Óbyggðahlaup 2 laugardaginn 4. febrúar 2017

Fjögurra vatna leið frá Árbæjarlaug
um Rauðavatn, Reynisvatn, Langavatn og Hafravatn
gegnum Grafarholtið til baka og um Rauðavatn í Árbæinn

Annað óbyggðahlaupið í sögu Toppfara...

... var 4ra vatna leið kringum Rauðavatn, Langavatn, Hafravatn og Reynisvatn frá Árbæjarlaug
laugardaginn 4. febrúar í rysjóttu veðri í 5 stiga hita og hálfskýjuðu veðri með sól og sumri á köflum
en smá éljagangi, rigningu og slyddu öðru hvoru...

Eins og í fyrsta óbyggðahlaupinu mætti eingöngu Björn Matthíasson 77 ára höfðingi Toppfara ásamt þjálfurum
og fór hann 5 km hring kringum fyrsta vatnið... Rauðavatn...

Langavatn var vatn númer tvö og sú leið var sannkallað óbyggðahlaup í slag við lúpínu, móa, grjót og mýri
allan kaflann nánast meðfram því...

... en eftir á að hyggja er hægt að fara léttari leið um línuveginn sem er lítið eitt ofar...

Vatn þrjú var Hafravatn en kaflinn frá Langavatni að Hafravatni er torsótt
og gæta þarf þess að fara réttan malarveg til að komast yfir ána...

Ótrúlega skemmtileg leið í sveitasælunni við borgarmörkin...

Hafravatnið glitraði í þessu fallega veðri og það var mikið líf við vatnið...

...kringum 50+ bílum lagt norðan megin og stór hópur göngumanna að koma niður Hafrahlíðina...

Tveir menn með börnin sín á fjórhjólum sem stöldruðu við vatnið og léku sér...
áður en þau héldu áfram eftir malarvegunum að njóta þess að vera í þessari fallegu sveit...

Sjá gönguhópinn koma niður hlíðina... líklega Fjallalvinir á ferð ?

Frá Hafravatni var farið um Hafravatnsveg út á Úlfarsfellsveg... litið til baka hér yfir farinn veg...
sólin og skýin léku listir sínar á Vífilsfelli eiginlega allan tímann...

Litið yfir farinn veg fyrra hluta leiðarinnar... frá Rauðavatni yfir á Langavatn...

Af Úlfarsfellsvegi prófuðum við að fara að fyrr niður í Grafarholtshverfið í átt að Reynisvatni...
sem var torfært í mosa, mýri, lúpínu og grjóti...
en eftir á að hyggja er betra að fara að fyrstu blokkunum í Úlfarsárdalshverfinu og þaðan niður í dalinn að brúnni...

Reynisvatn var síðasta vatn leiðarinnar þar sem farið var sunnan megin kringum það...

... og lítið eitt inn í hverfið áður en snúið var upp í stígana að Rauðavatni aftur
en eftir á að hyggja er betra að fara fyrr upp á stígana og sleppa alveg stéttunum inn að Grafarholtshverfinu sjálfu...
en á þessum kafla gekk á með éljum og allt varð hvítt um leið...

Síðasti leggur leiðarinnar var hinum megin við Rauðavatnið og þar fórum við framhjá göngufólki með hunda
og það var brjálað stuð hjá ferfætlingunum... 

Alls 25,2 km á 2:49:40 klst... Bára (vinstra megin) stoppaði úrið þegar við stoppuðum við myndartökur (og þá styttist oft aðeins mælingin) en Örn stoppaði úrið aldrei svo sjá má að túrinn tók 3 klst. og 5 mín með öllu... meðalhraðið 6:47 en almennt var hraðinn kringum 6 mín...  og hraðasti kílómetrinn 5:27...

Sjá hraðann hér á hverjum kílómetra...og leiðina á korti með vötnin sem dökka bletti...

Sjá á teiknuðu korti hér ásamt hæðarlínum og hraðalínum...

Sjá hlaupið hér á Endomondo: https://www.endomondo.com/users/7274026/workouts/868336578

Lexíur leiðarinnar:

1. Fara línuveginn sunnan Langavatns frá grasbalanum.

2. Passa að afvegaleiðast ekki of fljótt til Hafravatns frá Langavatni þar sem fara þarf yfir ánna á brú.

3. Skemmtilegar torfærur niður að Grafarholti frá Úlfarsfellsvegi frá afleggjaranum að bænum í dalnum
en hægt að sleppa því með því að beygja ekki niður að Grafarholti fyrr en við fyrstu blokkirnar og þar yfir brúna
... en torfærurnar eru ótrúlega skemmtilegar ef menn vilja smá alvöru þúfur... :-))

4. Gjörsamlega geggjuð leið í bakgarði Reykjavíkur og hentar vel þeijm sem eru t.d. á bakvakt og geta ekki farið úr borginni en samt verið í óbyggðunum stóran hluta leiðarinnar og hlaðið sig sveitaorkunni allan tímann !

 

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir