Krummar
í Grafningnum
þingvallafjall nr. 23
... í funhita og sól ...

Þriðjudaginn 18. ágúst var heitasta þriðjudagsæfingin á árinu... 19 stiga hiti í byrjun göngunnar...
lygnt og léttskýjað...

Örn mætti einn þar sem Bára beið niðurstöðu úr Covid-19 mæingar
vegna hálsbólgu og beinverkja frá því á mánudagskvöld...
og eins og svo oft þegar Bára mætir ekki þá var dúndurmæting eða alls 29 manns :-)
(p.s. niðurstaðan var neikvæð NB).

Þetta var ný leið í sögu klúbbsins...

... og því tilraunakennd eins og svo oft áður...

... út með lágum fjallsrana sem liggur frá Nesjavallaleið út í Þingvallavatn...

Landslagið kom á óvart og var fjölbreyttara en við áttum von á...
og útsýnið stórkostlegt yfir Þingvallavatn...

Frábær mæting !

Sumir að koma eftir langt sumarhlé... aðrir verið duglegir að mæta í sumar...
og svo voru nýliðarnir sumarsins mættir nokkrir...
eins og Elísabet Snædís sem var í sinni fyrstu göngu með klúbbnum
og Sigrún Bjarna og Stefán Bjarna sem voru í sinni annarri göngu með okkur :-)

Reynt að virða 2ja metra regluna eins og hægt er í stórum hópi...

.... án efa minni smithætta í útiveru með nóg af fersku lofti og smá andvara eða vindi...
en í inniveru í sama loftrýminu í langan tíma...

... en samt ekki spurning að hver og einn gæti þessarar 2ja metra reglu í hvívetna
óháð því hvar maður er staddur og óháð því hvað aðrir geri...

... en þjálfarar vilja kóvíd-kærleika í hvívetna... engar kóvídlöggur...

... enda á máltækið "sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"...
mjög vel við í umræðum vikunnar... við skulum ekki fara þangað...
pössum bara okkur sjálf og vöndum okkur eins og við getum og verum með okkar hegðun á hreinu :-)

Þetta var dásamlegt kvöld í friðsemd og rólegheitum...

... yndisganga eins og þær gerast bestar og fegurstar...

Lengar var ekki komist...
... hér var girðing og Örn mat það svo að 29 manna hópur hefði verið með átroðning að fara lengra...

Enda vel hægt að njóta náttúrunnar og útsýnisins héðan og ofan af fjallsrananum fyrr um kvöldið...

Bakaleiðin var ekki farin eftir veginum vestan megin eins og við vorum búin að spá í...

... heldur með slóða austan megin... sem þýddi smá brölt í gegnum kjarr...
en hver segir að það megi ekki þurfa að takast svolítið á við landslagið þó það sé bara skógur ? :-)
... þetta var jú æfing :-) 

Alls 6,8 km á 2:24 klst. upp í 276 m hæð með als 319 m hækkun úr 183 m upphafshæð.

Dásamlegt... verum þakklát númer eitt...  og góð hvert við annað :-)

Myndbandið hér:

Gps-slóðin hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=55596467
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir