Smá
mont (Blanc) ferðasaga
Guðrún Helga
Kristjánsdóttir og Arnar Þorteinsson gengu á Mont Blanc í júlí 2012
ásamt vinum og vandamönnum
en þurftu frá að hverfa rétt neðan við
efsta tind
en þau fóru þriggja-tinda-leiðina svokölluðu sem er erfiðari en
algengasta uppgönguleiðin
enda farið upp á þrjá tinda á fjallinu.
Hér er ferðasaga
Arnars og Guðrúnar Helgu tekin orðrétt af fésbók Toppfara:
Fyrstu dagarnir fóru í
að æfa ís- og klettaklifur, sig og aðlagast hæðinni ásamt því að
ganga nokkra klukkutíma á dag. Svo rann stóri dagurinn upp, bjartur
og fagur. Hin svokallaða þriggja tinda leið var farin en hún er
tæknilega töluvert erfiðari en hin hefðbundna Gouter-leið.
Fyrsti tindurinn, Mont Tacuel, gekk fínt og nálguðumst við þá þann
næsta Mont Modit (4300 m).... Þar mætir manni afar athyglisverður
100 metra ísveggur þaðan sem allir þurftu frá að hverfa daginn áður.
Við hins vegar ákváðum að klífa hann og tókst það með íshrönglið
komandi fljúgandi á móti okkur af himnum ofan að því er virtist. Án
vafa erfiðustu 100 metrar sem við höfum farið um æfina.
Þá vorum við búin með langerfiðasta hluta leiðarinnar og aðeins 500
metra hækkun eftir á toppinn sem blasti við okkur. "Já þetta er að
takast" hugsuðum við og hófum gönguna þennan síðasta spotta glöð í
bragði enda í fínu formi þegar þarna var komið. Eins og hendi væri
veifað gjörbreyttust veðuraðstæður á örfáum mínútum, sterkur vindur
og ísing og voru allir kallaðir til baka þegar tindurinn virtist
aðeins í ísaxarfjarlægð.
Hrikaleg
vonbrigði að ná ekki alla leið en ekkert vit í að leggja sig í
lífshættu fyrir þá tveggja tíma göngu sem eftir var á toppinn.
Við réðum við fjallið en ekki veðrið. Komum hins vegar niður
himinlifandi með afrekið og þessa daga alla sem reyndu svo
sannarlega á styrk, úthald og þor. Aldrei nokkru sinni höfum við
reynt jafn mikið á okkur líkamlega og sjaldan verið jafn stolt af
nokkru sem við höfum gert.
Sjá
myndir með texta á fésbók hér.
Mjög gaman að fara í gegnum myndirnar með textanum til að átta sig á
ferðinni í heild, landslagi og hversu krefjandi þessi ferð var
en um leið skemmtileg og lærdómsrík:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.4293954955289.2177765.1479021791&type=1
|