Allar þriðjudagsgöngur frá október til desember 2020
í öfugri tímaröð:

Lágafell og Lágafellshamrar 29. desember.
Jólafrí 22. desember
Háihnúkur Akrafjalli, jólaganga 15. desember.
Búrfellsgjá á eigin vegum öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu v/C19 #Fjallorkagegnveiru 8. desember.
Esjan á eigin vegum öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu v/C19 #Fjallorkagegnveiru 1. desember.
Mosfell á eigin vegum öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu v/C19 #Fjallorkagegnveiru 24. nóvember.
Helgafell í Hafnarfirði á eigin vegum öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu v/C19 #Fjallorkagegnveiru 17. nóvember.
Úlfarsfell á eigin vegum öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu v/C19 #Fjallorkagegnveiru 10 nóvember
Helgafell í Mosó á eigin vegum öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu v/C19 #Fjallorkagegnveiru 3. nóvember.
Selfjall og Sandfell í Hólmshrauni 27. október.
Litla Sandfell um Jórugil Þingvöllum 20. október.

Ljós og friður á Lágafelli
og niður Lágafellshamra

Okkar hefðbundna ganga milli jóla og nýárs eða í kringum hátíðarnar var farin þriðjudaginn 29. desember...

Gengið var að þessu sinni frá Lágafellskirkju og um Lágafellið endilangt...

... í mjúkum snjó... algeru logni... og frekar hlýju veðri...

... mjög góðu skyggni þar sem varla þurfti að kveikja höfuðljósin...

... og svo áleiðis yfir á Úlfarsfellið þar sem farið var upp norðurbrekkurnar...

... um stíginn til að byrja með frá Skarhólabraut...

.... og svo um mosann til vestur um norðurbrúnirnar...

... þar sem borgin og nágrannasveitarfélögin blöstu við ofan af fellinu...

... en talsverður spölur er alla leið að bröttu brekkunni...

Hópur eitt hér kominn ofan brekkunnar... og hópur tvö bíður átekta...

Hópur 1:

Elísa, Guðný Ester, Haukur, Inga Guðrún, Kolbeinn, Linda, Magga Páls., María Björg, Marsilía, Ragnheiður S., Silla.

Brekkan hefur alltaf verið fær en Örn kannaði aðstæður í hádeginu og þær voru mjög fínar...

... jarðvegurinn mjúkur og létt snjóföl yfir...

Mjög skemmtilegt að fara alltaf hér niður og þeir sem voru hér í fyrsta sinn höfðu sérstaklega gaman af...

... enda alltaf gaman að uppgötva nýjar leiðir á Úlfinn en hann lumar á þó nokkrum leiðum utan alfaraleiðar
sem reynir mikið á þessar dagana í kraðakinu sem á án efa eftir að margfaldast eftir jólahátíðina í janúar...

Bára ákvað að vera öftust niður brekkuna svo öllum liði vel og gekk þetta eins og í sögu en niðri þéttum við hópana áður en strunsað var til baka að kirkjunni...

Jebb... hérna niður fórum við vinstra megin milli klettana... þessi leið er ekkert mál í þettum halla en góðu færi...

Svo var straujað... strunsað... arkað... til baka inn í byggðina...

Yndislegt kvöld með meiru og alltaf jafn nærandi að hitta göngufélagana í frískandi útiveru...

Brekkan okkar vinstra megin þar sem klettabeltið slitnar á milli...

Alls 5,2 km á 2:03 klst. upp í 120 m á Lágafelli og 265 m á Lágafellshömrum með alls 269 m hækkun úr 83 m upphafshæð.

 

 

Jólaganga á Háahnúk í Akrafjalli
í hávaðaroki en sumarhita og færi
en fyrst og fremst kærkominni samveru...
 


Stefán í jólasveinabúning utan yfir fjallgöngubúnaðinn... svona á að gera þetta !

Þriðjudaginn 15. desember... síðustu æfingunni fyrir jól ákváðu þjálfarar að nú væri nóg komið af æfingum hver á eigin vegum... og ákváðu að bjóða hópnum upp á tvo 10 manna hópa á Akrafjall annars vegar og á Lágafellshamra í Úlfarsfelli hins vegar þar sem öllum reglum Almannavarna væri fylgt í hvívetna... eftir skoðanakönnun um þetta í lokaða fb-hóp Toppfara...

Mikið rok geysaði á landinu öllu þessa daga... og því mættu færri en ætluðu í upphafi...
eða eingöngu 14 manns að meðtöldum þjálfurum... og skiptumst við því í annars vegar 6 manns í hópi tvö sem Örn fór fyrir...
og átta manns í hópi tvö sem Bára fór fyrir... alls 14 manns...
Agnar, Bára, Bjarni, Gylfi, Ingi, Jórunn Atla., Kolbeinn, Lilja Sesselja, Marsilía, Ragnheiður, Siggi, Stefán Bragi, Þórkatla, Örn.

Þar af var Ragnheiður að upplifa göngu að vetri til í myrkri í fyrsta sinn og fleiri að bæta álíka upplifun í safnið í fyrsta sinn... en það mátti vel staldra við og spá í hvort við ættum að vera að þessum barningi í þessu roki... en lognið á þessu ári er búið að vera með ólíkindum... við erum mun vanari vindinum... og ekkert annað í stöðunni en venjast þessu þó þetta hafi samt verið meira en góðu hófi gegnir :-) :-) :-)

Þjálfarar lögðu sig í líma við að passa að bilið milli hópanna væri mikið þar sem þetta tókst ekki nægilega vel í mögnuðu tindferðinni á Krossfjöll og félaga helgina á undan... og tókst þetta svo vel að við sáumst varla allt kvöldið...

og því var hópur eitt lagður af stað niður af tindinum þegar hópur tvö var ennþá að koma sér upp á tindinn... en þar var ekkert hægt að staldra við enda verstur vindurinn þarna uppi og neðan við tindinn eins og oft vill verða...

Lilja Sesselja mætti í nýprjónaðri jólapeysu með hreindýrum og jólatrjám í toppstykkinu... mögnuð prjónakona !
... en þessi peysa gefur innblástur í prjónaáskorunina á næst a ári sem verður að prjóna eitthvað jólalegt fyrir jólagöngurnar í desember árið 2021...

Alls 5,3 km á 1:52 - 1:55 klst. upp í 563 m hæð með alls 517 m hækkun úr 51 m upphafshæð.

Geggjuð ganga... menn voru himinlifandi með barninginn og sigurinn á rokinu... við skemmtum okkur ótrúlega vel þrátt fyrir mótlætið... vorum viss um að við þyrftum ekki að anda meira þennan sólarhringinn eftir allt súrefnið sem þrýsts hafði upp í okkur gegn þessum mótvbindi... við vorum viss um að veiran gæti sko ekki lifað af í þessu roki... og ég veit ekki hvað :-)

"Meira svona" sögðu menn...
 og ætla sko að mæta milli jóla og nýárs þó það sé brjálað veður ef ekki verður fullskipað á þeirri æfingu :-)
 

 

Búrfellsgjá
öðruvísi eða á tímamælingu
á eigin vegum í viku 50
#Fjallorkagegnveiru

Alls mættu 16 manns á eigin vegum í Búrfellsgjá og tóku sína æfingu vikunnar þar...
hér koma meldingar hvers og eins:

Guðmundur Jón og Katrín Kj.:

#fjallorkagegnveiru #Búrfellsgjá var Toppfaraganga dagsins, gengum hana á aðeins annan máta en venjulega.
Tókum smá aðventu á þetta, og þar sem ekki má deila sjálfu, þá brugðum við aðeins á leik
og pössuðum upp á fjarlægðartakmarkanir og aðrar sóttvarnir.

Svo sá ég ekki betur en sjálfur jólakötturinn væri þarna í felulitum.

Kolbeinn:

Búrfellsgjá.

Lilja Sesselja:

Flott færi í Búrfellsgjánni í dag, þegar ég fór í dagsbirtu 😎

Sigríður Lísabet, Silja og Þórey:

 

Búrfellsgjáin í kósý myrkri og dásamlegu veðri með Sigríður Lísabet og Þórey. Náðum þessu án þess meira að segja að villast tiltakanlega. Hittum auðvitað nokkra ógurlega hressa toppfara sem fóru hratt yfir og náðust því ekki á mynd.

Þórkatla:

Búrfellsgjá, hefðbundin ganga breyttist í kraftgöngu þegar Jóhanna og Vilhjálmur náðu mér og ég ákvað að arka með þeim 🏃‍♀️. Hörku góð hreyfing 😊. Fyrri myndin er af göngufélögunum en seinni sönnun fyrir að þarna vorum við 😁. Við hittum nokkra hressa toppfara á leiðinni og það var bara ferlega gaman að sjá ykkur 👋

Jóhanna D. og Vilhjálmur:

#fjallorkagegnveiru Búrfellsgjáin var dásamleg í gær. Logn og blíða. Bara smá hálka og myrkur. Gaman að sjá ykkkur Toppfara.🤗 Við gengum hefðbuninn hring um gíginn í 66 mín., 5,7 km og hækkuðum okkur um 135 m.- Húsfell í fjarska á mynd

Siggi:

Búrfellsgjá í kvöld 6.1 km kom mér á óvart að það var einginn annar að labba þarna. En veðrið var alveg frábært.🎅

Ása og Sigrún Eðvalds:

Við Sigrún Eðvaldsdóttir skelltum okkur í Búrfellsgjánna í kvöld. Myndin er tekin ofaní gíginn. Lentum ekki í miklum ævintýrum, eitt slowmo fall hjá þeirri rauðhærðu og staðið upp á sama hraða. Veðrið var dásamlegt og vorum við um 1,5 klst a ferðinni. Héldum á tímabili að við hefðum tapað bílastæði og bíl, td breyttist Ravinn í stein þegar nær dró,,allt reddaðist samt að lokum. Upphaf ferðar var þannig að ég spái í hvort ég þurfi að taka athugasemdir um athyglusbrest alvarlega. Byrjaði á að finna buxur og vettlinga sem er búin að vera töpuð í 2 vikur, það var gleðilegt, ætlaði svo að grípa með mér ljós, á bara 4 stk en endaði á að rífa af krakkanum. Nú bíð ég spennt eftir að finna mín 4, þau eru þarna einhversstaðar. Takk fyrir góða og skemmtilega göngu kæra Sigrún. #fjallorkagegnveiru

Súsanna:

Búrfellsgjá og Búrfell í morgunsárið. Fór upp smáslóða til hægri þegar kom að fellinu sjálfu. Slóðin var meðfram hliðinni sem snýr að Kaldárseli og eftir hraunveggnum sem skýlir aðalslóðanum. Á köflum var þetta hálfgert drullumall (vorfæri í desember). Á gígbarminum var hífandi hífandi rok. Upphaflega átti tvistið mitt að vera 2-3 hringir kringum gíginn en lét 1 duga. Vildi ekki fjúka oní gíginn svona rétt fyrir jólin 🙂 Læt því drullutvistið duga 🙂 #fjallorkagegnveiru

Þjálfarar, Bára og Örn:

Búrfellsgjá á eigin vegum... njótandi eða þjótandi eða bæði... Fjallorkuæfing nr. 5... þó nokkrir Toppfarar á ferðinni til eða frá gjánni... autt færi að mestu á flotta, nýlega ferðamannastígnum... gott að fá hann... en um leið einhver óbyggðasjarmi horfinn af leiðinni við að missa bröltið í grýttum, óreglulegum leirslóðanum sem var áður öll þessi ár... mjög friðsælt, hlýtt og notalegt... enn einu sinni kyrrlátt og vindlaust þriðjudagskvöld á þessu ári... 081220 #Fjallorkagegnvegnveiru #Fjallorka

En menn fóru líka á önnur fjöll í vikunni...

meðal annars gengu Kolbeinn og Elísa á Úlfarsfellið og skreyttu þetta jólatré fjórða árið í röð...

... og Ása gekk á austurlandi með Jóni Braga og lýsti göngunni svo skemmtilega að þjálfari blikkaði hana til að fá að hafa hana í ferðasögusafni Toppfara og annarra sem senda okkur sögur:

http://www.fjallgongur.is/reynslusogur_klubbfelaga/midfellstindur_hornafirdi_asa_061220.htm
 

 

Esjan
öðruvísi eða á tímamælingu
á eigin vegum í viku 49
#Fjallorkagegnveiru

Eingöngu fimm manns melduðu inn sína æfingu á Esjuna í viku 49 þegar desember hófst á þessu fordæmalausa ári 2020...

Jóhann Ísfeld og Steinunn Snorra:

Við Steinunn ákváðum að taka Esjuna í dag því spáin á morgun er ekki góð. Þegar við komum að Esjunni þá er nú aðeins meiri vindur en við áttu von á en bjart og fallegt veður. Fórum upp í gegnum skóginn en þegar við vorum komin í um 250m hæð fórum við út af slóðanum því vindur var orðinn ansi mikill og náðum inn á slóðann upp með Mógilsá. Á leið þangað uppeftir versnaði veðrið mikið og byrjaði að snjóa, sem varð til þess að ég þurfti að taka Bónó í fangið og bera hann upp. Þegar upp að Steini kom var kolvitlaust vetraveður og Moli greyið missti allar áttir og hljóp upp og niður hlíðina á meðan við Steinunn reyndum að fara eins hratt niður og skyggni leyfði. Það endaði með því að Moli hvarf og fyrir einskæra hundaheppni rakst hann á okkur nokkrum mínútum síðar, en var gjörsamlega búinn á því. Að því leiddi að Bónó fór í bakpokann og Moli í fangið. Héldum að við værum að missa Mola því hann gat ekki gengið, riðaði bara greyið. En við komust öll heil niður og hundarnir liggja nú sælir/sofandi upp í sófa. Munið að skjótt skipast veður í lofti - sérstaklega á fjöllum.

Bjarnþóra og Inga Guðrún:

Esjuganga sögðu þjálfarar og þá hlýðum við Inga Guðrún, fórum reyndar hefðbundna leið, tíminn var 1,47. Héldum að gul veður viðvörun fæli í sér að það gæti orðið mikil sól, tókum því sólarvörn með okkur til öryggis 😄 en að öllu gríni slepptu þá var bara þokkalegasta veður á fjallinu. Sáum ekki til Toppfara né annara göngumanna. Takk fyrir alla hvatninguna kæru þjálfarar Bára og Örn. Ómetanlegt á þessum fordæmalausu tímum. Takk fyrir goða göngu Inga Guðrún 😄

Þórkatla:

Esjan í dag. Ég fór upp Geithólsleiðina en endaði á Rauðhól og þaðan yfir á eystri hefðbundnu leiðina. Hitti enga en fylgdist með þyrlunni sækja einn slasaðann upp í Gunnlaugsskarð. Ýmist auðar slóðir eða klakabunkaðar, gilið var sérlega slæmt bara broddafæri þar. Kalt en lyngt svo það var býsna gott gönguveður 🙂🚶‍♀️ #fjallorkagegnveiru

Þjálfarar mættu ekki á Esjuna og líklega ekki fleiri en Bjarnþóra og Inga Guðrún og veðrið var erfitt fram að helgi þesa viku þannig að það endaði með því að hvorki þjálfara né fleiri Toppfarar mættu á Esjuna þessa fyrstu viku desember... en svo var reyndar Toppfaraferð á Hrútafjöll og Stóra Dímon laugardaginn 5. desember...

Ása og Jón Bragi fóru á Miðfellstind við Höfn þessa viku, Fanneygekk á Helgafell í Mosó, Tinna og Ruth fóru á Móskarðshnúka, Siggi ofl fóru á Kistufell í Esju og Siggi fór svo líka á Úlfarsfellið o.fl. ?
 

 

Mosfell
öðruvísi eða á tímamælingu
á eigin vegum
#Fjallorkagegnveiru

Enn ein sóunin... á logni og friðsælu veðri á þriðjudagskveldi... þar sem ekki má halda úti fjallgönguæfingu... vegna hertra samkomutakmarkana í nóvember...

... líklega verður árið 2020 það veðursælasta á þriðjudagskvöldum síðustu 13 ár... frá upphafi klúbbsins... logn og aftur logn... og klúbbmeðlimir bregðast ekki... mættir á Mosfell hver á eigin vegum í allan dag... sumir í hádeginu, aðrir seinnipartinn og enn aðrir í kvöld í myrkrinu með höfuðljós...

... og svo út vikuna hvenær sem hentar hverjum og einum... flestir einir eða í sinni litlu búbblu... það er ekkert gefið eftir og dúndrandi mæting á æfingu vikunnar... öðruvísi leið en áður á Mosfellið... eða á tímamælingu fljúgandi upp og niður fjallið...

... vel gert elskurnar... og takk fyrir okkur kæra ár 2020... þrátt fyrir allt getum við ekki annað en þakkað fyrir gegndarlaust lognið á þriðjudagskvöldum allt þetta ár... #Fjallorkagegnveiru #TakkÍsland #Fjallorka

Alls mættu 27 manns á Mosfellið þessa síðustu viku í nóvember... hér eru meldingar þeirra:

Ágústa:

Mosfellsæfingin seinnipartinn í dag. 1 klst., 3,64 km, 2°, 5m/sek .....

Fanney:

Fór með nokkrum vinum mínum á Mosfell í morgunsárið. Fórum hefðbundna leið upp en rugluðum svo bara eitthvað á leiðinni niður. Þjófstörtuðum Aðventunni og bjuggum til aðventukrans á vörðu og gæddum okkur á smákökum.

Sigurður Kj:

Æfing kvöldsins Mosfellið. Fullt af Toppförum fórum óhefðbundna leið.

Marsilía:

Mosfell í fyrsta skipti, hefðbundin leið upp en smá tvist á bakaleiðinni.

Katrín Kj. og Guðmundur Jón:

#fjallorkagegnveiru Mosfellið ganga dagsins í algeru logni. Gengum suður fyrir fjallið og upp hið hefðbundna snarpa gil. Gengum síðan meðfram allri norðurbrún fjallsins og nutum fallega útsýnisins yfir á Esjuna og ekki hvað síst Leirvogsárinnar sem liðaðist um dalinn, til sjávar. Hittum á þessar eðal Toppfarakonur og gáfum okkur góðan tíma í spjall (Bjarnþóra og Inga Guðrún).

Þórkatla:

Mosfellið, ég hitti nokkra Toppfara á bílastæðinu og rölti með þeim hefðbundna leið upp á topp en vorum svo í villu á bakaleiðinni en ekkert alvarlegri. Kíki á þetta í björtu við tækifæri.

Gerður Jens:

Fór beint í norður á Mosfell frá kirkjunni og stóran hring með útúrdúr niður í Sveinamýri að Leirvogsá. Upp aftur og að kirkju. Algert logn og mikil fegurð. Var hátt í þrjá tíma. Hitti Ólaf Vigni við kirkju á leið upp og Ingu Guðrúnu og Bjarnþóru á niðurleið en þá var batteríið búið svo engin mynd af þeim. "Fjallorkagegnveiru.

Sigga Lár og Sigrún Eðvalds:

Við Sigrún Eðvalds völdum "óhefðbundna leið" á Mosfellið. Fannst við samt eitthvað óvenju lengi á leiðinni og frekar snjóþungt. Þevgr við svo snerum okkur við þá blasti við þetta útsýni... Á niðurleiðinni gall hátt í Sigrúnu, "ég bara kannast ekkert við mig hérna".  #Fjallorkagegnveiru.

Bjarnþóra og Inga Guðrún:

Tvær Lísur í Undralandi villtust um Mosfellið. Hittum ýmsa Toppfara á leið okkar um stíga, skriður og gil. Eftir klöngur af ýmsu tagi í mismikilli birtu náðum við í hlað kirkjunnar í þann mun sem kirkjuklukkurnar byruðu að hljóma og álögunum létti :-)

Elísa og Kolbeinn:

#fjallorkagegnveiru. Mosfell Elísa og Kolbeinn.

Jóhann Ísfeld og Steinunn Sn:

Fórum vestur fyrir og niður austan megin. Broddalaus æfing með strákunum okkar. Vorum ca. 1:15, ekkert stress.

Sigríður Lísabet, Silja og Þórey:

Fyrsta skipti á Mosfelli með þríeykinu. Fórum hefðbundna leið upp en smá villur á niðurleið. Skipti engu í svona blíðu.
Hringurinn 4.3 km.

Jón Steingríms og Valla:

Mosfellið gengið í myrkinu "öfugan hring" :-) Mættum að sjálsg-öfðu nokkrum Toppförum á leiðinni. Það sem ég hlakka til að fara með ykkur á fjöll ! "fjallorkagegnveiru

Jóhanna D. og Vilhjálmur:

#fjallorkagegnveiru 24.11.20 með Vilhjálmi. Gaman að hitta ykkur alla Toppfarana í gærkvöldi :-) Fór upp hring að austan og niður að vestan. 4 km 24:47 upp - 59:56 í heild. Smá bras að finna stíginn í skriðunni niður.

Björgólfur:

Skrapp á MOssann í hádeginu (er það ekki Úllinn og Mossinn annars ?). Var fyrstur upp og niður en hitti reyndar engan.

Ólafur Vignir:

Hádegisskrepp á Mosfell, austurleðin fram og til baka. Tími upp 24:22 og heildartími 41:53. Fann einn Toppfara á leiðinni, Gerði Jensdóttur. #Fjallorkagegnveiru.

Þjálfarar, Bára og Örn:

Þjálfarar fóru fyrir myrkur á Mosfellið og tóku tímamælingu á austurleiðinni upp og niður. Betra færi en að sumri, snjórinn búinn að milda grýttan stíginn. Engin þörf á broddum, hægt að rúlla hratt niður sem var eins og að fljúga í algeru frelsi, ómetanlegar æfingar að taka svona tímamælingu á eigin forsendum. Hittum marga Toppfara sem var mjög gefandi og heilandi eftir allt of mikla fjarveru frá hópnum. Erum orðin hugsi hvort það sé réttlætanlegt að hafa ekki fjallgöngur þar sem útivist er ekki bönnuð, fólk er hvatt til að fara út að ganga, skíðasvæðin eru að opna, gönguskíðamenn eru nú þegar komnir í fjöllin í talsverðum fjölda, það er mikið kraðak af fólki á algengustu höfuðborgarfjöllunum og á þessum árstíma er heldur ekki sniðugt að vera mikið einn á ferð í myrkri og erfiðu veðri og færð... við tökum út fyrir að geta ekki verið með fjallgöngur og ætlum að meta næstu srkef í desember þar sem það er orðið ljóst að ekki verður aflétt á samkomutakmörkunum í desember og þá alls ekki í janúar eða febrúar eftir væntanlega smitbylgju eftir jólasamveruna... enn og aftur förum við marga hringi... og enn aðra hringi...

... og þess skal og getið að svo fóru menn á ýmis önnur fjöll þessa viku...
eins og á Þyril (Sigga Lár), Stóra og Litla Meitil of félaga (Sveinbjörn),Esjuna (Silla), Úlfarsfell (Kolbeinn) o.fl... ?

 

 

Helgafell í Hafnarfirði
öðruvísi eða á tímamælingu

Helgafell Hafnfirðinga öðruvísi leið en áður á eigin vegum... eða/og á tímamælingu frá bílastæði um gilið upp á tind og til baka... er æfing vikunnar... þetta er þriðja þriðjudagsæfingin í þessum mestu samkomutakmörkunum frá upphafi Covid-10 faraldursins þar sem íþróttir fullorðinna eru ekki leyfðar því miður...

Heilmargir Toppfarar á fjallinu seinnipartinn þegar þjálfarar tóku sína æfingu samviskusamlega... sumir að klára en aðrir að leggja af stað... rökkur klukkan 17:00... myrkur kl. 18:00... en logn, frost, heiðskírt, tjörnubjart og autt, hart færi með snjófölum skellum efst... ENN EITT gullfallega þriðjudagskvöldið á þessu sérstaka ári 2020...

Þrasaborgir á Lyngdalsheiði eru aukaæfing vikunnar... þökkum fyrir að hafa heilsu til að komast út... og land sem býður upp á öll þessi fjöll og óbyggðir fyrir okkur að njóta, styrkjast og hlaða okkur af náttúruorku. #Fjallorka #Fjallorkagegnveiru

Þriðju vikuna í röð mættum við því hvert og eitt á eigin vegum og tókum öðruvísi leið á Helgafell Hafnfirðinga eða fórum rösklega upp og niður og mældum tímann okkar... en alls melduðu 17 manns sig á þessa æfingu vikuna 16. - 22. nóvember:

Ágústa H., Bára, Björgólfur, Fanney, Gerður Jens., Helgi Máni, Jón St., Marsilía, Siggi, Silja, Silla, Sigríður Lísabet, Súsanna, Sveinbjörn, Valla, Þórkatla, Örn... og einhverjir fleiri sem melduðu sig ekki inn ?

Hér koma meldingar hvers og eins á fb-síðu Toppfara:

Sigríður Lísabet, Silja og Þórey:

Fór mína 57. ferð á Helgafellið á þessu herrans ári. Fékk með mér þessar eðal vinkonur. Heitt súkkulaði og jólakökur á toppnum en smá freyði í Músahelli. Dásamlegur dagur, Húrra Húrra Húrra !!!

Marsilía:

Helgafellið í broddafæri, hálka en fallegt og milt veður 6,4 km.

Jón Steingríms og Valla:

Helgafell í Hafnarfirði gengið í dag, fórum upp öxlina og ætluðum í gegum gatið en funduð það ekki... og fórum samt niður þeim megin. Engu að síður hressandi ganga á fallegum vetrardegi. Mættum Ágústu Harðar á leiðinni til baka.

Ágústa Harðar:

Dálítið fyndið að Valgerður og Jón, sem ég mætti vestan Helgafells í dag fundu ekki Gatið og ég fann ekki Riddararleiðina sem Þórkatla sagði frá um daginn og ég ætlaði í dag. Áttaði mig á að ég hlyti að vera komin of langt þegar ég stóð fyrir neðan Gatið ! Lagði ekki í brattann þann og ákvað að ganga bara í kringum fjallið. Fór lengri leiðina norðan Valahnúka og skaust þar aðeins upp á hrygginn til að fá útsýni. Var rúmar tvær klst. á göngu en gönguappið klikkaði um tíma svo eitthvað eru uplýsingarnar úr því skrítnar.

Fanney:

Ég fór með vinum  mínum á Helgafell í Hafnarfirði í dag í dásamlegu veðri. Ákváðum að fara öfuga leið við það sem ég er von. Fórum upp brattari leið sem er vestanmegin í fjallinu og niður þessa hefðbundnu leið. Bara með því að labba öfuga leið og í snjó lét mér finnast ég vera á einhverju allt öðru fjalli Svo hljóp Haukur toppfari fram úr mér á leiðinni niður á harðapsretti. Grunar að hann hafi verið í tímatöku. #fjallorkagegnveiru.

Þórkatla:

Ég fór óhefðbundna leið upp á Helgafell í Hafnarfirði, en ég hef einu sinni farið niður þessa slóð. Hún er stikuð og er vestan í fellinu, brött og núna er broddafæri efst. Ég veit ekki um nafn á henni en sting upp á Riddarastíg enda liggur hún framhjá tindinum Riddara Ég fór svo "gömlu" leiðina niður enda orðið hífandi rok, ca 2 klst. rölt.

Björgólfur:

Óhefðbundin leið upp á Helgafell í Hafnarfirði Byrjað á að hlaupa 12 km í Bláfjöllum og svo farið upp á helgafell austn megin. Búinn með fyrri partinn :-)

Súsanna:

Helgafellið öðruvísi :-) Við Svala Níels höfðum tök á því að fara um miðjan dag í gær í staðinn fyrir þriðjudagskvöldið og sáum ekki eftir því. Gengum meðfram fellinu í suðurátt og fundum stikaða leið upp sunnanmegin (ekki eins langt og Gatið) og röltum þar upp í blankalogni og sól, algjört æði. Reyndar tókst okkur að tapa slóðinni á kafla eins og okkur er von og vísa og lentum í nokkru klettabrölti. Það reyndisrt ágætis Toppfara klönguræfing ;-) Þegar nálgaðist toppinn sáum við gamalkunna Toppfara birtast yfir hæðina, þá Mola og Bónó og Jói og Steinunn fylgdu auðvitað í kjölfarið. Við fórum svo niður öxina og höfðum þá nokkurn veginn þverað fjallið en þetta voru 8,3 km. Gríðarlega fallegar klettamyndanir sem nutu sín vel í fallegri birtunni og þegar hallaði degi kölluðust sól og máni á #fjallorkagegnveiru #fjallorkufrelsi.

Silla:

Við Valur frændi skemmtum okkur í gær við að skokka upp Helgafellið í myrkri og nístingskulda.
 Eins og sjá má á myndunum var útsýnið ekkert en stemningin geðveik :-)

Þjálfarar:

Tímamæling um gilsleiðina í ljósaskiptum á uppleið og myrkri á niðurleið. Hálka á köflum sem tafði för en aðallega grýti svo við slepptum broddunum sem voru í bakpokanum en ljósin komu að góðum notum. Bára gleymdi aðalhöfuðljósinu og þá koms ér vel að vera með varaljós í bakpokanum en það lýsti mjög lítið svo hún var háð Eni með lýsingu. Nennti ekki að skipta um rafhlöður en þeta var góð áminning um hverrsu mikið skiptir máli að hafa aukaljós meðferðis og vararafhlöður því ef ég hefði verið ein, hefði þetta verið tafsamt á leið niður og mjög léleg lýsing ef veðrið hefði verið erfitt.

Sveinbjörn:

Smá skrepp eftir vinnu á Helgafellið. Mætti engum Toppfara ! Frekar fáir á ferli, mjöööög fallegt sólarlag. Logn og -8 gráður. Göngutími 1:05:11  5,6 km.

Siggi og Helgi Máni:

Æfing kvöldsins Helgafell í Hafnarfirði. Við Helgi Máni hittum nokkra Toppfara á leiðinni :-)

... og svo fóru menn alls kyns annað þessa viku...

... eins og á gönguskíði í Bláfjöllum (Gerður og Björgólfur), Húsfellið (Jóhanna D. og Vilhjálmur), Kistufell í Esju um Gunnlaugsskarð (Agnar, Elísbet, Oddný, Margrét Páls., Sigrún Bjarna., Sigrún E., Silla, Tinna), Helgafell Mosó (Siggi), Móskarðahnúka (Sigga Lár), Akrafjallið (Bjarnþóra), Reykjadalur upp á Ölkelduháls og hring (Siggi) o.fl. ?

 

 

 

Þrasaborgir
Lyngdalsheiði

Aukaæfingin í viku 48 var fertugasta Þingvallafjallið á árinu og eitt af nokkrum sem hafa bæst við á árinu við nánari skoðun á svæðinu en upphaflega voru þau 33 talsins í byrjun árins... Þrasaborgir á Lyngdalsheiði.. þær gerðu tilkall til þess að tilheyra lista Þingvallafjallanna og þjálfarar skelltu sé þarna upp daginn eftir Helgafellið í Hafnarfirði og sannfærðust um gildi þeirra á svæðinu enda fagurt útsýni ofan af klettaborgunum yfir allt Þingvallasvæðið...

Því miður náðu eingöngu fjórir að fara þarna upp þegar þetta er ritað... þjálfarar og Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur... en við treystum því að nokkrir Þingvallafjallasafnarar til viðbótar nái þessu áður en árið er liðið... og munu meldingar þeirra bætast hér við eftir því sem þær berast...

Hér koma meldingarnar:

Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur:

Þrasaborgir og Úlfljótsvatnsfjall voru sigruð í gær 221120 í ágætis veðri  með Vilhjálmi. Þingvallaáskorun. #fjallorkagegnveiru.

Þjálfarar:

Tímamæling skokkandi upp og niður Þrasaborgir á Lyngdalsheiði. Stórar og miklar þúfur alla leið. Eltum gps-slóð frá gönguskíðamanni af wikiloc sem leiddist fljótlega út á gamlan jeppaslóða sem skorist hefur ofan í jarðveginn eins og dæmigert er með svona slóða... og gefur eflaust góða gönguskíðaslóð að vetri til (slétt snjórenna) en er ekki góð til göngu svo við mælum með að fara bara beinustu leið upp heiðina upp í klettaborgina sem er efst. Mjög flott útsýni og merkilega mikið landslag uppi en þó nokkuð flatt og rétt svo að maður sjái móta fyrir leifum af gíg... eitthvað frelsandi við þessa leið... víðátta sem gefur orku... þessi leið er komin á þriðjudagsæfingalista Toppfara fyrir næsta eða þarnæsta ár... Alls 7,9 km á 1:16 klst. í logni, frosti og vetrarsól. Ætluðum könnunarleiðangur á Krossfjöll við Nesjavelli í leiðinni en náðum því ekki þar sem sólin var farin... dagurinn er ansi stuttur þessa dagana... ætlum að bjóða mönnum bara með okkur í göngu á Krossfjöllin í desember...

Vonandi bætast fleiri við hér áður en árið er liðið...

 

 

Úlfarsfell
Fjallorkuæfing á eigin vegum vegna samkomubanns C19
öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu

Æfing viku 46 og þriðjudaginn 10. nóvember var Úlfarsfellið öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu 3ja tinda leið frá Leirtjörn, tveggja tinda leið frá skógræktinni eða eins tinda leið frá Skarhólamýri Mosó.

"Esjan öðruvísi" er orðalag sem Meistari Hjölli byrjaði með þegar hann bauð Toppförum upp á öðruvísi leiðir á Esjunni í sumarfríi þjálfara fyrstu ár klúbbsins... í anda hans var"Úlfarsfell öðruvísi á eigin vegum" æfing vikunnar þar sem hertar samkomutakmarkanir banna ennþá íþróttir fullorðinna út nóvember... og var metnaður og elja þeirra sem tóku þátt í æfingunni aðdáunarverð...

Bókstaflega allir sem tóku þátt fundu sér nýjar leiðir til að ganga á Úlfarsfell enda býður þetta fjall upp á alls kyns útfærslur á gönguleiðum upp og niður... margir tóku líka tímamælingu á fellið og það um fleiri en eina leið af þremur formlegum þolþjálfunarleiðum klúbbsins á þessu felli og tóku því margir tvær æfingar á Úlfarsfelli í vikunni...

Alls kyns jaðarsport komu svo við sögu eins og drumbalyftur... köfun eftir fjallgöngu... menn fengu öll veður og ein villtist í myrkri og snjóslyddu en hélt ótrauð áfram og hitti óvænt fjallgöngufélaga sinn... nánast allir voru einir á ferð eða í sinni litlu vinabubblu... þjálfarar taka ofan fyrir öllum sem mættu fyrir metnaðinn og eljuna takk fyrir ! :-)

Úlfljótsvatnsfjall var svo aukaæfing vikunnar og þangað létu allavega sex sig hafa það að fara... enda eitt af Þingvallafjöllunum á árinu... en við höfum út árið til að ná þessu létta fjalli og það er áfram aukaæfingarverkefni út árið ásamt Þrasaborgum á Lyngdalsheiði...

Gerður Jens sigraði í ljósmyndakeppni vikunnar með fallega mynd af hjartalaga bjargi sem hún sagðist hafa "fengið sér kríu á þessum einstaka hjartalaga sólbekk á niðurleið"... já, hann er magnaður þessi stóri hjartasteinn !

Og það er ekki annað hægt en að veita Sillu verðlaun fyrir skemmtilegustu ferðasöguna en hún lenti í myrkri og snjókomu uppi en hélt samt áfram og uppskar nýja leið... og óvæntan bjargvætt...

Alls mættir voru 23 manns:
 Ágústa, Bjarnþóra, Bára, Elísabet, Gerður Jens., Fanney, Guðmundur Jón, Inga Guðrún, Jón Steingríms, Katrín Kj., Margrét Birgis, María Björg, Sigrún Bjarna, Sigga Lár., Sigríður Lísabet, Silja, Silla, Súsanna, Sveinbjörn, Valla, Þórey, Þórkatla, Örn.

Hér koma meldingar allra í tímaröð - sendið mér línu ef það vantar einhvern:

Fanney:

Prófaði að fara tröppuleiðina upp að Úlfarsfelli í dag í fyrsta skiptið. Fór með vinkonu minni og vorum við nú bara að njóta þessa fallega dags. Tók enga official tímamælingu en sýndist að við vorum um hálftíma leiðina upp að Stórahnjúk.

Sveinbjörn:

Fór frá skógræktinni upp bröttu leiðina og niður aftur Samtals 3,1 km, heildartími 52:22. Tími á hreyfingu 43:34.
 Villtist ekkert ! en datt tvisvar í drullunni á leiðinni niður. Bara drullufínt hjá mér eins og fleirum :-)

María Björg:

Hæ, ég henti mér upp Úlfarsfell í dag, ótrúlega heppin með veðrið, fór að rigna um leið og ég settist aftur inn í bíl.
þetta bjargaði klárlega deginum.

Gerður Jens:

Gekk á Úlfarsfell frá Leirtjörn á Hákinn 26 mín. Þaðan niur í skógræktina og upp aftur á Stórahnúk, tíminn upp 34 mín. Niður tröppurnar að Skarhólamýri, upp aftur á milli hnúka og að Leirtjörn.. Var um 2:40 mín á göngu Hitti þrjá Toppfara, einn gamlan vinnufélaga og eina skíðavinkonu og spjallaði góða stund við þau öll. Góður dagur á fjöllum :-)

Önnur æfing hjá Gerði:

Gekk óhefðbundna leið á Úlfarsfell frá vesturenda Leirtjarnar beint upp á Hákinn, yfir á Stórahnúk og miðstíginn til baka. Var í einn og hálfan tíma því veðrið á leiðinni niður var svo gott. Fékk mér kríu á þessum einstaka hjartalaga sólbekk á niðurleið :-) #Fjallorkagegnveiru

Þórkatla:

Ég tók tímann á mér frá Skarhólabraut upp á topp og til baka, það reyndist vera 36:45,05 :-)
Ég mætti nokkrum Toppförum en það var bara hæ, keppnisskapið fer alveg með félagslyndið :-)

Önnur æfing hjá Þórkötlu:

Á þriðjudaginn tók ég tímann á mér frá Mosó upp á Stóra hnjúk. Ekki vildi betur til en að tíminn var skráður hjá mér eins og hann væri 3ja hnjúka. Þá var bara eitt til ráða, að taka 3ja hnúka mælingu til að setja inn í staðinn. Ég fór því í hádeginu í dásemdarveðri og mældi tímann sem varð 45:47:55 #Fjallatíminnminn, takk Úlli, gott hádegi :-)

Ágústa H:

Skarhólabraut/-mýri, upp á topp, niður á veg Hafravatnsmegin og til baka indælan lokaðan malarveg sem liggur að Skarhólabraut
og ég hef ekki farið áður. Veðrið ljómandi ljúft :-)

Önnur æfing hjá Ágústu:

Fór aftur á Úlfarsfell, nú bara upp á topp á Skarhólamýri. Var reyndar við það að hætta við þegar ég ók fram hjá skægræktinni í slyddunni en beitti mig hörðu og beygði inn á Skarhólabraut. Þá snar breyttist veðrið og hélst bjart rétt á meðan ég skaust á fjallið. "Skaust" er kannski ekki rétta orðið, skautaði eiginlega stundum niður. Kominn tími á brodda !

Margrét Birgis:

Við Nói gengum frá skógræktinni Hamrahlíð, meðfram Úlfarsfellinu, að Skarhólabrautinni og þaðan upp þennan fína stíg/tröppur sem við vorum að prófa í fyrsta sinn. Fórum á þá toppa sem á vegi okkar urðu og svo aftur niður í Hamrahlíð og enduðum svo á að labba heim í Staðahverfið. Frábær ganga í æðislegu veðri á föstudagsmorguninn :-)

Sigga Lár:

1. Tók 2 kafarakonur á 3 toppa Úlfarsfells til að sjá sólarupprásina
2. Skellti mér á Kerhólakamb
3. Náði að fylgja sólinni í svefninn í sjónum út af Kjalarnesi
Orkan eykst bara endalaust við þessa áfyllingu á geyminn.
Merkilegast fannst mér að sólin var alltaf hjá mér .....

#fjallorkagegnveiru

Bjarnþóra og Inga Guðrún:

Við Inga Guðrún skelltum okkur á Úllann í smá óvissuferð :-)

Siggi:

Æfing kvöldsins var upp hjá Skarhólabraut upp á topp Úlfarsfell niður hinum megin og svo aftur til baka. Á leiðinni rakst ég á villtan Toppfara enda komin snjókoma og lítið skyggni og kom ég honum á rétta slóð, Sendi hér inn mynd af villta Toppfaranum.

Önnur æfing hjá Sigga:

Æfing kvöldsins, Úlfarsfell frá Skarhólabraut 4,31 km, svo var tekin drumbalyfta ;-)

Elísabet:

Fór óhefðbundna leið á Úlfarsfellið í gær en hitti enga Toppfara :-) En var með tvær duglegar stelpur með mér. Fórum upp hjá Skarhólamýri og á toppinn og niður hjá skógræktinni þar sem við gerðum í því að reyna að villast, gengum síðan meðfram fellinu. Urðu ca 6 km en varð batteríslaus svo ég er ekki alveg viss. Gaman að prófa nýja leið :-)

Silla:

Fór aldeilis ein í ævintýraferð á Úlfarsfellið í gær. Rakst í upphafi á 6 Toppfara á hlaupum upp og niður fellið, ég stefni líka á lengri göngutúr. Áður en ég vissi af skall á myrkur og lárétt snjókoma þannig að ég blindaðist vegna móðu á gleraugunum eða snjókornin fuku beint inn í augun á mér. Ég hélt samt för minni áfram og uppgötvaði nýjar, óhefðrundnar slóður sem reyndu enn meira á en ella hefði orðið. Að lokum hitti ég Sigurð Toppfara og hljóp´blaðskellandi á eftir honum niður allt fellið. Með því að tínast í smá tíma jókst erfiðleikastigið úr einum skó í tvo og gaf gönguferðinni á Úlfarsfellið óvæntan ævintýrablæ :-)

Sigrún Bjarna:

Mætti í vinnu klukkan 10:00 í morgun en vinn í Mosfellsbæ. Tók tímatöku upp nýju tröppurnar frá bílastæði og upp að hæðsta punkti Úlfarsfells og til baka. Hljóp drjúgan hluta leiðarinnar og bætti göngutímann minn úr tæpum 35 mín í 27:56 mín með því að hlaupa :-) Mætti strax í kennslu og var svo alveg frá og stífnaði upp í vinstra hné og gat varla gengið í dag. Bý svo vel að eiga sjúkraþjálfara TBB sem greindi mig með einu símtali og gaf mér æfingar sem ég er að gera og er strax betri :-) Hef gleymt að virkja nokkra vöðvahópa en maður er að eldast og þarf að passa upp á sig ;-)

Guðmundur Jón og Katrín Kj:

#fjallorkagegnveiru. Við tókum æfingu okkar á Úlfarsfellinu. Úlfarsfellið getur státað af ótal gönguleiðum, og völdum við að hefja gönguna við Sóltún austan megin. Gengum upp austan megin og þvert yfir alla toppa og niður bratt gilið vestan megin. Upp fórum við aftur "leynileiðina" sem er frekar fáfarin, og eftir stutta göngu er þessi líka fíni bekkur, og er upplagt að sitja þar og njóta sólseturs. En það var ekki í boði í dag. Gengum þvert yfir til baka, yfir alla tinda í bílinn. Mættum nokkrum Toppförum; Gerði, Hauki, Gunnhildi og Gunnari. Tæpir 7 km.

Jón Steingríms og Valla:

Úlfarsfell óhefðbundið :-) #fjallorkagegnveiru.

Silja, Sigríður Lísabet og þórey:

Þríeykið mætti á æfingu í dag samviskusamlega. Örkuðum út og suður, upp og niður.
Þórey þekkir Úllann eins og lófann á sér...

... Fengum alls konar veður, það er svo gaman -)

Súsanna:

Úlfarsfellið óhefðbundið (svona næstum því) #fjallorkagegnveiru #fjallorkufrelsi. Við Svala Níelsdóttir prófuðum uppgönguleið sem var ný fyrir okkur. Frá Skarhólamýri upp á Stórahnúk og þaðan yfirr á Háukinn og svo á toppinn fyrir ofan Hamrahlíðina þegar farið er upp gilið. Síðan tröppugangur aftur niður sömu leið (4,3 km). Veturinn minnti á sig með slyddu a niðurleiðinni en þesi litli tröllkarlshaus tók kankvís á móti okkur í rökkrinu þegar niður var komið :-) og svei mér þá ef það er ekki hægt að sjá hjarta í steininum líka.

Þjálfarar (Bára og Örn):

Örn skokkaði að heiman úr Grafarvoginum á Úlfarsfellið um Leirtjörn síðdegis á þriðjudag og var 14,4 km á 1:20 klst. Bára fór tímamælingu frá Leirtjörn 4,16 km á 40:39 mín. Ágætis veður sem slapp vel miðað við úrkomuna sem helltist yfir keyrandi á leiðinni á fjallið svo manni leist ekkert á blikuna. Þó nokkrir Toppfarar á fjallinu að taka sína æfingu vikunnar alls kyns nýjar leiðir. Mjög flott frammistaða hjá þeim sem mættu þessa viku, metnaður og áræðni einkennandi, magnað að sjá :-) Alls 3,11 km á 28:14 klst.

Önnur æfing hjá þjálfurum:

Tímamæling frá Skarhólamýri á Stórahnúk og til baka í sól og frosnu færi. Rétt sluppum við slyddu sem kom yfir um leið og við vorum komin í bílinn. Erfitt að skokka niður tröppurnar en annars er þessi leið tær snilld. Frábær æfing sem situr lengi í líkamanum og gefur án efa mikið en tekur lítinn tíma, ein besta æfingin sem maður getur tekið og skákar margfalt léttum skokktúr í borginni að okkar mati.

Í þessari viku var einnig aukaæfing á Úlfljótsvatnsfjall sem er eitt af Þingvallafjöllunum og eru meldingar á það því teknar saman sér hér: 

http://fjallgongur.is/thingvallafjollin_sogur_2020/ulfljotsvatnsfjall_101120.htm

... og menn fóru á fjölda annarra flottra fjalla þessa viku...

... eins og Úlfarsfell eins og á Akrafjall (Ása, Gulla, Sveinbjörn), Drangsnes við Hólmavík (Elísabet), Esjuna (Silla), Flosatind í Kálfstindum (Þórkatla), Grímmannsfell (Margrét Birgis) (Gunnar og María E.), Heiðarhorn (Björgólfur), Helgafell Hf (Jóhanna D. og Vilhjálmur), Hrafnabjörg og Tröllatindar (Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur), Kálfstinda og Hrútafjöll (Gunnar Viðar), Kerhólakamb (Sigga Lár.), Vörðuskeggja (Arna, Jón St. og Valla), Þverfell og Reykjaborg (Guðmundur Jón og Katrín Kj.), Æsustaðafjall, Reykjafell og Einbúi (Bjarnþóra)...

Meiri snillingarnir þetta lið ! :-)

 

 

Úlfljótsvatnsfjall
Þingvallafjall nr 39

Vegna hertustu samkomutakmarkana í sögu landsins vegna Covid-19 í nóvembermánuði árið 2020
ákváðu þjálfarar að hafa léttustu Þingvallafjöllin sem aukaæfingu, eitt á viku fyrir utan eitt höfuðborgarfjall
og var Úlfljótsvatnsfjall aukaæfing viku 46...

Mættir alls 8 manns: Bára, Bjarnþóra, Elísa, Jóhanna D., Kolbeinn, Sigga Lár., Vilhjálmur, Örn. 

Kolbeinn og Elísa:

#Fjallorkagegnveiru Þingvallaáskorun. Úlfljótsvatnsfjall og Dagmálafell.
Við Elísa ákváðum að taka Þingvallaáskorun. Lögðum af stað austur Nesjavallaveg en komum að lokun :-( Snerum við og fórum um Mosfellsheiði. Við lögðum bílnum við afleggjarann og gengum upp Hjallhól og Gnípur og gengum eftir Úlfljótsvatnsfjalli í átt að Dagmálafelli og upp það, snerum þar við og fórum til baka, við fengum nánast allar tegundir af veðri.

Bjarnþóra og Sigga Lár:


Eftir að hafa þraukað að labba á Úlfjótsvatnsfjall lak af okkur svitinn og rauk úr okkur hitinn :-)

... svo það var ekki um annað að ræða en að skella sér til kælingar í Þingvallavatn.

Þjálfarar Bára og Örn:

Könnunarleiðangur fyrir Toppfara og Þingvallaáskorun. Fórum frá malarveginum ofan við Grafningsrétt beint upp á norðurendann og þaðan á hæsta tind og svo jeppaslóðann til baka. Vorum að flýta okkur til að ná könnunarleiðangri á Dagmálafellið í leiðinni en ætluðum ekki að fara á bæði í einu heldur taka stuttar ferðir á sitt hvort. Keyrðum fram og til baka eftir veginum í leit að malarvegi upp að Dagmálafelli sem er á kortum en allir afleggjarar eru lokaðir og vel merktir sem slíkir (einkavegir) svo við féllum frá því að fara á fellið. Þar sem við vorum í þessu veseni fannst okkur erfitt að sjá Dagmálafellið, það rennur svolítið saman við heiðina og lágar fjallsbungur sem liggja niður eftir á svæðinu.

Fjöllin sem við erum búin að ganga á skera sig öll upp úr landslaginu og eiga klárlega rétt á sér sem hluti af "Þingvallafjöllunum" en þegar við skoðuðum kort af svæðinu má finna nöfn á ýmsum bungum sem liggja ofan á heiðinni sunnarlega milli Úlfljótsvatnsfjalls og Súlufells með nokkrum fjalls- og fellsnöfnum (Villingavatns-Selfjall, Dagmálafell, Úlfljótsvatns-Selfjall, Hlíðarfjall, Háafell) og stuttu sunnar er Álútur sem er hluti af fjallgerðinum ofan við Hveragerði og fannst okkur þessi fell tilheyra í raun Klóarfjalli sem rís ofan við Gufudal ofan Hveragerðis svo til að gæta sanngirni gagnvart öllum þessum fjallsbungum ákváðum við að Dagmálafellið tilheyrði þessum fjallbálki og tengdist Hveragerðissvæðinu frekar en Þingvallasvæðinu.

Ekkert heilagt í þessu samt, en við tókum því Dagmálafellið út úr Þingvallaáskoruninni. Öll önnur fjöll og fell sem bæst hafa við í þessari áskorun eftir að við fórum að ganga á Þingvallasvæðinu eins og Sandfellið við Jórugil, Söðulhólar við Tindaskaga, Þrasaborgir á Lyngdalsheiði o.s.frv. hafa sannfært okkur um tilverurétt sinn í Þingvallafjallasafninu svo ef Kolbeinn og Elísa eða aðrir sem gengið hafa á Dagmálafellið segja að það eigi klárlega að tilheyra þessu safni, þá bætum við því við NB ! Látið í ykkur heyra !

Jóhanna D. og Vilhjálmur:

Þrasaborgir og Úlfljótsvatnsfjall voru sigruð í gær 221120 í ágætis veðri  með Vilhjálmi. Þingvallaáskorun. #fjallorkagegnveiru.

 

 

Helgafell í Mosó
Fjallorkuæfing á eigin vegum vegna samkomubanns C19
öðruvísi leið en áður eða á tímamælingu

Alls mættu 28 manns á æfingu þriðjudaginn 3. nóvember á eigin vegum öðruvísi leið á Helgafell í Mosó eða á tímamælingu
í lygnu veðri,5 stiga hita og auðu færi:

 Ágústa, Bjarnþóra, Bára, Elísabet, Gerður Jens., Elísa, Fanney, Guðmundur Jón, Inga Guðrún, Jóhann Ísfeld, Jóhanna Diðriks., Katrín Kj., Kolbeinn, Margrét Birgis, María Björg, Marsilía, Haukur, Sigga Lár., Sigríður Lísabet, Silja, Silla, Steinunn Sn., Súsanna, Sveinbjörn, Vilhjálmur, Þórey, Þórkatla, Örn. Sigga Lár vann sér inn tindferð að verðmæti 3000/5000 kr. með skemmtilegustu ljósmyndinni og sögunni :-)

Sjá meldingar allra hér inn á fasbókarsíðu klúbbsins:

Elísabet:

Fór í tímatöku upp á Helgafell núna í morgun. Byrjaði hjá skiltinu svolítil hálka/ísing svona snemma en datt bara einu sinni á leiðinni niður. Meiddist ekkert en særði smá stoltið :-) Var 24 mín. fram og tilbaka en freistaðist til að stoppa smá á toppnum og taka myndir af Kistufellinu, sem var bara svo fallegt :-)  #Fjallorkufrelsi

Margrét Birgis:

Við Nói fórum hefðbundna leið upp á Helgafellið, skrifuðum samviskusamlega í gestabókina, svo áfram göngustíginn og til hægri og þannig hring. Okkur fannst mjög fallegt að sjá Móskarðshnúkana og aðra Esjutinda komna í hvítu fötin. #Fjallorkufrelsi

Marsilía:

Fór í tímatöku frá neðra plani, tíminn var 28.20. Fullt af Toppförum á sama tíma, bara gaman.

Sveinbjörn:

Fór af neðra plani, hitti 16 sem ég þekkti á leiðinni. Spjallaði við sex um heima og geima. Göngulengd 2,4 km. Heildartími 36:47, tími á hreyfingu 27:30, spjalltími 09:17, uppsöfnuð hækkun 169 m, uppsöfnuð lækkun 167 m. Meðalhraði á hreyfingu 5,3 km/klst. Þyngd á bakpoka 9,7 kg. Gönguskór... Scarpa GTS sagði hann og glotti við... :-)

Haukur:

Fór í síðdegisrölt á fellið, tókst ekki að rekast á neinn, bara ég og Andrea Bocelli. (3,98 km).

Þórkatla:

Prufaði tímatöku frá neðra plani upp á topp og til baka, náði 28:59 en sá að ég hefði getað verið fljótari niður. Prófa það næst. Svo bætti ég við nettri hringleið um fellið, gott veður.

Jóhann Ísfeld og Steinunn Snorra:

Steinunn fór á Helgafell þessa venjulegu leið á meðan ég fór svona meiri flækju á öðrum stað. 

Fanney:

Ég hef bara einu sinni farið á Helgafell í Mosó og þá vissum við vinirnir ekkert hvert við værum að fara. Við löbbuðum þá einhvers staðar upp og ráfuðum um fjallið og enduðum óvart í einhverju blokkarhverfi. Það var því ekki mikið mál fyrir mig að finna skemmtilegri leið. Fann leið á Wappinu sem bætti við göngu meðfram Varmá. Þetta var mjög skemmtileg ganga, um 6 km. Ég hef ekkert nema tíma þessa dagana, þannig að ég leyfði mér bara að njóta í rólegheitunum.#Fjallorkagegnveiru.

Katrín Kjartans og Guðmundur Jón:

Tókum okkar Helgafellsæfingu sem var jafnframt mín 100sta fjallaferð á þessu ári um miðjan dag. Fórum allan hringinn sem reyndist um 4 km. Hittum á nokkra Toppfara sem voru á mismunandi hraða. Hjörtun í náttúrunni heilla mig alltaf og er því viðeigandi að skella einu Helgafellshjarta hér inn. #Fjallorkagegnveiru.

Silla:

Fór í gervi túrista upp á hlíðar Helgafells í gær og sá þar margt forvitnilegt eins og Trölla, selinn Snorra og ljósaflóð sem líktist glóandi hrauni. Ég gekk dáleidd en rammvillt upp á fjölda hóla og gat dáðst af umhverfinu bæði í dagsbirtu og myrkri. Ég sá þarna marga fallega steina, fjöll og firnindi og svokallaða Toppfara sem hlupu upp og niður fellið með klukku í vasanum. Sem sannkallaður túristi á fallegu felli birti ég myndir af Trölla, Selinum Snorra og Ljósa/hraunaflóðinu.

Silja:

#Fjallorkagegnveiru.
Skemmtileg ganga á Helgafellið í kvöld í góðum félagsskap og dásemdarveðri. Bakaleiðin alger óvissa um tíma, utan slóða og í restina náðum við meira að segja að villast af stígnum sem við höfðum loksins fundið :-) (4,4 km á 1:18 klst.).

Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur:

#Fjallorkagegnveiru.
Jómfrúarferð á Helgafellið í dag klukkan rúmlega fimm. Frábært logn og nokkrir öflugir Toppfarar á ferðinni þegar við mættum. Gengum 3,68 km hring á 1 klst. og hækkuðum okkur um 199 m. Gleymdum ljósum en þetta slapp fyrir horn.

Kolbeinn og Elísa:

#Fjallorkagegnveiru.
Við Elísa fórum upp Helgafell með viðkomu í Skammadal. (alls 6,69 km á 1:41 klst.).

Þórey:

Skemmtileg ganga í dag með góðum göngufélögum. Var í sama hóp og Sesselja. Hún setti inn leiðina.

Sigga Lár:

Ákvað að elta trakkið ykkar og elta tímann: 48 mínútur rúmur 4,1 km. Tók því varla að reima skóna fyrir þetta, hihi. En hressandi og léttskokkaði inni á milli. Á bakaleiðinni voru ábyggilega einir fimm gæsahópar að melda sig í flug til heitari landa og ég bað um far. En þau skildu mig ekki. #Fjallorkagegnveiru.

Sigríður Lísabet:

#Fjallorkagegnveiru.
Ekki keppt um tíma en haldið vel áfram í guðdómlegu veðri. Villtumst aðeins í myrkrinu.
Erum endalaust að leita eftir ævintýrum.

Súsanna:

Við Svala Níelsdóttir loksins mættar í Toppfaragöngu nú þegar allir eiga að ganga á eigin vegum. Ákváðum að prófa nýja leið upp og gengum meðfram vesturhlíðinni spottakorn og þaðan beint upp. Lentum þá á göngustígnum sem flestir fara. Gengum hringinn meðfram brúnunum að hluta en álpuðumst stikaða leið ofan í dalverpi Skammadalsmegin. Gengum eftir því nokkra stund en ákváðum þá að fara bara upp aftur, þveruðum fjallið inn á aðalstíginn og fórum sömu leið niður. Má segja að þetta hafi verið alveg ný leið, 4 km. 1:20 klst. #Fjallorkagegnveiru. "Fjallorkufrelsi.

Sigurður Kjartans:

Gengið rösklega fyrstu ferð upp Helgafell frá efra bílastæði. Náði upp og niður á 20 mínútum. Svo var farið önnur ferð upp og hring á fjallinu. 3,8 km sem kom út eins og ágæt kanína í laginu á strava. #Fjallorkagegnveiru.

Gerður Jens:

#Fjallorkagegnveiru. #Fjallorkufrelsi #Fjallorkugleði.
Gekk frá neðra plani á Helgafell á hádegi í gær, tók tímann upp bara fyrir mig.
Lék mér að rölta alein um fjallið og fór sömu leið niður í blíðskaparveðri.

Bjarnþóra og Inga Guðrún:

Þátttakendurnir Inga Guðrún Birgisdóttir og Bjarnþóra Egilsdóttir lögðu af stað á helgafell en lentu þess í stað í óvissuferðinni "Úti í mýri" ! Þetta var eitthvað svo öfugsnúið. Fórum frá efra stæði upp á topp á 12,5 mínútum og tókum síðan tæplega 6 km slaufu. Samtals 1,5 klst. Niðurstaða: Það verður erfitt að toppa þetta :-)

Ágústa Harðar:

Undanfarið hef ég bara verið með ykkur í anda... en náði í dag, á síðasta degi, að vera með í áskorun vikunnar - upp á Helgafell í Mosó, niður í Stekkjargil, upp aftur og til baka að neðra bílastæði. Fyrri myndin virðist kannski vera sjálfa... en er bara gleraugnaauglýsing. Ef einhver ykkar Toppfara hefur tapað gleraugunum sínum á fjallinu þá eru þau að finna á toppnum !
(alls 4,5 km á 1:02 klst. 8/11 skv. skjáskoti) #Fjallorkagegnveiru.

Þjálfarar (Bára og Örn):

Tímamæling frá neðra bílastæði í mjög góðu sumarfæri þar sem hliðarstígurinn var með besta móti, rakur og auður og því hvorki háll af kulda né þurru lausagrjóti. Mikil orka á fjallinu enda Toppfara um allt á upp- og niðurleið og þó nokkuð af öðru fólki líka... frábær stemning og frammistaða framar vonum... sérstaklega metnaðurinn hjá mörgum að finna sér nýja leið og fara góða vegalengd... og eins að fara einir... virkilega vel gert... :-)

Formleg tímamæling á Helgafell í Mosó er hér með ákveðin frá neðra bílastæði þar semvegalengdin frá efra bílastæðinu er ansi stutt... alls um 2,3 - 2,5 km sem við skorum á alla að ná undir 30 mínútum... það þýðir hörkuæfing sem reynir vel á og gefur mjög mikið en tekur stuttan tíma og hentar mjög vel þegar menn hafa ekki mikinn tíma en vija ná fóðri æfingu og útivera :-)

Sjá gps-slóðina hér:
https://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=60130320

Við hugsuðum til í Ástu Jóns sem ökklabrotnaði á Selfjalli vikuna á undan og hringdum í hana síðar um kvöldið, en af henni var allt gott að frétta, einstaklega jákvætt hugarfar hennar fleytir henni án efa í gegnum þetta erfiða verkefni, en hún á fyrir höndum 8 vikna bataferli og nú er liðin vika frá slysinu...

Ath að tölfræði kvöldsins færist inn sem þriðjudagsæfing og reiknast út frá tímamældu leiðinni, veðrinu það kvöld og öllum mættum sem melduðu inn sína þátttöku.. alls 28 manns + þeir sem fóru á önnur fjöll... það er ansi flott frammistaða !

Svo fóru  nokkrir á önnur fjöll... óvart eða ekki...

Björgólfur
... fór á gönguskóði í Bláfjöllum.

Oddný
 fór á Valahnúka... sagan hennar er svo skemmtileg að hún fær að fylgja hér:
"Ég er mjög löghlýðin og ætlaði að fara á Helgafell í Mosó en var eitthvað annars hugar og keyrði alveg óvart til Hafnarfjarðar. Ég ákvað bara að það skipti ekki öllu máli hvaða Helgafell ég færi á svo ég dreif mig af stað. Ég mundi að annað hvort ætti ég að gera eitthvað"flippað" eða taka tímann svo ég setti tímatökuna á og gaf í. Þegar ég nálgaðist Fellið þá ákváð ég að vera flippuð
:-) hætti bara við að fara á Helgafell og fór á Valahnúka og þræddi þá og lokaði svo hringnum ca 7 km. Hafði farið 100 sinnum á Helgafellið en aldrei á Valahnúka. Þvíklikt flippuð óvissuferð :-) Næst fer ég í Mosó" :-) (engin ljósmynd).

Sigrún Bjarna
... fór á Úlfarsfellið... hennar saga og mynd gildir þá bara í næstu viku ! :-)

Tinna og Ruth
fóru á Helgafell í Hafnarfirði
... og tóku burpes á tindinum (sjá myndband á fb-hópnum).


Mynd frá Björgólfi af gönguskíðaferðinni í Bláfjöll...
 

Frábær frammistaða !
Næst er það Úlfarsfellið öðruvísi eða tímataka
eftir smekk hvers og eins...
eða bæði ef menn vilja æfa sig vel...

OG...  fyrir þá sem komast í dagsbirtu í vikunni eða næstu helgi...
 þá er Úlfljótsvatnsfjall aukaæfing vikunnar (Þingvallaáskorun)...
... sjá tilkynningu á fb-hópnum.

 

Selfjall og Sandfell
í Hólmshrauni
vel þegin yndisganga í hlýjum austanvindi og myrkri þegar á leið
en leiðu óhappi í lokin

Þriðjudaginn 27. október var gengið á Selfjall og Sandfell í Hólmshrauni við Waldorfskóla
og mættu 15 manns í hvorn hóp þjálfara þrátt fyrir stífa austanátt í kortunum
en það var úrkomulaust og tiltölulega hlýtt og sumarfæri enn við lýði...

Hópur 2 á nyrðra bílastæðinu - með Báru þjálfara:

Silja, Jórunn Ósk, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna, Inga Guðrún, Þórey, Bjarni, Ásta jóns., Silla, Gerður Jens., Margrét Páls.,
Anna Sigga, Sigurður Kj. og Þórkatla og Bárat tók mynd.

Þjálfarar voru lengi að finna hentuga þriðjudagsæfingu þetta kvöld þar sem við skiptum hópnum núna í aðskilda hámark 20 manna tvo hópa allt frá bílastæði, pásum, hópmyndum og samræðum...

...og þar sem ekki er sameinast í bíla lengur þarf að vera fólksbílafært.... og nægilega stórt bílastæði fyrir hvorn hóp fyrir sig... og helst ekki á vinsælustu útivistarsvæðum borgarinnar þar sem nú er krökkt af fólki á öllum tímum... og helst innan borgarmarkanna þar sem við eigum að fara sem minnst út fyrir bæjarmörkin... og helst leið sem er ekki flókin fyrir tvo aðskilda hópa að fara um... skilyrði að sé leið þar sem aldrei þarf að rétta hvor öðrum hjálparhönd til að geta haldið 2ja metra regluna allan tímann... helst leið þar sem rötun er örugg í myrkri þar sem alls kyns veður geta ríkt á þessum árstíma... en um leið helst það krefjandi ganga að hún gefi hópnum holla og góða útiveru svo menn geti viðhaldið sinni fjallgönguþjálfun mánuðum saman í gegnum kófið...

...og því útilokast ansi margar leiðir sem við höfum í okkar safni... en við fundum þessi tvö fjöll sem eru innan borgarmarkanna, mjög létt yfirferðar á ávölum bungum en samt ágætis fjallaþolsæfing, ekki flókin rötunarlega séð og áfram mætti telja.... en þarna vissum við ekki að það myndi reyna á að vera ekki langt frá byggð né bílastæði ef eitthvað kemur fyrir... en á það reyndi þetta kvöld í fyrsta sinn í klúbbnum í mörg ár...

Efra bílstæðið á akstursleiðinni að Waldorfskóla hentar vel fyrir tvo hámark manna hópa þar sem hægt var að leggja þeim sitt hvoru megin á stóru svæði... og við gættum þess að halda hópunum aðskildum á göngunni og í pásum en héldum okkur á sama svæði svo þjálfarar gætu sammælst um leiðarval út frá veðri og aðstæðum...

Við byrjuðum á að fara upp Selfjallið þar sem kominn er stígur... eflaust þökk sé Waldorfs-skólafólkinu í gegnum árin...

.... en fjallið atarna er marghnúka og við tókum stóran hring á því til að nýta landslagið sem mest...

Sólin er nú sest þegar æfingar hefjast þessa dagagna... og því skreytti sólarlagið fyrstu kílómetra kvöldsins...

Allir að passa 2ja metra regluna sem mest þeir mega...
en við þurfum stöðugt að minna hvort annað á og passa að gleyma okkur ekki...
... alveg eins og alla daga annars staðar... í vinnunni... búðinni.... strætó... þetta er að verða mörgum mjög tamt... en aðrir í minni æfingu... sem er ekki skrítið þegar menn eru sumir búnir að vera látnir vinna heima einir síðan í mars... og fara nánast ekkert út á meðal manna nema á þessa vikulegu æfingu með fjallgöngufélögum sínum... í kærkoomna víðáttuna sem ekki er sjálfgefin og sannarlega eitt af því sem Ísland gefur okkur umfram marga aðra í heiminum núna...

Selfjallið mældist 287 m hátt og er lægra en seinna fjall kvöldsins...
sem var Sandfellið en það er innar og brattara en Selfjallið...
og mætti vel heita kröftugra nafni en Sandfell...

Hópur eitt með Erni þjálfara:

Marta, Jón Steingríms., Sandra, Elísa, Guðný Ester, Kolbeinn, Valla, Ragnheiður, Margrét Birgis, Rakel, Örn, Þorleifur, Lilja Sesselja, Tinna og Ruth og Batman og Tinni voru með en Bára tók mynd...

Útsýnið ofan af Selfjalli var mjög fallegt til Bláfjalla, Hafnarfjarðarfjalla, Elliðaárvatns, borgarinnar, Hólmsheiði, Esjunnar, Þingvalla, Hengilsins og Suðurlandsvegar upp Hellisheiðina... já 360 gráðu gjöfult útsýni allan hringinn

Sandfellið er meira alvöru og þar þarf að finna aflíðandi leið upp ólíkt Selfjalliinu sem er fært frá öllum hliðum...

Litið til baka að Selfjalli...

Mjög fallegt svæðið milli fjalla kvöldsins... þarna í gegn liggur vegur sem fjórhjól, reiðhjól og eflaust utanvegahlauparar fara um
og liggur líklegast niður að Helgafelli í Hafnarfirði...

Uppi á Sandfelli sáum við tunglið koma upp undan Bláfjallahryggnum... og fór hratt yfir...

Vindurinn var mun skárri en við áttum von á og blés almennt ekki mikið á okkur þetta kvöld
nema efst á Selfjalli í bakaleiðinni eiginlega....

Þjálfarar ákváðu að fara svipaða leið til baka og reyna að ná sem mestri vegalengd úr út kvöldinu þar sem aðstæður voru góðar þrátt fyrir vindinn... enda vildu menn fá alvöru göngu út úr kvöldinu og voru til í allt...

Höfuðljósin voru komin upp á leið niður af Sandfellinu og samveran var dásamleg á spjalli við félaga úr öllum stéttum og alls kyns vinnustöðum landsins þar sem gott var að heyra ólík sjónarmið - nú á þessu skrítnu tímum þegar nánast öll samskipti fara fram í gegnum veraldarvefinn og margir vinna heima og hitta fáa... nema jafnvel í þetta eina skipti í vikunni sem þeir leyfa sér að hitta félagana og ganga á fjall með þeim...

Þjálfarar röktu sig sömu krókaleiðina upp og niður Selfjallið til að ná sem mestri vegalengd út úr kvöldinu en á efsta tindi blés vindurinn hratt og þegar við röktum okkur niður af honum í norðurhlíðum misstígur Ásta sig og heyrir strax og finnur að ökklinn er brotinn. Hópur eitt var kominn nokkuð langt niður eftir undir stjórn þjálfara eitt og fremri hluti af hópi tvö einnig með Báru þjálfara fremsta í flokki þar... en þaðan sáum við að einhver töf var á öftustu mönnum uppi í brekkunni og flýtti Bára sér til baka upp eftir og bað menn sem voru að koma niður að láta Örn vita. Örn fór með fyrri hópinn niður og kom til baka með fóðraðan sólbekk sem Lilja Sesselja lét hann fá og hún var ekki búin að fara með í Sorpu...

Á meðan höfðu Jórunn Ósk hjfr. og fleiri hlúð að Ástu, spelkað fótinn hennar með stöfum og sárabindi og þegar Bára kom upp var hafist handa við að flytja Ástu niður í bílana... ef við hefðum vitað að Örn myndi koma upp með fóðraðan bekk sem virkaði mjög vel eins og sjúkrabörur þá hefðum við getað beðið, en slíkt var ekki inni í myndinni á þessum tímapunkti og því var ráðlegast að byrja niðurgönguleiðina þar sem um 700 metrar voru í bílana frekar en að kalla á hjálp og þurfa að bíða í 2 klukkutíma eða svo. Vel gekk að bera hana niður eftir, menn skiptust á og við bárum hana saman á öxlum, í gullstól og fleiri útgáfum og komumst stuttan spöl í senn. Þegar Örn kom svo með börurnar gekk allt eins og í sögu síðustu ca 2-300 metrana en hann hafði hlaupið með þær upp að slysstaðnum og vissi ekki að við vorum lögð af stað niður eftir.

Allir hjálpuðust að og það verður að segjast eins og er að allir gerðu sitt, einhverjir fóru á undan og könnuðu leiðina, einhverjir lýstu leiðina fyrir burðarmennina, sumir gáfu hvatningu og stöppuðu stálinu í Ástu og burðarmenn, menn skiptust á að bera sem treystu sér til þess, en það mæddi ansi mikið á þeim sem báru lengst og svo skipti algerlega sköpum hvernig menn slógu á létta strengi þar sem hlátur og grín hjálpaði án efa til að gera þetta bærilegra. Við hús Waldorf-skóla kom Örn með bílinn alveg niður eftir og Bára keyrði svo Ástu niður á Slysadeild þar sem hún fékk "Toppþjónustu" eins og hún sagði sjálf, fór í aðgerð daginn eftir þar sem ökklinn var skrúfaður saman og við tók nokkurra vikna bataferli.

Lexíur kvöldsins:

1.
Ásta var í ökklaháum góðum gönguskóm sem skiptir öllu í klöngri og það er þekkt og búið að sýna fram á að skór án ökklastuðnings auka líkur á misstigi, tognun og ökklabroti á fjöllum. Því var ekki fyrir að fara þetta kvöld, hún var mjög vel skóuð en þetta er ágætis áminning til okkar allra þar sem mjög margir ganga nú á fjöll í utanvegaskóm með litlum eða engum ökklastuðningi.

2.
Vindur leikur oftast hlutverk þegar óhöpp hafa orðið í okkar klúbbi og það voru sterkir vindstrengir á þeim stað sem Ásta slasast, niður af horninu á Selfjalli svo vindurin lék án efa sitt hlutverk í slysinu.

3.
Veður var að öðru leyti gott, það var tiltölulega hlýtt, engin úrkoma, gott skyggni sem skiptir máli til rötunar - en það þarf alltaf að gera ráð fyrir öllum veðrum og því má spyrja sig hvernig aðstæður hefðu verið í mikilli úrkomu, kulda og hálkufæri. Við þurfum því alltaf að vera þannig búin að geta tekist á við öll veður og vera með þannig farangur (hlýja peysu, úlpu í bakpokanum, neyðarnesti (súkkulaði, þrúgusykur os.frv.) - að ef í versta falli þurfi að halda kyrru fyrir í þó nokkurn tíma til að bíða eftir hjálp, þá sé maður ekki í slæmum málum. Þjálfarar eru alltaf með neyðarskýli fyrir einstakling meðferðis í bakpokanum - en þetta tilfelli gefur okkur tilefni til að kaupa neyðarskýli fyrir nokkra - við höfum skoðað slíkt, það kostaði mikið síðast þegar við spáðum í það, en skiptir án efa sköpum ef við hefðum verið lengst uppi í fjöllum í slæmu veðri og orðið að bíða eftir hjálp.

4.
Göngufæri var gott en lausamöl var ofan á klöppinni þar sem slysið varð svo klöngrið á þessum kafla á sinn þátt í slysinu. Þetta landslag er dæmigert og óhjákvæmilegt ef gengið er í óbyggðum og af öllum þeim leiðum sem við erum alltaf að ganga, þá er þetta ein sú saklausasta sem gefst, svo lexían er klárlega sú að svona slys geta orðið á saklausustu og léttustu leiðum eins og var í þessu tilfelli. Þetta er ekki spurning um bratta eða hæð heldur verða óhöpp hvar sem er.

5.
Brotinn útlimur sem jafnvel hefur aflagast úr lið að hluta til eða öllu leyti við brotið er mjög viðkvæmur fyrir allri snertingu og breytingu á stöðu/legu, hvað þá þegar verið er að flytja hin slasaða. Jórunn bjó mjög vel um fótinn með því að spelka hann með stöfum og vefja með sárabindi en þjálfari kom svo með þykkara bindi yfir þegar hún kom að slysstað. Ytra bindið þrengdi hins vegar meira að þegar á leið og þrýstingur jókst við ökklann og við losuðum það því frá stuttu síðar. Skór eru almennt góðir sem spelka eða stuðningur þegar útlimur er brotinn við ökklann, en þegar á líður safnast upp bólga og þá getur þrengt að og því þarf að meta ástand fótar ef langur tími liður frá slysi (hvort blóðrás er niður í fót) og meta þörf á léttari stuðningi (eða jafnvel aðlögun vegna meiriháttar þrengingu á blóðrás niður útliminn). Spelka sem hægt er að brjóta saman og hafa í bakpokanum er klárlega neyðarbúnaður sem þjálfarar ætla að leiðra að og sjá hvort ekki sé hægt að hafa í bakpokanum. Þá er hægt að pakka slösuðum útlim í hana og vernda hann fyrir hnoði og hnjaski við flutning.

6.
Það er erfitt að bera slasaða manneskju langa leið án þess að vera með börur. Að bíða eftir hjálp í langan tíma er líka mjög erfitt því öllum kólnar fljótt og ef menn eru sveittir þá slær fljótt að mönnum og ný vandamál geta blasað við hópnum. Þá skiptir öllu að vera með hlýjan fatnað til vara í bakpokanum og vindheldan fatnað yst til að taka vind og einangra hitann að líkamanum. Best er að vera á hreyfingu að einhverju leyti og hafa eitthvurt hlutverk við aðstæðurnar. Verst er að bíða og hafa ekkert að gera nema hugsa. Því er mikilvægt að allir taki að sér eitthvert verkefni og hugsi hvað þeir geti gert til að hlutirnir gangi betur. Þjálfarar ætla að koma sér upp einhvers lags börum sem hægt er að leggja saman og taka út þegar svona aðstæður koma upp, því það er okkar lexía að það er mikilvægt að geta flutt hinn slasaða á börum en ekki á höndunum einum saman.

7.
Hópaskiptingin vegna C19 riðlaðist ekki við slysið að öðru leyti en því að tveir karlmenn úr hópi 1 komu í hóp 2 til að hjálpa til við flutning niður í bíllinn. Megin reglan við öll slys er að koma í veg fyrir frekara slys þegar óhapp verður, fara með þá sem tengjast ekki slysinu niður eða í skjól og þeir sem geta halda kyrru fyrir og hjálpa til við að hlúa að hinum slasaða. Þetta kvöld fóru tveir karlmenn (Kolbeinn og Jón St.) úr 15 manna hópi 1 yfir í slys-hópinn sem samanstóð af 10 manns úr 15 manna hópi 2 og því varð blöndun milli hópa sökum þessa í lok kvöldsins en bara í aðra áttina með þessum tveimur mönnum, en að okkar mati gilti "nauðsyn brýtur lög" þar sem nauðsynlegt var að fá aðstoð við að bera hina slösuðu niður.

8.
Þjálfarar hafa verið með bunka af andlitsgrímum í bakpokanum eftir að 3ja bylgjan af C19 hófst ef ske kynni að það yrði óhapp og við yrðum að vera í meiri nánd en í 2ja metra fjarlægð og í síðustu viku keyptu þjálfarar tvo pakka til að hafa í sitt hvorum bakpokanum sínum þar sem við erum ekki lengur með sama hópinn á fjalli. Við hefðum því átt að ná í þessar andlitsgrímur þegar  við vorum farin að stumra yfir hinni slösuðu, en þar sem flestir voru með buff fyrir vitunum þá vonum við að það hafi gert nauðsynlegt gagn. Aðstæður voru þess eðlis að það lá á að flytja hana niður, hún var verkjuð og það var erfitt verk að flytja hana og í hreinskilni sagt þá var það einhvern veginn óviðeigandi eða líkt og vanvirðing við hina slösuðu að fara að láta alla setja á sig andlitsgrímu á sama tíma og þeir voru að gera sitt besta við að stramma fótinn af og flytja hina slösuðu niður í bíl og hugsun þjálfara var sú að buffin myndu gera sitt gagn, en þegar neðar kom þá færðu menn buffin frá vitunum og þá hefði verið æskilegast að allir hefðu verið með andlitsgrímur. Slys gera ekki boð á undan sér, ef einhver þarf á hjálp að halda þá er nauðsynlegt að við forgangsröðum í þágu hins slasaða/veika og hjálpum honum sem mest við megum óháð því hvort andlitsgríma sé til staðar eður ei en virða 2ja metra regluna annars eins og hægt er.

9.
Ásta segir sjálf að hún sé þakklát fyrir að hafa verið í þessum hópi þegar slysið varð. Hún kemur inn í klúbbinn síðla sumars og er annars búin að ganga mest megnis ein á fjöll og hefði ekki viljað vera ein á ferð þegar svona gerist, því það skipti öllu að hafa allt þetta fólk í kringum sig til að búa um brotið og flytja sig til byggða og á slysadeildlina.

10.
Aðstæður eins og þessar þetta kvöld krefjast þess að menn séu yfirvegaðir, skipulagðir, hjálpsamir og sýni samstöðu. Allt hefst með þolinmæði og lausnamiðaðri hugsun. Það þarf ekki allt að gerast strax. Það er allt í lagi að fara nokkur skref og hvílast svo og halda svo áfram. Það er allt í lagi að staldra við og hugsa næsta skref og finna jafnvel aðra eða betri lausn en þá sem búið er að vinna með. Við lifum á tímum þar sem allt gerist hratt, stöðugt er ýtt á næsta takka, flett yfir á næstu mynd... en við slys á fjöllum gerast hlutirnir ekki hratt heldur jafnt og þétt. Því er mikilvægt að fallast ekki hendur eða gefast upp, heldur finna lausnir og leiðir til að halda áfram og leysa það sem leysa þarf á einhvern mögulegan hátt og vinna saman að því. Þetta gekk snurðulaust hjá okkur þetta kvöld og þó við þyrftum oft að gera hlé á flutningnum og fórum bara nokkur skref í einu, þá gekk þetta vel og við vorum í raun ekki lengi í bílana, merkilegt nokk.

11.
Framlag hvers og eins skiptir máli. Hver og einn gerði sitt til að flutningurinn gengi vel. Það var vel þegið að einhverjir fóru á undan að kanna leiðina, einhverjir lýstu leiðina fyrir burðarmenn, einhverjir gáfu jákvæða orku og léttleika inn í aðstæðurnar, buðu fram aðstoð sína og leystu þá af sem voru að flytja hina slösuðu. Hver og einn gerir það sem hann getur og treystir sér til í svona aðstæðum og það var mjög vel þegið hversu mörg við vorum, 10 manns, til að hafa orkuna og samstöðuna frá öllum hópnum þó ekki væru allir að halda á hinni slösuðu. Jákvæð orka, stuðningur og lausnamiðuð hugsun á hliðarlínunni skiptir sköpum til að halda dýnamíkinni góðri þegar á reynir.

12.
Það skiptir sköpum að vera með einn þykkbólstraðan sólbekk í skottinu hjá Lilju þegar farið er á fjöll... nei ég segi svona :-) :-)
Hvílíkt lán að Lilja Sesselja skyldi vera með þennan bekk í skottinu sínu, og að henni skyldi detta í hug að láta Örn fá hann !
Þessi bekkur gleymist aldrei og þjálfar tíma ekki að fara með hann í Sorpu ! :-) En að öllu gamni slepptu þá er þetta gott dæmi um hversu áhrifaríkt það er þegar allir leggjast á eitt við að
finna leiðir og lausnir gagnvart aðstæðunum hverju sinni og eru mörg frábær dæmi um slíkt í slysasögum í gegnum tíðina.

13.
Þegar slys gerast er farsælast að greina þau og læra af þeim hvað má betur fara og bæta það sem hægt er að bæta.
Allar athugasemdir og viðbætur vel þegnar frá þeim sem hjálpuðu til þetta kvöld.

Í hnotskurn:

Kaupa neyðarskýli fyrir fleiri en 1 mann (erum með eins manns í bakpokanum alltaf).
Kaupa samanbrjótanlega spelku fyrir brotinn útlim ef það er til en búa annars til.
Kaupa samanbrjótanlegar börur til að flytja slasaðan ef það er til en búa annars til
Vera alltaf allir með lágmarks sjúkrabúnað í bakpokanum, verkjalyf, plástra, sárabindi, kælipoka o.fl.
Hver og einn gerir það sem hann getur, öll hlutverk/framlag skiptir máli.
Það þarf ekki allt að gerast strax eða hratt. Slys í óbyggðum krefjast þolinmæði og yfirvegunar.
Mikilvægt er að meta alla líðan hins slasaða og hlusta á hans athugasemdir/óskir við umbúnað/flutning.
Léttleiki og húmor skiptir sköpum í erfiðum aðstæðum.
Samstaða, jákvæðni, alúð og lausnamiðuð hugsun skiptir öllu máli í erfiðum aðstæðum.

Við lærum svo lengi sem við lifum. Það vildi okkur til happs að veður var gott, landslagði var létt yfirferðar, við vorum ekki langt frá bílunum né langt frá byggð, hópurinn var sterkur og samstilltur og jákvæðnin var með í för í gegnum óvæntar aðstæður.

Takk ALLIR fyrir hjálpina og dýrmætt framlag hvers og eins við þetta óhapp.

Við sendum Ástu okkar innilegustu batakveðjur, við verðum í bandi við hana í gegnum þetta og gerum allt fyrir þessa jákvæðu og glöðu konu sem gefur ekkert nema góða og sérstaklega glaða strauma frá sér öllum stundum...
hún á bara það besta skilið þessi engill !
 

 

Litla Sandfell
um Jórugil... ofan við Jórukleif
sunnan Jórutinds... framhjá Jóruhól

Þingvallafjall nr. 35 af 44 árið 2020

Eftir 2ja vikna hópæfingabann vegna Covid-19 voru íþróttir utanhúss... án snertingar... með engum sameiginlegum búnaði... þar sem hægt er að tryggja 2ja metra regluna... leyfðar... í hámarki 20 manna hópum... og því var blásið aftur til leiks þriðjudaginn 20. október... eftir að hafa aflýst þriðjudagsæfingum 13. og 6. október þar sem ætlunin var að ganga á Litla Sandfell við jórugil annars vegar og Móskarðahnúka hins vegar...

Við ákváðum að halda okkur við sama fjall og var á dagskránni þegar þessar hertu samkomutakmarkanir tóku gildi tveimur vikum fyrr... og fórum á þrítugasta og finnta Þingvallafjallið á árinu... Litla Sandfell við Jórutind... sem er eitt af tíu fjöllum sem bæst hafa á listann frá því við byrjuðum í janúar... og sannaði þetta lága fell algerlega gildi sitt við þessari nánari kynni þetta kvöld...

Hópnum var skipt í tvennt... hópur eitt lagði bílunum á hefðbundna bílastæðið ofar og innar á svæðinu...
og þaðan fór Örn fyrir 19 manns... og hópur tvö lagði bílunum neðar á svæðinu þar sem Bára fór fyrir autján manns...

Við byrjuðum á að ganga austan við Jóruhól eða Jónstindinn okkar sem alltaf er klifinn með Jórutindi og Hátindi
og gengum inn Jórugilið allt þar til ekki var komist lengra...

Hópur eitt með Erni:

Bjarnþóra, Elísa, Fanney, Gerður Jens., Gylfi, Haukur, Inga Guðrún, Kolbeinn, Lilja Sesselja, Marta Rut, Ragnheiður, Sandra, Silja, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna., Sigurður Kj., Tinna, Þorleifur, Þórkatla, Örn.

Hópur 2 með Báru:

Anna Sigga, Björgólfur, Brynja, Gunnar Viðar, Jóhanna Ísfeld, Jón St., Jórunn Ósk, Margrét Birgis., Margrét Páls., María E., María Björg, Oddný, Rakel, Silla, Stefán Bjarnar, Steinunn Sn., Valla.

Upp úr gilinu var klöngrast í ágætis brölti þar sem gæta þurfti að grjóthruni...
og í hjöllum þess var ljóst að ýmislegt hafði gengið á...

Mikil náttútufegurð á þessum slóðum og gönguslóði nánaast allan tímann...
heimamenn greinilega duglegir að njóta fegurðarinnar á svæðinu...
enda heilmikið af bústöðum í nágrenninu...

Jóruhóll hér hægra megin sem við klöngruðumst upp á í júní þegar Hátindur og Jórutindur vogu sigraðir í júní...
en við skírðum hann Jónstind á sínum tíma þar  sem við vissum ekki nafnið þá...

Krummar hér liggjandi út í Þingvallavatnið... Miðfell og Dagmálafell og Arnarfell nær hinum megin og svo Hrafnabjörg og Kálfstindarnir sem við ætlum á næstu helgi enn fjær... mjög gaman að kortlegga svona algerlega allt svæðið á Þingvöllum á einu ári...

Þegar komið var upp úr Jórugili héldum við aftur niður í árfarveg gilsins sem opnast á kafla alveg...
áður en gilið dýpkar aftur ofar norðan við Jórutind...

Mjög skemmtileg og fjölbreyttari leið en við áttum von á....

Gilið aftur skorið hér...

Við enduðum á að fara svo upp sunnan við gilið og undir berghelluna hér sem við förum alltaf undir á leið til baka af Hátindi og Jórutindi...

Flottur kafli og nauðsynlegt að klöngrast sem mest á leið sem var svona stutt eins og þetta kvöld...

Litið til baka... Björgólfur og Gunnar komu líklega aðra leið upp úr Jórugili þar sem þeir skoðuðu það eftir að hópur eitt var farinn úr því... og Oddný mætt á æfingu en hún villtist og beygði til hægri af Nesjavallaafleggjaranum í stað þess að fara til vinstri... en gatnamótin þau áttu eftir að afvegaleia nokkra ranga leið í bakaleiðinni í myrkrinu um kvöldið þar sem menn enduðu á að keyra Hellisheiðina heim í stað Nesjavallaleið... æj, það verður bara að hlæja að þessu :-)

Uppi á brúnunum kom Litla Sandfell í ljós... jú... það var réttilegt að bæta því við Þingvallafjallalistann... ekki spurning...

Litið til baka með tindana tvo hennar Jóru...

Sólin settist fyrir byrjun æfingarinnar... en birtu nýtur í klukkutíma eftir sólsetur... og lítið eitt lengur ef það er heiðskírt eins og þetta kvöld... en sólsetrið á akstursleiðinni inn Nesjavallaleið var stórkotstlegt eins og ljósmyndir Lilju Sesselju báru með sér...

Útsýnið úr neðri hlíðum Litla Sandfells var heilmikið og mun meira en vi áttum von á...

Búrfell í Grímsnesi þarna lengst... Mælifell, Sandfell og Súlufell líklega þarna hægra megin...
Ölfusvatnsfjöllin tvö og svo Lambhagi vinstra megin að bungast úr í vatnið...
krummar nær.... eins gott að við bættum þeim við.... annað hefði ekki verið hægt....

Smá horn af Ármannsfelli... Skjaldbreiður... Tindaskagi og félagar... og svo Kálfstindar...
og nær við vatnið hinum megin eru Miðfell og Dagmálafell sem voru fystu tvö Þingvallafjöllin...

Uppi á Litla Sandfelli stóðum við í tveimur aðskildum hópum og sem betur fer nóg pláss....
... og nutum útsýnisins... áður en við héldum niður sunnar en við komum upp...
og stefndum á norðurtagl Jórutinds til að skreyta gönguna eins og hægt var í myrkrinu....

Flestir komnir með höfuðljósin upp hér en það eralltaf góð regla að nýta pásurnar þegar myrkrið fer að skella á til að ná í höfuðljósið... til að þurfa ekki að gera hlé á göngunni í miðjum klíðum og græja ljósið og dragast aftur úr að óþörfu...

Milli Litla Sandfells og Jórutinds liggur Jórugilið og við gengum að upptökum þess...
sem eru hér... ótrúlega fallegt...

Hópur tvö að klöngrast upp á norðurtagl Jórutinds...

Myndavél þjálfara lýsir myrkvaðar ljósmyndirnar upp með algerlum ólíkindum...
og nýtir birtuna af höfuðljósunum... það var meira myrkrur þarna en áhorfist af myndunum...

Hópur tvö að klöngrast ofan við gilið...

Magnað landslag...

Ofan af Jórutagli klöngruðumst við nokkuð bratta og grýtta brekku í góðu færi þar sem ágætlega reyndi á fótafimi í myrkrinu en höfuðljósin eru orðin ansi skær... það var algert logn og bestu skilyrði til að upplifa fjallgöngu í myrkri í fyrsta sinn í lífinu eins og nokkrir voru að upplifa í hópnum...

Ókosturinn við hópaskiptingu í tvennt er sú að þá er Bára fremst með hóp tvö... og síðustu menn þar eru án þjálfarans sem alltaf er vanalega síðastur.... á þetta reyndi á leið niður þessa brekku.... en þegar við kölluðum til þeirra sem aftastir voru þá var hljóðið í þeim gott.... þeir báru sig vel og slógu bara á létta strengi... sem er einmitt viðmótið sem þarf í svona verkefnumm... jákvæðni og húmor... þá verður allt léttara.... og yfirstíganlegra... og er þetta okkar aðferð gegnumgangandi frá upphafi... að hlæja okkur í gegnum erfiða kafla...

Snillinigar þetta lið og ekkert annað... allir glaðir og þaklátir að komast í göngu... og ná að vera á fjöllum þar  sem kraðakið á höfuðborgarsvæðinu var víðs fjarri... við vorum ein í heiminum... hittum engan... stoppuðum hvergi á leiðinni...

Lognið var algert þetta kvöld... friðurinn magnþrunginn... óskaplega vel þegin útivera...

Birtan mögnuð með heiðskíran himininn ofan okkar... stjörnurnar að birtast og hugsanlega norðurjósin líka...

Hópur eitt... allir að passa 2ja metra regluna en sambýlingar mega vera nær hvor öðrum...
vöndum okkur samt enn meira næst... við verðum að fara eins varlega og við mögulega getum... það er nóg páss... og við veðrum að venja okkur á að ganga og spjalla með tvo metra á milli... eingöngu þannig komum við í veg fyrir smit...

Hópur tvö... með fjall kvöldsins í baksýn... það var númer 35... sem þýðir að eingöngu níu fjöll eru eftir...

Þjálfarra vildu sniðganga þennan veg hér og fóru því út í kjarrið og klettabeltið norðar á svæðinu...

... og lentu á gömlu slóðinni sem liggur undir klettahellunni fögru...

Ekki slæm leið að fara um... Hátindur hér yfirgnæfandi...

Alls 4,0 km á 1:32 klst. upp í 338 m hæð með alls 282 m hækkun úr 187 m upphafshæð.

Sannkallað yndiskvöld og vel þegin útivera sem gaf okkur mikið...

Nú er að finna aðra þriðjudagæfingu sem hentar tveimur hópum... en fjallið atarna þarf að bjóða upp á stórt bílastæði fyrir margar bíla því nú kemur hver á sínum bíl vegna C19... vonandi varir þetta 20 manna samkomubann ekki mjög lengi... en þangað til... vöndum okkur og látum ekki veiruna koma upp á milli okkar elskurnar...

 

 

Við erum á toppnum... hvar ert þú?
www.toppfarar.is


Toppfarar ehf - Viðarrima 52 - 112 Reykjavík - Kt: 581007-2210 - Sími: +354-867-4000 / -899-8185 / -588-5277 - Netfang: bara(hjá)toppfarar.is
Copyright: Höfundarréttur: Bára Agnes Ketilsdóttir