Björgin við Þingvallavatn
um Skinnhúfuhöfða og Borgarhöfða
við Úlfljótsvatn
= Þingvallafjöll nr. 11 =

Enn ein yndisgangan var þriðjudaginn 5. maí... en sá sögulegi dagur 4. maí 2020 rann upp deginum áður
og þá breyttist samkomubannsfjöldinn úr 20 manns í 50 manns vegna Covid-19
og því þurfti ekki að hafa áhyggjur af mætingafjölda sem var mikill léttir...

Gengin var sama leið og áður hafði verið farin í klúbbnum, frá veginum og niður um Borgarhöfða að Úlfljótsvatni
og gengið meðfram ströndum þess eins og landið lá...

Þetta var fyrsta virkilega sumargangan... hlýtt, lygnt og sólríkt... allt á sama tíma...
enda var gróðurinn óðum að taka við sér...

Við gengum í spor skátanna sem æfa og gista í búðum sínum við vatnið...
og hafa án efa gengið allan hringinn í kringum það, siglt þarna, kafað, tjaldað of hvað eina...

Enn þurfa menn að koma á sínum bílum í stað þess að sameinast í bíla til að halda 2ja metra regluna í heiðri
en þetta þýddi að allavega fimm bílar voru viðskila við hópinn eða seinir vegna umferðar og meldingum um þetta rigndi inn til þjálfara á leiðinni.... allir nema einn komust á staðinn á réttum tíma eða stuttu eftir að hópurinn lagði af stað...
en við biðum svolítið eftir þeim sem höfðu meldað sig á leiðinni... því miður náði Marsilía þessu ekki, en allir hinir...
Bjarnþóra, Ágústa, Inga Guðrún, Helga og vinkona hennar (Íris?)...
...náðu í skottið á okkur fyrsta kaflann sem var frábært :-)

Borgarhöfðarnir voru fagrir yfirgöngu... sem og strendur Úlfljótsvatns...

Það var ekki annað hægt en vera glaður... við gátum verið léttklædd... og sleppt húfu og vettlingum...
það var sko vel þegið...

Við erum orðin ansi góð í að halda tvo metra á milli manna þrátt fyrir að vera mörg í göngu...
þetta venst og festist í sessi...

Dásamleg leið... það voru allir að njóta hvers skrefs...

Friðurinn var áþreifanlegur...

Margt varð á leið okkar þetta kvöld...

Fegurðin var alltumlykjandi...

Heilmikið brölt og heilmikil uppsöfnuð hækkun með öllu...

Dýrmætt að viðhalda slóð í kringum vatnið og gera mönnum kleift að geta gengið þennan hring...

Steingrímsstöð í sjónmáli...

Ingólfsfjall í fjarska í suðri... sjá lygnt vatnið...

Við gengum í gegnum stöðina og eins í gegnum sumarhúsagrasbalana sem virtust vera í eigu virkjunarinnar...

Nesti í þessari brekku hér neðar og svo haldið áfram í rólegheitunum...

Skinnhúfuhöfði hér framundan vinstra megin...
en það liggur vegur þarna um og það er þekktur hellir þarna sem heitir Skinnhúfuhellir...

Skinnhúfuhöfði... mældist 180 m hár... en á sínum tíma töldu þjálfarar þessa göngu sem þriggja tinda leið...
en í Þingvallaáskoruninni núna árið 2020 þá teljum við þetta sem einn tind
og erum þá með Björgin sjálf í talningunni "um Borgarhöfða og Skinnhúfuhöfða)...

Ofan af Skinnhúfuhöfða var haldið áfram eftir brúnunum að Björgunum...

Þingvallafjöllin risu í röðum fyrir framan okkur...

Mjög skemmtileg leið sem varð sífellt tignarlegri eftir því sem austar dró....

Dásamlegt að spá í útsýnið og fjallasýnina...

Björgin hér framundan....

Litið til baka með Hrafnabjörg, Kálfstinda og félaga í fjarska...

Snjóskaflarnir orðnir brúnir af uppgjöf undan sólinni og hitanum...

Búrfell í Grímsnesi... með tunglið að rísa upp...

Hæsti tindur í Björgunum við Þingvallavatn...

Mjög fallegir klettar... 184 m háir....

Þjálfari reyndi að taka hópmynd... af þessum 31 manns....

Agnar, Ágústa, Ásmundur, Bára, Biggi, Bjarnþóra, Björgólfur, Elísa, Guðný Ester, Guðmundur Jón, Gylfi, Helga Björk, Helga Rún, Hjálmar, Hjölli, Hlöðver, Inga Guðrún, Jóhanna Fríða, Jóhanna Diðriks, Jón Steingríms., Katrín Kj., Kolbeinn, Lilja Sesselja, Ólafur vignir, Sigga Sig., Sævar, Valla, Vilhjálmur, Þorleifur, Örn og einn gestur var með, hún Íris ? með Helgu Rún :-)
og Batman var eini hundurinn eins og nánast alltaf nú orðið...

Þar af var Hjölli að mæta í fyrsta sinn í langan tíma og var knúsaður þvílíkt í huganum
en mörgum fannst virkilega erfitt að geta ekki faðmað hann að sér eftir allt of langt hlé frá því síðast :-)

Ótrúlega fallegt... þeir eiga skilið að vera með í Þingvallaáskoruninni þessir klettar....

Botnssúlur... Dagmálafell og Miðfell... Hrafnabjörg... Þjófahnúkur... Hrútafjöll, Skefilsfjöll og Kálfstindar...
og Reyðarbarmarnir fyrir framan...

Við gengum aðeins áfram eftir Björgunum frá hæsta tindi áður en við beygðum til baka yfir heiðina...

Gaman að sjá hvað var handan þeirra... Villingavatn þarna vinstra megin...
Súlufell, Lakahnúkur, Hrómundartindur, Stapafell, Mælifell, Sandfell, Ölfusvatnsfjöll og loks Hengillinn hvítur á bak við...

Nú var arkað til baka gegnum mosann, grasið, lyngið... þurrt og því lítil sem engin bleyta í mýrinni sem betur fer...

Vesalingurinn sem hér gaf upp öndina...

Þessi bakaleið var mun skemmtilegri og auðveldari en þjálfara minnti...

Bílafarganið er skelfilegt...
... líklega þurfum við eitthvað að fara að endurhugsa þetta ef C-19 heldur áfram að vera í undanhaldi...

Alls 8,9 km á 3:00 klst. upp í 184 m hæð á Björgunum með alls 295 m hækkun úr 135 m
en farið var mun lægra niður að Úlfljótsvatni...

Þríhyrningur næstu helgi.... og sú ferð var geggjuð í sama fallega veðrinu og þetta kvöld :-)
 

 



Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir