Óbyggðahlaup 6
laugardaginn 30. september 2017
Grænsdalur, Dalafell, Dalaskarðshnúk, Kyllisfell, Kattartjarnir
Kattartjarnarhryggur, Ölkelduháls og Reykjadalur

Óbyggðahlaup 6...
inn Grænsdal
upp á Dalafell
á Dalaskarðshnúk
yfir á Kyllisfell
niður að Kattartjörnum
upp á Kattartjarnahrygg
og yfir ölkelduháls
að Reykjadal til baka

Þjálfarar blésu til sjötta óbyggðahlaupsins í klúbbnum laugardaginn 30. september
eftir að hafa verið búin að stefna á þessa leið síðan í vor en þá var fimmta óbyggðahlaupið
farið um Leggjabrjót í frábærri þátttöku og frammistöðu sem fór fram úr öllum vonum...

Nú var stefnan tekin á Grænsdal upp að Kattartjörnum og til baka um Reykjadal...
leið sem Toppfarar hafa oft farið að hluta til í ýmsum útgáfum á öllum árstímum...

Grænsdalurinn er ekki síðri en Reykjadalurinn en er einhvern veginn nokkurn veginn látinn í friði
svo við vorum alveg einsömul allan tímann í daglnum
sem var sérstök upplifun í samanburði við hundruð manna sem voru um allt í Reykjadalnum við hliðina...

Rjúkandi hverir um allt... stígarnir ennþá eins og þeir voru í Reykjadalnum fyrir nokkrum árum síðan...
bara tilgengnar kindagötur... og varasamt að ganga á nokrum stöðum þar sem maður sökk ofan í leirinn...
og brunahættan augljós því stuttu eftir að hafa farið á ´bolakaf með báða fætur í leirinn...
var þessi sjóðandi heiti hver... og ekki að spyrja að leikslokum ef hitinn hefði verið sá sami...

En ef maður er vakandi þá er þessi leið hættulaus... sjá hvernig stígurinn liggur og hitinn kemur upp úr jörðinni í jaðri hand og heitur leirinn lekur niður brekkuna...

Ágætis stígur er inn Grænsdal til að byrja með en þó misbreiður
og oft djúpar kindagötur sem svo týnast í þúfunum innar...

Lækir heitir og kaldir um allt á leiðinni og ekki þörf á að hlaupa með vatn á þessari leið
ef menn elska náttúrulegt vatn í óbyggðunum...

Veðrið var fullkomið... logn og sól og notalega hlýtt...

Innar er erfitt að sjá hvert stígurinn liggur... enda greinist hann í efri leið, miðleið og neðri leið...
sú meðfram ánni er líklega best þegar maður er að skokka... eða reyna það... við gengum að mestu stóran hluta upp eftir þennan dag... en annars grunaði okkur að stígur sé ofarlega í hlíðunum og líklega er hann þá bestur hvað varðar bleytu...
verðum að prófa hann næst í Toppfaraþriðjudagsgöngu !

Innar í Grænsdal er litadýrðin mögnuð og jafnast á við fegurstu dali...
rjúkandi jarðhiti um allt og litafellingar hér og þar...

Litirnir voru sérstaklega fallegir þennan dag... við höfum aldrei upplifað þennan dagl svona fallegan enda skein sólin beint inn í hann sem gerist ekki á þriðjudagskvöldum þar sem sólin er þá gengin til hliðar og skuggi í dalnum í raun...

Stundum var landslagið sérlega erfitt... sleipur leir... mikil mýri... mjög þýft á köflum...
ekki sjens að hlaupa... við bara gengum og bröltum rösklega upp eftir...

Sáum stíg mun ofar í hlíðinni og ákváðum að stefna á hann til að fara upp á Dalafellið úr dalnum...
og Örn fann hér annan stíg sem er þá miðstígurinn í raun...

Engin mynd tekin af stígnum ofar í brekkunni... athugunarleysi ljósmyndara...
en uppi í Dalaskarði blasti Reykjadalurinn við...

Mjög fallegur dalurinn sá einnig... en að okkar mati síðri en sá græni... en hér er heit Klambragilsáin sem lokkar
þúsundir manns á vherju ári nú orðið... þetta hefur breyst gífurlega á síðustu árum...

Þarna upp.. á Moldalahnúka og yfir á Ölkelduhnúk ætlum við í þriðjudagsgöngu næsta sumar...

Ofan af dalafelli bröltum við upp á Dalaskarðshnúk... og ofan af honum í átt að Kyllisfelli sem hér sést hægra megin...
Hrómundartindur vinstra megin og Álftatjörnin hér...

Þessi kafli var ekki sérlega hlaupavænn... og sæta þurfti færis til að komast yfir lækinn neðar án þess að blotna
en við vorum löngu blaut svo okkur var sama þó eitt skref færi ofan í lækinn :-)

Ofan af Kyllisfelli blöstu smám saman Kattartjarnir við...

Kyngimagnað útsýnið ofan af Kyllisfelli bregst aldrei...

Oft hefði þjálfari viljað staldra við og taka myndir af dýrðinni þennan dag...
þetta var eitt dæmi af mörgu...

Nyrðri Kattartjörnin... þarna niður á brúnirnar gengum við með Toppfara um árið...
við þurfum að endurtaka göngu hér næsta sumar !

Alltaf þegar við héldum að þetta væri nú að verða hlauapvænna...
var landslagið erfiðara yfirferðar en við áttum von á...

... en það var ekki hægt að kvarta... veðrið og útsýnið og fegurðin þennan dag var heilandi...

Kattartjarnirnar eru ægifagrar og vatnið svo tærar...

Litið til baka... sjá Lakahnúk blasa við og efsta hornið á Hrómundartindi lengra til hægri...

Batman skellti sé í tjörnina til að kæla sig í blíðunni
og  losaði sig í leiðinni við klístrið af leirnum úr Grænsdalnum sem hafði fest við feldinn hans...

Hann ætlaði ekki að tíma að fara upp úr...

vatnið var gott úr Kattartjörnum... það er einhver sérstök orka í svona vatni á hlaupaleiðum
frekar en plastbragðið af flöskuvatninu sem maður er alltaf með meðferis...

Það munar ekki miklu að hægt sé að hringa Kattartjarnir niðri... keðjur á versta kaflanum... en við nenntum ekki að slást við þær og lenda í vandræðum með hundinn... fljótlegra að koma sér bara upp á Kattarhrygginn...

En þar uppi var óvæntur slóði eftir motorkrossara og fjórhjól sem við fylgdum...
og þar með vorum við í góðum slóðamálum alla leið yfir á Ölkelduhálsinn sjálfan...

Þaðan héldum við áfram för í átt að Reykjadalnum og veltum vöngum yfir Toppfaraæfingu hér næsta sumar...

Kaflinn ofan af Ölkelduhálsinum og inn að Reykjadal er mjög fallegur og ævintýralegur um slóða í hliðarhalla...

Þarna er hægt að fara fína hringleið næsta sumar...

Stígurinn lítur frekar illfær út að aköflum en er vel fær og öruggur ef menn fara varlega...
það var t.d. ekki þörf á að nýta hér keðjurnar í sumarfærinu en eflaust gott ef það er hálka...

Litið til baka um slóðann... já, érna verðum við að vera aftur með göngu...

Þegar komið var niður í Reykjadal var eins og við værum komin niður í miðbæ Reykjavíkur...
tungumál hvaðanæva úr heiminum glumdu um allt...

Við ákváðum að taka aukakrók inn allan dalinn til að vera örugg með 18 km alls þennan dag...
sjá litabreytinguna á berginu aþr sem mýrarlækur lekur niður brekkuna niður á stíginn...
þessir dalir eru hreinir töfrar...

Stígurinn allan reykjadalinn var eins og malbikaður... eftir alla þessa umferð fólks síðustu ár
og allar þær endurbætur sem búið er að gera á slóðanum... við þekktum okkur stundum ekki á leiðinni...

Aðdáunarvert hvernig búið að er gera hér palla og stíga, brýr, tröppur og búningsklefa...
það var sannarlega þörf á þessu miðað við þann fjölda sem þarna var síðustu helgina í september...

Síðasti kaflinn um Reykjadalinn var draumur hlauparans eftir ófærurnar hinum megin
og þá sérstaklega innri hluti Grænsdals og allur kaflinn þaðan að Kattartjarnahrygg...

Við myndum ekki fara þennan kafla aftur hlaupandi...
heldur finna flotta leið á þessum stígum sem hér eru um allt upp á Ölkelduhálsinn og þaðan stígana niður að vestan
og koma niður Reykjadalinn innst til baka...

Batman fékk stórþvott í heita læknum við bílastæðið eftir hlaupið og var alsæll með pylsurnar sem hann fékk
eftir allt þetta náttúruskokk með þessum ofvirku eigendum sínum :-)

Leirsletturnar voru nefnilega upp um okkur öll þrjú að miðju...

Alls 18 km með smá viðbót á bílastæðinu til að rúnna upp í 18 km...
á 2:49:40 þar sem inn í eru þónokkur myndastopp og rötunarstopp...
með alls hækkun upp á 779 m miðað við x m upphafshæð.
Meðalhraði var 9:25 km á klukkustund eða
Þetta var að stærstum hluta ganga og brölt... ekki hlaup að ráði... nema síðustu 4 km um Reykjadalinn í raun...
sem segir heilmikið um hversu fljótur röskur göngumaður væri að fara þetta...
munar ekki miklu á röskum gpöngumanni og hófsömum hlaupara...
 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir