Frábært
í vindi ,
úrkomu og
blautu færi
fyrra
kvöldið
Þriðjudags- og miðvikudagskvöldin 20. og 21. mars 2012 héldu þrír leiðsögumenn hjá Jöklamönnum (Glacier Guides/Arctic Adventures - www.glacierguides.is og www.adventures.is ) vetrarfjallamennskunámskeið fyrir Toppfara þar sem ekki tókst að finna helgi fyrir atarna og mældist þetta mjög vel fyrir þar sem við höfum þrjú síðustu ár þurft að fella niður þetta námskeið vegna ónógrar þátttöku og snjóleysis...
Fyrri daginn voru veður válynd og fyrsta verkefnið að koma öllum bílum upp í Bláfjöll... og finna skjól til að tala saman en þetta tókst með ágætum innan um áhyggjur af að fenna inni í Bláfjöllum... og rættist úr veðri þegar að verklegum æfingum kom þó bleytan kæmi á endanum í veg fyrir að hægt var að klára efni dagsins svo ganga í línu eða snjóakkeri beið morgundagsins...
Farið var
vel yfir
misjafnar
tegundir,
notkunargildi
og val á
bæði broddum
og ísexi Helztu atriði voru eftirfarandi Tegundir val og notkun mannbrodda (jöklabrodda): *Eru misjafnir eftir því hvort um göngubrodda er að ræða eða klifurbrodda. *Skiptir ekki höfuðmáli hvort séu 10 punkta eða 12 puntka. Tólf punkta með meira grip en tíu punkta léttari. *Misjafnir eftir því hvort henta alstífum skóm eða milli/lítið stífum skóm - opnir broddar henta alstífum skóm (Scarpaskónum sem nokkrir hafa keypt í hópnum) en broddar með "körfu" að framan utan um tærnar og aftan utan um hælinn eru nauðsynlegir fyrir lítið stífa og millistífa skó til að veita stuðning á broddagöngu.
*o.m.fl.
sem ekki er
svigrúm hér
til að
nefna... Að ganga á broddum: *Ganga aðeins gleitt með smá bil milli fóta til að flækja ekki broddunum hvor í annan eða flækja broddunum í skálmarnar og detta um sjálfan sig af þeim sökum eins og margir hafa reynt (sbr. rifnar skálmar á hlífðarbuxum v/broddanna). Chaplin eða skíðastökkvarar hér fyrirmyndin. *Lyfta fótum vel upp til að reka ekki broddana í hjarnið og detta fram fyrir sig. Með broddunum erum við komin með "lengri fætur" og auðvelt að gleyma sér þegar líður á daginn og menn orðnir þreyttir eða kærulausir. Líkaminn vanur ákveðinni vegalengd sem hann þarf að lyfta fætinum upp og stíga næsta skref (flókin taugalífeðlisfræðileg athöfn) en þegar maður er kominn á brodda þarf maður að muna að lyfta hærra upp til að reka sig ekki niður undir.
*Taka
stutt
skref til að
hafa betra
vald á
hverju
skrefi.
*Stíga
jafnt
á yfirborðið
svo
broddarnir
nái allir að
grípa taki í
hjarnið en
ekki stíga á
ská (eins og
maður gerir
í skóm og
hliðarhalla
þegar maður
stingur
jarkanum á
skónum inn í
brekkuna til
að mynda
syllu í
jarðveginn -
alls ekki
gera þetta
ef maður er
á broddum
heldur nýta
alla
broddana til
að grípa í
hjarnið með
því að ganga
"flötum
fótum").
*Ganga
með
framhlið
manns
vísandi
niður
brekkuna ef
undirlagið
er mjög
frosið,
bratt og
hált til að
ná sem
jöfnustu
gripi - en
ekki "ganga
á hlið" eins
og maður
gerir
vanalega á
göngu í
hliðarhalla.
Á við í
mikilli
hálku,
svelli eins
og t. d. á
*Þegar hálkan er minni en samt til staðar skal ganga í hliðarhalla með því að snúa "efri" fæti, þ.e. fætinum sem er ofar í brekkunni í göngustefnu en "neðri" fæti um 45° niður í móti til að nýta betur yfirborð broddana og hafa meira vald/öryggi á göngunni. Með því að ganga zikkzakk upp brekku er gott að hvíla kálfana með þessu þar sem maður beitir efri og neðri fæti misjafnt eftir því hvernig maður snýr mót hallandi brekkunni. *O. m. fl. sem ekki er svigrúm til að taka saman hér - endilega sendið mér línu um mikilvæg atriði sem ég gleymi!
Færið var ekki gott til að æfa ísaxarbremsu þar sem snjórinn var blautur í slagviðrinu en menn eru öllu vanir og létu sig hafa það með hlátrasköllum eins og alltaf ;-) Tegundir, val og notkun á ísexi: *Skiptir ekki höfuðmáli lengd ísexinnar. Hér hefur áhrif hvort menn vilja geta stuðst við hana hálfpartinn sem staf (með því að hafa hana langa) eða bera eins létta exi með því að hafa hana stutta. *Hvort handarband eigi að vera á henni eða ekki þá hefur það kosti og galla. Bandið kemur síður í veg fyrir að viðkomandi missi hana niður brekku ef hún dettur úr hendi (hangir á bandinu) og hún veitir stuðning við klifur (en þá erum við komin í annað en göngu á jökli/harðfenni á fjöllum). Ókostir bandsins eru m. a. þeir að það er óhægt um vik að snúa exinni milli handa eftir því hvorum megin maður snýr að brekkunni (t.d. þegar gengið er zikkzakk) og bandið skapar slysahættu ef viðkomandi rennur af stað og exin slæst til og frá á leiðinni niður og getur slegist illa í viðkomandi. *O. m. fl. sem ekki er svigrúm til að taka saman hér - endilega sendið mér línu um mikilvæg atriði sem ég gleymi! Að ganga með ísexi: *Ef farið er í brodda skal alltaf taka ísexi með í hönd líka því þá er maður kominn í hálkufæri þar sem nauðsynlegt er að geta stöðvað sig með ísaxarbremsu. *Halda skal í ísexina með breiðara skaftið fram og beittara skaftið snýr aftur (oddurinn) og venja sig á að halda alltaf á henni svona þar sem viðbragðið til ísaxarbremsu liggur beinast við í þessari stöðu. *Ef gengið er í hliðarhalla skal ísexin ávalt vera í þeirri hendi sem snýr að brekkunni til þess að viðbragðið ef maður dettur sé einfaldara við að grípa til ísaxarbremsu. *Sé gengið niður brekku getur verið gott að styðja ísexinni aftan við sig til að hafa stuðning/hald.
Ísaxarbremsa * Ísaxarbremsu er ekki hægt að lýsa - hana verður einfaldlega að æfa verklega!* Með því að halda alltaf rétt á exinni er maður viðbúinn eins og hægt er að grípa til hennar.* Mikilvægt að halda henni sem næst brjóstkasanum þegar bremsunni er beitt og missa hana ekki of langt ofan við sig til að geta beitt líkamsþunganum á ísexina - lítið hald í henni ef maður er kominn lengst fyrir neðan exina sjálfa.* Hinn hlutinn af líkamsþyngdinni á að fara á hnén og lítið/ekkert annað af líkamanum að snerta jörðina - til að láta líkamsþungann liggja á exinni annars vegar og hnjánum hins vegar en þetta getur skipt sköpum upp á að bremsan virki ef hjarnið tekur illa við.* Broddarnir mega ALDREI snerta jörðina ef maður rennur af stað. Þetta er mikilvægasta viðbragðið því ef broddarnir rekast í hjarnið á hraðferð rennandi niður kastast menn til og fara í loftköstum niður án þess að geta nokkuð stjórnað sér og beitt exinni og geta slasast illa við það - en ekki síður við það að fóturinn mun höggvast móti mótstöðunni þegar broddarnir fara í hjarnið og ökklar eða aðrir hlutar fótar geta brotnað illa.*Menn þurfa að æfa vel ísaxarbremsu, hún verður þeim eingöngu töm sem æfir hana oft og reglulega við allar aðstæður. * Nauðsynlegt er að vera jafnvígur á hægri og vinstri hendi og æfa bremsuna á báðum þannig að hún sé manni töm beggja vegna og æfa fall með höfðu niður í móti á maganum og bakinu, fall frá hlið beggja vegna en ekki eingöngu með falli niður í móti á afturendanum eins og einfaldast er að gera.*Gott er að fara alltaf yfir ísaxarbremsu í hvert skipti sem farið er á brodda og hún tekin í hönd ef menn gera það sjaldan á hverju ári og fyrir þá sem fara reglulega á brodda með ísexi að æfa sig í huganum á göngunni, taka hana í viðbragðsstöðuna önnur hendi á efra skafti og hin á neðra skafti og ísexin ber við brjóstkassa. * Þegar ísaxarbremsa er æfð er öruggast að vera ekki á broddunum til að auka ekki slysahættuna og velja öruggt æfingasvæði, þ. e. svæði þar sem menn stöðvast sjálfkrafa neðar og ekkert tekur við annað en snjór, hvorki grjót, möl, gljúfur né annað.*O. m. fl. sem ekki er svigrúm hér til að hafa - endilega sendið mér línu um mikilvæg atriði sem ég gleymi!
Eftir verklegar æfingar fengum við okkur að borða... rennandi blaut og orðin köld undir síðasta sopa... og þá kom sér vel að prófa neyðarskýli sem Jón Heiðar var með til sýna okkur hversu fljótt myndast hiti í skýlinu.... getur komið sér vel í slæmu veðri og hópurinn hitar sér saman við máltíð... - Sjá vefsíðu Árna hér -
Seinni daginn var allt annað veður og færi... og þá var farið upp að Framsvæðinu í Bláfjöllum með sama jeppaveseninu því þangað er ekki mokað en allt reddaðist þetta með góðum vilja og snarheitum...
Alllir aftur í búnað og nú voru það belti og karabínur og línur þar sem farið var yfir val, ólíkar útgáfur og notkunargildi. Jöklalínur skulu vera +/-8 - 10 mm þykkar og eru venjulegast um 80 metra með ca 8 m á milli hvers manns ef full lína og leiðsögumaður með sína aukalegu 20 m og flestar eru með smá teygjanleika í sér...en þetta fer að fjálfsögðu eftir fjölda í línu og mörgu fleiru og er breytilegt.
Okkur var sýnt hvernig mönnum er raðað í línur eftir fjölda og hnýttir í karabínuna á beltinu og látin æfa okkur á þessu sem stjórnandi hverrar línu... skipt svo í þrjá hópa og gengið á broddum með exina í línu upp suðurskálina.
Veðrið með eindæmum fallegt og gott og lína þrjú gleymdi sér í vangaveltum um leiðarval, mat á snjóflóðahættu og alls kyns pælingum á meðan hinar línurnar hröðuðu sér upp brekkurnar að snjóhengjunum þar sem við skyldum æfa einfalda sprungubjörgun við fall leiðsögumanns ofan í sprungu.
Efst í langri brekkunni, stuttu eftir að Freyr var búinn að minna okkur á að vera ávalt viðbúin, því þó þetta væri æfing þá gæti hvað sem er gerst og menn runnið af stað... rennur Willi sjálfur af stað niður brekkuna og Súsanna togast ofan af brúninni þaðan sem hún var komin upp en bæði náðu að beita ísaxarbremsunni og leiðsögumaðurinn að grípa í línuna þeim til halds og trausts. Þarna fór eins vel og hægt var en hefði getað farið illa því ef menn ná almennt ekki að stöðva sig með ísaxarbremsunni getur svona lína öll farið af stað niður brekkuna...
Súsanna bólgnaði upp og fékk rispu ofan við efri vör - líklega af ísexinni - en að öðru leyti slapp þetta hjá báðum þó sálin hefði tekið sitt högg - hvílík snerpa hjá þeim báðum, þessum öðlingum !!! Þetta var djúpa laugin í ísaxarbremsu og við viðruðum atburðinn vel í línu þrjú;-)
Uppi á brúnunum blasti Stóra Kóngsfell, Drottning og Eldborg við... verkefnið síðasta þriðjudag... þar sem lína tvö var að matast þegar lína þrjú drattaðist inn á svæðið... Lilja Sesselja, Sæmundur, Anton, Gunnar og Anna Sigga.
Sólsetrið ægifagurt... jebb, það er þetta sem við höfum verið að missa af vikum saman á fjöllum á þriðjudögum í hverju slagviðrinu eða hvassviðrinu á eftir öðru... nú, já, það er þess vegna sem þriðjudagarnir eru kallaðir æfingar... til að þjálfa sig í slæmu veðri... laugardagarnir svo til að uppskera í góðu veðri... það hlaut að vera... en smá svekk að finna hvers lags dýrð þetta er sem við höfum ekki fengið að njóta á þriðjudagskvöldum það sem af er vetrar á árinu 2012...
Eftir matarpásu var komið að einfaldri sprungubjörgun við fall leiðsögumanns ofan í sprungu þar sem fleiri en ein lína eru með í för. Við förum svo á sérstakt námskeið síðar þar sem farið er í allar gerðir sprungubjörgunar á jökli en til þess þarf heilt námskeið.
Tvær línur
æfðu
björgunina í
senn og
þriðja
línan horfði
á á meðan
Fyrstur var Gummi leiðsögumaður sem var látinn falla niður um snjóhengjuna og hans lína fékk þá kipp og þurfti að halda honum með því að veita viðnám... Sæmundur hér að taka mesta höggið sem fyrsti maður á eftir leiðsögumanni og svo dreifðist þunginn á línuna eftir fjarlægð...
Á meðan fer önnur lína - björgunarlínan - leiðsögumaðurinn þar nálgast brúnina varlega þar sem yfirleitt er snjóhengja á brúninni og sprungan liggur breiðari innan undir snjónum - notar til þess snjóflóðastöng til að kanna snjóalög og finna hvar fasta landinu sleppir til að gæta að eigin öryggi - grefur þá með skóflu úr brúninni til að bandið grafist ekki eins mikið inn, setur svo bakpoka, skóflu eða annað til stuðnings til að línan skerist ekki inn í meðan á björgun stendur - leiðsögumaður sendir aukaspotta niður til þess sem féll ofan í sprunguna með hnút (aukalínan sem leiðsögumaðurinn er með hjá sér í pokanum (þessa 20 metra)) en hann mælir út circa hversu langan spotta þarf miðað við hvar sprungumaðurinn er farinn langt niður - setur karabínu á hnútinn og sá sem féll nælir karabínuna á sama stað á beltinu og hina karabínuna - tryggja skal með spurningu til sprungumannsins hvort karabínan sé örugglega læst og með samfelldu átaki björgunarlínunnar í nokkrum áföngum þar sem fremsti maður í björgunarlínunni kallar "bakka" er maðurinn smám saman togaður upp úr sprungunni - mikilvægt að allir kalli skipun fremsta manns aftar á næsta mann, menn séu samtaka, veiti gott viðnám og taki hlutverk sitt alvarlega svo allt fari vel . Á meðan heldur lína sprungumannsins vel í og tryggir að hann falli ekki neðar ef eitthvað mistekst við björgunarlínuna (t.d. við að festa sjálfur aukaspottann í sig). Til eru svo margar aðrar gerðir sprungubjörgunar sem fara þarf yfir á sérnámskeiði sem við tökum síðar eftir því hvort menn eru eingöngu tveir saman á göngu, ein lína á göngu etc.
Umræður sköpuðust við viðbrögð við falli leiðsögumanns ofan í sprungu ef eingöngu er um eina línu að ræða. Í því tilfelli skulu allir stöðva sig strax og veita honum viðnám - gefa honum svigrúm til að athafna sig upp úr sprungunni sjálfur, alls ekki fara úr línunni til að kanna með leiðsögumanninn né toga leiðsögumanninn upp úr sprungunni sem lína í heild, heldur gefa honum góðan tíma til að koma sér upp - þeir eiga allir að vera búnir að læra og þjálfa það að koma sér úr sprungu án aðstoðar. Ef hópurinn togar þann sem fellur ofan í sprungu upp úr án hans samráðs eru mesta líkur á að hann stoppi efst neðan við sprunguopið á snjóhengjunni sem yfirleitt slútir yfir sprunguopinu og getur þetta valdið áverkum á leiðsögumanni og gert honum í raun ókleift að komast framhjá og upp á brúnina. Sjá ferðasöguna þegar Soffía Rósa Toppfari og fleiri lentu í þessu atviki á Hvanndalshnúk 2009 þar sem hlutirnir fóru vel að lokum en ekki leit vel út meðan á því stóð þar sem þau urðu viðskila við meginhópinn, lentu í arfaslæmu veðri og engu skyggni, og þau biðu lengi að þeim fannst þangað til hann var kominn úr sprungunni en leiðsögumaðurinn varð að láta pakpokann falla niður í sprunguna af því hann var togaður upp af hópnum undir hengjuna en þá fór gps-tækið hans með: http://gbo.blog.is/blog/gbo/entry/521774/ http://mbl.is/greinasafn/grein/1210894/
Á leiðinni niður til baka að bílunum ofan af Bláfjallahrygg... já, við vorum sem sé stödd á okkar kæra Bláfjallahrygg sem við þræddum okkur um í jólatindferðini 2009 í engu skyggni og slæmu veðri ;-)... ... fórum við á ísaxarbremsunni einni saman inn í myrkrið... þar sem aðstæður gátu ekki verið betri...reyndar svo hált að maður var smeykur á köflum... og er allur lemstraður eftir átökin... með harðsperrur og allt saman... en mikið gott að geta æft þetta eftir kennslu gærdagsins... Kæru Freyr, Gummi og Jón Heiðar: Hjartansþakkir fyrir framúrskarandi gott námskeið. Við lærðum heilmikið í dúndrandi stemmningu bæði kvöldin og verðum dugleg að rifja upp fróðleikinn og viðhalda þekkingunni... í bígerð eru árleg vetrarfjallamennskunámskeið með þessu laginu þar sem farið verður í mat á snjóflóðahættu og viðbragði við snjóflóðum, frekari sprungubjörgun o.fl... og þjálfari gælir við hugmyndir um haustferð í ísklifur á Sólheimajökli... Framundan eru spennandi jöklagöngur á Eyjafjallajökul, Snæfellsjökul, Þverártindsegg, Eiríksjökul og Kverkfjöll.. látum okkur dreyma um góða daga og tækifæri til að nýta vel það sem við lærðum þessi tvö kvöld með frámúrskarandi kennurum.
Sjá frábæra
samantekt
Gylfa af
ýmsum
atriðum frá
námskeiðinu
af Youtube: http://www.youtube.com/playlist?list=PLC3A2B3459411B2C5 Og skínandi góðar myndirnar hans: http://gylfigylfason.123.is/album/default.aspx?aid=224159&lang=en
ATH! Þessi
texti er
unninn í
flýti og
þarfnast
viðbóta og
leiðréttinga
-
|
Við erum á toppnum...
hvar ert þú?
|