| 
																		 
																		
																		Óbyggðahlaup 
																		þrjú... 
																		 
																		
																		Mætingamet 
																		var í 
																		þessu 
																		þriðja 
																		óbyggðahlaupi 
																		þar sem 
																		loksins 
																		mættu 
																		einhverjir 
																		fleiri 
																		en 
																		þjálfarar 
																		og Björn 
																		Matthíasson 
																		
																		 Hlauið var frá laguinni niður að Grafarvoginum og hringleið á skógarstíg um hann að Gullinbrú þaðan sem farið ver niður með sjónum meðfram áburðarverksmiðjunni og tilvonandi kvikmyndaveri Baltasars Kormáks... 
																		
																		 Góður slóði er alla leiðina og gamlir vegaslóðar liggja svo að Geldinganesinu sjálfu þar sem allir voru mættir fyrir klukkan tíu... 
																		
																		 Sum sé 7,14 km frá Grafarvogslaug að Geldinganesi meðfram sjónum... 
																		
																		 
																		
																		Kajakklúbburinn 
																		er með 
																		aaðstöðu 
																		sína í 
																		Geldinganesi, 
																		fjölda 
																		gáma og 
																		smíðaður 
																		palur og 
																		bekkir 
																		
																		 Sarah Toppfari æfir með þeim og þjálfarar sem gjarna hlaupa sinn langa túr á laugardagsmorgnum meðfram sjónum hafa nokkrum sinnum horft á hópinn leggja út á sjó í alkls kyns veðrum og þessi dagur var engin undantekning.. þau fóru út þó það væri vindur, kuldi og úrkoma en leiðarval ræðst af veðri og vindum hverju sinni... 
																		
																		 
																		
																		Þegar 
																		við 
																		komum 
																		fundum 
																		við hins 
																		vegar 
																		enga 
																		Söruh... 
																		og 
																		heldur 
																		ekki 
																		Jóhönnu 
																		Fríðu þó 
																		þær 
																		hefðu 
																		verið 
																		mættar...
																		 
																		
																		 En við ætluðum ekki að sigla eins og Sarah... við lögðum af stað á slaginu tíu hringinn í kringum Geldinganesið... 
																		
																		 Fórum suðaustan megin góðan slóða sem er vel troðinn af göngufólki beggja vegna ´frá upphafsstaðnum... 
																		
																		 ... en svo snúa flestir við og þá er bara að finna gömlu kindagöturnar sem ekki hafa náðst að mótast mikið yfir stórgrýtið sem liggur norðan megin... en hér er mesta slysahættan á að detta eða misstíga sig í stórgrýtinu... 
																		
																		 Norðan megin er rjúkandi heit heitavatsnhola... og úr henni liggur slanga ofan í þetta ker... rjúkandi heitt... og ef maður tekur slönguna úr er vel hægt að fara í heita pottinn on njóta... en við vorum ekki alveg í þeim gírnum... 
																		
																		 Héldum áfram til vesturs meðfram klettunum... 
																		
																		 Töfrandi flott leið... 
																		
																		 En fegursti hlut þessarar leiðar er klárlega þessi tangi í norðvestsur hlutanum... kallaður "hauskúpueyja" af fjölskyldu Péturs Þorleifssonar sem var með fyrstu mönnum í Reykjavík til að sjá sig skokkandi um alla borg og vera saman hvað öðrum fannst... hljóp stundum aftur á bak og er fyrirmynd allra sem vilja fara sínar eigin leiðir sama hvað almeningsálitið segir... en ástsæða nafnsins er sú að þau fjölskyldan hjóluðu stundum út á þetta nes hér áður fyrr og fundu bein af rollum og hesti... 
																		
																		 Við þéttum hópinn regluelga enda ekki sami hraði á öllum... en það skipti nákvæmlega engu máli... það var einstakt að hlaupa þetta saman go spjalla og njóta... svona eiga óbygðahlaupin að vera... fara saman ævintýralega leið og styðja hvert við annað... 
																		
																		Karen 
																		Rut, 
																		Jóhanna 
																		Fríða, 
																		Sigríður 
																		Arna, 
																		Heiða, 
																		Örn og á 
																		mynd 
																		vantar 
																		Björn 
																		Matt og 
																		Báru sem 
																		tók mynd
																		 
																		
																		 Hver hluti Geldinganess á hefur sinn sjarma.. vesturhlutinn er frerkar brattur og slóðinn liggur vel utan í brúninni á köflum... 
																		
																		 
																		
																		Suðurhlíðin 
																		er 
																		saklaustari 
																		og meira 
																		aflíðandi 
																		niður að 
																		sjó og 
																		þar 
																		verður 
																		slóðinn 
																		aftur 
																		vel 
																		troðinn 
																		af 
																		göngufólki
																		 
																		
																		 
																		
																		Sunnan 
																		megin 
																		liggur 
																		þetta 
																		flak sem 
																		á sína 
																		sögu... 
																		
																		 
																		
																		Hópmynd 
																		af 
																		þessum 
																		snillingum 
																		sem 
																		mættur 
																		og höfðu 
																		vit á að 
																		njóta 
																		þessarar 
																		leiðar 
																		þrrátt 
																		fyrir 
																		krefjandi 
																		veður... 
																		
																		 Síðasti kaflinn um eiðið til baka í bílana... hver á sínum hraða og allir að njóta... 
																		
																		 Alls 7,4 km á 1:36 með öllum stoppum skv. gps-úrinu hennar Heiðu... 
																		
																		 Við skoðuðum þetta á korti... 
																		
																		 
																		
																		... sem 
																		kajakklúbburinn 
																		hefur 
																		hengt 
																		upp á 
																		gámana 
																		sína  
																		
																		 
																		
																		Allir 
																		himinlifangi 
																		eftir 
																		hreyfingu 
																		dagsins... 
																		samviskan 
																		í lagi 
																		og komið 
																		hádegi...
																		 
																		
																		 Já, snillilngar og frábær mæting... vonandi er þetta komið til að vera í vor og sumar og svo næsta haust og næsta vetur... þetta er geggjað gaman ! 
																		
																		 
																		
																		Þjálfarar 
																		héldu 
																		áfram 
																		eftir að 
																		hafa 
																		kvatt 
																		alla 
																		eftir 
																		Geldinganesið 
																		og hlupu 
																		meðfram 
																		sjónum 
																		og 
																		Grafarvogshverfinu 
																		
																		 Leiðin lá meðfram ánni Korpu frá ósum hennar við sjóinn og upp með hverfinu... 
																		
																		 ... framhjá Korpúlfsstöðum og golfvellinum... og alla leið í Grafarvogslaug aftur... 
																		
																		 Alls 24,1 km á 2:49 klst.... ekki að marka hvorugt úrið þar sem Bára gleymdi að kveikja á því nokkrum sinnum og slökkva í stoppum... og Örn fór aukakrók að ná í vettlinga fyrir Báru í upphafi hlaupsins... Frábært þriðja óbyggðahlaup og vonandi er mætingin komin til að vera... við gegum þetta ekki eftir , þetta er einfaldlega það be sta sem hægt er að gera við laugardagsmorgun ef tími gefst til ! 
																		
																		Næsta 
																		óbygggahlaup 
																		verður 
																		frá 
																		Ásvallalaug 
																		í 
																		Hafnarfirði 
																		að 
																		Kaldárseli
																		 
																		
																		Sjá 
																		viðburð 
																		hér: 
  |