Óbyggðahlaup 1 laugardaginn 14. janúar 2017
frá Grafarvogslaug meðfram sjávarsíðunni
kringum Úlfarsfell og til baka um Korpu í Grafarvog.

Fyrsta óbyggðahlaupið
í sögu Toppfara...

...var kringum Úlfarsfell meðfram sjónum frá Grafarvogslaug laugardaginn 14. janúar..

Myndband af byrjuninni:
https://www.facebook.com/Toppfarar.is/videos/?ref=page_internal

...og eingöngu höfðingi Toppfara, Björn Matthíasson 77 ára mætti
ásamt þjálfurum og ofurhundinum Batman...
en Björn hefur stundar nánast daglega hlaup og tók bara sína venjulegu 7-10 km æfingu...

...nema nú vorum við á fáförnum og mögnuðum náttúruslóðum...

... þar sem kajakræðarar komu meðal annars við sögu
en þeir börðust við að komast að landi í vindinum við Geldinganesið...

Myndband af kajak ræðurunum við Geldinanesið á miðri leið:
https://www.facebook.com/Toppfarar.is/videos/611156205675838/

...og áttu miserfitt með það...
þarna lék reynslan eflaust miklu þar sem einn þurfti smá aðstoð til að komast gegn vindinum...

Björn beyði upp að Grafaravogslaug eftir 7,5 km hlaup með þjálfurum á höfðingjahraða sem var synd að fleiri nutu ekki góðs af... og þjálfara héldu áfram inn Mosfellssjávarsíðuna gegnum Mosfellsbæinn og kringum Úlfarsfellið þar sem hestarnir við bæinn Úlfarsfell heilsuðu okkur eins og svo oft áður á þessari dásamlegu hlaupaleið en þarna var veðrið orðið ansi hvasst og kalt...

Myndband af versnandi veðrinu bak við Úlfarsfell:
 https://www.facebook.com/Toppfarar.is/videos/?ref=page_internal

 Alls 24,3 km á 2:40 klst. upp í xx hæð með alls hækkun upp á x m miðað við x m upphafshæð... (kemur inn síðar!).
En NB við tókum 13 mínútur af tímanum þar sem við stoppuðum til að taka myndir og myndbönd nokkrum sinnum og einu sinni til að leita að hundinum sem hafði látið lausan hund við Úlfarsfell lokka sig langt út af leið svo við héldum að hann hefði týnst... en hundurinn sá elti okkur einn kílómetra eða svo... og lét sér ekki muna um að synda yfir ána Korpu áður en hann sneri til baka upp í Grafarholt sem virtust vera hans heimaslóðir en við sáum ekki merkingu á honum í fljótu bragði...
mergjað gaman :-)

Sjá slóðina hér:
https://www.endomondo.com/users/6605264/workouts/859444810

Lexíur leiðarinnar:

1. Mjög fallegt að hlaupa meðfram sjávarsíðunni undir hömrunum í Grafarvoginum, staður sem fáir vita um.

2. Kajakklúbburinn skreytir iðulega þessa leið á laugardagsmorgnum og á fallegum sumarkvöldum.

3. Gaman að hlaupa gegnum Álafosskvosina í Mosfellsbæ.

4. Gaman að hlaupa um laxána Korpu, meðfram golfvellinum í Korpu og Mosó, um hestasvæðið í Mosó og sveitina bak við Úlfarsfell.

5. Hækkanir á þessari leið leyna á sér, sérstaklega hæðirnar bak við Úlfarsfell.

6. Síbreytileg og mjög gefandi leið.


 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir