann hirti skítugan af göngustígnum...
Vaskur innst á
ganginum þar sem salernin voru... gott að fá aftur vatnssalerni...
Litið inn ganginn í hina áttina... stigagangurinn vinstra megin... þetta var skínandi flottur staður...
Matsalurinn líka
fínn... en hér átti maturinn ekki eftir að standa undir væntingum...
Nóg af fólki og troðið um kvöldið...
Aftur út að ganga
klukkan 14:39 eftir hitann og notalegheitin í skálanum...
Menn voru mis sprækir
þegar lagt var í þessa göngu seinnipartinn...
Ambir... yfirleiðsögumaðurinn... duglegur og flottur drengur...
Við gengum á
jökulruðningi úr Khumbu-jöklinum... hinum sama og lífshættulegu
sprungurnar eru ofar við Grunnbúðirnar...
Pumori... 7.145 m hár
glæsilegur og snarbrattur tindur sem tók líf tveggja Íslendinga árið
1988
íslendingarnir tveir
sem fórust fyrst 1988:
Þriðji fer í fótspor
félaga sinna árið 1991, Ari Kristinn Gunnarsson, en fórst einnig:
Ein íslensk kona hefur
reynt við þennan tind en þurfti frá að hverfa
Enn annar Íslendingur
gerir tilraun, Ívar Finnbogason, en varð að snúa við og fór á Island
Peak í staðinn:
Já, veðrið snarversnaði frá því við lögðum af stað... sjá þorpið þarna niðri...
Leiðin okkar upp... mjög hált og erfitt færi og við hefðum verið á keðjubroddunum ef við hefðum haft þá með !
En... það var stutt í sólina ef skýin bara vildu aðeins færa sig...
Við fengum smá útsýni
uppi... og sáum á hvílíkum ógnarstórum jökulruðningi við vorum...
Við fórum á efsta punkt til að ná rúmlega 5.000 metrum...
Litið til baka...
kúveltandi grjóthrúgurnar í tonnatali þarna niðri...
Mjög gaman að ná upp í
þessa hæð. Allir að slá hæðarmetið sitt nema Perúfararnir...
Pumori... ógnvekjandi flottur tindur...
Gps-tækin hjá Guðmundi vinstra megin og Erni nokkuð sammála :-) 5.006 eða 5.005 m hæð... sögulegt... þar til á morgun þegar við ætluðum að slá þetta hæðarmet...
Sam bauð upp á fjallajóga efst uppi í þokunni, kuldanum og síðdegisrökkrinu... og gat ekki hætt... þó allir væru búnir að ræskja sig, hoppa, Ríshi búinn að pikka í hann... þar til Báran sagði einfaldlega hingað og ekki lengra... nú skyldi haldið niður... og allir önduðu léttar... elsku Sam, krúttið okkar var einhvern veginn svo takmarkalaus... gat aldrei hætt... hvorki að tala, segja frá né að hafa jóga í fimm þúsund metra hæð og nístandi kulda... en okkur þótti samt vænt um hann og sérstöðu hans sem gaf svo skemmtilega sýn á þessa upplifun...
Farið að rökkva og ráð
að koma sér niður í byggð aftur... mjög sleipt og hált á stígnum...
Mikil læti í skálanum sem var troðfullur af fólki, þungt loft og léleg lýsing Úr dagbók þjálfara: "Hræðilegur maturinn, fékk eggja chow mein, bragðaðist eins og skítugur skáli. Gat ekki borðað þetta og fékk afganginn hjá Völlu. Fínasta pönnukaka með lemon sugar í eftirrétt. Gat með engu móti borðað matinn minn sem var ólíkt mér. Örn smakkaði hann og sagði svon þegar við gengum út matsalnum í gegnum mjög vonda klóaklykt að maturinn smakkaðist akkúrat þannig, eins og klóak. Skíthrædd um að fá í magann af þessu!" Jahá, ekkert verði að skafa utan af því, hmmm :-)
... og áfram úr dagbókinni: "Þetta er alveg mergjað landslag og flottara
en ég hélt. Frosnar rúðurnar á gluggunum á herbergjunum... við fórum snemma í háttinn... ekki spennandi að sitja lengi í matsalnum í þessu kraðaki og þunga lofti... fórum í rúmið kl. 20:15 eftir að vera búin að skrifa í dagbókina og undirbúa erfiðasta dag ferðarinnar framundan í fyrramálið... Alls 9,1 km á 6:35 klst. upp í 4.938 m með 776 m hækkun alls miðað við 4.297 m lægstu hæð. Og síðdegisgangan var 1,9 km á 1 klst. upp í 5.006 m hæð með alls hækkun upp á 167 m. Hér lýkur hluta 2 af 3 í ferðasögu Toppfara til Nepal 2014 Ferðasaga þriðja og síðasta hluta er hér: http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp3_211014.htm Ferðasaga af fyrsta hluta er hér: http://www.fjallgongur.is/tindur112_everest_base_camp_111014.htm
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|